Dagur - 29.08.1987, Page 2

Dagur - 29.08.1987, Page 2
SVONA GERUM VIÐ Akureyri 125 ára Málverk Myers af Akureyri 1836. Bemska bœjarins næst þegar þú ferðast innanlands Tíminn er takmörkuð auðlind. Flugið sparar tíma og þar með peninga. Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis og við Reykjavík. Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun leggjum við okkur fram um að farþegum okkar nýtist tíminn vel. Þannig tekur ferð landshorna á milli aðeins stutta stund efþú hugsar hátt. Nafnið Akureyri birtist fyrst í Ljósvetningasögu á 13. öld sem örnefni í landi bóndabýlis, en ekki eru menn á einu máli um það hvort hér sé um Akureyri við Eyjafjörð að ræða. Sumir telja þessa Akureyri hafa verið aðfinna í Ljósavatnsskarði. Fullvíst er hins vegar talið að átt hafi verið við Akureyri í Eyjafirði haustið 1580 þegar séra Þorsteinn llluga- son í Múla bar fram kæru vegna þess að hafa verið sleginn á Akur- eyri þá um sumarið. Þegar einokunarversluninni var komið á fót hér á landi 1602 fengu kaupmenn á Helsingjaeyri einkaleyfi til verslunar í „Akker- öen“ eða „Öefjords Handels- sted“ eins og staðurinn var oftast nefndur. Var raunar kallaður Öefjords Handelssted allt þar til hann fékk kaupstaðarréttindi 1862. Upphaf verslunar við Eyja- fjörð var raunar ekki á Akureyri heldur að Gásum, 14 kílómetrum norðar í firðinum. Þar var höfuð- verslunarstaður Norðurlands og ein helsta siglingahöfn landsins fram yfir árið 1400. Gásahöfn spilltist smám saman af fram- burði Hörgár og hefur verslun þá færst innar í firðinum þar sem Oddeyri og Akureyri mynda ákjósanlega höfn. Á Gásum eru enn minjar um þennan forna verslunarstað og eru þær friðlýst- ar. Oddeyrar er getið um svipað leyti og Akureyrar, m.a. í Glúmssögu og Ljósvetningasögu. Líkur benda til að Oddeyri hafi verið þingstaður og segir Flat- eyjarbók frá atburði sem átti sér stað á Oddeyrarþingi 1303. Þá var Oddeyrardómur kveðinn upp 1551 um eignir Jóns biskups Ara- sonar og sona hans. Kaupstaðurinn Akureyri er byggður á löndum fornra stór- býla, en þau helstu er Kjarni, Naust og Stóra-Eyrarland. Norð- an Glerár er byggðin á löndum jarðanna Syðra-Krossaness og Bandagerðis. Fyrstu bæjarmörk sem skráðar heimildir segja frá eru frá 1818. Að sunnan voru þau við Kóngsvörðu á Krókeyri og að norðan við Grástein, utan við kaupstaðarhúsin í Eyrarlands- brekku. Vegalengdin er aðeins um 900 metrar. Takmörk að austan voru fjörðurinn og brekkubrúnin að vestan. Ekki var föst byggð á Akureyri fyrr en um miðja 18. öld. Danskur kaupmaður hafði þar vetursetu 1718 en þetta var fyrst og fremst verslunarstaður. Fyrst einokun- arverslunin danska, síðan sel- stöðuverslun, þá sjálfstæð kaup- mannastétt og loks samvinnu- verslun. En verslunarsaga Akur- eyrar er lengri en svo að henni verði gerð nokkur skil hér. Hins vegar má það ljóst vera að Akur- eyri er enn mikill verslunarbær og þær raddir hafa heyrst að efla ætti verslun enn frekar og gera Akureyri að sannkallaðri versl- unarmiðstöð Norðurlands. SS 2-DAGUR >cUua^dpguc £9ilág.úi?i/i9j87

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.