Dagur - 29.08.1987, Page 8

Dagur - 29.08.1987, Page 8
Akureyri 125 ára Hvar er Skammagil? - Gripið niður í Akureyrarlýsingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum Elsta bæjarstæði Akureyrarkaupstaðar hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum árin. Ekki er ósennilegt að ýmsa Akureyringa kynni að reka í vörðurnar efþeir vœru beðnir um að lýsa bœnum, lögun hans og helstu örnefnum. Flestir gœtu talið upp Oddeyri, Glerá, Glerárhverfi, Brekkuna, Innbœinn, Pollinn og þulið upp nöfn helstu fjalla. Ýmis örnefni eru þó hulin þoku og ekki víst að allir gœtu svarað áleitnum spurningum um heiti ákveðinna fyrirbœra. En mig langar til að biðja lesendur að skoða eftirfar- andi lýsingu Steindórs Steindórssonar frá 1949 og bera hana saman við Akureyri í dag og athuga um leið hvort örnefnin eru kunnugleg og hvort hœgt sé að staðsetja þau enn þann dag í dag: „Akureyri stendur við botn Eyjafjarðar vestanverðan. Skammt fyrir norðan bæinn fellur smáá, er Glerá heitir, til sjávar. Kemur hún úr alllöngum fjalla- dal, er ber nafn hennar. Pótt eigi sé Glerá vatnsmikil, hefir hún grafið sér djúpt gljúfur fram úr mynni Glerárdals, og af fram- burði sínum um aldaraðir hefir hún smám saman skapað eyri all- mikla, er teygir sig fram í fjörðinn. Heitir hún Oddeyri, en innan hennar hefir skapazt hin ágætasta höfn, Akureyrarpollur, eða Poliurinn, eins og hann er tíðast nefndur. Vestan að Pollinum, alla leið utan frá Gleráreyrum, liggur brekka, víðast snarbrött og rúmir 50 m á hæð þar sem hún er hæst. Er það nyrzti hluti hjallabrúnar þeirrar, er liggur inn Eyjafjörð vestanverðan og fyrr er frá sagt. Brekka þessi hefir skapazt bæði af árframburði og jökulruðning- um. Allur neðri hluti hennar er greinileg vatnamöl og hefir Glerá fortíðarinnar ekið henni fram á þeim tíma, er sjór stóð um 50 m hærra en nú er, en ofan á ár- framburðinum eru jökulruðning- ar, sem ekizt hafa ofan á áreyr- arnar. Niður í brekkuna hafa lækir grafið sér farvegi og djúp gil, en við ósa þeirra skapast eyr- ar og tangar fram í Pollinn. Yztur er Torfuneslækur; gil hans heitir að fornu fari Grófargil. í því er sundlaug bæjarins, og hefir sum- um ekki þótt hið forna nafn nógu fínt og vilja nú nefna það Lauga- skarð. Fram af Torfuneslæk hefir skapazt dálítill tangi, sem Torfu- nef heitir. Par er nú aðalbryggja bæjarins. Hvilftin milli Torfunefs og Oddeyrar er í daglegu tali kölluð Bót, og féll sjór þar upp að brekku áður en fyllt var upp. Svo var einnig fyrir innan Torfu- nef. Innar í bænum fellur svo- nefndur Búðarlækur til sjávar. Hann hefir grafið djúpt gil í gegnum brekkubrúnina; heitir það Búðargil. Lækur þessi hefir hlaðið upp dálitla eyri, og er það Akureyrin sjálf. Þar var elzt byggð í bænum og hinn fyrsti verzlunarstaður. Þar var einnig gerð fyrsta hafskipabryggja bæjarins, og var þungamiðja alls viðskiptalífs og umferðar þar nokkuð fram yfir síðustu alda- mót. Fyrir innan eyri þessa er venjulega kölluð Fjara; hefir þar sennilega síðan byggð hófst fyrir alvöru verið lítilsháttar undir- lendi með sjónum. í fjörunni innarlega er grunnt gil, sem Skammagil heitir, en brekkan milli þess og Búðargils heitir Höfði. Innsta gilið er Naustagil, og er Gróðrastöð Ræktunarfé- lags Norðurlands í mynni þess og þar fyrir neðan. Úr því fellur Naustalækúr. Þar hefir skapazt allstór eyri, sem Krókeyri heitir. Fram undan mestum hluta Fjörunnar er Leiran, sem árlega þokast norður á bóginn. Fyrir all- mörgum árum var byrjað að hlaða garð yfir Leiruna til varnar höfninni. Nær hann spottakorn frá landi, en ekkert hefir verið við hann bætt um langa hríð, enda vafasamt að hve miklu gagni hann kæmi. Eins og fyrr getur, er byggðin elzt á Akureyrinni; út frá henni byggðist síðan upp Búðargil og suður Fjöruna, og er þetta elzti hluti bæjarins. Löngu síðar hófst byggð á Oddeyri, og var hún all- lengi sjálfstæður bæjarhluti. Um aldamótin síðustu hófst byggðin á Torfunefi, en síðan hafa bæjarhlutar þessir tengzt saman jafnframt því, sem byggðin breiðist nú óðum upp um brekk- una og uppi á henni, einkum norðan Grófargils. Er sýnilegt, að allri byggð bæjarins þokar norður á bóginn, eftir Oddeyr- inni og upp eftir.“ (Steindór Steindórsson frá Hlöðum - Lýs- ing Eyjafjarðar, fyrri hluti, Bókaútgáfan Norðri, 1949, bls. 91-93) Eftir að hafa lesið þessa lýs- ingu ættu bæjarbúar skammlaust að geta bent á Skammagil, Höfða, Naustalæk og Bótina, svo dæmi séu tekin. Vel er líka hægt að sjá fyrir sér hvað byggðin hef- ur vaxið gífurlega síðan þetta er skrifað. Byggðin hefur breitt úr sér á Brekkunni og Gierárhverfi byggst upp. Ætli manni þyki ekki líka hálf kyndugt að lesa lýsingu Akureyrar 1987 eftir um 40 ár. Hvert verður byggðin komin þá? SS »» Skyldi þetta vera Skammagil? Eða kannski Búðargil? Annálsbrot 1870-1907 Hér getur að líta nokkra atburði úr kaupstaðarsögu Akureyrar. Peir eru valdir af handahófi en ætiu að gefa bœjarbúum nokkra innsýn í sögu kaupstaðarins. Peir atburðirsem greinilega er skýrt frá annars staðar í blaðinu eru ekki í þessari upptalningu. 1870 Stofnaður barnaskóli að tilhlutun bæjarstjórnar. Kennari var Jóhannes Halldórsson. 1873 Spítalinn, Gudmanns Minde, afhentur. Vígður árið eftir. 1874 Bókasafnið flutt í ráðhúsið. 1877 Sjónleikurinn Útilegumennirnir (Skugga-Sveinn), eftir Matthías Jochumsson sýndur á Akureyri. 1882 Gránufélagið setur á stofn niður- suðuhús. 1882 Versta árferði aldarinnar. ís á Pollinum fram undir höfuðdag. 1884 Fyrsta stúkan á landinu, ísafold nr. 1, stofnuð í Friðbjarnarhúsi. 1884 Gaman og alvara sýnir tvo sjón- leiki eftir séra Matthías; Vestur- farana og Þjóðviljann. 1885 O.C. Thorarensen kemur til Akureyrar og tekur við lyfjabúð- inni. 1890 Héraðshátíð á Oddeyri í minn- ingu um 1000 ára byggð Eyja- fjarðar. M.a. var sýndur sjón- leikurinn Helgi magri eftir séra Matthías. 1on. 1894 Kvenfélagið Framtíðin stofnað. 1896 Kvennaskólinn á Laugalandi fluttur til Akureyrar. 1897 Tóvélarnar við Glerá teknar í notkun, en þar var kembd ull víðs vegar að. 1901 Gagnfræðaskólahúsið á Möðru- völlum brennur og fluttur í leigu- húsnæði á Akureyri. 1901 Gosdrykkja- og límonaðigerð stofnuð. 1902 Vindlagerð komið á fót. 1902 Útibú Landsbanka íslands stofnað. 1904 Útibú íslandsbanka h.f. stofnað. 1904 Akureyri verður sérstakt kjör- dæmi. Fyrsti þingmaður þess var Magnús Kristjánsson. Tóvélahúsið á Gleráreyrum, elsti hluti Gefjunar, byggt 1907-1908. Mynd: HE 1904 Nýja Gagnfræðaskólahúsið til- búið, sem síðar varð mennta- skóli. 1905 Iðnaðarmannaskóli stofnsettur. 1906 Hlutafélagið Steinöld stofnað. Steyptir voru steinar til hleðslu og gangstéttarhellur. 1906 Pöntunarfélag Eyfirðinga skiptir um nafn og starfsfyrirkomulag og heitir nú Kaupfélag Eyfirðinga. Heimili þess og varnarþing er á Akureyri. 1906 Verkamannafélag Akureyrar stofnað. 1907 Ullarverksmiðjan við Glerá, sem þá hét Gefjun, framleiðir alls konar dúka til klæðagerðar. 1907 Lárus J. Rist sundkennari syndir yfir Oddeyrarál. Þannig má staðsetja nokkra atburði frá árunum 1862-1910. Elstu menn muna hins vegar vel 8-DAGUR Laugardagur 29. ágúst 19í

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.