Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 9
Gamla rakarastofan var rifin í sumar. Mynd: RÞB Miðbær Akureymr Miðbœr Akureyrar hefur breytt töluvert um svip á síðustu árum, sérstaklega eftir að göngugatan kom til sögunnar og gamli rúnt- urinn aflagður. Skipulagið gerir einnig ráð fyrir því að núverandi rúntur í kringum Ráðhústorgið verði lagður niður og þar verði hellulagt göngu- svœði. í sumar var gamla rakarastofan rifin og þótti mörgum það tíma- bær aðgerð. Meiningin er að á þessu svæði, í neðri hluta Skáta- gils, verði huggulegt útivistar- svæði í framtíðinni. Miðbærinn verður þá opnari en áður og meira aðlaðandi. Fallegur miðbær er mikilvægur hluti hvers kaupstaðar, ekki síst þegar kaupstaðirnir eru vinsælir ferðamannastaðir eins og Akur- eyri er og mun verða, gangi fram- tíðaráætlanir eftir. Það er ekki nóg að hafa Lystigarðinn og minjasöfnin þegar niðurníðsla blasir við ferðamönnum, hvort sem þeir koma frá skemmtiferða- skipum vestur eftir Strandgötu eða af flugvellinum. Miðbæjarkjarninn má ekki vera æpandi þversögn við þá fal- legu bæjarmynd sem Akureyring- ar státa sig af. Akureyri er vissu- lega fallegur bær en blettir hafa komið með árunum og þá þarf að hreinsa. SS Lárus Rist strengdi þess heit að synda fyrstur yfir Eyjafjörð. Annar hét að verða hundrað ára eða detta dauður niður ella. Lárus stóð við heit sitt. örlygur ’71 helstu atburði sem gerðust á Akureyri eftir þann tíma þótt við sem yngri erum þekkjum aðeins nokkra þeirra af afspurn. Líkur eru á því að fyllt verði í þær eyð- ur sem eru í sögu kaupstaðarins því eins og fram hefur komið hef- ur verð ráðinn sagnfræðingur til að rita heildarsögu bæjarins. Saga Akureyrar, eftir Klemens Jónsson, nær hins vegar aðeins til ársins 1905 og því gustuk að færa síðari tíma atburði í aðgengilega bók. SS 2,0 LÍTRAR Laugardagur 29. ágúst 1987 DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.