Dagur - 29.08.1987, Síða 13
Akureyri 125 ára
„Eg er ekkert feiminn við að hræra upp í hugsunarhætti fólks, því veitir ekkert af því að hugsa dálítið krítískt um
bæinn SÍnn . . .“ Mynd: RÞB
almennt upp laugardagsopnun
hér, hún þarf ekki að vera nema
fram til kl. 2 eða 4 og menn geta
lokað hálfan daginn á einhverj-
um virkum degi í staðinn, þá
streymi Norðlendingar hingað til
að versla utan síns vinnutíma. Og
mér finnst eðlilegt að ef fólk
kemur hingað í verslunarferð þá
geti það líka farið til augnlæknis
og eigi möguleika á því að reka
einhver fleiri erindi.
Nú er komið mjög gott vega-
samband við allar byggðir í Eyja-
firði og austur í Þingeyjarsýslu og
þá er bara Öxnadalsheiðin eftir.
Pegar hún verður komin í lag þá
fer fólk frá Sauðárkróki að koma
hingað en heiðin er verulegur far-
artálmi yfir veturinn. Þá fara
Siglfirðingar líka að koma því
þeir fara ekki Lágheiðina eins og
gefur að skilja. Það verður að
fara að hræra upp í viðskipta- og
þjónustuaðilum á Akureyri
þannig að þeir hugsi um að ná
þessum viðskiptum hingað. Ég er
ekki að tala um að kaupmennirn-
ir á Akureyri sinni ekki bæjarbú-
um nógu vel. Ég er að hugsa um
Norðlendingana. Laugardags-
opnunin kæmi sér auðvitað líka
vel fyrir Akureyringa og alla
ferðamenn.
Svo eru líka þó nokkrir ónýttir
möguleikar í sérverslun. Það eru
nokkrar sérverslanir í bænum
sem leggja sig fram og þær ná
árangri. Sjáðu bara Sporthúsið,
eða Einarsbakari, eða t.d.
Bókval. Síðan eru auðvitað aðrar
sem ganga ekki eins vel en þarna
eru ónýttir möguleikar. Ég hef
t.d. heyrt að það vanti almenni-
lega búsáhaldaverslun á Akur-
eyri, svona klassaverslun. Fleira
mætti örugglega nefna en ég tel
að ef fólk með þekkingu og
reynslu fer út í sérverslun þá
muni kúnnarnir koma.“
- Stjórnsýslustöðin verður þá
væntanlega líka til þess að Norð-
lendingar komi í auknum mæli til
Akureyrar?
„Já, stjórnsýslumiðstöðin gerir
fólki kleift að sækja opinbera
þjónustu hingað. Þarna er um að
ræða útibú frá ríkisstofnunum
þannig að fólk sem á erindi við
þær, hvort sem það er Húsnæðis-
stofnun, Lánasjóður íslenskra
námsmanna, Byggðastofnun, eða
hvaða stofnun sem er, geti farið á
skrifstofuna hérna. Þetta þýðir
að Húsvíkingar, Siglfirðingar,
Sauðkrækingar og aðrir koma
hingað til þess að rekja sín erindi
við hið opinbera. Það er hins veg-
ar ljóst að ríkið fyllir aldrei út í
þetta hús sem verður byggt fyrir
starfsemina, það verður selt
einkaaðilum að einhverju leyti en
það er bara betra. En með stjórn-
sýslustöð er verið að færa þjón-
ustuna nær fólkinu, þannig að
maður þurfi ekki að sækja allt til
Reykjavíkur. Akureyri á að vera
höfuðstaður Norðurlands. Ég sá
það þegar ég var á Skagaströnd
að þá fóru íbúarnir nær aldrei til
Akureyrar, sóttu allt til Reykja-
víkur. Þessu þarf að breyta.“
„Framtíðin er í
ferðamannaþjónustu“
- Eru þá helstu vaxtamöguleikar
bæjarins fólgnir í verslun og
þjónustu?
„Já, og í ferðamálum. Ég held
að möguleikarnir séu fyrst og
fremst í þessum greinum, þegar
til framtíðarinnar er litið. Ég hef
ekki trú á því að kippurinn í
sjávarútveginum breytti miklu þar
um. Þetta er mikilvæg grein sem
tekur breytingum og þar er margt
spennandi að gerast en ég held að
ekki verði mikill vöxtur í sjávar-
útvegi héðan af. Það vantar meiri
fisk í sjóinn til þess.
Framtíðin er í ferðamanna-
þjónustu og þar höfum við verið
að velta fyrir okkur byggingu
orlofshúsahverfis. Við réðum
starfsmann til að sinna ferðamál-
um og uppbyggingu þeirra. Síðan
er búið að stofna tvö þjónustu-
fyrirtæki fyrir tilstilli Akureyrar-
bæjar, Kaupþing Norðurlands og
Fiskmarkað Norðurlands. Ég hef
fundið það að sumum finnst það
jafnvel neikvætt að bærinn sé að
skipta sér af stofnun þjónustu-
fyrirtækja en hins vegar hefur
það verið allt í lagi þegar bærinn
hefur skipt sér af stofnun fram-
leiðslufyrirtækja. Ég er á þeirri
skoðun að þetta sé hluti af því að
gera Akureyri að höfuðstað
Norðurlands að stofna þessi
þjónustufyrirtæki. Og það eru
margir ónýttir möguleikar í þjón-
ustugreinum, t.d. í endurskoðun
og lögfræðiþjónustu, einnig í
vissum greinum læknaþjónustu.
Fólk sækir margvíslega þjónustu
til Reykjavíkur sem það ætti að
geta fengið hér.
Þarna eru ýmsir möguleikar í
atvinnumálum en það er margt
annað sem bærinn þarf að taka
þátt í og hugsa um, t.d. ýmsar
þjóðfélagsbreytingar. Það er
fyrirsjáanlegt að öldruðum mun
fjölga gífurlega á næstu 20-30
árum og því er ljóst að þjónusta
við aldraða og umönnun á eftir
að stóraukast. Þessi breytta
aldurssamsetning er vandamál
sem þjóðin verður að gera sér
grein fyrir og þetta kallar bæði á
fjölda starfa í þjónustu við aldr-
aða og breytt rekstrarfyrirkomu-
lag. Við þurfum að laga ýmsa
hluti í þessu sambandi, s.s.
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga. Öldrunarþjónusta er að
hluta til greidd af ríkinu og að
hluta til af sveitarfélögum. Að
mínu mati er ekki hægt að reka
neina þjónustu á hagkvæman
hátt nema einn aðili sé ábyrgur
fyrir henni.“
„Sjálfvirkt eyðslukerfi“
- Þú talar um breytt rekstrar-
fyrirkomulag, hvernig sérðu það
fyrir þér í sambandi við öldrunar-
málin?
„Það gengur ekki lengur, rekstr-
arlega séð, að hrúga gömlu fólki
inn á stofnanir. Það er miklu
ódýrara að fara út í það að þjóna
því í heimahúsum og jafnvel að
láta það kaupa sér íbúðir saman í
blokkum og veita því þjónustu
þar í stað þess að setja það á
dvalarheimili í einhverjar her-
bergiskytrur. Auðvitað fylgir því
miklu meiri vellíðan fyrir fólkið
ef það er aðstoðað við að búa í
sinni íbúð þangað til það er orðið
„stofnanamatur“, m.ö.o. þangað
til það er ekki fært um að búa í
eigin íbúðum með aðstoð hjúkr-
unarfólks og heimilisþjónustu. í
Danmörku er gamla fólkið ekki
látið á stofnanir fyrr en það er
orðið mjög veikburða og jafnvel
komið í hjólastól. Hér er verið að
hrúga fullfrísku fólki inn á elli-
heimili í eina herbergiskytru.
Þetta er bæði slæmt fyrir fólkið
og dýrt fyrir þjóðfélagið. Þarna
er stórverkefni framundan.
Annað sem við þurfum líka að
taka á er rekstur heilbrigðisþjón-
ustunnar. Kostnaðurinn vex frá
ári til árs langt umfram verðlags-
hækkanir. Ég ætla ekki að kenna
neinum einum um þetta en ríkið
er, í krafti þessa heilbrigðiskerf-
is, búið að koma á fót sjálfvirku
eyðslukerfi. Hvergi er stigið á
bremsuna í sambandi við
kostnað. Þú veikist, ferð til lækn-
is og færð lyfseðil umsvifalaust.
Þú ferð kannski á sjúkrahús og
færð þar bestu þjónustu og allt
sem þú biður um. Hvergi kviknar
rautt ljós sem segir: Þetta er of
dýrt. Það er ekkert peningalegt
aðhald í þessu kerfi. Sveitar-
félögin hafa ekkert vald til þess
að grípa þarna inn í. Þau verða
bara að borga og þetta er alveg
að sliga okkur. Þessu kerfi verður
að breyta.“
„Bœjarstjóri sem ekki er
umdeildur er staðnaður!“
- Vindum okkur í annað Sigfús.
Það olli töluverðu fjaðrafoki þeg-
ar þú sagðist vilja byggja upp
miðbæinn með því að selja
eitthvað af hlutabréfum bæjarins
í fyrirtækjum. Ertu enn sömu
skoðunar?
„Já, þetta var reyndar mistúlk-
að á sínum tíma en það er ljóst
að ástand miðbæjarins er óviðun-
andi. Þá er ég ekki bara að tala
um göngugötuna heldur einnig
ásigkomulag húsa og opin svæði
við efri hluta Strandgötunnar,
Hafnarstræti sunnan Kaup-
vangsstrætis og gamla húskofa á
baklóðum, t.d. milli Geislagötu
og Glerárgötu. Þá er einnig
nauðsynlegt að lagfæra Ráðhús-
torg og neðri hluta Skátagils og
byggja umferðarmiðstöð á mið-
bæjarsvæðinu. Fjárhagsstaða
bæjarins er það þröng að hann
getur ekki fjármagnað slíka upp-
byggingu með rekstrartekjum
sínum og ég tel ekki skynsamlegt
að taka lán til slíkra framkvæmda
eins og vextir eru í dag. Ég vil
hins vegar að það verði skoðað
vandlega hvort bærinn geti ekki
fjármagnað þetta að einhverju
leyti með því að losa um fé sem
hann á bundið í fyrirtækjum. Það
Sjá nœstu síðu
Laugardagur 29. ágúst 1987
DAGUR-13