Dagur - 29.08.1987, Side 27

Dagur - 29.08.1987, Side 27
Akureyri 125 ára Akureyri á 18. og 19. öld: Sidgæði stórkga ábótavant - drykkjuskapur, hórdómur, þjófnaðir og slagsmál Fram til 1760 var að heita má ekkert mannlíf á Akureyri nema rétt yfir sumarmánuðina. Um vet- urinn stunduðu íslending- ar þá vafasömu iðju að brjótast inn í verslanir og birgðageymslur danskra kaupmanna á Akureyri. Á sumrin bar líka nokkuð á smáhnupli, t. d. var maður dæmdur sumarið 1768 til þess að dúsa 4 klukkutíma í gapastokki fyrir að hafa stolið hálfri koníaks- flösku. um veturinn, meðan hann var utanlands, og urðu vitnaleiðslur út af því. Það hefur þó batnað með þeim hjónum fljótlega, því skömmu síðar stefndi Redzlew til vitnaleiðslu út af orðum, sem Friðrik Lynge hafði haft um konu hans. Svona var samlífið og umgengnin í hinu litla kauptúni, er tæplega hefur þá haft 10 íbúa, því við endalok þessa tímabils eða árið 1785 átti þetta fólk heima á Akureyri: Friðrik Lynge, 40 ára, Sophia Dorothea, 38 ára, hans kona, Christian Holm undirkaupmaður, 39 ára, Micha- el Hansen assistent, 33 ára, mad. Maria, hans kona, 28 ára, Dor- othea Sophia, þeirra barn, Johan Erichsen, beykir, 45 ára, og Christín, hans kona, 35 ára. A Barði bjó þá Johan Kieffert, fyrrnefndur, og kona hans, Vig- dís Pálsdóttir. Einn af þessum verzlunar- mönnum, undirkaupmaðurinn Chr. Holm, gat sjer sorglegan orðstír. Það komst upp 1775, að hann sumarið áður hafði smitað nokkrar stúlkur úr nágrenninu, og þær svo aptur aðra menn. Var þá leitað aðgerða landlæknis, og tókst honum að lækna veikina. Varð kostnaður við lækningarnar alls 81 rbd. og 1 mark. Var Holm krafinn um þessa upphæð, og gekst hann undir að greiða hana. Jafnframt gaf stjórnin kaup- mönnum stranga áminningu um að gæta þess, að öll skipshöfnin hafi heilsuvottorð, áður en lagt sje af stað, svo enginn skipverja flytji kynsjúkdóma inn í landið.“(Saga Akureyrar, bls 21.) Miklar sögur fara af drykkju- skap, hórdómi, slagsmálum og þjófnaði allt fram eftir 19. öld og það er sennilega ekki að ástæðu- lausu að fyrsta stúkan á íslandi hafi verið stofnuð á Akureyri og reyndar var bærinn vagga bind- indishreyfingarinnar. Bindindis- félag var stofnað 1879 að tilhlut- an Eggerts Laxdals og Friðbjarn- ar Steinssonar og var það undan- fari fyrstu Góðtemplarastúkunn- ar sem stofnuð var í húsi Frið- bjarnar árið 1884. SS Gapastokkar voru mikið not- aðir og víða til í sýslunni, s.s. á Akureyri, Grund, Hrafnagili, Munkaþverá og Möðruvöllum. Auk þjófnaða voru ryskingar ansi tíðar eftir að danskir versl- unarmenn tóku sér fasta bólsetu á Akureyri. Almennt séð var sið- gæðið á lágu plani, eða hvað finnst ykkur um þessa lýsingu: „Redzlew sá, er nýlega var nefndur, var drykkjumaður mikill, og átti opt í málaferlum út af áflogum. Kona hans hjet Anna, og var svarkur mikill, að því er Espólín segir. Hann hafði verið ytra veturinn 1780-81. Þeg- ar hann kom heim, hafði kona hans flimtað mjög um það, að hann hefði hórazt undir sjer þá Mannlíf á Akureyri fyrir 1862 Erfitt er fyrir Akureyringa í dag að gera sér í hugar- lund hvernig lífinu var háttað í bœnum fyrir 1862. Fámenni var, íbúar sam- bland af íslendingum og Dönum og höfðu hinir síðarnefndu einkarétt á verslun. í Sögu Akureyrar er sagt að lífið fyrir 1840 hafi einkennst af drykkju- skap og á bls. 51 máfinna þessa klausu um ástandið: „Þessi dæmi eru ljós vottur þess, að kaupstaðurinn hefur þá verið sannnefnd slúðurhola, og hver höndin uppi á móti annarri. Þótt bærinn væri fámennur, stóð skírlífi sumra kvenna, bæði ógiptra og giptra, á fremur lágu stigi, og báru til nokkrir viðburð- ir í þá átt milli 1820 og 1830, er rjettarbækurnar bera vott um, en sem ekki verður farið út í frekar hjer.“ Frekar rólegt var hins vegar á Akureyri í kringum 1840 en upp úr 1850 fór aftur að bera á ýms- um afbrotum. Innbrot, slagsmál og nafntogað fóstureyðingarmál ber á góma. Bæjarbúar kvarta sáran yfir því að enginn lögreglu- þjónn sé á staðnum en stjórnin neitar beiðni þar að lútandi. Akureyringar komu sér þó upp næturverði eftir 1854 og voru laun hans borguð með samskot- um bæjarbúa. SS I 85ár hefur Landsbankinn sett svip á bæjarlif Akureyrar Árið 1902 var stofnað Landsbankaútibú á Akureyri. Ætíð síðan hefur Landsbankinn verið atvinnulífi bœjarins traust stoð. Fyrirtœki og einstaklingar hafa jafnan, og þó aldrei fremur en einmitt nú, geymt og ávaxtað fjármuni sína í Landsbankanum, sótt þangað þjónustu og ýmsa fyrirgreiðslu. Akureyringar; Landsbankinn er, núsem endranœr, reiðubúinn til þjónustu við ykkur. Til hamingju með 125 ára afmœlið. Landsbanki íslands Banki allra Akureyringa Laugardágur 29. ágúst 1987 DAGUR —27

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.