Dagur


Dagur - 29.08.1987, Qupperneq 33

Dagur - 29.08.1987, Qupperneq 33
b Akureyri 125 ára veiðar og loks síldveiðar en sfld- arsöltun var mikil á Akureyri um skeið. Árið 1945 urðu tímamót í útgerð á Akureyri en þá var Útgerðarfélag Akureyringa stofnað. Tilgangurinn með stofnun Útgerðarfélags Akureyringa var fyrst og fremst útgerð og rekstur togara til fiskveiða enda var afl- inn fyrst í stað seldúf ísvarinn á erlendum mörkuðum. Áður en langt ujn leið var farið að vinna aflann á Akureyri til útflutnings, en Hraðfrystihús ÚA var reist árið 1957. Fyrsti togari félagsins var Kaldbakur og hófst rekstur hans á árinu 1947. Togurunum fjölg- aði smám saman og lengst af hef- ur flotinn verið 4-5 skip og stærð þeirra frá 500 til 1000 brúttó- lestir. Útgerðarfélag Akureyringa er hlutafélag og eru hluthafar yfir 700 að tölu. Langstærstur hlut- hafanna er Akureyrarkaupstað- ur. Félagið á og rekur 5 togara, Kaldbak, Svalbak, Harðbak, Sléttbak og Hrímbak. Fjórir þeirra leggja nú upp afla sinn til vinnslu hjá félaginu, en Sléttbak er verið að breyta í frystitogara og lengja um 8 metra. Sú endur- nýjun er vel á veg komin hjá Slippstöðinni hf. Vinnslumöguleikar félagsins eru í frystingu, allt að 100 smá- lestum af ferskum fiski á dag, ennfremur er unnt að afkasta 60- 80 smálestum á dag í söltun eða upphengingu til þurrkunar. Á síðasta ári var afli skipanna alls 19.816 smálestir og var eftirfar- andi magn unnið til útflutnings: Freðfiskur 6.423 smál., saltfiskur 923 smál. og skreið um 7 smálest- ir. Auk þessa voru framleiddar 128 smál. af þurrkuðum hausum. Að jafnaði starfa 400-450 manns hjá félaginu þegar allt er í fullum gangi. Horft um öxl I þessari umfjöllun minni um fyrirtækin fjögur hef ég að mestu leyti fjallað um fyrstu skrefin, uppgang og þróun í starfsemi þeirra, en minna skipt mér af stöðu þeirra í dag. Pessi fyrirtæki eru líka það áberandi í daglegri mynd Akureyrar að mér fannst óþarfi að hamra á því hvað þau greiða mikið í skatta, hve mikið þau greiða í laun eða hvernig starfseminni er nákvæmlega hátt- að í dag. Petta getum við lesið í dagblöðunum en hugmyndin á bak við þetta afmælisblað er frek- ar á sagnfræðilegum grunni; reyna að matreiða það sem ekki er á borðum dags daglega. Þá er sjálfsagt að geta þess að hér er ekki verið að gera upp á milli fyrirtækja heldur aðeins verið að nefna dæmi um þau fyrirtæki sem hafa haft hvað mest áhrif á atvinnulífið í kaupstaðarsögu Akureyrar. Mörg önnur fyrirtæki, stór sem smá, eru í bænum og má í lokin nefna nokkur þeirra: Linda, Möl og sandur, Höldur, Oddi, Prent- verk Odds Björnssonar, Sam- herji, Gúmmívinnslan, Dags- prent, K. Jónsson & Co., DNG, Kristjánsbakarí, Flugfélag Norð- urlands, Sana, Plasteinangrun, Norðurverk, Atli, Samver, Bjarg, Skjaldborg, Hafspil, fjölmörg fyrirtæki tengd bygginga- og inn- réttingaiðnaði, bifreiðaverk- stæði, ístess, raflagnafyrirtæki, olíufélög, bifreiðastöðvar og hvers kyns verslunar- og þjón- ustufyrirtæki sem nöfnum tjáir að nefna. tæki, 'avergi smíðaaðstaða undir þaki, kaffi okkar urðum við að súpa í spilhúsinu, ef eitthvað var að ,^ori.“ (Skapti í Slippnum, Skjaldborg 1985, bls. 135.) Á árunum 1952-1969 er þróun- in í stuttu máli sú að eignir Akur- eyrarhafnar á Oddeyrartanga aukast, Slippstöðin vex og aðstaðan batnar. Smíði stálskipa hófst á árinu 1965 og árið eftir var dráttarbrautarlóðin stækkuð iverulega til norðurs og leyfi fékkst til að reisa skipasmíðahús. Fyrsta stálskipið, Sigubjörg ÓF 1, var sjósett 15. febrúar 1966 og vakti sá atburður mikla athugli, enda fyrsta stálskipið sem smíðað var við Eyjafjörð og auk þess stærsta skipið sem íslendingar höfðu smíðað, 346 lestir. lítil og seld til Siglufjarðar. 1947 bauð Slippfélagið hf. í Reykjavík Akureyrarbæ dráttarbraut til kaups og var gengið frá kaupun- um í árslok 1948 og unnið við að koma henni upp á norðanverðum Oddeyrartanga. Árið 1949 er dráttarbrautin fullgerð og miðast upphaf Slippstöðvarinnar hf. við það ár. Dráttarbrautin var leigð út til einstaklinga fyrstu árin en 23. apríl 1952 voru undirritaðir leigu- samningar við félag er fékk nafn- ið Slippstöðin hf. Hlutafé þess var 125.000 kr. og hluthafar: Útgerðarfélag KEA, Skapti Áskelsson, Porsteinn Porsteins- son, Herluf Ryel, Gísli Konráðs- son og Arngrímur Bjarnason. Fyrstu árin reyndi mjög á fyrir- greiðslu lánastofnana og ekki voru aðstæður beysnar, eins og lýsing Skapta Áskelssonar ber með sér: „Engin geymsla yfir efni, ekkert hús yfir vélar né „Landshöfðingi veitti, með bréfi 29. jan. 1897, 12.000 króna lán úr viðlagasjóði til tóvinnu- vjelanna með þeim skilyrðum, að lánið ávaxtist með 3V5%, og sje afborgunarlaust fyrsta árið, en endurborgist síðan á 17 árum, með jöfnum afborgunum. Pá um vorið kom Aðalsteinn aptur úr utanlandsferð sinni, og hafði þá fest kaup á kembingar- og spuna- vjelum, en því miður eitthvað notuðum. Jafnskjótt sem hann kom, var byrjað á skurðgrefti fyr- ir vatnsleiðsluna, og hafði hann alla forsögn með verkinu, er var allerfitt, því víða þurfti að sprengja klappir. Verkið sóttist samt svo vel, að 1. nóvbr. 1897 var hægt að taka til starfa.“(bls. 168) Sýslunefnd og bæjarstjórn seldu síðan félagi manna tóvéla- verksmiðjuna 1902, en aðal- mennirnir í því félagi voru Aðal- steinn Halldórsson tóvélastjóri, Stefán Stefánsson kennari á Stórmarkaður KEA Hrísalundi er helsta matvöruverslun félagsins í dag. Árið eftir var enn stærra skip afhent, Eldborgin GK 13, en hún var 557 lestir. Slippstöðin hafði sannað ágæti sitt og í mars 1968 var undirritaður samningur við Slippstöðina um smíði tveggja 1000 lesta strandferðaskipa og sama ár var lokið við uppsetn- ingu nýrrar dráttarbrautar. Framhaldið þekkja flestir. 17. janúar 1970 var Hekla afhent Skipaútgerð ríkisins og lýkur hér þessu sögubroti. Útgerðarfélag Akureyringa Útgerð á Akureyri hefst ekki að neinu marki fyrr en með stofnun Gránufélagsins en upp úr því jókst útgerð brátt á þilskipum, fyrst hákarlaveiðar, þá þorsk- Fiskvinnsla hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Myndin er líklega frá 1909. Hvíta húsið Möðruvöllum, Magnús Sigurðs- son á Grund og Friðrik Kristjáns- son kaupmaður. Þeir vildu koma á fót fullkominni klæðaverk- smiðju og leituðu til Alþingis og var samþykkt bæði 1903 og 1905 að lána verskmiðjunni 50.000 krónur ef hluthafar legðu fram annað eins. Hlutafjársöfnun gekk illa en samt sem áður réðst félagið í það 1907 að byggja steinhús og kaupa nýjar vélar. Hinn 1. júlí 1908 var verksmiðju- rekstri hætt sökum kulda en þetta er fyrsti kaflinn í sögu Ullarverksmiðjunnar Gefjunar fyrir miðju er hús KEA í elsta formi þess. og um leið upphaf Sambands- verksmiðja á Gleráreyrum. Margþættir erfiðleikar ein- kenndu verksmiðjureksturinn á fyrri hluta aldarinnar en smám saman fór að rofa til og iðnaður- inn breiddi úr sér. Skinnaverk- smiðjan Iðunn, Fataverksmiðjan Hekla, Saumastofa Gefjunar og Ullarþvottastöð SÍS bættust í hópinn eftir að SÍS keypti Ullar- verksmiðjuna Gefjun árið 1930 og lagði þannig smátt og smátt grunninn að þeirri margháttuðu starfsemi sem verksmiðjurnar gegna í dag. Slippstöðin hf Skipasmíði er einnig gömul atvinnugrein á Akureyri en Slippstöðin var tekin í notkun árið 1949. Ef við lítum aðeins á upphafið þá var Oddeyrartang- inn orðinn aðalsmíða- og við- gerðarstaður skipa við Eyjafjörð upp úr síðustu aldamótum. 1929 var stofnað hlutafélag til reksturs dráttarbrautar og var henni val- inn staður sunnan við syðri Torfunesbryggjuna. 1948 var Dráttarbraut Ákureyrar orðin of Laugardagur 29. ágúst.1997 DAG,UR - 33

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.