Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 34

Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 34
Akureyri 125 ára Árið 1959: 231 íbúð í smíðum! Árið 1959 var mjög gott byggingaár á Akureyri og vart.d. hlutfallslega miklu meira byggt á Akureyri en í Reykjavík. Á árinu voru 50 íbúðarhús fullgerð með 89 íbúðum. Af þessum húsum voru 24 einbýlis- hús, 22 tvíbýlishús, 2 rað- hús og 2 fjölbýlishús. Meðalstœrð íbúða var 4,1 herbergi, flest húsin voru úr steinsteypu, nokkur hlaðin og 7 timburhús. Ekki er öll sagan sögö frá þessu byggingaári. Auk hinná 50 íbúðarhúsa var 61 hús komið undir þak og í þeim 106 íbúðir. Það sem meira er; 30 hús að auki voru í smíðum og alls hefur því 231 íbúð verið í smíðum á árinu. Pað er sannarlega ótrúlegt að rifja þetta upp á þessum síðustu og verstu! Aðrar byggingar voru í smíð- um fyrir utan íbúðarhúsin. Full- gerðar voru t.d. Leikskólinn við Gránufélagsgötu, Skipasmíða- stöð KEA við Sjávargötu og við- bygging við Frystihús KEA við sömu götu. Af byggingum sem voru fokheldar má nefna Félags- heimili Sjálfsbjargar, hluti af verslunar- og skrifstofuhúsi Tóm- asar Björnssonar við Glerárgötu og málningarverkstæði Þórsham- ars. Byggingar sem einnig var unn- ið við voru t.d. flugvallarbygging- in, tvær hæðir voru í smíðum ofan á Slökkvistöðinni við Geislagötu, Amaro var að byggja við Hafnarstræti 99, Linda var að byggja stórhýsi við Hvannavelli og unnið var við byggingu bún- ingsklefa og áhorfendasvæðis við íþróttavöllinn sem nú heitir Stúkan. SS Gamla Akureyri fór illa í eldsvoðanum 1901. 1901: , fiœritm er að brerm“ „Bærinn er að brenna, “ var hrópað um Akureyri árla morguns þann 19. desember 1901. Eldur hafði komið upp í geymsluhúsi sem var áfast við Hótel Akureyri og breiddist fljótt meðal timb- urhúsanna sem stóðu þétt saman. Um tíma var hald- ið að allur gamli bærinn brynni til grunna en hag- stætt veður kom í vegfyrir það. Um kl. 7 þennan morgun stóð heil þyrping húsa í björtu báli og bæjarbúar unnu sleitulaust við að handlanga vatnsfötur úr fjöru- borðinu og freista þess að slökkva eldinn á þann hátt og með ýmsum öðrum frumstæðum aðferðum. Er það hald manna að koma hefði mátt í veg fyrir þenn- an mesta eldsvoða á íslandi ef slökkvitæki hefðu verið við hend- ina, svo og sæmileg slökkvi- stjórn. Þá hefði sennilega aðeins hótelið brunnið. Húsin sem brunnu til grunna eða skemmdust mjög voru þessi: Hótel Akureyri, Möllershús, Stephensenshús, hús Schiöths póstafgreiðslumanns, lyfjabúðin, hús Magnúsar Blöndals, hús séra Geirs Sæmundssonar, Christens- enshús, Laxdalshús, sýslumanns- húsið þar sem Klemens Jónsson bjó, hús Óla Guðmundssonar trésmiðs og gamli barnaskólinn, eða alls 12 stór hús og urðu 52 manneskjur heimilislausar. SS Skjaldborg óskar íbúum , Akureyrarkaupstaðar til hamingju með merk tímamót. Skjaldborg. Iðnaðardeild S.Í.S. óskar Akureyri til hamingju með afmælið. Iðnaðardeild S? Sambandsins Almennar tryggingar óska bæjarbúum til hamingju með 125 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. ÆfffiŒITiE!? ^ TRYGGINGAR 1 1 1 Slippstöðin óskar íbúum Akureyrar til hamingju með 25 ára afmæli kaupstaðarins. slippstödin, Til hamingju Aki Brur aT Jr íreyrarkaupstaður. labót. 9 ijl'* JJI Samvinnutryggingar óska bæjarbúum til hamingju með 125 ára afmæli Akureyrarka upstaðar. SAMVINNUr^^l tryggingarLtxJ 34-DAGUR Laugardagur 29. ágúst 1987

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.