Dagur - 29.08.1987, Page 36
Menningin
Akureyri er kaupstaður
með fjölskrúðugu atvinnu-
lífi. Hann er iðnaðarbær,
útgerðarbœr, verslunar-
staður, ferðamannabœr og
miðstöð landbúnaðar.
Menn líta björtum augum
til framtíðarinnar og telja
ýmsa möguleika ónýtta í
ferðamannaþjónustu,
verslun og nýjum fram-
leiðslugreinum. En ekki
má gleyma grunninum,
menningar- og mannlíf-
inu.
Akureyri hefur löngum verið
skólabær og mun standa undir
því nafni í framtíðinni ef fram fer
sem horfir. En getur Akureyri
kallast lista- og menningarmið-
stöð? Eða er kannski óþarft að
stefna að slíkum titli? Jú, víst
hefur Akureyri verið kölluð
menningarbær en eitthvað verður
að standa að baki slíkri nafnbót.
Leikfélag Akureyrar hefur átt
hvað mestan þátt í því að sveipa
Akureyri Ijóma listarinnar, sér-
staklega út á við, líkt og Davíð,
Matthías og Nonni hafa gert.
Leikfélagið stendur á vissum
tímamótum í dag. Reksturinn er
ótryggur og þörf er á stækkun
Samkomuhússins, en leikfélagið
heldur höfði og leggur virkilegan
metnað í starfsemi sína.
Tónlistarskóli Akureyrar hefur
aukið hróður bæjarins á tónlistar-
sviðinu. Kennsla þar er í háum
gæðaflokki og tekist hefur að
fylgjast með stefnum og straum-
um eftir því sem efni og aðstæður
hafa leyft. Hinar ýmsu nemenda-
hljómsveitir skólans hafa ferðast
víða og vakið athygli. Hér innan-
bæjar hefur húsnæðisskortur ver-
ið helsta vandamálið. Fullnægj-
andi húsnæði fyrir stærri tónlist-
arviðburði er ekki til, án þess að
hér sé verið að rýra gildi Iþrótta-
skemmunnar sem oft er notuð til
tónlistarflutnings.
Svipaða sögu má kannski segja
um Myndlistarskólann. Ekki það
að nemendur hafi ekki aðstöðu
til að þjálfa hæfileika sína heldur
hefur skortur á sýningarsölum
staðið myndlist á Akureyri fyrir
þrifum. Sýningarsalir eru ekki til
þess að þóknast myndlistar-
mönnunum sjálfum heldur fólk-
inu sem sækir sýningarnar og vill
fá að njóta listarinnar í viðeig-
andi umhverfi. Ég veit að mynd-
listarmenn á Akureyri eru ekki
ánægðir með þróun mála, en þeir
þurfa helst að sækja til Reykja-
Mannlíf á Akurcyri. Ferðamenn eru oft í meirihluta á
Mynd: ÁÞ
víkur ef þeir eiga að geta skapað
sé nafn í þessari listgrein.
Listgreinar verða að fá að þríf-
ast á Akureyri. Pótt margt skorti
þar á er lista- og menningarlíf
furðu fjölbreytt, enda sterkar
hugsjónir sem búa að baki. Hér
eru kórar, hljómsveitir, leik-
klúbbar, félagasamtök og list-
hneigt fólk af ýmsu tagi, mannlíf-
inu til góðs og þar af leiðandi
atvinnulífinu líka.
íþróttafélög, skátar, æskulýðs-
starf, útivistarhópar; allt hleypir
þetta jákvæðum straumum í
mannlífið. Forsenda heilbrigðs
samfélags og uppbyggingar er að
hér sé gott mannlíf. Menning,
listir, íþróttir, tómstundir, félags-
starfsemi og mannleg samskipti
mega ekki gleymast eigi hér að
verða manneskjulegt samfélag.
Þetta er grunnur sem svo sannar-
lega má byggja á. SS
Hinn 25. júlí opnaði Olíufélagið h/f
nýtt og glœsilegt veganesti
V nasUuuii ha íist ny
hensinafigtridsla ása/nt veitinigasöln
viö I .eirnvei* t ho/tinn
\ i<) hö/dtnn n/)/) a a/nia li
\kwrvmr nirö ha ttri þjonnstn
viö \knrc\rinya
Olíufélagið hf