Dagur - 20.02.1993, Page 8

Dagur - 20.02.1993, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 20. febrúar 1993 Ævintýraleg heimsókn tvítugra Akureyrarstúlkna til Póllanas: Lentum í öllu sem hægt er ab lenda í -segja þær Sólveig Tryggvadóttir og Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að geta upp á öllum þeim hremmingum sem þær Sólveig Tryggvadóttir og Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir frá Akureyri lentu í þegar þær ákváðu að heim- sækja Varsjá í Póllandi síðastliðið haust. Þessi borg hefur aldrei verið fræg fyrir að laða að sér ferðamenn og kannski var það ein- mitt þess vegna sem þær stöllur gerðust æ ákveðnari í að fara þang- að eftir því sem vantrúin jókst hjá aðstandendum þeirra. PóIIands- ferðin var eiginlega útúrdúr hjá þeim á leið á fund um leiklistarmál í Svíþjóð en þangað fóru þær sem fulltrúar leikklúbbsins Sögu á Akureyri sem þær starfa báðar með. Og þessir fjórir dagar í Pól- landi eru hver öðrum eftirminnilegri. Mállausar á pólskri grund „Aðdragandinn að þessu var sá að fyrir þremur árum var ég eitt sumar í Þýskalandi og kynntist þar pólskum manni sem var vinnumaður hjá fjölskyldunni sem ég bjó hjá. Hann var alltaf að segja mér að koma í j heimsókn til Póllands en það kom ekki til fyrr en í haust þegar við tvær áttum að fara til Svíþjóðar á fund fyrir hönd leikklúbbsins Sögu. Þá ákváðum við að skreppa í leiðinni til Póllands í heimsókn en þá kom í ljós að þessi pólski kunningi minn yrði ekki heima þá daga sem við ætluðum að vera í Póllandi. Hér heima fannst öllum svo ótrúlegt að við ætluðum að fara til þessa lands upp á eigin j spýtur að við urðum eiginlega enn ákveðn- I ari í að fara,“ segir Sólveig um upphafið að ævintýraferðinni til Póllands. „Við vissum alls ekkert út í hvað við vorum að fara og héldum til dæmis að þarna gætum við bjarg- að okkur með ensku eða þýsku en það reyndust fáir kunna þessi mál þannig að þarna vorum við alveg mállausar,“ bætir Guðbjörg við. Tékkað inn á röngum flugvelli Pann 30. ágúst flugu þær frá Kaupmanna- höfn til Varsjár og strax þá upphófust flug- ævintýri þeirra sem áttu eftir að fylgja þeim eins og skugginn allt þar til þær lentu á

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.