Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Page 10
10
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
Hún er tvisvar sinnum tvöfaldur f slands- og bikarmeistari 1994:
Kvennaboltinn
er á uppleið
- segir Olga Færseth, markadrottning Breiðabliks
„Þegar ég var átta ára fékk vin-
kona mín mig til að byrja í fótbolta
en viö bjuggum þá í Keflavík. Það
má segja að áhuginn hafi vaknað
strax enda hefur boltinn átt hug
minn allan síðan," segir Olga Fær-
seth, bráðum 19 ára, sem er tvöfaldur
íslands- og bikarmeistari í fótbolta
og körfubolta. Olga hefur vakið
mikla athygli fyrir frábæran leik í
báðum greinum enda hafa fjölmörg
lið sóst eftir kröftum hennar. Olga
hefur leikið með Breiðabliki í fótbolt-
anum undanfarin fjögur ár og hefur
nýlega einnig gengið til liös viö
körfuboltadeild Breiöbliks en áður
lék hún með Keflvíkingum.
Þegar Olga byrjaði í fótboltanum
fyrir rúmum tíu árum voru ekki
mjög margar stúlkur sem höfðu
áhuga á tuðrusparkinu. Handboltinn
var mun vinsælli. Olga segir að þetta
hafi breyst gífurlega mikið á undan-
fórnum árum og nú sé mjög öflugt
starf hjá yngri flokkum kvenna í fót-
bolta og mikið um að vera. Sá áhugi
sem hefur skapast fyrir kvennabolt-
anum hefur gjörbreytt stöðu stelpn-
anna og félögin gera nú mun meira
fyrir þær en áður.
„Á mínum yngri árum var Breiöa-
blik helsti andstæðingurinn í boltan-
um og stelpurnar unnu okkur alltaf.
Þegar við höfðum æft í fjögur ár fór-
um við síðan að vinna þær og þá var
miklum áfanga náð,“ segir Olga sem
undanfarin fjögur ár hefur leikið
með draumaliðinu, Breiöabliki. „Allt
frá því ég byijaði í fótboltanum var
ég með sömu stelpunum í Keflavík.
Við héldum hópinn allt upp í annan
flokk en þá fóru margar að snúa sér
aö öðru,“ segir hún.
í körfu þrettán ára
Þegar Olga var þrettán ára byrjaði
hún að spila körfubolta og' það var
líka fyrir tilstuölan vinkonu. „Ætli
ég sé ekki áhrifagjörn, að minnsta
kosti lét ég teyma mig í þetta. Körfu-
boltinn hefur alltaf verið vinsæll í
Keflavík og reyndar enn meira núna
en þegar ég byrjaði. Samkeppnin er
orðin gríðarlega mikil milli bæjanna
á Suðurnesjum," segir Olga.
Þrátt fyrir að Olga hafi spilaö
körfubolta með heimaliöi sínu und-
anfarin ár tók hún þá ákvörðun að
breyta til núna og færa sig í Kópavog-
inn þar sem hún hefur spilað fótbolt-
ann. Það hefur án efa verið áfall fyr-
ir Keflvíkingana. Olga er lágvaxin
og því var hún spurö hvort það væri
ekki slæmt í körfunni. „Nei, það
Olga Færseth er ötlugur fotbolta- og körtuboltaspilari og margfaldur meistari i þeim greinum.
DV-myndir Brynjar Gauti
ið eftir urðum við íslandsmeistarar.
Hins vegar var það árið þar á eftir
sem við urðum bæði íslands- og bik-
armeistarar og við héldum því á
þessu ári,“ segir Olga. í fótboltanum
hefur hún átt sömu velgengni að
fagna því fyrir þremur árum varð
Breiðablik íslands- og bikarmeistari.
Þá urðu stelpurnar íslandsmeistarar
fyrir tveimur árum en í fyrra töpuðu
þær. í ár eru þær síðan aftur orðnar
bæði íslands- og bikarmeistarar.
Olga er því tvisvar sinnum tvöfaldur
meistari þetta árið og geri aðrir bet-
ur. Hún vill þó ekki meina að þessi
sigurganga sé henni að þakka og
nánast hneyksluð yfir spurningunni.
„Þetta er hópíþrótt," segir hún. Hins
vegar getur Olga ekki þrætt fyrir að
hún sé markadrottning tímabilsins
þrátt fyrir að enn sé einn leikur eftir
í deildinni. Hún segir að ekki skipti
minnstu máli frábær þjálfari liðsins,
Vanda Sigurgeirsdóttir. „Vanda er
ofboðslega hæfileikarík."
Olga lék aðeins eitt tímabil með
meistaraflokki í fótboltanum í Kefla-
vík en þá streymdu til hennar tilboð-
in frá öðrum félögum. Ekkert tilboð
hefur þó komið frá útlöndum en Olga
segir að hún myndi slá til ef slíkt boð
kæmi. Það er ekki algengt að íslensk-
ar stúlkur fái tilboð um atvinnu-
mennsku en það hefur þó gerst. Unn-
ur Skúladóttir í Stjörnunni er nýfar-
in utan til að spila með dönsku liöi.
„Kvennaknattspyrnan er orðin
miklu betri hér á landi en áður fyrr
og framfarirnar eru mjög miklar.
Auk þess hefur áhuginn aukist, t.d.
hjá fjölmiðlum, þannig að meira ber
á okkur,“ segir Olga. „Kvennakörfu-
bolti hefur hins vegar átt frekar erf-
itt uppdráttar og enn sem komiö er
eru fáar konur sem spila körfubolta.
Þó koma margir áhorfendur á bikar-
leiki," heldur hún áfram. „Ég býst
við að deildin í vetur verði jafnari
en hún hefur veriö á undanfórnum
árum.“
Olga segir að það sé mikil sam-
keppni og metnaður milli liða í
kvennaknattspyrnunni og mun
meiri en t.d. í körfuboltanum. En
stelpurnar standa vel saman í liðun-
um og eru góðar vinkonur.
Olga sjálf hefur ekki lengur tölu á
verðlaunapeningum og bikurum sem
hún hefur fengið í gegnum tíðina.
- En er kvennaboltinn eitthvaö
öðruvísi en karla?
„Ég held að kvennaboltinn sé
miklu skemmtilegri en karlaboltinn.
Það er miklu meira um gróf brot í
karlaboltanum. Knattspyrnan er líka
nettari hjá okkur,“ segir marka-
drottningin Olga Færseth.
„Það er mikill munur á kvennaknatt-
spyrnu nú eða áður,“ segir Olga og
telur kvennaboltann miklu skemmti-
legri en karlaboltann.
skiptir engu máli. Það er mikill mis-
skilningur að maður þurfi að vera
risi til að spila körfu. Raunar er betra
að sumir séu litlir," segir hún.
íþróttirnar hafa átt hug hennar og
lítill tími hefur geflst fyrir annað á
undanfórnum árum. Olga segir að
svo mikið félagslíf sé í kringum
íþróttirnar að óþarft sé að bæta fleiri
h áhugamálum við. Stelpurnar halda
vel hópinn og skemmta sér vel sam-
an, sérstaklega eftir unna leiki.
„Ég hef verið í fótboltanuni á sumr-
in en körfunni á vetrum og þetta
hefur gengið mjög vel upp,“ segir
hún. „Líklegast myndi maður þó ná
betri árangri ef maður héldi sig við
eina grein.“
Margfaldir meistarar
Olga Færseth er fædd og uppalin í
Keflavík, yngst sjö systkina. Hún er
sú eina í systkinahópnum sem hefur
lagt íþróttirnar fyrir sig. Olga býr
nú hjá systur sinni í Hafnarfirði og
stundar nám í Flensborg á íþrótta-
braut. Og þegar hún er spurð um
framtíðaráformin stendur ekki á
svari því Olga ætlar sér í íþrótta-
kennaraskóla Islands á Laugarvatni.
„Mig langar til aö verða íþróttakenn-
ari og þjálfari í framtíðinni," segir
hún.
Það er ekki mjög algengt að sömu
stelpurnar séu bæði í körfubolta og
fótbolta, þó tíðkaðist það í Keflavík.
„Þegar ég kom í Kópavoginn breytt-
ist þetta mikiö. Það eru allt aðrar
stelpur í fótboltanum en körfunni."
Fyrsta árið sem Olga spilaði körfu-
bolta meö meistaraflokknum urðu
nokkurs konar kynslóðaskipti í liö-
inu. „Við töpuðum þá bæöi bikarn-
um og íslandsmeistaratitilinum. Ár-
Olga í „aksjón" á vellinum.
DV-mynd GS