Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Side 11
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
11
>v_____________________________Fréttir
Keflavíkurflugvöllur:
Þúsundir máva
eru skotnir
- til að komast hjá árekstrum við flugvélar
^Saumaðponiö
spor til sparnaðar
Bernina, New Home og Lew-
enstein heimilis-, lok- og iðn-
aðarsaumavélar. Ykk-fransk-
ir rennilásar og venjulegir
rennilásar í úrvali, frá 3 cm
upp i 200 m. Giitermann-
tvinni, saumaefniog smávör-
ur til sauma. Föndurvörur.
Saumavéla- og fataviðgerðir.
Símar 45632 og 43525 - fax 641116
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Það hafa verið skotnir töluvert
færri fuglar í ár en á sama tíma í
fyrra. Það hafa engar skemmdir orð-
ið á flugvélum undanfarin fjögur ár
en árin þar á undan urðu miklar
skemmdir á flugvélum þar sem fugl-
inn lenti í árekstri við þær,“ sagði
HaUdór Halldórsson hjá flugvallar-
deild slökkviliðsins á Keflavíkur-
flugvelli en hann sér um eftirlit og
fækkun fugla við flugbrautirnar.
Það hafa Qórir mjög góðir skot-
menn séð um að skjóta sílamáv sem
hefur mikið verið við flugbrautirnar
á Keflavíkurflugvelli. Af mávinum
stafar mikil hætta þar sem hann get-
ur farið í flugvélarhreyfla og valdið
þar miklum fjárskaða og manntjóni
ef því er að skipta.
2.473 mávar hafa verið skotnir við
brautirnar á þessu ári. í fyrra voru
þeir 3.500 talsins en það verður skot-
ið út þennan mánuð.
Sílamávurinn kemur hingað til
lands í byrjun apríl en fer síðan utan
undir lok septembermánaðar. Hann
hefur reynt að halda sig fjarri flug-
brautunum í ár þar sem hann er
skotinn en hann skynjar þau hættu-
svæði.
Tveir skotmenn, Guðmundur Óskarsson og Theodór Kjartansson, hafa séð
um að útrýma sílamávinum með stórgóðum árangri. DV-mynd Ægir Már
yNDDEHLO Ál&MAMlM
Sundskóli
Innritun stendur yfir í vetrarstarf sundskólans
Boðið verður upp á:
• Ungbarnasund
• Sundnámskeið fyrir 1-6 ára
• Sundnámskeið fyrir vatnshrædda
• Sundnámskeið fyrir fullorðna o.fl.
Þingeyri:
Ný heilsugæslustöð á 125 milljónir
Siguijón J. Sigurösson, DV, ísafirði:
í haust verður hafist handa við að
ganga frá nýju húsnæði fyrir heilsu-
gæslustöð og aðstoð aldraðra á Þing-
eyri en áformað er að opna aðstöð-
una á næsta ári. Sama bygging mun
hýsa vistheimili fyrir aldraða en ekki
verður hægt að koma því í gagnið
fyrr en árið 1996.
Fullbúið mun húsið kosta um 125
milljónir króna en það er nú tilbúið
undir tréverk. Húsið er 1200 fermetr-
ar að stærð. Byrjað var á bygging-
unni fyrir sjö árum en Jónas Ólafs-
son sveitarstjóri segir að fjárframlög
til hennar hafi sífellt verið skorin
niður vegna framkvæmda við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á ísafirði.
„Við höfum verið að vona að fram-
kvæmdum við sjúkrahúsið á ísafirði
fari að ljúka svo að röðin komi að
okkur og því voru það slæmar fréttir
þegar í ljós kom að gera þyrfti við
það fyrir rúmar 100 milljónir," sagði
Jónas.
Hólmavík:
Smíði nýrr-
ar bryggju
brátt lokið
Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík:
í sumar hefur verið unnið að gerð
harðviðarbryggju á Hólmavík. Til-
boð voru opnuð í maí sl. og buðu sjö
aðilar i framkvæmdina. Var tilboði
Guðlaugs Einarssonar frá Fáskrúðs-
firði tekiö en það var um 70% af
kostnaðaráætlun hafnarmálastofn-
unar. Heildarkostnaður er áætlaður
16,6 milljónir króna og leggur ríkis-
sjóður fram um 60% þess kostnaðar
en hafnarbátasjóður 2,5 milljónir og
lánar auk þess jafnháa upphæð í
nokkurn tíma.
Bryggjan, sem er í austurhluta
hafnarinnar við hafnargarð sem
gerður var sumarið 1990, verður 50
metrar að lengd fullfrágengin og 8
metra breiö. í þessum áfanga verður
lokið við 30 metra af lengd hennar.
Vel er vandað til alls efnis í bryggj-
una og kemur það að hluta til frá
Suður-Ameríku. Bryggjan er hugsuð
sem viöbótarviðlegurými fyrir báta-
flota staðarins sem er í stöðugum
vexti. Allt samstarf við verktakann
hefur verið prýðisgott og er útlit fyr-
ir að verklok verði nokkuð á undan
áætlun eða um næstu mánaðamót.
Nýja bryggjan verður 50 metrar á lengd fullfrágengin og 8 metra breið.
DV-mynd Guðfinnur
-3
Námskeiðin eru að hefjasf
Skipt er í flokka eftir aldri og getu.
Karate eykur styrk, eflir sjálfstraust,
bætir einbeitingu og agar andann
sem og líkamann.
Harsiteiélaipi MtafinaviBar
Brautarholti 22 • Sími 14003
Fyrir þá sem þurfa nýjustu tækni, mikinn
vinnsluhraða og góða möguleika á uppfærslu
OPIÐ ALLA
LAUGARDAGA
10-16
486 eða Pentium örgjörvi ásamt PCI Local Bus
Aukið IDE og afkastameira ECP hliðartengi
Búnaður fyrir DMI (Desktop Management Interface)
Snartenging með “Plug and Play"
Orkusparnaðarkerfi
Tækjastjóri fyrir Ethernet á móðurborði
SCSf-2 á móðurborði
Öflugt öryggiskerfi og fullkomin íæsing (Power Lock)
Workgroups 3.11
vML
Tuiip Computers ieggur mikia
áherslu á gæði og hefur fengið
IS09001 vottun fyrlr þróun,
framieiðsiu og þjónustu.
<Q>
NÝHERJI
SKAFTAHLlO 24 - SÍMI 08 77 00
Alltaf skrefi á undan
Orkusparnaðar- MulHmadia
karfi
TulUp computers
Gæðamerkið frá Hollandi