Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Page 12
12 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland SkáidsÖgur: 1. Joanna Trollope: A Spanish Lover. 2. Oanielle Steel: Vanished. 3. William Boyd: The Blue Afternoon. 4. Sebastian Faulks: Birdsong. 5. Tom Clancy: Without Remorse. 6. Patricia D. Cornwell: Cruel and Unusual. 7. John Grisham: The Client. 8. Roddy Doyle: Paddy Clarke Ha Ha Ha. 9. E. Annie Proulx: The Shipping News. 10. Dean Koontz: Mr.Murder. Rit almenns eðlis: 3. Jung Chang: Wild Swans. 1. Terry Waite. Taken on Trust. 2. W.H. Auden: Tell MetheTruthabout Love. 4. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 5. Bill Bryson: The Lost Continent. 6. Brian Keenan: An Evil Cradling. 7. Alan Clark: Diaries. 8. Bill Bryson: Neither here nor there. 9. Russeti Davies: The Kenneth Willians Diaries. 10. Robert Calasso: The Marriage of Cadmus and Harmony. |Byggt á The Sundoy Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Fay Weldon: Farlige aspekter. 2. Jan Guillou: 0je for oje. 3. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 4. Dan Turéll: Vrangede billeder. 5. Peter Hoog: Fortællinger om natten. 6. Dan Turéll: Storby trilogien. 7. Bret Easton Ellis: Amerícan Psycho. (Byggt á Politiken Sondag) Vinsælar bækur á meginlandinu Oftast er fjallaö um breskar og bandarískar bækur í Erlendri bóksjá DV enda koma mest seldu erlendu pappírskiljurnar hér á landi frá enskumælandi þjóöum. Að þessu sinni verður hins vegar litið víðar um sviðið og sagt frá nokkrum bókum sem notið hafa vin- sælda á meginlandi Evrópu í sumar. Glæpir og heimspeki A þessu ári hafa tvær norrænar bækur náð mikilli útbreiðslu meðal þýskra lesenda. Önnur þeirra er reyndar kunn víða um lönd. Það er spennusagan snjalla um Smillu hina grænlensku eftir danska rithöfund- inn Peter Höeg. Hún hefur komið út á íslensku undir nafninu „Lesið í snjóinn". Hin metsölubókin er eftir norskan rithöfund, Jostein Gaarde, og heitir á íslensku „Veröld Soflu“. Þetta er óvenjuleg yfirferð á kenningum helstu heimspekinga sögunnar allt frá Sókratesi til Decartes, Spinoza og Kirkegaard, séð með augum fjórtán ára stúlku sem spyr sig spurningar- innar: hver er ég? Og leitar svara hjá heimspekingunum enda hefur höf- undurinn látið hafa eftir sér aö heim- speki sé „rokk tíunda áratugarins1'. Bóklestur er lítt í heiðri hafður á Ítalíu en þar hafa þó selst það sem af er árinu um 400 einstök af skáld- sögunni „Va’ dove ti porta il cuore", sem útleggja má á íslensku: „Fylgdu hjarta þínu“. Höfundurinn er 38 ára og heitir Susanna Tamaro. Sagan er raunar bréf sem öldruð kona ritar Gabriel Garcia Márquez: nýjasta skáldsaga hans nýtur nú mikilla vin- sælda meðal spænskumælandi þjóða. Umsjón Elías Snæland Jónsson sonardóttur sinni, en þar lýsir hún ástum og sorgum lífs síns. Sumir hafa gagnrýnt söguna fyrir tilfinn- ingasemi en Tamaro svarar því til aö allir hafi gott af því að gráta. Ástarsaga eftir Márquez Á Spáni hefur nýjasta skáldsaga nóbelsverðlaunahafans Gabriel Garcia Márquez notið mestra vin- sælda í sumar, eins og reyndar líka í Suður-Ameríku. Hún nefnist „Del Amor y Otros Demonios", sem mætti útleggja: „Af ást og öðrum árum". Þar segir hann frá 12 ára stúlku sem verður ástfangin af presti. Sumir halda því fram að þetta sé besta skáldsaga höfundarins. Nokkur hundruð þúsund Frakkar hafa legið í sumar yfir nýrri bók eft- ir ritstjóra á Le Figaro, Jean d’Or- messon. „La Douane de mer“ heitir hún og hefur að geyma um 60 samtöl á milli A, sem er gestur frá fjarlægri plánetu, Urql, og 0 sem er nýlátinn Feneyjabúi. Þeir spjalla um margvís- leg málefni, allt frá miklahvelli til franskra kartaflna - en A hefur verið sendur til jarðarinnar til að semja skýrslu um ástandið á þessari plán- etu. Á tímum kommúnista máttu Rúss- ar ekki lesa verk eigin höfunda á borð við Alexander Solzhenitsyn. Nú, árið sem hann sneri aftur, virð- ast rússneskir lesendur hafa áhuga á flestu öðru en slíkum alvarlegum bókmenntum. Metsölubækur sum- arsins þar um slóðir eru eftir vest- ræna spennu- og ástarsagnahöfunda á borð við Tom Clancy (Patriot Ga- mes), Stephen King og Barbara Tayl- or Bradford. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Winston Groom: Forrest Gump. 2. John Grisham: The Client. 3. Tom Clancy: Without Remorse. 4. Tom Clancy: Clear and Present Danger. 5. Michael Crichton: A Case of Need. 6. E. Annie Proulx: The Shipping News. 7. Stephen King: Nightmares & Dreamscapes. 8. Laura Esquivel: Like Water for Chocoiate. 9. Phillip Margolin: Gone, but not Forgotten. 10. Judith Michael: Pot of Gold. 11. Catherine Coulter: The Wyndham Legacy. 12. Tony Hillerman: Sacred Clowns. 13. Scott Smith: A Simple Plan. 14. Carol Higgins Clark: Snagged. 15. John Saul: Guardian. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 3. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 4. Susanna Kaysen: Girl, Interrupted. 5. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 6. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 7. M. Hammer & J. Champy: Reengineering the Corporation. 8. Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 9. Joe McGinniss: The Last Brother. 10. Sophy Burnham: A Book of Angels. 11. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 12. Norman Maclean: Young Men & Fire. 13. Peter Mayle: A Year in Provence. 14. Lewis B. Puller jr.: Fortunate Son. 15. Gail Slieehy: The Silent Passage. (Byggt á New York Times Book Revíew) Vísindi Nóaflóð íSíberíu? Jarðfræðingar hafa fundið vís- bendingar um aö mesta flóð í sögu jarðar hafi orðið í Síberíu fyrir um 14 þúsund árum. Af ummerkjunura að dæma hefur flóðbylgjan verið um 500 metra há og ætt fram með 160 kílómetra hraöa. Flóðbylgjan varð vegna þess að stór klakastífla brast í Mið-Asíu þegar ísöldin var að renna sitt skeið á enda. Ökumenn þiufameira alkóhól Bandarísk stjórnvöld hafa látið þau boð út ganga að ökumenn verði að fá meira alkóhól. Ekki er þó hugmyndin að þeir drekki vökvann heldur á að draga úr mengun í nokkrum helstu stór- borgum landins meö þvi aö nota vínanda sem eldsneyti á bíla. Viðurkennt er að alkóhólbílar menga minna en aðrir en samt sætir hugmyndin gagnrýni. Vís- indamenn benda á að framleiösla á efninu til brennslu sé í raun mjög dýr og orkufrek. Bróður- parturinn af orkunni í komi eða sykri tapist við gerjunina. Því sé þaö í raun slæmur orkubúskapur að framleiða vínanda á bíla. Umsjón Gisli Kristjánsson Sérviskan lengir lífið Nú þykir vísindalega sannað að sérviska stuöli að langlifi. Þaö er hollt að safna eggjabikurum úr öllum heimshornum, lesa sans- krít og klæðast bleikum fílabúningi. Áhugi á þjóðbúningadúkkum dregur heldur ekki úr líkum á langlífi. Skoskur sálfræðingur að nafni David Weeks telur sig nú hafa fært sönnur á aö sérviska af ýmsu tagi stuðli að langlífi. Þetta mun vera fyrsta rannsóknin á lifnaðarháttum sérvitringa. Niðurstaðan kemur á óvart því enginn virðist hafa veitt því athygli fyrr að „furöufuglarnir" verða allra karla elstir. í tvö ár fylgdist Weeks sálfræðing- ur með 1500 sérvitringum í Bret- landi, Bandaríkjunum, Hollandi, Kanada, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Ástralíu og á Nýja-Sjá- landi. „Hinn dæmigerði sérvitringur er skapandi, ákveðinn, uppátækjasam- ur, gáfaður og rekinn áfram af óslökkvandi forvitni," segir Weeks í blaðaviðtali um rannsókn sína. Weeks hefur hitt hina furðulegustu menn á rannsóknarferöum sínum um heiminn. Fjörgamall kaþólskur prestur á Spáni hefur t.d. um árabil barist fyrir að koma upp eigin dóm- kirkju. Hann getur engan veginn dáið frá verkefni sínu. Aldraður Breti að nafni John Ward veit ekkert skemmtilegra en að standa uppi á háum húsum í gervi bleiks fíls. Þá mun bóndi nokkur í Jórvíkurskíri á Englandi daglega halda fyrirlestur af þaki húss síns. Áheyrendur eru fríður flokkur sauðkinda. Allir eru þessir menn fjörgamlir. Þá komst Weeks að því að geðsjúk- dómar eru fátíðir meðal sérvitringa. Ruglið í þeim er fullkomlega eðlilegt. Þá mun þeim sérvitru sjaldan verða misdægurt. Weeks hefur leitað skýringa á kenningu sinni um hollustu sér- visku. Hann segir að sérvitringarnir eigi það allir sameiginlegt að hafa með einum eða öðrum hætti hafnað vestrænum lifnaðarháttum. Það stuöli að langlífi því fólk á Vestur- löndum sé almennt aö drepa sig með lífsmáta sínum. Þá segir Weeks að sérvitringarnir njóti útivistar umfram aðra menn. Þeir sitji sjaldan lengi heima og lesi. Sérviskunni fylgi og gjarnan mikill æðibunugangur sem jafnist á við lík- amsrækt að hollustu. Weeks fann flesta sérvitringa í Bretlandi og kom ekki á óvart. Þar reyndist einn af hverjum tíu þúsund uppfylla allar kröfur sem gera verö- ur til sannra sérvitringa. Hann segir aö Bretar séu þó ekki sérvitrari en aðrir að eðlisfari. Þar sé festan í sam- félaginu hins vegar slík að ólíkleg- ustu menn geri uppreisn gegn um- hverfi sínu. Weeks vinnur nú að ritun bókar um áhugamál sitt. Hann reiknar með að lifa lengi vegna sérviskulegs áhuga á sérvitringum. Freðrik á skítugum skónum Grasafræöingar hafa vakið til lífsins 5300 ára gömul sveppagró. Gróin fundust á skóm forn- roannsins Ötzi sem fannst fyrir þremur árum freöinn í austur- rísku Ölpunum. Sá hefur verið kallaður Freörik á íslensku. Sveppirnir eru nú elstu lífverur sinnar tegundar á jörðinni. Það kom á óvart að líf skyldi leynast í skítnum á skóm Freðríks. Grasafræðingamir segja aö sveppagróin hafi legið í dvala sem nemur 60 þúsund sveppakynslóð- um. Þróunarfræöingum þykja þeir forvitnilegir og langar að komast að því hve mikið tegund- imar breytast á 5300 árum. Pólaísinn óhaggaður Þýskur veðurfræðingur hefur reiknað út að hiti á jörðinni þurfi að hækka um 17“ C áður en veru- lega fer að sjá á íshellunum miklu við heimskautin í norðri og suöri. Hann segir að engar likur séu á bráðnun íssins þótt hiti hækki um 5“ C. ísinn er svo kaldur nú að mikið þarf að ganga á áður en hann bráðnar. Veðurfraeðingurinn segir að engin hætta sé á að láglendi á jöröinni fari í kaf á næstunni vegna bráðnunar heimskautaíss- ins eins og sumir vísindamenn hafi freistast til aö spá nú á siðari árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.