Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Side 14
14 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Stýfum kvótann strax Viö ættum aö vera aö nota svigrúm þorskveiðanna í norðurhöfum til að minnka þorskkvótann viö ísland að sama marki. Við fáum að minnsta kosti 40 þúsund tonn í norðurhöfum og ættum því að geta sigið úr 155 þúsund- um tonna 1115 þúsund tonna þorskafla á heimamiðum. Við erum enn að veiða þorsk í fiskveiðilögsögu okkar langt umfram tillögur fiskifræðinga. Svo hefur verið árum saman. Að meðaltali höfum við farið 62 þúsund tonn á ári fram úr tillögunum. Frá 1987 til 1994 höfum við samtals veitt 430 þúsund tonn umfram tillögurnar. Ár eftir ár höfum við teflt á tæpasta vað í þorskveiðum okkar. Afleiðingin er, að ekkert klak hefur heppnazt í tíu ár. Seiðatalning á þessu hausti sýnir enn einn magran árgang. Það kemur ekki á óvart, því að önnur vegsum- merki sýna, að þorskstofninn er að hruni kominn. Of lítill hrygningarstofn er sennilegasta skýringin á, að góð klakár eru hætt að koma. Og hrygningarstofninn hefur árum saman verið óvenjulega lítill og farið minnk- andi með hverju ári. Að baki þessarar ógæfu er senni- lega ekkert annað en langvinn ofveiði okkar á þorski. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur reynt að ná stuðningi ríkisstjórnarinnar við minni þorskkvóta, en ekki tekizt. Eftir seiðatalningu þessa hausts hefur hann ítrekað þetta og sagzt harma, að ekki hafi náðst pólitísk samstaða um að fara að tillögum fiskifræðinga. Nú ber ráðherranum að herða aftur upp hugann og leggja til við ríkisstjórnina, að kvóti nýbyrjaðs fiskveiði- árs verði minnkaður frá því, sem áður hafði verið boð- að. Það er ekki nóg að bíða í heilt ár eftir tillögum um minni þorskveiði en nú er heimiluð samkvæmt kvóta. Ef ríkisstjómin hafnar slíkum tillögum sjávarútvegs- ráðherra, hefur hún tekið þunga ábyrgðarinnar af herð- um hans og flutt yfir á sínar. Meðan svo er ekki, hvílir ábyrgðin þyngst á honum. Og það er þung ábyrgð að sitja aðgerðalaust yfir hruni íslenzka þorskstofnsins. Því miður hafa skammtímasjónarmið eflzt í stjómmál- um landsins. Ráðamenn flokkanna era flestir ófúsir að horfa til langs tíma. Þeir líta 1 bezta lagi til næstu kosn- inga og í sumum tilvikum aðeins til næstu póhtísku slags- mála. Þeir era burtreiðamenn, en engir stjómvitringar. Þetta er þjóðinni sjálfri að kenna. Hún hefur hallað sér í auknum mæh að kjaftforam kraftaverkamönnum, þar sem hver kynslóð froðusnakka er sphltari en hin næsta á undan. Hún virðist orðin ófær um að greina kjamann frá hisminu í vali sínu á stjórnmálamönnum. Þegar þjóð, sem er ófær um að vera sjálfstæð, velur sér stjómmálamenn, sem era ófærir um að varðveita flöregg hennar, er ein af niðurstöðunum sú, að þorsk- stofninn hrynur. Og ekki virðist vera póhtískur vilji til að horfast í augu við raunveruleikann á þessu sviði. Merkhegt er, að engum stjórnmálamanni virðist detta í hug, að virðing hans yxi og staða hans efldist, ef hann horfðist í augu við alþjóð og segði: Því miður höfum við gengið of langt í þorskveiðum og verðum að kúvenda, þótt það kosti háa og lága miklar fómir um tíma. Þetta er einmitt það, sem ístöðuhtla þjóð vantar um þessar mundir. Hún þarf landsfeður, sem geta leitt hana af vhligötu ofveiðinnar á þorski. Hana skortir langtíma- leiðtoga, sem hafa kjark th að stýfa þorskkvótann strax úr 155 þúsund tonnum niður í 115 þúsund tonn á ári. Við höfum einmitt tækifæri nú, því að veiðin í norður- höfum gefur okkur að minnsta kosti 40 þúsund tonna þorskafla, sem b'ætist ofan á aflann af heimamiðum. Jónas Kristjánsson Mismunandi stig aðildar að Evr- ópusambandinu Grundvallaratriði í samrunaferli ríkjanna sem skipa Evrópusam- bandið eru komin á dagskrá á ný. Afstaða til þeirra er uppistaöan í ræðum sem forsætisráðherrar Frakklands og Bretlands héldu og skjah sem Evrópumálasérfræðing- ar Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi létu frá sér fara siðustu hálfa aðra vikuna. Með þessum skoðanaskiptum er hafinn aðdragandinn að endur- skoðun starfsgrundvallar. ESB. Hann hefur til þessa falist í Rómar- sáttmálanum frá 1957. Nú hefur verið ákveðið að ríkjaráðstefna að- ildarríkja komi saman að ári liðnu til að endurskoða þá stofnskrá. Ekki hefur farið leynt að stjórnir flestra meginlandsríkjanna sem stóðu að stofnun Evrópubanda- lagsins, undanfara Evrópúsam- bandsins, eru óánægöar með hve tregt hefur gengið að fylgja eftir samkomuiaginu sem kennt er við hollensku borgina Maastricht um útfærslu Evrópusamstarfsins á ný svið. Þvert á móti hefur gætt aftur- kipps, svo sem þegar enska pundið og ítalska líran hurfu úr gengis- samfloti mynta ESB. Stjórnir meginlandsríkjanna rekja þessa stöðu sérstaklega til fyrirvaraáráttu stjórnar Bretlands, sem afsegir aðild að réttindaskrá félagsmála og telur öll tormerki á að pundið renni inn í sameiginlega mynt ESB. Einnig er um kennt undanþágum sem Danmörk fékk, eftir að danskir kjósendur felldu Maastricht-samninginn. Hugmyndum um að taka upp lag- skipt ESB með mishröðum og mismiklum samruna aðildarríkja hefur því verið hreyft undanfariö, og fyrra mánudag fjallaði Edouard Balladur, forsætisráðherra Frakk- lands, í ræðu um möguleikann á að aðild að ESB geti orðið þrenns konar, eftir því hversu miklar skuldbindingar um samræmingu og samruna hvert ríki er fært og fúst til að taka á sig. Á fimmtudag í síðustu viku kynntu svo Wolfgang Scháuble, formaður þingflokks kristilegra demókrata í Bonn, hugmyndir sem ganga í sömu átt. Þær eru ávöxtur af starfi Evrópusérfræðinga flokksins, jafn á Evrópuþinginu og því þýska. Þar er lagt til að ríki ESB geti skipað sér í mismunandi hópa, eftir því hve aðild er náin og skuldbind- ingar víðtækar, meðal annars í þvi skyni að greiða fyrir inntöku nýrra ríkja án þess að það þurfi að tefja fyrir samhæfingarferli þeirra sem fyrir eru. En að auki koma þýsku kristilegu demókratarnir fram með tillögur um grundvallarbreytingar á starfs- háttum ESB. Þungamiðja þeirra er Erlend tíðindi Magnús Torfi Óiafsson að greiða fyrir skjótri ákvarðana- töku með stórauknum meirihluta- ákvörðunum en rýrnun neitunar- valds að sama skapi. Þá er lagt til að lýðræðisleg ákvarðanataka fyrir opnum tjöld- um verði meginregla. í samræmi fái við það Evrópuþingið raunveru- legt löggjafarvald og gerist jafnsett ráðherraráðinu sem verði nokkurs konar efri deild hvað lagasetningu varðar. Framkvæmdanefnd ESB taki svo á sig mynd ríkisstjórnar. Scháuble, sem lagði þessar tillög- ur fram, er áhrifamaður í Kristi- lega demókrataflokknum og hefur verið talinn líklegur eftirmaður Kohls kanslara í foringjasessi. Kanslarinn og Waigel fjármálaráð- herra létu sér þó fátt finnast um plaggið, og Kinkel utanríkisráð- herra úr flokki frjálsra demókrata lýsti yfir andstöðu við það. Hörðustu viðbrögðin komu þó frá John Major, forsætisráðherra Bretlands. Hann sagði í ræðu í Leiden í Hollandi í fyrradag, að ólíöandi væri að stjórnir Frakk- lands og Þýskalands reyndu að ge- rast einhvers konar yfirmenn alls ESB. Ríki í samtökunum ættu að geta haft sérstöðu á tilteknum svið- um, án þess að vera þar með skipað á óæðra bekk. Hér er komið að kjarna málsins. Major fær aðeins haldið íhalds- flokknum saman og þar með naum- um þingmeirihluta fyrir stjórn sína, með því að þóknast Evrópu- andstæðingum á þann hátt að streitast á móti samrunaferlinum í ESB, sem Maastricht-samkomulag- ið gerir ráð fyrir. Þar ber hæst samruna gjaldmiðla og sameigin- lega stefnu í utanríkis- og öryggis- málum. Meginlandsríkin eru ekki líkleg til að láta sér lynda til frambúðar aö Bretland sé þessi dragbítur á framkvæmd markaðrar stefnu. Til- lögurnar sem nú eru komnar fram verður því frekar að skoða sem aðvörun til Breta en frágengna stefnumótun fyrir ríkjaráðstefn- una framundan. John Major forsætisráðherra (t.v.) ásamt Wim Kok, hoiienskum starfs- bróður sínum, á fréttamannafundi í heimsókninni til Hollands. Símamynd Reuter Skoðanir annarra Kalda stríðinu er lokið „Telur stjórnin ekki aö Bandaríkin ættu að stuðla að frelsi á Kúbu en ekki örbirgð eða hugsanlegri sprengingu? Hefur hún ekki tekið eftir því að kalda stríðinu, þegar Kúba ógnaði öryggi Bandaríkjanna, er lokið? Auðvitað á að ræða um viðskiptabannið. Einnig umskiptin yfir í lýðræðislegt stjómarfar á Kúbu. Þar eru raunverulegir hagsmunir Bandaríkj- anna.“ Úr forustugrein Washington Post 7. september. Réttindamál kvenna „Það er vafamál aö nokkur norskur stjórnmála- maður hafi nokkru sinni vakið jafn mikla athygli á alþjóðavettvangi og Gro Harlem Brundtland með ræðu sinni á mannfjöldaráðstefnunni í Kaíró á mánudag. Afstaða hennar kemur okkur ekki á óvart, sem fylgst iiöfum með henni frá þvi hún kom fyrst í Stórþingið. Það gengur þráður gegnum 20 ára veru Gro Harlem Brundtland á tindinum í norskum og alþjóðlegum stjórnmálum: Barátta fyrir rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama." Úr forustugrein Dagbladet 7. september. Velkominn Óðinn „Hammerfest fékk óvenjulega heimsókn í gær. íslenska aðstoðarskipiö Óðinn kom til hafnar eftir nokkurra vikna dvöl í Barentshafi. Um borð voru sex slasaðir og sjúkir sjómenn. Óðinn á að vera vel- kominn til Hammerfest. En yfirmenn skipsins og undirmenn geta flutt með sér þá kveðju heim að það sé hneykslanlegt að fiskveiðiþjóðin íslendingar skuli stunda sjóræningjaveiðar í Barentshafi." Úr forustugrein Finnmark Dagblad 9. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.