Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 19 PÖNTU NA RSEÐILL Playboy því þar gafst mér kostur á aö vera öðruvísi en í Vogue.“ Þaö er ekki bara frægöin sem Play- boy gefur því myndbirtingin gefur fyrirsætunni dágóöar tekjur. Reynd- ar vill Playboy ekki gefa upp hversu mikið þeir greiöa en vitað er að hæstu greiðslu fékk LaToya Jackson, systir Michaels, sem „tróð upp“ í blaðinu árið 1989 með mótorhjólum og snákum og fékk 1.400.000 pund fyrir. Sharon Stone, Elle Macpher- son, Erika Eleniak (leikur í kvik- myndinni The Beverly Hills Hillbilli- es) og Shannon Doherty, sem best er þekkt úr þáttunum Beverly Hills 90210, fengu um 200.000 pund. Ameríski draumurinn Útgefendur Playboy vilja meina að blaðið birti vönduð viðtöl og reyni að stíla inn á það sem er vinsælast í Ameríku hverju sinni - nú er það heilsan og hin náttúrlega fegurð. Ameríski draumurinn birtist í hverju Playboy blaði og stúlkurnar eru ekki síður heilbrigðar og fallegar en kynþokkafullar. Eftir að Rosanna Arquette hætti að vera með kærastanum, tónlistar- manninum Peter Gabriel, gaf hún kost á sér í Playboy og sagði vinum sínum að það væri fín leið til að segia Peter hverju hann hefði kastað frá sér. Það eru þó ekki aUar Playboy- stúlkumar jafn heppnar því „leik- fang ársins" í fyrra, Anna Nicole Smith, sem þykir líkjast mjög Mari- lyn Monroe, lifði svo hátt eftir vel- gengnina að hún var flutt með hraði á sjúkrahús í Los Angeles nær dauða en lífi í mars sl. vegna ofneyslu fíkni- efna. möppu Kostir þess að fá þér „ Gerðu þaðgoti' möppu fyrir uppskriftirnar þínar eru fleiri en einn: • Þú hefur alla bæklinga Tilraunaeldhúss MS á einum stað • Mappan er falleg, handhæg og af hentugri stærð fyrir alla bæklingana • í möppunni eru grunnupplýsingar um mál, vog og ýmis góð ráð • Hún kostar aðeins 490 kr Já takk! □ Ég vil fá senda safnmöppu MS í póstkröfu □ Ég óska eftir því að uppskriftarbœklingar MS númer____________________ fylgi möppunni. Utanáskriftin er: Tilraunaeldhús MS, Pósthólf10340, 130 Reykjavík. NAFN KENNITALA HEIMILISFANG PÓSTNÚM ER STAÐUR Kim Basinger fékk strax kvikmyndatilboð eftir að Play- boy birti myndir af henni. Playboy-strákar Það hafa aðeins örfáir karlmenn skreytt forsíðu Playboy en þeir eru Peter Sellers, Burt Reynolds, Steve Martin, Ðonald Trump, Dan Aackroyd og Jerry Seinfeld, Superm Christie Bri ódel í Playboy nkiey, Rachel WiU- iams, Stephí Crawford og nie Seymour, Cindy Elle Macpherson. Stelpumar í Playboy: Þar byrjar frægðin - og þá er lítið mál að fækka fötum Karlatímaritið Playboy virðist hafa ótrúlegt aðdráttarafl fyrir konur. Að minnsta kosti leggjast konur fá- klæddar eða jafnvel naktar fyrir ljós- myndara þess blaðs en myndu aldrei samþykkja svo mikið sem bikini- mynd fyrir önnur blöð. Hver skyldi ástæða þess vera? Sumir halda því fram að þessar fallegu stúlkur viti sem víst er að ríkustu karlmenn þessa heims lesa Playboy og þeir gætu hugsað sem svo: „Þessa stúlku verð ég að eignast." Það getur sem sagt verið auðvelt að komast í sam- band við auðkýfmgana ef maður er Playboystúlka. Þá hefur einnig Playboy reynst mörgum stúlkum greið leið í heim kvikmyndanna. Þær hafa nefnilega verið uppgötvaðar á síðum þessa fræga blaðs. Má í því sambandi nefna leikkonuna Sharon Stone sem segir að enginn hafi sagt að hún væri kyn- þokkafull fyrr en eftir að hún birtist í Playboy. „Ég hafði auðvitað áhyggj- ur af hvað foreldrar mínir segðu um myndbirtinguna," segir hún og bætir við að umtal hefði getað orðið tals- vert í heimabæ þeirra. Henni létti þó stórlega þegar faðir hennar hringdi stoltur eftir útkomu blaðsins og var glaður yfir hinni fallegu dótt- ur. Eftir myndbirtinguna fékk Shar- on Stone tilboð um að leika í kvik- myndinni Totai Recall og eftir þá mynd kom tilboð um leik í Basic Inst- inct sem gerði hana að stórstjörnu. Beint í James Bond mynd Kim Basinger er annað dæmi um annars flokks fyrirsætu eða leikkonu sem fór beint á toppinn eftir mynd- birtingu í Playboy. Fyrirsætuframi hennar var í mikilli hættu vegna þess að yngri stúlkur voru að koma í greinina og Kim langaði mikið að komast í kvikmyndir. Kim Basinger birtist á síðum Playboy árið 1983 og stuttu seinni hafði hún leikið í þrem- ur kvikmyndum, þar á meðal James Bond mynd, og allir vita hvert fram- haldið varð síðar. Jafnvel frægustu súpermódelin, sem eru ákaflega varkár varðandi ímynd sína, hafa látið vaða í Play- boy. Má þar nefna Cindy Crawford, Stephanie Saymour og Elle Macpher- son. Cindy Crawford segist hafa heillast af fallegum myndum af Paulina Porizkova. „Mig langaði að sjá hvað þeir gætu gert fyrir mig,“ var haft eftir henni árið 1991. Cindy sagðist gera út á hkama sinn en henni væri þó ekki sama hvernig hann væri notaður. „Mig langaði til að vera í Sá er kom þessu vinsæla blaði á fót árið 1954 er Hugh Hefner sem enn er sprækur, 68 ára gamall. Hann hef- ur alla tíð hugsað vel um blaðið sitt og lesendur. Hugh er kvæntur „leik- fangi ársins" 1989, Kimberley Conrad. Playboy hefur allt það sem ameríski draumurinn snýst um, seg- ir Hugh Hefner og sjálfur hefur hann lifað í takt við þann draum. Fræg Playboy- leikföng Playboy gerir miklar kröfur til þeirra kvenna sem það birtir myndir af og meðal þeirra frægustu eru Marilyn Monroe, Brigitte Bardot, Jayne Mansfield, Kim Basinger, Bo Derek, Barbra Streisand, Raquel Welch, SaUy Field, Sharon Stone, Joan Colhns, Goldie Hawn, Nastassia Kinski, Brooke Shields, LaToya Jackson, Sandra Bernhard, Mimi Rogers, Shannon Doherty, Candice Bergen, Margaux Hemingway, Brig- itte Nielsen, Rosanna Arquette, Charlotte Lewis, Tatum O.Neal og Madonna. KOMMOÐUR Náttborð - símaborð og margt fleira Stgr. 81.500 H. 91x1 25x56 cm Gegnheilt beyki í hnotulit H. 73x58x39 cm Stgr 23.500 Stgr. 15.400 Gegnheilt beyki |_j 65x57x35 cm H. 64x53x35 cm í hnotulit n. ooxo/xoo cm Stgr. 10.200 H. 91x46x29 cm Stgr. 9.100 Stgr. 25.400 Stgr. 9:100 Stgr. 10.300 H. 76x34x28 H- 54x59x38 H. 75x52lx29 H. 75x52x29 Stgr. 25.400 H. 99x73x33 cm Stgr. 20.500 H. 79x98x34 cm GARÐSHORN HUSGAGNADEILD Opið alla daga 10—22 v/Fossvogskirkjugarð-símar40500 og 16541
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.