Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Sérstæð sakamál Drykkfelldi kráareigandinn Audrey Woodley. Fólk kom langar leiðir til þess að fá sér ölglas í kránni Lysley Arms í Pewsham á Suður-Eng- landi. Ástæðan var þó hvorki sú aö maturinn þar væri betri en gengur og gerist né það sem borið var fram í glösunum. Hún var sú að allar líkur voru á því að veiting- arnar yrðu bornar fram af eigin- konu mannsins sem rak krána. Audrey Woodley hét hún og var þrjátíu og sjö ára. Þótti fegurð hennar viðbrugðiö. Maður hennar var Robert Woodley, íjörutíu og fjögurra ára, almennt talinn ró- lyndur og kurteis maður. Þótti gestunum sem þau væru fyrir- myndarhjón. En ekki er allt sem sýnist. Skuggahliðar einkalífsins Þegar kránni var lokað á kvöldin varö mikil umbreyting á Robert Woodley. Þá tók hann að drekka ótæpilega og þegar drykkjan hafði staðið um hríð tók hann að gagn- rýna konu sína fyrir allflest það sem honum kom til hugar. Gagn- rýnin varð svo gjarnan aö skömm- um og skammirnar stundum aö barsmíðum. Robert gætti þess þó ætíð að slá konu sína þannig aö föt hennar hyldu marið eða áverkann. Þannig vissi enginn um þessa dökku hlið heimilislífsins nema þau hjón. Kvöld eitt kom erlendur gestur í Lysley Arms. Hann hét Erik Grimm og var frá Neuchatel í Sviss. Grimm var matsveinn og vann á gistihúsi skammt frá kránni. Framkoma hans féll Audrey vel og brátt urðu þau málkunnug. Sá kunningsskapur breyttist síðar í ástarsamband. Dag einn tilkynnti Robert Audrey að hann hygðist fara á ráöstefnu forstöðumanna kráa. Þegar Grimm frétti hvað til stóð bauð hann Audrey að koma meö sér í vikuferð til Neuchatel, enda yrði hún komin aftur í krána áður en Robert sneri heim. Féllst hún á það og fékk vina- fólk til að annast reksturinn meðan hún væri í burtu. Hvíta duftið í tvö ár stóð samband þeirra Audrey og Eriks án þess að Robert virtist hafa hugmynd um þaö. Sú tilgáta kom hins vegar síðar fram að hann hefði látið sér fátt um það finnast. Bæði Audrey og Erik töldu sig vita hver væri ástæðan til hins mikla grimmlyndis Roberts. Það væri drykkjuskapurinn og tækist að fá hann til að hætta áfengjs- neyslu myndi hann verða annar og betri maður. Dag einn kom Erik til Audrey og sagði henni að líklega væri hann búinn aö finna ráð til að venja Robert af drykkjunni. Hann hefði fengið lyf frá vini sínum og væri því blandaö saman við mat sem Robert borðaði fyndist honum áfengi andstyggilegt. Það gæti aftur orðið til þess að hann sneri baki við flöskunni. Þannig sögöu þau Audrey og Erik síðar frá og bættu við að þau hefðu orðið sammála um að gefa Robert skammt af lyfmu, hvítu dufti. Lag- aði Erik svissneskan ostarétt og blandaði því í hann. Var hann síðar borinn fyrir Robert. Með réttinum var borið fram borðvín. Eitur Þegar Robert hafði bragðað á ostaréttinum setti hann upp skrít- inn svip og eftir smástund ýtti hann frá sér vínglasinu. Svo sagði hann að það hlyti eitthvað aö vera að ostaréttinum því vínið kannaðist hann við og að því væri ekkert. Síðla nætur vaknaði Robert og kvartaði um miklar kvahr í magan- um, enda var hann nú með hljóö- um. Var hann fluttur á sjúkrahús í skyndi, en hann lést fyrir dögun. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði látist af eitrun. Þegar Audrey hafði skýrt frá til- rauninni kvöldið áður til að venja Robert af drykkjuskap var hvíta duftið tekið til athugunar. Efna- fræðingar skýröu skömmu síðar frá því að um væri að ræða mjög sterkt flúórsamband, af þeirri teg- und sem sett væri í drykkjarvatn til vamar tannskemmdum, en þá auðvitað í allt öðru magni hlutfalls- lega en gert hafði verið kvöldið áður þegar ostarétturinn var lagað- ur. Þótti ljóst að það magn sem Grimm hafði undir höndum dygði til að drepa mörg þúsund manns. Var hann beöinn aö visa á vininn sem hefði látið hann fá það en þá vafðist honum tunga um tönn. Eftir langvarandi yfirheyrslur, þar sem Grimm neitaði því að hafa ætlað sér að myrða Robert, var hann settur í varðhald, og nokkru síðar tók embætti saksóknara um það ákvörðun að ákæra hann. Dómur sem vakti athygli Morðákæran vakti mikla athygli. Fóru blöð að kanna feril fólksins sem við sögu kom og var þá dregið fram í dagsljósið hvernig gengið hafði til á heimili Woodleys-hjón- anna. Olli það aftur því að fram komu grunsemdir vissra aðila um að Erik Grimm hefði ætlaö sér að myrða Robert til þess að geta geng- ið að eiga Audrey. Jafnframt kom- ust sumir á þá skoðun að Audrey væri ekki eins saklaus og hún hefði látist vera. Eftir blaðaskrif og almenna um- fjöllun var boðiö til réttarhalda og var margt um manninn í réttar- salnum. Flykktist fólk að til að sjá laglegu konuna sem hafði afgreitt í Lysley Arms en kynni að vera þátttakandi í morðsamsæri. Hafði þó engin ákæra verið gefin út á hendur henni. Þegar saksóknari og verjandi Eriks Grimm höfðu gert grein fyrir málavöxtum drógu kviödómendur sig í hlé en þegar þeir komu aftur í réttarsalinn tilkynnti formaður kviðdómsins að Erik Grimm teldist saklaus af morðákæru. Hann teld- ist hins vegar sekur um manndráp af gáleysi þar eð honum hefði borið að kanna betur hvaða efni það var sem hann hefði haft undir höndum svo hann hefði getað stillt skammt- inum í hóf. Fékk Grimm tveggja ára fangelsisdóm, en áður hafði dómarinn gagnrýnt framferði hans, einkum það aö hann hefði ekki gert neina tilraun til að kanna hvaöa efni hann hefði haft undir höndum. Lengra gekk hann ekki í gagnrýni sinni, enda ósannað talið að Grimm hefði ætlað sér að ráða Robert Woodley af dögum. Fögnuður Þótti ýmsum sem með réttarhöld- unum fylgdust að ekki hefði verið rétt að málatilbúnaði staðið, ekki Robert Woodley. Audrey þegar hún gekk frá Lysley Arms í síðasta sinn. síst með tilliti til þess að Grimm hefði aldrei getað sýnt fram á hver hann var þessi vinur hans sem hefði látið hann fá duftið, sem hafði að auki reynst vera allt annað en lyf til að venja fólk af drykkjuskap. Engu aö síður þótti stórum hópi fastagesta Lysley Arms sem konan sem þeir höfðu ætíð haft í svo mikl- um hávegum hefði unnið mikinn sigur. Flykktust þeir að Audrey Woodley þegar hún gekk út úr rétt- arsalnum og fylgdu henni eftir til krárinnar. Var málalokum þar fagnað fram eftir kvöldi. Nokkru eftir þetta fékk Audrey greitt líftryggingarfé manns síns en það var allhá upphæö. Þegar það spurðist fór aftur að bera á gagn- rýni á réttarhöldin og þótti sumum nú óhætt að setja fram þá kenningu £if festu að Audrey heföi tekið þátt í því með Erik Grimm aö gefa manni sínum eitur. Hefðu þau síð- an ætlað aö gifta sig og njóta trygg- ingarfjárins saman. En Grimm varð ekki ákærður fyrir sama glæpinn öðru sinni og ekki þótti embætti saksóknara ástæða til að gefa út ákæru á hendur Audrey. Almenningsálitið Um hríð gekk allt vel í Lysley Arms. Umtal fólks varð Audrey hins vegar æ meir í óhag og fór þeim stöðugt fjölgandi sem töldu að hún og Erik Grimm heföu staðið að samsæri. Þar kom að einhverjir fóru á fund eiganda Lysley Arms, en kráin var eign stórrar brugg- húsakeðju. Var því haldið fram við forsvarsmenn hennar að ekki kæmi til greina að krá, sem væri ætlað að vera athvarf fólks sem mæti fjölskyldulíf mikils, yrði framvegis undir stjórn konu sem svo margir teldu hafa staðið að morðsamsæri. Um hríð aðhöföust eigendur krárinnar ekkert, en þar kom að þeir sáu sér ekki annað fært en að taka tillit til almenningsálitsins. Boðuðu þeir Audrey Woodley á sinn fund og tjáðu henni að nú yrði hún að víkja. Ekki fer neinum sögum af fund- inum með Audrey, að ööru leyti en því að hún varð við tilmælunum. Hún bar sig þó vel, tók saman fögg- ur sínar og fór eftir að hafa kvatt nokkra nánustu vini sína. Ekki sagði hún neinum hvert hún hygð- ist fara og er ekki vitað um dvalar- staö hennar nú. Til matseldar Erik Grimm tók út sinn dóm. Ekki tóku þau Audrey upp fyrra samband. Hann hélt til heima- landsins, Sviss, og setti upp veit- ingahús þar. Fréttamaður, sem komst að því hvar hann haföi sest að, fór þangað og sagði á eftir að Grimm gengi reksturinn vel, en bætti því síðan við í spaugi að allt seldist þar vel... nema ostaréttur- inn. Það vakti nokkra athygli þegar fastagestir Lysley Arms fréttu aö Audrey haföi ekki tekið saman við Erik Grimm þegar hann fékk frels- ið og hann haldið einn síns liðs til Sviss. Var nú sem sumum fyndist að ef til vill heföi Audrey verið höfð fyrir rangri sök. Óvíst hlyti aö teljast hvort hún hefði tekið þátt í samsæri um að ryðja Robert, manni sínum, úr vegi, og jafnvel þótt Erik Grimm heföi ætlað sér að myrða Robert með flúórblönd- unni væri ekki hægt aö fullyrða að Audrey heföi nokkuð um það vitað. En almannarómur hafði haft sín áhrif. Audrey Woodley var á bak og burt og myndi ekki snúa aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.