Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Page 24
24 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Sviðsljós Ný skoðanakönnun: Costner og Stone kynþokkafyllst Kevin Kostner er kynþokkafyllsti kvikmyndaleikarinn og Sharon Stone er kynþokkafyllsta kvik- myndaleikkonan. Þetta er niður- staða skoðanakönnunar sem gerð var af fyrirtækinu Marketing Direction í Bretlandi og birt var í sumar. Þátttakendur í könnuninni voru á annaö þúsund og voru konur spurðar um 20 þekktustu karlieikar- ana og karlar um kvenleikara. Sean Connery, Harrison Ford og Richard Gere voru vinsælastir meðal kvenna eldri en 35 ára. Karlar á aldr- inum 35 til 54 ára voru hrifnari af Meg Ryan en Sharon Stone. Ungum konum leist best á Keanu Reeves. Kevin Costner var í öðru sæti meðal þeirra og Tom Cruise í því þriðja. Eitt af því sem kom á óvart í könnun- inni var hversu neðarlega á listanum Mel Gibson er. Karlar: 1. Kevin Costner 2. Tom Cruise 3. Keanu Reeves 4. Sean Connery 5. Mel Gibson 6. Daniel Day-Lewis 7. Richard Gere 8. Hugh Grant 9. Harrison Ford 10. Patrick Swayze 11. Johnny Depp 12. Denzel Washington 13. Christian Slater 14. Tom Hanks 15. Brad Pitt Sharon Stone er i efsta sæti á lista yfir kynþokkafyllstu Kevin Costner er kynþokkafyllstur karlleikara. leikkonurnar. Konur: 1. Sharon Stone 2. Demi Moore 3. Meg Ryan 4. Michelle Pfeiffer 5. Julia Roberts 6. Andie MacDowell 7. Kim Basinger 8. Bridget Fonda 9. Geena Davis 10. Madonna 11. Daryl Hannah 12. Jodie Foster 13. Uma Thurman 14. Winona Ryder 15. Drew Barrymore Meg Ryan er í þriðja sæti meðal leikkvenna. Karlar á fertugsaldri tóku hana fram yfir Sharon Stone. Konur á fertugsaldri voru hrifnar af Harrison Ford. listanum. Liam Neeson gerir þrekæfingar sex sinnum [ viku. Vill helst liggja í rúminu Liam Neeson, sem er þekktur fyrir leik sinni í kvikmyndinni Listi Schindlers, er sagöur gera þrekæf- ingar sex sinnum í viku. Haft er eftír honum að hann getí alltaf átt von á því að þurfa að afklæðast í kvikmynd og því vilji hann vera í góðu formi. Helst vilji hann liggja í rúminu allan daginn og lesa bækur. Liam, sem er giftur Natasha Ric- hardson, kveðst stundum líta í spegil og spyrja sig að því hvers vegna í ósköpunum hann sé að leika í kvik- myndum í stað þess að vera heima á írlandi og keyra lyftara. ... að hin fallega Halle Berry, sem leikur ritara Freds Flintsto- nes í kvikmyndinni The Flintsto- nes, væri að ráðgera að hætta í kvikmyndabransanum. Hún er sögð óánægð með stressið í Hollywood og vill flytja til ein- hverrar eyju i Karíbahaíi og eignast barn með eigínmannin- um, Dave Justice. ... að Bille August hefði veríð sleginn niður á götu i New York. Hann var með myndavél á öxl- inni sem freistaði tveggja skúrka. Tökur á næstu mynd Billes, með leikurunum Michelle Pfeiffer og Dustin Hoffman, eru sagðar hefj- ast í janúar. ... að það væri kominn tími fyrir Barböru Cartland að fá aðstoð við að sminka sig. Hún er orðin 93 ára og því ekki undarlegt að hún hitti ekki alltaf á réttan stað með augnskugganum. Augnhár- in, sem hún bætir við þau sem fyrir eru, sitja lika stundum skakkt. ... að Jane Seymour, sem leikur í Dr. Quinn, hefði verið ákaflega ástfangin af Joe Lando sem leik- ur Byron. Það var áður en Jane giftist James Keach. Nú er sagt að Jane geri allt sem hún geti til að fá mótleikarann rekinn. ... að Cyblll Shepherd elskaði að syngja en bæri jafnframt ábyrgð á gjaldþroti þriggja plötu- fyrirtækja í kjölfar útgáfu platna með henni. Börnin hennar hafa bannað henni að syngja heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.