Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 25 íslenskur fluguhnýtingamaður slær í gegn: Hlaut verðlaun fyrir tvær veiðiflugur Fyrir þennan krabba fékk Sigurjón 5. verðlaun. - stunda veiði sama og ekki neitt, segir Sigurjón Ólafsson „Það var alger tiMljun að ég fór í þessa keppni, Mustad Scandina- vian Open. Ég var staddur í Litlu flugunni hjá Kristjáni Kristjáns- syni, einu sinni sem oftar, og við vorum að rabba saman um heima og geima eins og gengur. Þá sagði KK mér frá þessari keppni í flugu- hnýtingum og hvatti mig til að taka þátt í henni. Ég bar mig aumlega, sagðist ekkert kæra mig um það. Þar að auki taldi ég að tíminn væri orðinn of naumur. í því að við vor- um að ræða þetta mál kom Þórður Þórðarson úr Hafnarfirði inn. Hann er mikill Mustad maður. Hann kom inn í umræðuna, æddi svo út í bílinn sinn og sótti þangað upplýsingabækling ásamt tveimur önglum og sagði mér að nota þá. Þar með varð ekki aftur snúið,“ sagði Sigurjón Ólafsson, einn fæ- rasti fluguhnýtari landsins, en hann vann til verðlauna á Mustad Scandinavian Open fluguhnýtinga- keppninni í Noregi í vor. Kepptvið atvinnumenn Á annað hundrað hnýtarar víðs vegar úr heiminum tóku þátt í keppninni. Hún er háð í 8 flokkum eftir flugugerðum. Veitt eru verð- laun fyrir 10 bestu flugurnar í hverjum flokki. Sigurjón sendi flugur í alla flokkana og náði 5. sæti í opnum flokki. Þar er um að ræða það sem ekki telst beint fluga og hnýtti Sigurjón krabba fyrir þennan flokk. Síðan náði hann 7. sæti í Nymfu-flokki. Það skal tekið fram að hér er verið að verðlauna fyrir útlit og handbragð. „Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að hér væri um keppni innan Norð- urlandanna að ræða en ekki al- heimskeppni. Hefði ég vitað það hefði ég ekki tekið þátt enda er maður þá farinn að keppa við at- vinnumenn. Sú var líka raunin á að þessu sinni. Fjöldi atvinnu- manna, sem maður kannast við nöfnin á, var meðal þátttakenda. Setið við heila nótt Ég var líka orðinn mjög seinn fyrir. Síöustu forvöð til að skila Fyrir þessa maíflugu, nymfu, hlauf Sigurjón 7. verðlaun í nymfuflokki á Mustad scandinavian open. Silungs- og laxaflugur eftir Sigurjón. Veiðiflugur verða vart betur hnýttar en þessar. DV-myndir BG Listavel gerðar klassiskar enskar laxaflugur eftir Sigurjón. Svo mikið verk er að hnýta svona flugur og þær svo dýrar að mjög lítið er gert að því nú orðið nema sem sýningargripi. Sigurjón Olafsson við fluguhnýtingar. Hann er sagður einn allra snjall- asti fluguhnýtari landsins. flugum í keppnina voru 30. mars. Það var komið vel yfir þann 20. Þegar ég byrjaði að hnýta. Enda var það svo að ég varð að sitja við heila nótt og daginn eftir fór konan mín með þetta í póst. Ég er því ánægður með árangurinn og tel mig mega vel við una,“ sagði Sigur- jón. Hefur hnýtt í 5 ár - En hvað ertu búinn að fást lengi við fluguhnýtingar? „Það eru komin um það bil 5 ár síðan ég byijaði á þessu, þá rúm- lega þrítugur. Síðan hefur þetta verið mitt aðaltómstundagaman og ég er bara áhugamaður. Ég hef stöku sinnum hnýtt fyrir Kristján Kristjánsson í Litlu flugunni ef hann hefur vantað eitthvað sérs- takt. Svo hafa vinir og kunningjar beðið mig um flugur en ég er hvergi með mínar flugur til sölu.“ - Hefurðu hnýtt einhveijar flugur frá sjálfum þér sem hafa náð frægð fyrir veiði? „Það er nú ekki mikið. Ég hnýtti að vísu einhvern tímann straum- flugu sem gaf vel og gerir enn í Laxá í Þingeyjarsýslu. Ég nefndi hana Gullintanna. Ég hygg að það sé mín frægasta fluga." Stundar lítið veiðar - Veiðir þú mikið sjálfur? „Nei, sama og ekki neitt. Ég fer nánast aldrei til veiða. Ég fer aö vísu á hverju ári á urriðasvæðið í Laxá í Þingeyjarsýslu. Mér finnst ekkert sumar vera nema ég komi við hjá Hólmfríði enda tekur hún svo vel á móti manni. Þar gengur mér alltaf mjög vel enda heitir þaö að mér gangi vel ef ég mæti á stað- inn. Fyrir utan þetta veiði ég ekki neitt. Ég stundaði Elliðavatnið dá- lítið þegar ég var ungur en þangað hef ég ekki komið í 10 ár.“ - Hvernig vildi þaö þá til að þú byijaðir að hnýta? „Þaö var hrein tilviljun. Þannig var að sem krakki eignaðist ég lít- inn kassa með hnýtingadóti fyrir byijendur. Ég opnaði hann aldrei þá. Það hðu svo yfir 20 ár frá því ég eignaðist kassann og þar til hann fannst niðri í geymslu. Bróöir minn, sem einhvemtíma haföi lært að hnýta flugur, var viðstaddur þegar kassinn fannst. Hann vildi endilega prófa dótið. Við sátum og fiktuðum við þetta í eina klukku- stund og ég heillaðist svo af flugu- hnýtingunum að ekki varð aftur snúið,“ sagði Siguijón Ólafsson. Ódýr, vel búin 486 tölva sem hentar einstaklingum og meðalstórum fyrirtækjum 486 SX-25 eða DX2-50 örgjörvar 4 MB minni 170 / 210 / 270 MB harðir diskar 14" SVGA litaskjár Cirrus Local Bus skjátengi 512 KB eða 1 MB skjáminni Tulip öryggiskerfi MS DOS 6.2 ^ E R Ð E n FRA KR: 98.500 Tullp Computers leggur mlklo |a.IT~T, ."7^ áherslu á gæðl og hefur fengið 1509001 vottun fyrlr þróun, framleíðslu og þjónustu. 10-16 Tulúp computers| SKAFTAHLIO 24 - SÍMI 69 77 OO Alltaf skreft á undan Gæðamerkið frá Hollandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.