Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Síða 29
28
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
Hún er fædd á Kúbu en kennir nú líkamsrækt á íslandi:
ísland er rosa-
lega amerískt
- segir Deborah Blyden sem flutti til íslands fyrir átta árum
Deborah Blyden ásamt eiginmanni sínum, Baldvini Þór Þorsteinssyni, og börnum sinum þremur. Sóley Marief
og Helena Ósk Hansdætur, 8 og 6 ára, eru börn Deborah með fyrri eiginmanni hennar. í fangi Deborah er Þor-
steinn Sindri Baldvinsson, 18 mánaða.
Haustpúliö er hafið og Deborah
Dagbjört Blyden líkamsræktarkona
hrífur alla meö sér, stælta unglinga,
roskna ístrubelgi og konur á miöjum
aldri meö lafandi upphandleggi, dú-
andi læri og slappa bossa.
„Mér þykir meira gaman þegar ég
sé aö þátttakendum þykir gaman og
þá reyni ég að stuðla aö því,“ segir
Deborah sem undanfarin ár hefur
vakið athygli vegna mikillar starfs-
gleði á ýmsum líkamsræktarstöðv-
um í höfuðborginni.
Hún hefur líka vakiö forvitni því
að hún er blökkukona búsett hér á
landi. „Ég hef bara mætt forvitni,
aldrei fordómum," segir Deborah
sem er fædd á Kúbu þar sem hún
ólst upp til fimm ára aldurs. Frá
Kúbu flutti hún með móður sinni og
bróður til Bandaríkjanna.
Kynntist íslendingi
í Kaliforníu
Deborah var um tvítugt þegar hún
kynntist íslendingi sem var við nám
í Kaliforníu. „Ég vissi nú ekki einu
sinni hvar ísland var. Ég vissi bara
að það var einhver lítil eyja, svipuð
Kúbu að stærð. Viö komum hingað
1983 til þess að gifta okkur. Þetta var
í janúar og viö ílugum í gegnum New
York. Þar var nístandi kalt og ég
sagði að ef það væri jafn kalt á ís-
landi yrði ég ekki lengi þar. En veðr-
ið reyndist miklu mildara þegar
hingað var komið. Tveimur árum
seinna fluttum við til íslands en það
tók mig talsvert langan tíma að venj-
ast skammdeginu og snjónum,"
greinir Deborah frá.
Hún hafði starfað hjá risasímafyr-
irtækinu AT&T í Bandaríkjunum
áður en hún fluttist til íslands.
Fyrstu sex árin á íslandi var hún
heimavinnandi húsmóðir með tvær
dætur en fór að leita sér að vinnu
utan heimilis þegar hún og fyrrver-
andi maöur hennar skildu 1991. „At-
vinnuleitin var erfið áður en ég fékk
íslenskan ríkisborgararétt því þá
skrifaði ég náttúrlega bara mitt út-
lenska nafn á umsóknirnar. En um
leið og fékk íslenskan ríkisborgara-
rétt gat ég bætt nafninu Dagbjört við
og þá fékk ég svör. Ég fékk fyrst starf
viö framreiöslu og svo skrifstofu-
starf.“
Boðinn styrkur
til háskólanáms
Líkamsrækt hafði lengi verið
áhugamál hennar og sérstaklega eft-
ir að hún hætti í frjálsum íþróttum
meðan hún bjó enn í Bandaríkjun-
um. „Ég þótti nokkuð góð í sprett-
hlaupum og var búin að fá tilboð frá
háskóla í Los Angeles um styrk. Ég
skaddaðist hins vegar við fall og
þurfti að fara í aðgerð. Ég ákvað þá
að hvíla mig smátíma en þá var
styrkveitingin dregin til baka. Ef ég
ætlaöi mér ekki aö hlaupa fengi ég
ekkert. Mér var sagt að ég gæti þjálf-
aö mig upp aftur í minni skóla og
haft samband aftur eftir tvö ár. Þetta
þótti mér ömurlegt og ég brást þann-
ig við að ég ákvað aö hlaupa ekki
meir.“
Gefandi að sjá
fólki líða betur
Deborah gerðist leiðbeinandi í lík-
amsræktarstöð á íslandi fyrir þrem-
ur árum og kveðst hafa haft mikla
ánægju af starfinu sem hún stundar
með framreiðslustarfi á Holiday Inn.
„Ég held að mér þyki mest gaman
aö einkaþjálfun í líkamsrækt. Þá
nálgast maður betur þann sem er að
æfa og það er hægt að fylgjast betur
með viðkomandi. Það er mjög gef-
andi. Þaö er viss hamingja fólgin í
því að sjá þegar fólki fer að líða bet-
ur. Til dæmis hefur verið hjá mér
rúmlega fimmtug kona sem þurfti
„Ég vil hafa stuð í kringum mig.
Mér þykir meira gaman þegar þátt-
takendum þykir gaman."
að hvíla sig eftir tveggja til þriggja
mínútna skokk þegar hún byrjaði.
Hún hafði aldrei hreyft sig neitt. Eft-
ir um það bii einn og hálfan mánuð
var hún farin að geta skokkað í hálf-
tíma í einu. Henni hafði aldrei dottið
í hug að hún ætti eftir að geta þetta.
Þetta þykir mér skemmtilegt.1'
Stelpur í
anorexíuhættu
Það sem Deborah þykir hins vegar
erfiðast við starfið er þegar ungar,
horaðar stúlkur koma til hennar og
vilja grenna sig. „Sumar vilja líta út
eins og einhver tískudrottning. Aðr-
ar eru að fara að taka þátt í ein-
hverri fegurðarsamkeppni. Þær
borða ekkert og eru eins og beina-
grindur. Þær toga í þaö sem þær
halda að sé fita en er í raun bara húð
og spyrja hvernig þær eigi að brenna
burt fituna. Ég sest niöur með þess-
um stelpum og bendi þeim á að slíkt
leiði auðveldlega til anorexíu. Það er
allt í lagi að fá smálínur á líkamann
en það má ekki fara út i öfgar.“
Sjálf er Deborah aö velta fyrir sér
að taka þátt í keppninni „Miss Fit-
ness“ sem haldin verður á íslandi í
október. „Slík keppni hefur aldrei
verið haldin hér áður en úti hefur
svona keppni verið haldin í mörg ár.
Þetta er ekki beint vaxtarræktar-
keppni heldur er dæmt um líkams-
byggingu og framkomu. Þátttakend-
ur eiga að koma fram í síöum kjólum
og tala aðeins jafnframt því sem þeir
eiga að koma fram í æfingafötum og
gera einhverjar æfingar."
Þriðja sterkasta
kona íslands
Síðastliðið sumar varð Deborah í
þriðja sæti í keppninni Sterkasta
kona íslands. „Það voru flestir hissa
á að ég skyldi geta þetta því hinar
voru 7 til 13 kílóum þyngri en ég. Ég
var líka elst og sú eina sem var búin
að eignast börn en ég vildi vita hvort
ég gæti þetta. Það er svo sem ekki
kvenlegt að vera að draga bíla og
þunga sekki en ég naut góðs stuðn-
ings frá eiginmanninum. Þetta var
svo gaman að ég ætla að taka þátt
aftur. Það var líka gaman að sjá
hvernig krakkar, sem'horfðu á þetta,
smituðust af áhuganum. Svona
keppni leiðir kannski til þess að
krakkarnir fari að hreyfa sig.“
Innfluttur
lífsstíll
Þeir sem fylla tækjasali líkams-
ræktarstöðvanna á hverjum degi eru
að minnsta kosti frelsaöir. Þar eru
tæki fyrir alla vöðva, alla slappa
bossa og alla lafandi upphandleggi.
Fólk sem situr við vinnu allan daginn
er farið að gera sér grein fyrir að það
þarf að gera eitthvað fyrir líkamann.
Og líkaminn á aö vera stinnur. Það
er hugsað um hvern vöðva í tækja-
sölunum þar sem skapaðar eru
ákveðnar línur. Þeir sem hafa frels-
ast segja að þeim líði ekki bara betur
líkamlega heldur einnig andlega.
Líkamsrækt er ekki lengur bara tóm-
stundagaman heldur lífsstíll. Þetta
er stíll sem er innfluttur frá Ameríku
alveg eins og hamborgararnir og
pitsurnar.
Amerísk áhrif
orðin rosaleg
Þegar Deborah flutti til íslands
vissi fólk varla hvað liún átti við
þegar hún var að tala um pitsur. „Nú
eru pitsustaöir á hverju götuhorni.
Hér eru seldir amerískir kleinu-
hringir, amerískir hamborgarar og
það á að fara að selja hér amerískar
samlokur. Bílum hefur íjölgað hér
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
37
mikið frá því að ég kom hingað.
Maður er fastur í umferðarteppu
bæði kvölds og morgna. Þetta kann-
ast ég við frá Bandaríkjunum. Mér
finnst ísland oröið rosalega amer-
ískt. Þó að líkamsrækt sé góð þá er
ekki endilega allt gott sem kemur frá
Ameríku. Hér horfa menn svo mikið
á amerískar bíómyndir og hjá ungl-
ingunum er næstum annað hvert orð
enska. Ég held að þetta sé ekki góð
þróun."
Utanlandsferð
í afmælisgjöf
Deborah kveðst þó vona að eigin-
maður hennar verði ánægður með
þá gjöf sem hún gefur honum nú um
helgina í tilefni þrítugsafmælis hans
þó að gjöfin sé „amerísk". „Það er
svo mikið um það í Ameríku að koma
einhverjum á óvart í sambandi við
afmælisgjafir. Ég er búin að kaupa
helgarferð til London handa okkur
tveimur og hann veit ekkert hvað
stendur til þegar ég fer til hans í
vinnuna að sækja hann. Ég er búin
að hafa samband við vinnuveitanda
hans en maðurinn minn stendur í
þeirri trú að við séum bara að fara
út að borða hér heima."
Langar að sjá
Kúbu aftur
Hún hefur ekki farið í heimsókn
til Kúbu eftir að hún flutti þaðan
fimm ára gömul og sá því aldrei aftur
föður sinn sem varð eftir á eyjunni
en hann lést fyrir nokkrum árum.
Hana er farið að langa mikið til að
fara til Kúbu til að heimsækja skyld-
menni sem þar búa enn. Fregnirnar
af ástandinu og flóttamanna-
straumnum til Bandaríkjanna vekja
þó óhug hjá henni. Þegar hún er
spurð um afstöðu bandarískra yfir-
valda til stjórnarinnar á Kúbu segir
hún að það sé ekki hægt að pína alla
Kúbverja vegna stjórnarfars Kast-
rós. Hún nefnir að frændi sinn hafi
veriö sendur í útlegö frá Kúbu og að
fjölskylda hans hafi ekki mátt flytja
tU hans til Bandaríkjanna.
„Þó svo að Kastró fari frá er hætta
á að bróðir hans taki við og ástandið
batnar ekki við það. Það er þörf á
algjörri breytingu á stjórnarfarinu á
Kúbu. En þó að Kastró hafi mistekist
ýmislegt þá má hann þó eiga það að
heifbrigðiskerfið er gott. Honum hef-
ur til dæmis tekist að hefta út-
breiðslu eyðni á meðan sjúkdómur-
inn breiðist út á flestum öðrum stöð-
um. Um leið og fólk á Kúbu greinist
með HlV-veiruna er það sent til dval-
ar á sérstökum heilsuhælum þar sem
það hefur allt til alls. Eyðnismitaðir
fá aðeins stöku sinnum leyfi til að
heimsækja fjölskyldur sínar.“
Líðurvel
á íslandi
Deborah segist kunna vel við það
að eiga heima á íslandi. „Þegar ég fer
í heimsókn til Bandaríkjanna verð
ég rugluð eftir nokkra daga. Það er
alltof mikill hraði á öllu þar. Ég er
búin að fá nóg af dvölinni eftir mán-
uð. Ég vildi ekki ala upp börn þar.
Ef ég flytti einhvern tíma frá íslandi
yrði þaö til einhverrar eyju í Karíba-
hafi.“