Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 17 Jóhanna Sigríður Hafsteinsdóttir var tvo mánuði í Smugunni: Sagði upp bankastarfi á Höfn og fór til sjós löngun til aö fara aö sofa. Þaö var æðisleg tilfmning." Vissum lítið af sumrinu - HvernigvarsumariðíSmugunni? „Við vissum ósköp litiö af sumrinu. Þaö var alltaf þoka en þó ágætt veður alian tímann og lífiö snerist um íisk og aftur fisk. Þaö var lítið samband við umheiminn, utan þess að við fengum olíu úr norsku olíuskipi. Það voru fleiri skip á þessum slóðum en ekkert samband var haft við þau nema þá ef skipstjórarnir töluðust við.“ - Vantaði ekki orðið eitt og annað í svona löngu úthaldi? „Jú. Það var orðinn hálffátæklegur kostur um borð undir það síðasta. Það vantaði til dæmis sykur, kartöfl- ur og brauð og í loldn var þetta skammtað. Það var reyndar bara gott að hvíla sig á sætabrauðinu." - Hvað var helst til afþreyingar þeg- ar ekki fiskaðist? „Ætli ég verði ekki að setja mynd- bandaglápið númer eitt og það var horft aftur og aftur á sömu myndirn- ar. Reyndar var búið að skipuleggja þetta allt og við stelpurnar vorum kosnar í stjórn. Við vorum meðai annars með félagsvist nokkur kvöld og fékk vinningshafinn ís í verðlaun. Sá sem fékk skussaverðlaun var lát- inn skralla kartöflurnar. Þetta var áður en farið var að skammta þær. Ég var með nokkra erobikktíma þann tíma sem engin veiöi var og voru menn mjög ánægðir með að hreyfa sig svolítiö. Að vísu tóku ekki allir þátt í þessu og sögðust þurfa að sinna öðru einmitt þá stundina. Menn lásu mjög mikið og flestir höfðu birgt sig vel upp af lestrarefni fyrir túrinn.“ - Hvað fannst þér helst vanta þarna hjá ykkur? „Við höfðum auðvitað allt sem til þurfti en þó saknaði ég þess að fá ekki pitsur og pastarétti svo ég tel að þaö hafi verið það eina sem vant- aði. Við höfðum mjög góðan kokk og hann bauð ekki upp á neitt sjoppu- fæði, aðeins úrvals kjarngóðan og hollan mat þannig að pitsur og því um líkt var ekki á matseðlinum hjá honum." Góð veiði minnisstæðust - Hvaðerminnisstæðastúrtúrnum? „Ætli það sé ekki þessi góða veiði síðustu dagana og spenningurinn sem henni fylgdi. Skemmtikvöldin eru líka minnisstæð og ekki síst kvöldið þegar haldið var upp á af- mæli aldursforsetans um borð þegar hann varð fimmtugur. Við vorum á leiðinni heim þegar afmælið var og um kvöldið var safnast saman í borð- salnum, sungið og spilað á harmon- íku, rabbað saman og sagðir brand- arar. Og þó skortur væri á bökunar- efnum gat kokkurinn töfrað fram ljúffenga tertu með kafíinu. Þetta var sérlega ánægjulegt kvöld þar sem allir skemmtu sér vel.“ - Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég er að fara í Ármúlaskóla og ætla að læra nudd. Ég verð í því næstu þrjá vetur en hvað ég geri í sumar er óráðið. Kannski fer ég aftur á sjóinn, það er aldrei að vita. Sjó- mennskan er spennandi og í vetur á ég örugglega eftir að hugsa vel til þeirra sem eru um borð í Ottari Birt- ing og sakna þess hóps sem ég var búin að kynnast og vera með í tvo mánuöi. Júlía Imsland, DV, Höfn: „Mér fannst þetta spennandi og langaði til að prufa að fara á sjó og ég varð alis ekki fyrir vonbrigðum. Þar er hægt að hafa góðar tekjur á stuttum tíma, miklu meiri en í landi," segir Jóhanna Sigríður Hafsteins- dóttir sem sagði upp vinnu sinni í Landsbankanum á Höfn og fór til sjós. Jóhanna, eða Hanna Sigga eins og ekki fyrr en í síðustu vikunni, þegar séð var að þetta var alveg að hafast, að maður hugsaði um hvort siglt yrði heimleiöis á morgun eða næsta dag.“ Karlarnir tillitssamir Að sögn Hönnu Siggu voru þrjár stelpur um borð og tuttugu og einn karl. Vaktaskiptingin var sex tíma vinna og sex tíma hvíld og væri góð „Sjómennskan er spennandi og í vetur á ég örugglega eftir að hugsa vel til þeirra sem eru um borð í Ottari Birting," segir Hanna Sigga sem hér er uppi á dekki. DV-myndir Júlía Imsland hún er köfluð, var háseti á togaran- um Ottari Birting í sumar. Hún fór fyrst á karfaveiðitúr í þrjár vikur. 9. júni hélt togarinn svo í Smuguna og tók veiðiferöin tvo mánuði. „Við vorum ákveðin í að fyfla skip- iö og ætluðum ekki í land fyrr en því marki væri náð. Heim komum við 12. ágúst með 470 tonn af frystum flski," segir Hanna Sigga. - Var þetta ekki orðin nokkuð löng útivist? „Hún var í lengra lagi því veiði á þessum slóðum er mjög misjöfn og segja má að fyrri mánuðinn hafi ekk- ert fiskast og þá var bara leitað og látið reka. Seinni mánuðinn var svo til stanslaus veiði og mikil vinna við að ganga frá aflanum og þá var ekk- ert verið að velta fyrir sér hvað margir dagar væru eftir. Það var veiði hjálpaði frívaktin til við að gera að fiskinum. - Hvernig tóku karlarnir því að fá þrjár stelpur í hásetastörfm? „Við urðum ekki varar við annað en þeim líkaði það vel. Það var mjög góður mórafl um borð. Þeir voru mjög tillitssamir og voru ekki að setja neitt út á að við ynnum ekki til jafns við þá í frystitækjunum. Sú vinna er töluvert erfiðari en pökkun- in og það kom þá eins og af sjálfu sér að við unnum mest í pökkuninni." - Hvað fenguð þið mest í hali? „Undir lokin fengum við nokkur stór höl. Það stærsta var 25 tonn og þegar það kom var mín vakt komin á frívakt og við drifum okkur upp á dekk og blóðguðum flskinn. Þegar svona var lifnaði nú heldur betur yfir mannskapnum og enginn hafði Skipstjórastóllinn prófaður. „Kannski fer ég aftur á sjóinn. Það er aldrei að vita.“ ------ LÁGMÚLA 7 Póstkröfusiml 91-685333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.