Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1994 Dagur í lífl Höskuldar Jónssonar, forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins: Ný vínbúð opnuð Að venju vaknaði ég um sjöleytið og hlustaði á morgunfréttir. Þá tók við hefðbundinn morgunmatur sem er súrmjólk og mush. Ég fer alltaf í sundlaugarnar áður en ég fer til vinnu en á skrifstofuna er ég mættur fimmtán mínútur fyrir níu. Skömmu eftir að ég var kominn þangað átti ég fund með formanni starfsmanna- félags ÁTVR. Við ræddum hugsanleg námskeið starfsmanna fyrirtækisins sem tengjast kjarasamningum þeirra en samhliöa þessum umræðum kom pósturinn inn og hefur hann ýmis- legt að geyma. Eftirtektarverðast var bréf frá manni sem vinnur á heilsu- gæslustöð í Svíþjóö og er að skrifa ritgerð um áfengisneyslu. Þessi mað- ur ætlar að koma hingað til lands í byrjun nóvember og leggja fyrir okk- ur spurningar og óskar svara við þeim. Við reynum sjálfsagt að verða við þeim tilmælum. Fjárlagafrumvarpið lá á borði mínu og í því sést hvaða rammi er dreginn utan um starfsemi þessa fyr- irtækis á næsta ári. Hér, eins og í mörgum öðrum stofnunum, er kannski ekki allsheijar ánægja með þær tölur en það er víst ekkert nýtt fyrir starfsmönnum ijármálaráðu- neytisins. Síðan bárust mér tölur um neyslu og sölu á áfengi og tóbaki fyrstu níu mánuði ársins en við birt- um þær ársfjórðungslega og koma þær fyrst hingað til yfirlestrar áður en við sendum þær fjölmiðlum. Lesið yfir frumvörp fíingað komu einnig þrjú frumvarp frá ráðuneytinu um rekstur þessa fyrirtækis og óskað eftir aö ég lesi þau yfir og geri við þau athugasemd- ir ef þarf. Þau símtöl sem bárust hingað fyrir hádegi voru átta talsins og kenndi þar ýmissa grasa allt frá kvörtunun til hrósyrða fyrir góða þjónustu svo við megum kannski Höskuldur Jónsson, forstjóri Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins, opnaði nýja vinbúð í Stykkishólmi þenn- an dag. DV-mynd GVA una meðaltahnu vel. í hádeginu hitti ég samstarfsmenn mína í Ferðafélagi íslands þar sem rætt var um félagsheimih félagsins og framkvæmdir við það. Ég þurfti síðan aö koma frá mér bréfi strax eftir hádegi sem tók nokkurn tíma. Þar á eftir átti ég síðan, eins og marg- ir aðrir, einkaerindi í banka og þurfti því að bregða mér frá vinnu stutta stund til að sinna því. Haldið í Stykkishólm Klukkan hálfþijú fór ég ásamt nokkrum samstarfsmönnum vestur í Stykkishólm þar sem var verið að undirbúa opnun nýrrar vínbúðar sem átti að heíja rekstur daginn eft- ir. Við buðum gestum í heimsókn til að skoða búðina sem er í húsakynn- um Skipavíkur hf. í hjarta Stykkis- hólmsbæjar. Þetta er 24. vínbúðin sem ÁTVR opnar á landinu. Að venju þurfti að flytja þar ávarp og aörir tóku einnig til máls. Minnisstæðast er mér ávarp hótelstjórans á staðn- um sem sagðist fagna því að ÁTVR hefði opnað verslun í Stykkishólmi, það stytti óneitanlega leið milli birgðastöðvar ÁTVR og hótelsins. Hótelstjórinn tók það sérstaklega fram að öll samskipti hótelsins og ÁTVR hefðu verið með slíkum ágæt- um til þessa að óvíða væri betri þjón- ustu að fá. Með þessi orð í huga héld- um við starfsmenn ÁTVR alsælir til Reykjavíkur síðla kvölds og komum í bæinn um miðnætti. Á leiðinni stoppuðum við í veitingaskálanum Ferstiklu og fengum okkur kvöld- verð. Þegar heim var komið las ég Morgunblaðið sem ég hafði ekki haft tíma til um morguninn en fór síðan fljótlega aö sofa. Þetta var að mörgu leyti óvenjulegur dagur þar sem það er ekki á hverjum degi sem ÁTVR opnar nýja vínbúð. Finnur þú fimm breytingar? 278 Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þinu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birlum við nöfn sigurvegaranna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.