Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Clare Francis: Deceit. 2. lain Banks: Complicíty. 3. Michaei Crichton: Disclosure. 4. William Boyd: The Blue Afternoon. 5. Joanna Trollope: A Spanísh Lover. 6. Daníelle Steel: Vanished. 7. Patricia Cornwell: Bruel and Unusual. 8. Tom Clancy: Clear and Present Danger. 9. Sebastian Faulks: Birdsong. 10. Tom Clancy: Without Remorse. Rit almenns eólis: 1. Andy McNab: Bravo Two Zero. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. Terry Waite: Taken on Trust. 4. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 5. Ranulph Fiennes: Mind over Matter. 6. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 7. Alan Clark: Diaries. 8. Bill Bryson: Neither here nor there. 9. Brian Keenan: An Evil Cradling. 10. Russell Davies: The Kenneth Wíllíams Diaries. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Johannes Mollehave: Læsehest med æselorer. 2. J. Campion 8r K. Pullinger: The Piano. 3. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 4. John Grisham: Klienten. 5. Paul Orum: Af hjertens grund. 6. Dan Turóll: Vrangede billeder. 7. Herbjerg Wassmo: Dinas bog. (Byggt á Politiken Sendag) Skáldsögur frægs fólks Þaö er aö komast í tisku í Bandaríkj- unum og Bretlandi að frægt fólk sendi frá sér skáldsögur. Oft er þaö aö frumkvæði útgefenda eöa um- boðsmanna sem telja aö þekkt nafn geti selt hvað sem er. Hvort viðkom- andi kann að skrifa skiptir hins veg- ar litlu máli; það er alltaf hægt að kaupa einhvern rithöfund til að af- greiöa textann. Aðalatriðið er að hið fræga nafn sé á kápusíðunni. Nýjasta dæmið um þetta er ein kunnasta fyrirsæta samtímans. Sú heitir Naomi Campbell og hefur öðl- ast frægð fyrir hkamlegt frekar en andlegt atgervi. Henni voru boðnar um það bil tíu milljónir króna í fyrir- framgreiðslu fyrir skáldsögu sem bæri nafn hennar. Auðvitað sló hún til og fékk enskan rithöfund til aö skrifa fyrir sig textann - þótt þess sé reyndar hvergi getið í bókinni. Swan heitir þessi skáldsaga eftir söguhetjunni. Þar segir frá ástum og ævintýrum í fyrirsætuheiminum og eru lýsingarnar vafalaust að hluta til byggðar á reynslu „höfundarins". Gagnrýnendur hafa hakkað söguna í sig eins og vænta mátti - en því er spáö aö hún muni seljast vel. Tennisstjarnan Navratilova Aö undanfórnu hafa komið út í Bretlandi skáldsögur eftir fólk sem er vel þekkt þar í landi vegna fram- göngu í sjónvarpsþáttum. Þetta á við um Addicted eftir Jill Gascoine, De- pendence Day eftir Robert Newman og The Hairdressers of St. Tropez Naomi Campell - fyrirsæta og „höf- undur“ skáldsögunnar Swan. Umsjón Elías Snæland Jónsson eftir Rupert Everett. Sá er þó munur á að þetta fræga fólk hefur sjálft skrifað bækurnar - og sumt með nokkuð góðum árangri ef marka má gagnrýnendur. Martina Navratilova, tenniskapp- inn kunni, þurfti hins vegar aðstoð við ritun skáldsögunnar The Total Zone - en fyrir hana fékk hún að sögn marga tugi milljóna í fyrirfram- greiðslu. Þetta er spennusga um morð og eltingaleik. Navratilova gengur sem fyrr hreint til verks; nafn aðstoðarmanns hennar er einn- ig skráð á kápusíðu bókarinnar. Enski leikarinn góðkunni, Dirk Bogarde, hefur sem kunnugt er sent frá sér fjölda bóka. Fyrst skrifaði hann ævisögu í mörgum bindum og það með miklum ágætum. Síðan hóf hann ritun skáldsagna sem einnig hafa fengið ágæta dóma. Dreyfuss í fótspor Bogarde Nú ætlar annar kunnur leikari að feta í fótspor hans og semja skáld- sögu. Það er Richard Dreyfuss sem hefur farið með aðalhlutverk í fjöl- mörgum vinsælum Hollývúddkvik- myndum. Dreyfuss hefur hins vegar ekki skáldskaparhæfileika Bogarde og hefur því fengið rithöfund til liðs við sig. Skáldsagan þeirra nefnist Two Georges og mun væntanleg á næsta ári. Af öðru frægu fólki sem skyndilega hefur gerst bókmenntalega sinnað má nefna leikkonuna Jane Asher. Fyrsta skáldsaga hennar heitir Bear- ing Down mun koma út fljótlega. Talsmaður eins stærsta forlags í Bretlandi var að því spurður hvort frægt nafn væri nóg til að selja skáld- sögur. Hann svaraði því til að fræg persóna gæti haft gífurleg áhrif á sölu fyrstu bókar ef markaðssetning- in væri í lagi. En það væru takmörk fyrir öllu og skýr dæmi um að slíkar bækur hefðu ekki selst. Þar voru nefndar til sögunnar skáldsögur eftir leikkonuna Britt Ekland og Ivana Trump sem er fræg fyrir það eitt að hafa verið eiginkona umdeilds amer- ísks íjármálamanns. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Disclosure. 2. V.C. Andrews: Pearl tn the Mist. 3. Dean Koontz: The Door to December. 4. Kevín J. Anderson: Champions of the Force. 5. Winston Groom: Forrest Gump. 6. E. Annie Proulx: The Shipping News. 7 Tom Clancy Without Remorse. 8. Danielle Steel: Vanished. 9. Laura Esquível: Like Water for Chocolate. 10. Phillip Margolín: Gone, but not Forgotten. 11. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 12. Stephen King: Níghtmares 8i Dreamscapes. 13. Sandra Brown: Hidden Fires. 14. Michaei Crichton: A Case of Need. 15. Nora Roberts: Born in Fire. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie 8t C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Howard Stern: Private Parts. 3. Thornas Moore: Care of the Soul. 4. Karen Armstrong: A History of God. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. M. Hammer 8i J. Champy: Reengineering the Corporation. 7. Joan W. Anderson: Whete Angels Walk. 8. Ann Rule: You Belong to Me. 9. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 10. Susanna Kaysen: Girl, Interrupted. 11. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 12. Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 13. Kathleen Norris: Dakota. 14. Delany, Delany 8t Hearth: Havíng Our Say. 15. Sophy Burnham: A Book of Angels. (Byggt á New York Ttmes Book Review) Vísindi Brjóstastækkanir draga úr hættunni á krabbameini: Silíkonið er meinhollt Nýjustu rannsóknir benda til að silikon dragi úr likum á brjóstakrabbameini. Týndi hlekk- urinn enn ófimdinn Þróunarfræðingar deila nú um hvort sönnur hafi verið færöar á að menn séu komnir af öpum. Fyrir skömmu fannst steingerö beinagrind af nýrri mannveru í Eþíópíu og styttist þar meö bilið miUi manns og apa um hálfa milijón ára. Nýi apamaðurinn er skyldari öpum en mönnum en samt ekki api. Eftir sem áður hefur ekki tekist að skýra út hvemíg þróunin var í fjórar milljónir ára. Týndi hlekkurinn í þróunarsögu mannsins er því enn ófundinn þótt vart farí milli mála að apai’ og menn eigi sér sömu forfeður. En kenning Darwins er víst enn ósönnuö. Veira gegn kanínum Ástralskir vísindamenn eru að prófa nýja veiru til að drepa kan- ínur. Veira þessi er bráðsmitandi og veldur óstöðvandi blæðingum. Undanfarin ár hefur önnur veira verið notuð í sama tilgangi en nú eru kanínurnar orðnar ónæmar fyrir henni. Kanínur em mikil plága í Ástr- alíu. Dýrin voru flutt tíl landsins á 19. öld og hafa síöan íjölgað sér óhindrað, öllum til ama og leið- inda. Engin leið hefur fundist til að hemja pláguna. Veiðar eni of seinvirkar til aö skila umtals- verðum árangri og því gera raenn sér vonir um að fmna sjúkdóm sem drepur allan stofninn. Nýjar rannsóknir benda til að kon- ur, sem hafa látið stækka brjóst sín með silíkoni, fái síður krabbamein í brjóstin en aðrar konur. Málið var kannað í Bandaríkjunum þar sem brjóstastækkanir em mjög vinsælar. Læknar höfðu veitt því athygli að konur meö stækkuð brjóst greindust sjaldan með krabbamein og því var ákveðið að skoöa máhð nánar. í ljós kom að 30 til 45% minni líkur eru á að konur með silíkon í brjóstum fái krabbamein en þær sem ekki hafa látið auka við barm sinn. Ákveðið var að kafa dýpra í máhð og nú var blóð úr konum, sem höfðu haft silíkon í brjóstum sínum í tíu ár, smitað með krabbameinsfrum- um. Niðurstöðurnar komu enn á óvart: Á einni viku drápust allar krabbameinsfrumumar. í sams konar tilraun meö blóð úr konum, sem ekki höfðu silíkon í brjóstunum eða höfðu aðeins haft það skamma stund, lifðu krabba- meinsfrumumar af. Af þessu er ályktaö að efni úr silíkoninu berist út í blóðið á löngum tíma. Þetta efni viröist vinna bug á krabbameini. Styrkir ónæmiskerfið Læknar eru raunar ekki á einu máli um hvað valdi. Sumir halda því fram að silíkonið valdi stöðugu áreiti á ónæmiskerfið. Líkaminn reyni með öllum ráðum að vinna bug á aðskota- efninu. Við það styrkist ónæmiskerf- ið og verði á endanum svo virkt að þaö ráði niðurlögum krabbameins. Enn á eftir að ganga úr skugga um hvað veldur því aö nóg virðist vera að ganga með vænan skammt af sih- koni í líkamanum til að verjast krabbameini. Þetta verður rann- sóknarefni næstu ára. Nú er einnig verið aö rannsaka hvort silíkon dregur úr líkum á að fólk fái aðrar tegundir krabbameins. Einkum hafa læknar áhuga á að vita hvort með þessu móti megi draga úr líkum á krabbameini í blöðruháls- kirtli. Þannig mætti hugsa sér að koma silíkoni fyrir á völdum stað í körlunum og sjá svo hvaö gerist. Raunar hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að í leiðinni mætti stækka ákveðinn hkamspart og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Rottur og flærviðhalda plágunni Með lyijum og læknisráðum hefur tekist aö koma í veg fyrir að plágan mikla, svartidauði, breiðist út um Indland og nálæg ríki. Án lyfja má gera ráð fyrir að helmingur Indverja félli í val- inn. Slík er í það minnsta reynsla fyrri alda af plágunni. Rottur og flær, sem á þeim lifa, sjá um að dreifa sýklinum. Venj u- lega eru það flærnar sem bíta mennina og þeir sýkjast. Sjúk- dómurinn herst síðan mann frá manni líkt og kvef. Svartidauði hafði ekki gert verulegan usla í meira en 600 ár þegar hann náði skyndilega að grafa um sig á Indlandi. Plágan þrífst bara þar sem aðbúnaöur manna er slæmur og óþrif mikil. Notagagns- laus lyf Könnun i Bandaríkjunum hef- ur leitt i ljós að um 70% lyfja, sem börn á forskólaaldri fá, eru meö öllu gagnslaus og i sumum tilvik- um hættuleg. Þá hefur og komiö í Ijós að vel menntað fólk og ríkt gefur börnum sínum helst gervi- lyfin. Læknar vilja vara við þessu og segja að engin lyf dugi á al- genga barnasjúkdóma eins og kvef og væg hitaköst. - <r *r • r Umsjon Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.