Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 53 oo I I I I ( ( ( ( ( i ( Kristin Þorkelsdóttir og nokkur verka hennar á sýningu hennar í Listasafni Kópavogs. Fjalladans Um þessar mundir sýnir Krist- ín Þorkelsdóttir vatnslitamyndir í Listasafni Kópavogs, Gerðar- sa^fni, og er þetta fyrsta einkasýn- ingin sem sett er upp í þessu nýja og glæsilega listasafni. Sýning Kristínar nefnist Fjalladans og eru myndirnar málaðar á síðast- liðnum þremur árum. Kristin ferðast um landið í sumarbirt- unni og málar landslagsmyndir Sýningar sínar utandyra og lýkur þeim nær undantekningarlaust á staðnum. Kristín stundaði nám á sviði frjálsrar myndlistar og myndlist- arkennslu við Handíða- og mynd- listaskóla íslands 1952-1955. Hún stofnaði Auglýsingastofu Kristín- ar ásamt eiginmanni sínum, Herði Daníelssyni, áriö 1967 og veitti hún hönnunardeild stof- unnar forstöðu þar til snemma árs 1992 eða í 25 ár. Stofan hlaut á þeim árum fjölmargar viður- kenningar og verðlaun fyrir graf- íska hönnun. FerO sinn sem vatnslitamálari hóf Kristín 1984. Frá þeim tíma hefur hún haldið fimm einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Sýning Kristínar er opin alla daga frá kl. 12.00- 18.00 nema mánudaga. Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 234. 07. október 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,670 67,870 67,680 Pund 107,520 107,840 106,850 Kan. dollar 50,210 50,410 50,420 Dönsk kr. 11,1980 11,2420 11,1670 Norsk kr. 10,0780 10,1190 10,0080 Sænsk kr. 9,2200 9,2570 9,1070 Fi. mark 14,2460 14,3030 13,8760 Fra. franki 12,8140 12,8660 12,8410 Belg. franki 2,1289 2,1375 2,1325 Sviss. franki 52,8500 53,0600 52,9100 Holl. gyllini 39,1300 39,2900 39,1400 Þýskt mark 43,8300 43,9600 43,8300 it. líra 0,04306 0,04328 0,04358 Aust. sch. 6,2220 6,2530 6,2310 Port. escudo 0,4291 0,4313 0,4306 Spá. peseti 0.5280 0,5306 0,5284 Jap. yen 0,67670 0,67880 0,68620 irskt pund 106,130 106,660 105,680 SDR 98,96000 99,45000 99,35000 ECU 83,7400 84,0700 83,7600 Sfmsvari vegna gengisskráningar 623270. Tekstþeim ís- lensku að sigra? Aldrei hefur jafnmikið verið fylgst með íslenskum kvennafót- bolta og síöustu vikurnar. Stafar það af góðu gengi landsliðsins i Evrópukeppninni en það er nú komiö í átta liða úrslit og keppir í úrslitakeppninni viö Englend- inga. Fyrri leikurinn fer fram í dag á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16.00. Ensku stulkurnar eru fyrirfram sterkari og síðast þegar þessar þjóðir mættust sigr- uöu Englendingar, 4-0, en ís- lenska liðið er í stöðugri framfór og stemnmgin í iiðinu er góð. Þetta er ekki eini Evrópuleikur- inn hér á landi í dag þvi að Haukar taka á móti Olitnpic Iiviv sem-er frá Úkraniu og fer sá leikur fram á Strandgötunni og hefst kl. 17.00. Ökraínska liðið er óþekkt stærð og erfltt að spá um úrslit í þessum leik. Þá má geta þess að íslandsmeistar- ar Vikings í handbolta kvenna keppa í Tyrklandi í dag. Fremur svalt í veðri Veðrið verður áfram frekar svalt á Veðrið í dag landinu. í morgun var búist við að áttin mundi snúast í suðlæga átt suð- vestanlands og verður hæglætisveður í dag. Dálítil él verða norðaustan- lands. Hitinn veröur frá frostmarki upp í 7 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnangola og hitinn verður um fimm stig yfir daginn en nær að vera við frostmark í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.30 Sólarupprás á morgun: 7.59 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.32 Árdegisflóð á morgun: 8.57 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyrí úrkomaí grennd 1 Akurnes úrkomaí grennd 5 Bergsstaöir úrkoma í grennd 1 Keíla víkurílugvöllur rigning 4 Kirkjubæjarklaustur skýjaö 6 Raufarhöfn snjóél -1 Reykjavik rigning 3 Stórhöföi alskýjað 6 Bergen skúrásíð. klst. 11 Helsinki alskýjað 10 Kaupmarmahöfn þokumóða 11 Berlín skýjað 11 Feneyjar heiðskírt 13 Frankfurt skýjað 8 Giasgow skýjað 15 Hamborg alskýjað 10 London skýjað 15 Nice alskýjað 13 Róm skýjað 15 Vín rigning 3 Þrándheimur skýjað 10 * 2o V . 9 \ &Í|pPl||pÍ|||p|j|[ ** y "é’ Veðrið kl. 12 á hádegi Myndgátan Sorpblaö Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Þannig lítur Skýjahöliín út í ævin- týraheimi Emils Draumur að eignasthund Fyrir rúmri viku var frumsýnd í Sam-bíóunum nýjasta íslenska kvikmyndin, Skýjahölhn sem gerð er af Þorsteini Jónssyni. Þorsteinn skrifaði einnig hand- ritið efdr verðlaunaskáldsögu Guðmundar Ólafssonar, Emil og Skunda. Aðalpersóna myndarinnar er Emil, átta ára drengur, sem á sér þann draum heitastan að eignast hund. Foreldrar hans standa í byggingu einbýhshúss og eiga í stöðugu stríði við víxla og gjald- daga. í fyrstu neita þau Emil um Bíó í kvöld að eignast hund á þeim forsend- um að hundur kosti of mikið, en samþykkja þó að lokum að hann ■ megi fá sér hund geti hann safnað fyrir honum sjálfur. Emil ræðst í það að eignast pening fyrir hundi. Hann selur blöð af miklum móð og handlangar fyrir hús- gagnasmið og tekst að aura sam- an fyrir hvolpinum, en þegar hann tilkynnir foreldrum sínum að hann eigi loks fyrir hundinum þá neitar faðir hans honum alfar- ið um að eignast hundinn. Emil er þó alls ekki á því að sleppa hvolpinum og leggur í ævintýra-. ferð. Skýjahöllin er sérstök að því leytinu að blandað er saman teiknimyndum og leiknum myndum að hluta og gefur það myndinni skemmtilegt yfirbragð. Kári Gunnarsson heitir ungi pilt- urinn sem leikur Emil Þrastar- son og er hann ellefu ára gamall. Nýjar myndir Háskólabíó: Forrest Gump Laugarásbíó: Flóttinn frá Absolom Saga-bíó: Skýjahöllin Bíóhöllin: Forrest Gump Bíóborgin: Leifturhraði Regnboginn: Neyðarúrræði Stjörnubíó: Flóttinn frá Absolom Að létta lífs- dansinn Hinn árlegi haustfundur Heflsuhringsins verður í Nor- ræna húsinu í dag kl. 13-17 og er Fundir yfjrskrift fundarins Að létta lífs- dansinn. Flutt verða sex erindi. Allir eru velkomnlr meðan hús- rúm leyfir og er aögangur ókeyp- Vináttufélag islands og Lettiands Latvija, vináttufélag Islands og Lettlands, heldur fræðslufund í dag kl. 15.00 í Námsflokkum Reykjavíkur, Miöbæjarskóla, stofu 1. Björgvin Guðmundsson og Dagur Þorleifson halda erindi. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. Mái Marks Curtis Málfundafélag alþjóðasinna sýn- ir myndbandið Mál Marks Curtis í dag kl. 16.00 í aðsetri sínu að Kiapparstíg 26,2. hæð. Þar er reif- að fimm ára gamalt dómsmál þar sem ungur maður var dæmdur saklaus fyrh- árás á blökkukonu. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.