Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 33 i um allan heim: i nsu og minum <i um annað að velja. Almenningur í ríkjum Bretadrottningar og er þá Karl Símamyndir Reuter hún hefði í raun og veru aldrei kom- ist alveg af bemskuskeiði. Stórt tví- breitt rúmið benti til að þetta væri vistarvera fullþroskaðrar konu en við enda þess var lítUl sófi og á hon- um þrjátíu tuskudýr. Þau hafði hún fengið í barnæsku og aldrei látið frá sér. Tuskudýrin veittu henni öryggi. Hún hafði aldrei fuRorönast nóg til að sleppa alveg af þeim hendinni. Síðar stríddi hann henni með dýr- unum og kastaði þeim um herbergið. Hún gat þá óhikað tekið þátt í þeim 'leik og hlegið þegar leikfóngin lentu á dýmm olíumálverkunum og féllu hljóðiaust og slyttislega niður á þykkt teppið. Hann losaði sig hægt úr faðmlagi Díönu og fór inn á baðherbergið til að klæða sig. Á eftir gekk hann um herbergið og virti fyrir sér glaölegt fólkið á fjölskyldumyndum hennar og veitti því þegar athygli að þar var eiginmanninn, Karl, hvergi að sjá. Hann settist á rúmstokkinn, strauk hana varfærnislega og vakti með kossi til að þau gætu talað saman.“ Leyndar hugs- anir Díönu í öðrum köflum bókarinnar er svo að sjá sem skáldkonan geti lesið leyndar hugsanir Díönu. Ef til vill hefur prinsessan deilt þeim hugsun- um með meintum ástmanni þótt lík- legra sé að fyrirmyndin sé sótt í smiðju til Barböru Cartland eða ann- arrar skáldkonu af líku standi. Fimm árum síðar var sælan úti. Karl var orðinn rekkjunautur Cam- illu Parker Bowles; það hefur hann viðurkennt sjálfur og Díana þá þegar á höttunum eftir skilningsríkum ást- manni. Eða svo segir skáldkonan Anna Pasternak. Yfirgnæfandi meirihluti Breta er ekki í vafa um að durturinn Karl ber ábyrgð á hvernig fór. Karl kemur oft og iðulega fyrir í sögimni en alltaf eins og ljótur skuggi að baki Díönu. Hann býður til tedrykkju og er bara leiðinlegur. Hann á leiðinlega vini Svik á loka- sprettinum Væntanlega eiga lesendur að svara þessum spurningum. James er að vísu sterkur strákur í sögunni og óviðjafnanlegur elskhugi. En hann er svikóttur og þar kemur undir lok sögunnar aö einnig hann hafnar Dí- önu. James fann sér nýja ástkonu. Að sjálfsögðu var hún lík Díönu og að sjálfsögðu brást hann nýja við- haldinu á úrslitastundu. Jafnvel Bar- Karl Bretaprins. Þegnarnir kenna honum um óhamingju Díönu. böru Cartland hefur ekki tekist að ljúka sögu með álíka táraflóði og streymir um lokakaflann í sögu Önnu Pasternak. Mál standa svo að eiginmaður Sally Faber, nýju ástkonunnar, hefur komist að öllu. Hann er þingmaður og verður að gera hreint fyrir sínum dyrum á svipstundu. Harður nagli. Aumingja Sally er varpað á dyr, ástmaðurinn kemur til hjálpar en guggnar þegar til alvörunnar kemur. „Honum var of annt um eigin fram- tíð til að vita hvað hann ætti að gera,“ skrifar Anna Pasternak og ekki skánar ástandið þegar Díana vill líka endurheimta kavalerinn. Skáldkonan Anna Pasternak tekur nú á öllu sem hún á og lýkur sögunni: Rósir og ef til vill hesthús „James lagði símtólið á og huldi andlitið í höndum sér. Það var svo átakanlegt og grimmt að þau virtust dæmd til að feta hvort sína slóð. Nú sá hann sjálfan sig einan á reiki ævibrautina á enda. Heimurinn myndi dæma hann hart. Enginn myndi gera sér grein fyrir að hann var bara veiklundaður maður sem hafði reynt að gera sitt besta en mis- tekist. Hann dreymdi um að finna ástríka konu sem hann gæti gefist af öllu hjarta. Ástkonu og vin sem vildi fylla hús hans rósum, eiga með honum börn, hund - já og ef til vill hesthús. Félaga sem gæti hjálpað honum að leita friðar í sálu sinni. Um leið óttaöist hann að særa hverja konu sem ekki gæti töfrað hann eins og Díana. Hún myndi á augabragði skynja að hann elskaði hana ekki eins heitt og hann hafði áður elskaö konu og gæti enn elskaö. Hann vissi að maður sem hefur kynnst sannri hamingju einu sinni og einu sinni liðið fyrir ást sína getur aldrei endurtekið leikinn." Og úti er ævintýri. Anna Pastemak var örugglega ekki viðstödd þegar Díönu leið hvað verst í hugarvíli sínu. Samt skrifar hún: „Þegar Díana skoðaði sjálfa sig í speglinum gat hún ekki með neinu móti sannfært sjálfa sig um að allt væri í lagi. í hennar augum var myndin í speglinum ljót. Fólkið dáð- ist að útliti hennar en hvernig átti hún að trúa því? Hvernig mátti það vera að hún væri svona fullkomin þegar eiginmaðurinn leit ekki einu sinni við henni? Hún hafði enga trú á sjálfri sér. Sjálfsmynd hennar var mgluð og hún sá aðeins það ljóta í eigin fari. Þegar hún leið verstu sálarkvalirnar breyttist spegillinn í spéspegil og hún sá þar aðeins afmyndaðan konulík- ama. Á slíkum stundum grét hún yfir ljótleika sínum og tókst að sann- færa sjálfa sig um að henni væri hafnað vegna þess að hún væri svo ljót. Auðvitað ^ildi eiginmaöurinn heldur liggja í örmum annarrar konu.“ Allt Karli að kenna Þótt engum dyljist að hér er hreinn skáldskapur á ferðinni hefur lýsing- in á hugarvíli Díönu og sjúklegri sjálfsafneitun haft veruleg áhrif. Nýjar skoðanakannanir í Bretlandi sýna að þrír af hverjum fjórum að- spurðra kenna Karli prinsi um hvernig farið hefur fyrir hinu glæsi- lega drottningarefni. Það var hann sem vanrækti hana og leitaði í bólið hjá öörum konum. Á endanum gafst hún upp og fann sér mann sem gat sýnt henni ást og umhyggju. Ef marka má lýsingar bókarinnar hefur hjónaband Karls og Díönu ekki enst nema í fimm ár. Brúðkaup ald- arinnar var haldiö í Lundúnum 29. júlí árið 1981. Hver einasta sál í Bret- landi hreifst með og jafnvel í fjarlæg- um heimshornum fékk fólk glýju í augun af öllu gullinu og gimsteinun- um. Ástmaðurinn, reiðkennarinn kjattaskjóðan James Hewitt. °9 og að lokum verður Díana sátt við að hafa hann aldrei heima. Hataði Karl og dýrkaði Samt saknar hún Karls alltaf undir niðri, særð yflr svikunum. Því leitar hún uppi mann sem líkist honum og hellir sér af miklum ástríðuþunga yflr hann. Þessi maður er James Hewitt, reiðkennarinn karlmann- legi. Enn les Anna Pasternak í hug Díönu: „Þegar James var fjarri rann það oft upp fyrir Díönu að ástarævintýrið með honum var í raun og veru ævin- týrið sem hún þráði alltaf með Karli. Hún varð döpur af tilhugsuninni um að hún væri ef til vill að gera sömu mistökin öðru sinni, að sárin vegna höfnunar Karls myndu opnast að nýju ef James yfirgæfi hana. Hún hafði ímyndað sér að James væri hin styrka stoð sem hún þráði en’ fann að hann var álíka ótraustur og Karl.“ Þessar hugsanir munu hafa leitað á Díönu þegar James var á ferðalagi í Afríku en hún ein heima með tusku- dýrunum og prinsunum tveimur. Þá fannst henni sem prinsinn hennar hefði svikist undan merkjum og væri í raun og veru á flótta frá henni rétt eins og Karl þegar hann lagðist í flakk. „Hvar var hann, prinsinn sem hún þráði?“ skrifar Ánna Pasternak. „Hún hafði vissulega brotið af sér en líka tekið úr refsinguna. Svo lengi var hún búin að líða fyrir ástleysið. Var það hennar sök að James var eini maðurinn sem hún gat treyst? Var það ekki bara merki um lífsþrótt og hugrekki að hún fann sér nýjan mann eftir að Karl varð henni af- huga? Var það svo hræðilegt að léita hamingjunnar? Var hún ekki farin að sofa hjá öðrum karlmanni vegna þess að Karl elskaði hana ekki eins mikið og hún hann?“ Enginn veit með vissu hvar skáldkonan Anna Pasternak held- ur sig þessa dagana. Hitt þykjast memi vissir um að henni sé skemmt - og það hringli fallega í buddunni hennar. Hún hefur sett saman frábæra skopstælingu á öllum rauðu ástar- sögúnum og tekist að gera hana aö metsölubók. Skáldkonunni ungu hefur og tekist að bæta nýjum þætti við konunglegu bresku sápuóper- una. Það hafa margir reynt með misjöfhum árangri. Sagt er að Anna fái jafnvirði 500 miUjóna íslenskra króna fyrir Ást- fangna prinsessu. Þaö eru miklir peningar fyrir litla vinnu þri ekki tekur langan tíma aö skálda upp stutta ástarsögu. Anna er 26 ára gömul. Hún á þeg- ar að baki nokkurra ára feril í blaðamennsku og var síðast á DaUy Express. Núþarf hún ekki að vinna meira þaö sem eftir er ævinnai-. Hún er af rússneskum ættum. Afabróðir hennar var skáldjöfur- inn Boris Pasternak sem hlaut nó- belsverðlaunin í bókmenntum árið 1958 fyrir Sívagó lækni. Hann var Skáldkonan Anna Pasternak. reyndar neyddur til að hafna verð- laununum og bók hans var bönn- um í Sovétríkjunum. Anna hlaut menntun sina í virt- um kvennaskóla í Lundúnum og síöar í Qxford þar sem faðir hennar var rektor. Hæfileikar hennar tU ritstarfa eru og verða umdeUdir en sölukona er hún góð og húmorinn er í lagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.