Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 19 „Léttar" vörur geta blekkt - stundum með sama kaloríumagn og venjulegar fæðutegundir Neytendur fitusnauðra eða „léttra" fæðutegunda, sem margir eru aö foröast kaloríur, eru stundum blekktir. Létt-kex er í sumum tiifell- um með nær sama magn af kaloríum og venjulegt kex því sykurmagnið hefur verið aukið. Það er því nauð- synlegt að skoða vel innihaldslýsing- ar vilji maður vita hvað maður lætur í sig. Það er ákveðið bragð að fitunni sem neytendur hafa vanist og meðal þess sem framleiðendur gera til aö bæta úr því er að auka sykurmagnið í léttu vörunni. Neytendur hafa hins vegar tilhneigingu til að borða meira af léttu fæðunni en þeir heföu gert af venjulegri þar sem þeir standa í þeirri trú að heildarkaloríumagnið sé mun minna. „Þetta getur verið mikil blekking því fólk heldur að það sé að innbyrða afurðir með helmingi minna kaloríu- magn,“ segir Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur. Hann getur þess að þetta eigi ekki bara við um afurð- ir með sykri. „Það munar til dæmis sárafáu í kaloríum í venjulegum kartöfluflögum og léttum. í venjuleg- um eru 500 til 525 kaloríur í hverjum 100 grömmum en í þeim léttu er kal- oríumagnið 475. Þetta munar sára- litlu þó fituhlutfallið sé minna.“ Létt-kex er i sumum tilfellum með nær sama kaloriufjölda og venjulegt kex því sykurmagnið hefur verið aukið. íslendingar neyta ofmikillarfitu En þó að þeir sem eru að forðast kaloríur séu blekktir er eftir sem áður tahð nauðsynlegt að.minnka fituneyslu. Samkvæmt manneldis- markmiðum er ekki æskilegt að fitukaloríur séu fleiri en 350 af hverj- um 1000 kaloríum sem neytt er. „í rauninni viljum við fá þessa tölu enn neðar. Ef ég man rétt er fituhlutfall í fæðu íslendinga að meðaltali um 40 prósent. Það þýðir að neysla ann- ars efnis, það er kolvetna, er of lítil." Ólafur segir að við fæöuval sé fjöl- breytnin mikilvægust. „Maður á að borða allan mat. Ég legg mikið upp úr því að fólk falli ekki í þá gryfju að fara að útiloka heilu fæðuflokk- ana. Þá springur það á limminu eftir smátíma. Það er auðvitað rétt að við borðum of mikið af einstökum fæðu- tegundum og þá ber okkur að draga úr neyslu þeirra. Tvær afurðir sem viö íslendingar neytum gjarnan of mikils af eru kjötmeti og mjólkuraf- urðir eins og ostar. Þaö er ekki þar með sagt að þetta sé óhollt. Þetta er þrælhollt á margan hátt en ofneysla af öllu er óholl. Grænmetisneysla getur líka farið út í öfgar.“ Megináherslu vill Ólafur leggja á neyslu kornmetis og nefnir brauð, matar- og mjólkurkex, hafrakex, hrökkbrauð, flatkökur, kringlur, tví- bökur og ýmsar tegundir morgun- korns. Pasta og hrísgrjón, ávextir og grænmeti eru líka fæðutegundir sem Ólafur telur nauðsynlegt að auka neyslu á. Auðvelt aö minnka vægi kvöldmáltíðar í mörgum megrunarkúrum er lögð áhersla á að kvöldmáltíðin megi ekki vera stærsta máltíð dagsins. „Viö búum í þjóðfélagi þar sem kvöldmáltíðin er aðalmáltíð dagsins hjá okkur flestum og við verðum að sætta okkur við það. En við getum minnkað vægi kvöldverðarins veru- lega. Reglubundið mataræði er mik- ilvægast. Um leið og fólk fer að sleppa einhverjum máltíðum gefur það augaleið aö það ræðst á matinn þegar heim er komið, sýnir enga skynsemi og étur yfir sig. í stað þess að éta 2000 kaloríur í kvöldmat er hægt að minnka þær niður í 800. Auðveldasta leiðin til þess er aö borða reglubund- ið. Þá verður svengdartilfinningin þegar heim er komið þægileg en ekki æpandi.“ Hér á eftir fara nokkur ráð fyrir þá sem vilja forðast kaloríur: 1. Sleppið ekki úr máltíðum yfir dag- inn. Annars verður svengdartil- finningin þegar heim er komið æpandi og þá er hætta á ofáti um kvöldið. 2. Poppkorn er ekki hættulaust fyrir þá sem eru í megrunarkúr. Ef fólki þykir poppkorn gott þá á að taka létt-popp fram yfir venjulegt. Venjulegt popp er oft á tíðum mjög 99*56*70 olíuríkt. Einn vinsælasti pakkinn af venjulegu örbylgjupoppi gefur um 500 kaloríur. 3. Það er skynsamlegt að fá sér af salatbar ef magni salatolíunnar er haldið í lágmarki. í einni matskeið af olíu eru 115 til 120 kaloríur en 100 grömm af grænmeti eins og gúrkum og kínakáli gefa ekki nema 15 kaloríur. 4. Minnkið viöbitið og veljiö magurt álegg. 5. Drekkið 5 til 8 glös af vatni á dag. Vatnsdrykkja dregur úr matarlyst og snakkáti milli mála. Vatn sval- ar þorsta, aðstoðar við melting- una, ber næringarefni til frumn- anna, skolar burt úrgangsefnum, kælir líkamann við áreynslu, virkar sem „smurning" fyrir liða- mót, dregur úr myndun nýrna- steina og getur linað höfuðverk sem oft stafar af vatnsskorti. Veitingastaður hinna vandlátu Kvöld verðartilboð vikuna 7/10-13/10 * Karrílögud sjdvarréttasúpa * Pönnusteikt lambarif á grænpiparsósu * Gratid Marnier frauð á kaffibaunasósu Kr. 1.950 ^ Borðapantanir í síma 88 99 67 f PrnióíM 115.600t. FlyghrM450.8001. Mikið úrval af píanóum og flyglum fyrirliggjandi á ótrúlegu verði. Teg.: GERTZ, BECHNER, J. BECKER, HELLAS, Ed. SEILER, PETROF og ASTOR. 3ja-5 ára ábyrgð Sérpöntum einnig. Stuttur afgreiðslufrestur. Opið: 0 Virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 11-14 RAÐGREIÐSLUR HLJODFÆRASALA • STILLINGAR • VIDGERÐIR ®>l HLJÓÐFÆRAVERSLUNIN HF Ármúli 38 II III II III II III II III II III II III II III II III II III II III Sími 91-32845 Opið í dag frá kl. 12:00 -16:00 SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVIK S. 619550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.