Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 Kvikmyndir____________________i>v Svik og prettir Nýlega bættist við enn einn mögu- leikinn til að svala spilafýsn okkar íslendinga þegar bingó hélt innreið sína hjá Stöð 2. Viðtökumar virðast góðar og markaðurinn nánast ómett- anlegur ef boöiö er upp á veglegar upphæðir og spennandi leik. Þetta er viðbót við Lottóið og Víkingalottó- ið þar sem vikuiega er sjónvarpað yfir landslýð talnaröð sem getur gert þann heppna að milljónamæringi á einni nóttu. Það forvitnilegasta er hvað sjónvarpiö er farið að leika stórt hlutverk í þessum peningaleikj- um. Sjónvarpið er auðvitað sterkur fjölmiðiU og hefur gegnum árin gegnt veigamiklu hlutverki í alls kyns pen- ingaleikjum. Bandaríkjamenn hafa líklega mesta reynslu á þessu sviði enda hafa alls kyns spurningaþættir þar sem rétt svör geta fært keppend- um stórar upphæðir í vasann, verið eitt vinsælasta sjónvarpsefnið þar vestra. Enn eru þættir eins og Wheel of Fortune og Jeopardy meðal vin- sælasta sjónvarpsefnis með rúmlega 10% horfun. Brögð í tafli En þetta hefur ekki aUt verið dans á rósum. Fyrir tæpum 40 árum kom upp mikið hneykslismál í Bandaríkj- unum þegar upp komst um svindl í kringum einn vinsælasta spuminga- leikinn á þeim tíma, Twenty-One. Framleiðendur þáttanna voru staðn- ir að því að hagræða úrsUtum til að reyna að fá fleiri til að horfa á þátt- inn. Nú er búið að gera kvikmynd um þetta sannsögulega atvik sem var mikiU áUtshnekkir fyrir sjónvarpið. Myndin heitir Quiz Show og er leik- stýrt af leikaranum Robert Redford. Þótt Quiz Show íjalli aðeins um nokkrar vikur í Ufi þriggja einstakl- inga gerðust hinir raunverulegu at- burðir á árunum 1956-1959. Hand- ritahöfundurinn Attanasio ákvað að þjappa efninu saman en hann byggir söguþráðinn á bók sem var gefin út 1988 og bar titilinn Remembering America: A Voice from the Sixties. Höfundurinn, Richard Goodwin, er einmitt einn þeirra sem myndin snýst um en hann er lögfræðingur aö mennt og sá um að rannsaka málið á sínum tíma. Attanasio gerði ekki bara handritið heldur leikur hann einnig Herbert Stempels sem tók að sér það vafasama hlutverk aö tapa viljandi gegn mótherja sínum Charles Van Doren. Góðirdómar Quiz Show hefur fengiö afskaplega Það eru þeir Ralph Fiennes og John Turturro sem leika keppendurna í spurningaleiknum. góða dóma og er spáð miklum vin- sældum. Myndin þykir heiðarleg og laus við Hollywood-væmni sem oft vill einkenna myndir sem fjalla um mannlega harmleiki. En það eru þó ekki allir sáttir við myndina. Joseph Stone, fyrrverandi dómari, sem vann á sínum tíma hjá saksóknaranum sem fjallaði um þetta hneykslismál, telur hlut Goodwin í rannsókninni ofmetinn og of lítið gert úr hlutverki dómskerfisins. Goodwin er ekki á sama máli og segist hafa sent hand- ritið til dómarans og fengið síðan athugasemdir sem hann hafi að hluta tekið tillit til. Quizz Show er aðeins fjórða mynd Robert Redfords sem leikstjóri. Hann á að baki óskarsverðlaunamyndina Ordinary People, sem var hans fyrsta mynd sem leikstjóri, ásamt The Mila- gro Beanfield War og A River Runs Through it. Hann er afskaplega vandvirkur leikstjóri og leggur mikið upp úr því að ná góðu sambandi við leikarana og samverkamenn sína. Hann er heldur ekki alveg ókunnur svona spurningaleikjum því á sínum Umsjón Baldur Hjaltason yngri árum, nánar tiltekiö 1959, kom hann fram í Play Your Hunch ásamt þáverandi eiginkonu sinni. Hann var þá blankur og var að vonast til að geta unnið eitthvað. Stórkostlegur ferill Þótt Robert Redford hafi tekið sér góða hvíld frá kvikmyndaleik fyrir þónokkrum árum virðist það ekki hafa haft áhrif á vinsældir hans. Hann lék í nokkrum vinsælustu myndum áttunda áratugsins eins og Jeremiah Johnson, The Sting og svo The Way We Were. Hann varð þreyttur á frægðinni og fluttist bú- ferlum til Sundance í Utah-fylki. Hann hefur komið sér þar vel fyrir og stendur nú þar fyrir árlegri kvik- myndahátíð sem kennd er við Sund- ance sem er að verða ein mikilvæg- asta bandaríska kvikmyndahátíðin fyrir sjálfstæða kvikmyndagerðar- menn. Út af frægðinni tekst honum að fá blaðamenn til að yfírgefa stór- borgirnar og heimsækja sig upp í sveit og því fær hátíðin mun meira umtal í íjölmiðlum en aðrar sam- bærilegar hátíðir. Á síðustu fjórum árum hefur Redford leikið í einum þremur myndum. Fyrst var þaö Hav- ana sem reyndist mislukkuð og náði aldrei að höfða til fjöldans. Hins veg- ar tókst Redford miklu betur upp í spennumyndinni Sneakers og svo var rúsínan í pylsuendanum Indec- ent Proposal þar sem hann lék millj- ónamæring sem greiddi milljón doll- ara til hjónakoma fyrir að eyða einni nótt með eiginkonunni. Mikið framundan Robert Redford var einnig búinn að skrifa undir samning um að leika í myndinni Crisis in the Hot Zone, sem fjallaöi um víms sem hrellir mannkynið þar sem engin mótefni eru til gegn honum. Fox kvikmynda- verið hætti við gerð myndarinnar á síðustu stundu en Redford var ekki lengi að segja já við tilboði Rob Rein- er um að leika í rómantískri gaman- mynd sem Rob ætlar að leikstýra og ber heitið An American President. Þar leikur hann forseta sem verður ástfanginn af stjórnmálaráðgjafa sín- um. Síðan er ætlunin að leika í myndinni Up Close and Personal sem fjallar um sjónvarpsfréttakonuna Jessica Savitch. Ekki er búið að ráða í kvenhlutverkið en heyrst hafa nöfn á borð viö Michelle Pfeiffer og Robin Wright. Robert Redford leikur ráð- gjafa sem síðan verður einnig elsk- hugi hennar. Aö lokum er uppi á borðinu hjá Redford að sefjast aftur í leikstjórastólinn síðla næsta árs og kvikmynda The Education of Little Tree sem er byggð á samnefndri metsölubók frá 1991. Það er því nóg að gera hjá þessum tæplega sextuga leikstjóra og leikara næstu mánuð- ina. Ed Wood - Þegar rætt er um lélegar myndir er oft talaö um svo- kallaðar B-myndir. Þetta eru myndir sem lítið er lagt í, þær eru sýndar I stuttan tíma í kvikmyndahúsum ef þær á annað borð ná svo langt og enda síðan á mynd- bandaleigum. Margir þekkt- ir leikara og leikstjórar hafa stigið sín fýrstu spor i og með B-myndum eins og t.d. Jack Nicholson. En ef B- myndir eru svona slæmar, hvemig ætli Z-myndir séu þá. Þannig eru einmitt myndir Ed Wood flokkaðar en hann hefur þann vafa- sama titil að vera kallaður versti kvikmyndaleikstj óri sem uppi hefur verið. Nú er búið að gera stórskemmti- lega mynd inn þennan sér- stæða persónuleika sem heitir einfáldlega Ed Wood. Það er Johnny Depp sem leikur Ed en sjálfur Tim Burton leikstýrir, en hann er þekktastur fyrir Batman myndir sínar. Furöufugl Ed Wood er þjóðsagnaper- sóna í Hollywood. Á rúm- lega 25 ára ferli sínum sem leikstjóri tókst honum aldr- ei að gera neina góða mynd, heldur röð af ömurlegum myndum, sem voru hver annarri verri, að fróðra manna sögn. Ed var einnig kynlegur kvistur, klæö- skiptingur sem elskaöi hár- kollur og skrautlega bún- inga eins og margar myndir hans endurspegla, saman- ber Glen og Glenda sem hann gerði 1953. Það var ekki óvanalegt að sjá Ed í hælaháum skóm í angóra- peysu meðan á myndatöku stóð. Þekktastur er Ed Wood þó fvrir myndina Plan 9 from Outer Space, sem hann gerði 1956. Sú mynd var kos- in verst allra mynda í könn- un sem gerö var um 1980 af þeim Harry og Michael Mcdved þegar þeir unnu að gerö bókarinnar The Gold- en Turkey Awards, Af öðr- um ódauðlegum „listaverk- um“ Eds má nefna Bride of the Monster (1953), Jait Bait ; (1954) og Night ofthe Gho- ! uls (1960). Bela Lugosi í myndinni fáurn við að fylgjast með Ed Wood við vinnu sína sem leikstjóri. Burton leggur einnig tölu- vert upp úr vináttu Eds við Ed Wood (Johnny Depp) að stðrfum. Bela Lugosi sem var farinn . aöeldastogáttiviðeitur- lyfjavandamál að stríða. Þeir félagar voru einmitt að vinna saman að gerð mynd- arinnar Tomb of the Vamp- ire þegar Lugosi lést. Ed Wood er my nd sem aHir kvikmyndaáhugamenn verða að sjá, ekki síst þeir sem stunduðu Hafnarbíó á sínum tíma sem var Mekka B-myndanna. Johnny Depp leikur Ed og ferst verkið einstaklega vel úr hendi. Einnig koma fram í mynd- inni ýmsar persónur sem spíluðu stóra rullu í gömlu myndunum eins og sköllótti sænski fjölbragðaglímu- kappinn Tor Johnson, fýlda afgreiðslustúlkan Vampira og kynskiptingurinn Bunny Breckinridge. Sem sagt hin ágætasta skeramtun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.