Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. OKTÖBER 1994 Utlönd Stuttar fréttir Æringi í Antwerpen í Belgíu hefur fundið fylgispakan frambjóðanda: Býður gamlan hund fram í borgarstjórn - auk þess eru hóra, fryst kona, litli maðurinn og tvær 93 ára konur í framboði „Frambjóðandi minn hefur alla sömu kosti og hinir frambjóðendurn- ir. Það er útlokað að skilja hann, hann er latur, sefur alla daga og étur eins og skepna," segir blaðamaöur nokkur sem boðið hefur gamla hund- inn sinn, hann Bangsa, fram til borg- arstjórnar í Antwerpen í Belgíu. Kosið verður á morgun og þá kem- ur í ljós hvemig Bangsa hefur gengið að smala atkvæðum. Að vísu má ekki bjóða hunda fram þannig að eig- andinn er skráður fyrir framboðinu. Bangsi gamli sér hins vegar um kosningabaráttuna og trónir nú á stórum auglýsingaspjöldum um alla borg. Ein hóra og litli maðurinn Bangsi verður að bítast um at- kvæðin við marga aðra líklega keppi- nauta. Þar á meðal er hóran Natasja og maður nokkur sem býður fram í nafni konu sinnar. Hún lést fyrir nokkurm árum en er vel varðveitt í frysti. Frambjóðandinn segist geyma hana til vonar og vara langi hann til að hitta sína elskuðu á ný. Þá er htli maðurinn í kjöri og einn- ig Einkageiraflokkurinn, lítt frum- legur tlokkur sem lofar skattalækk- unum. Einnig hafa tvær 93 ára gaml- ar konur boðið fram lista gamla fólksins. Þrír náungar sem allir heita Gay bjóða fram þrjá gæja og svo mætti lengi telja. Alls eru 18 mis- fyndnir listar í boði. Stjórnmálaskýrendur hafa veitt flokkaflórunni í Antwerpen athygh og komist að þeirri niðurstöðu að almenningur sé orðinn afar þreyttur á stjórnmálunum. Almenningur þekki ekki lengur mun á gömlu flokkunum og kjósi bara hvað sem er. Því megi búast við að einhver furðuflokkanna komi mönnum í borgarstjórn og jafnvel að seppinn Bangsi taki þar sæti á næsta kjör- tímabili. Enn er þó óráðið hvað gert verður ef seppi mætir til fundar. Reuter Saddam við Bih Clinton Bandaríkjaforseti hefur varað Saddara Hussein ír- aksforseta við að ögra Kúveitum með flutningum á herliði í átt að landamærunum. í allan gærdag voru hersveitir á ferð og flugi í frak en ekki var vitað hver var tilgangurinn með þessum ferðalögum. Loftmyndir sýndu að liðsaflinn var mun minm en þegar írakar réðust inn í Kúveit árið 1990. Nóg var þó aö gert til að auka spennu á svæðinu og var varnarlið Kú- veita í viöbragðsstöðu. Nokkrar vélaherdeildir eru í liði írakanna og er talið að her- menn í sveitum þessum skipti þúsundum. Einar Hepsöreið- uríslendingum og Gro Harlem Einar Hepsö, formaður Norges fiskar- lag, lét í gær í ljós reiöi sinni í garö íslendinga og Gro Harlern Brundtland for- sætisráðherra vegna Smugu- veiðanna. Einar talaði á lands- fundi norska Verkamannaflokks- ins. Hann sagði að norsk stjórn- völd hefðu ekki gengið nógu hart fram í að stöðva rányrkju íslend- inga í Barentshafi og að íslend- ingar væru með óafsakanlegan yfirgang á miðunum. Reuter og NTB Fyrirsætan Caroline Charles sýndi í Náttúrugripasafninu í Lundúnum i gær föt frá hönnuðinum John Galliano. Sá var útnefndur hönnuður ársins fyrir þessi klæði. Margur hefur áður látið sér fljúga í hug að sniða föt svona en enginn látið af því verða fyrr. Símamynd Reuter Lækkun í Wall Street: Óttivið vaxtahækkun Hlutabréf í Wall Street lækkuðu nokkuð í veröi á fimmtudag. Fjár- festar höfðu áhyggjur af því að vext- ir myndu hækka í kjölfar atvinnu- leysisskýrslu sem kynna átti í gær. Af öörum kauphöllum er það helst að frétta að DAX-30 hlutabréfavísital- an í Frankfurt hefur verið á hraðri niðurleið. Stórir fjárfestar hafa hald- ið að sér höndum og þær fregnir, ásamt komandi kosningum í Þýska- landi, hafa lækkað verð hlutabréfa. Olíur eru að hækka í verði erlend- is. Kólnandi veður á norðurslóðum hefur þar töluverð áhrif. Eftirspum- in eykst og verðið hækkar um leið. Þetta hefur ekki'haft svo mikil áhrif á bensínið. Kaffið á Londonmarkaði heldur enn áfram að hækka, komið í 204 cent pundið. Kínverjar minna á sig Talið er að Kínastjórn haíi vilj að minna á stöðu sína sem kjarn orkuveldis með því að sprengja kjarnasprengju í gærmorgun. LýsfieftirLucJourei Svissneska lögroglan hefur gefið út hand- tökuskipun á hendur rniar- leiðtoganum Luc Jouret vegna morð- anna í Sviss nú í vikunni. Annar maður er og eft- irlýstur. Lík þriggja trúbræðra fundust í Sviss í gær. ReknirfráSarajevo Gæsluliðar SÞ ráku hersveitir íslama frá hæðunum við Sarajevo í gær. Serbar hótuðu áður að gera það sjálfir. Stjórnarandstæðingar á rúss- neska þinginu mættu ekki við setningu þings í gær til að mót- mæla stjórn Jeltsíns. Óhæfir í Evrópuráðið Búið er að úrskurða að Rússar uppfylli ekki öll skilyrði til að ganga i Evrópuráðið. Ráðhenra rannsakaður ítalska lög- reglan rann- sakaði. i gær höfuðstöðvar íjölmiðlafyrir tækis Berslusc- onis forsætis- ráðherra. Hann er grun- aður um Qármálamisferli og á nú mjög undir högg að sækja. Iraksstjórn hefur látið þau boð út ganga að fáist ekki heimild til- að selja olíu muni fólk i landinu svelta heilu hungri. Frakkarhuglausir Franska stjórnin liggur nú und- ir ámæli fyrir kjarkleysi vegna þess að andófsrithöfundurinn Taslima Nasrin fékk ekki land- vist þar. Kóngurkomogfór Mikael, fyrrum Rúmeníukon- ungur, kom í skyndiheimsókn til fóðurlandsins í gær og stóð við í klukkutíma. Kóreumenn vilja semja Tahð er að Kóreustjóm vilji i alvöru ná sátt við umheiminn um stefnuna i kjarnorkumálum. Liðsmenn Aristides Haítifor- seta gengu um höfuðborgina Port-au-Prince í gær og mót- mæltu uppgjöf saka herforingja- stjórninni til handa. Kohlslærúrogí Kohl, kansl- ari Þýskalands, gaf í gær í skyn að hann rnyndi senn hætta þátttöku í stjórnmálum. Hami sagðist þó ætla að sitja út næsta kjörtímabil. Þegar upphóf- ust vangaveltur um eftirmann kanslarans. Minna er nú um loðnu í Bar- entshafi en verið hefur í mörg ár. Tahð er að mn fjórðungur sé eftir af hrygningarstofninum. Ferjastöðvuð Norðmenn hafa stöðvað eina ferju vegna gaha í stafnhlera. Reuter og NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.