Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 47 Skák Kasparov og Kramnik hafa teflt skák ársins Rússneski stórmeistarinn Vladim- ir Kramnik er ' gjarnan nefndur „krónnrínsinn" og hefur hann tekiö við þeirri nafnbót af Vassily Ivant- sjúk. Þessum tith hafa skákblaða- menn gjarnan bætt við nafn þess sem talinn er líklegasti arftaki heims- meistarans. Nú eru heimsmeistararnir raunar tveir: Karpov, hinn opinberi FIDE- heimsmeistari, og Kasparov, PCA- meistarinn, sem er sjálfskipaður heimsmeistari. Kasparov hefur átt í mesta bash með Kramnik og hefur álit þess síð- arnefnda vitaskuld vaxið við hverja skák þar sem hann hefur haft betur. Kasparov er varla ánægður með að láta þennan kornunga pilt máta sig en þó hefur hann lýst því yfir að hann telji Kramnik efnilegastan ungu stórmeistaranna. Á stórmeistaramóti í Novogrod fyr- ir skömmu tókst Kasparov loks að sýna ungum andstæðingi sínum hver völdin hefur. Kasparov sigraði á þessu móti ásamt eldri prinsinum, Ivantsjúk, en Kramnik varð í 3. sæti. Þar tefldu Kasparov og Kramnik magnaða skák sem veröur erfitt að slá út ef velja skal skák ársins. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Vladimir Kramnik Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Rge2 Rf6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. c3 <H) 12. Rc2 Hb8 Á stórmeistaramótinu í Horgen í Sviss, sem fram fór skömmu síðar, reyndi Sírov 12. - Bb7 gegn Kasaprov og áfram tefldist 13. Rc2 Rb8 14. a4 bxa4 15. Hxa4 Rd7 16. Hb4! Rc5?! 17. Hxb7!! Rxb718. b4 og kverkatak hvíts á d5 og rangstæður riddari svarts gefa hvítum góð færi. 13. h4!? Re7 14. Rxf6+ gxf6 15. Dd2! Betra en 15. Re3 f5, sem áður hefur teflst. 15. - Bb7 16. Bd3 d5 17. exd5 Dxd5 18. 0-0-0! e4 19. Be2 Dxa2 Svartur þiggur beituna en 19. - De5!? sem er uppástunga Mikjáls Gurevits, kemur sterklega til greina. 20. Dh6 De6 21. Rd4 Db6 22. Hh3 Kh8 23. Bg4! Þessi leikur er ekki auðfundinn og heldur ekki hugmyndin sem liggur aö baki. 23. - Hg8 24. Re6! Upphafið að ævintýralegum svipt- ingum. Ef nú 24. - fxe6 25. Dxf6 + Hg7 26. Hd7 Hg8 27. h5! Rd5 28. Hxd5 Bxd5 29. h6 og staöa hvíts er góð. 24. - Hg6 25. Df4 He8 26. Hd6 Rd5 8 I 7 -1 A A 6 Af A I 5 A 4 A f «&, & 3 öi S 2 A & A 1 ABCDE FGH 27. h5!! Ef hins vegar 27. Hxb6 Rxf4 28. Rxf4 Hxg4. 27. - Rxf4 28. hxg6! Þetta lá að baki. Nú er 28. - Rd3 + trúlega besta tilraunin. Ef þá 29. Kbl Dxf2 og hvítur á ekkert betra en þrá- skák. Hins vegar er 29. Hhxd3! gott svar og áfram t.d. 29. - exd3 30. gxf7! og vinnur. 28. - Dxd6 Eftir þennan leik vinnur Kasparov þvingaö á smekklegan hátt. 29. Hxh7+ Kg8 30. gx£7+ Kxh7 31. fxe8=D Rxe6 32. Bf5 +! Kg7 33. Dg6+ Umsjón Jón L. Árnason Kf8 34. Dxf6+ Ke8 35. Bxe6 Df8 - Afleikur í tapaðri stöðu. Áður en Kasparov fengi leikiö 36. Bd7 + gafst Kramnik upp. Þröstur efstur á Haustmóti TR Haustmót Taflfélags Reykjavíkur er hafið og stendur til 30. október. í A-flokki tefla tólf stigahæstu menn. Þröstur Þórhallsson hefur tekið for- ystuna eftir 2 umferöir, með 2 vinn- inga. Sævar Bjarnason og Ólafur B. Þórsson hafa 1,5 v., Jón Viktor Gunn- arsson, Sigurbjörn Björnsson, Jón G. Viðarsson og Tómas Björnsson hafa 1 v. í B-flokki hefur Arnar E. Gunnars- son unnið báðar skákir sínar og í C-flokki eru Einar K. Einarsson, Torfi Leósson og Halldór Garðarsson með 2 v. úr jafnmörgum skákum. í D-flokki tefla 28 skákmenn 11 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Þar hafa Kristján Halldórsson, Guðmundur Sverrir Jónsson, Davíð Ó. Ingimars- son, Sigurður Páll Steindórsson, Ingi Þann 23. júlí voru gefin saman í hjóna- band í Lágafellskirkju af sr. Jónu Krist- ínu Þorvaldsdóttur Sigbjörn Jón Bjarni Jóhannsson og Anna Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Þau eru til Heifnilis að Ása- braut 3, Grindavík. Ljósmyndast. Mynd. Þann 23. júlí voru gefm saman í hjóna- band í Kópavogskirkju af sr. Pálma Matt- híassyni Sigrún S. Jónsdóttir og Odd- geir Már Sveinsson. Þau eru til Heimilis að Tunguheiði 4, Kópavogi. Ljósmyndast. Mynd. Þann 23. júli voru gefm saman í hjóna- band í Bústaðakirkju af séra Pálma Matt- híassyni Linda Wessman og Knútur Rúnarsson. Heimili þeirra er að Reykja- víkurvegi 50, Hafnarfirði. Ljósmyndast. Sigr. Bachmann. Þann 23. júli voru gefin saman í hjóna- band í Selfosskirkju af sr. Sigurði Sig- urðssyni Kristjana Garðarsdóttir og Guðjón Gunnarsson. Þau eru til Heimil- is að Seftjöm 1, Selfossi. Ljósmyndast. Mynd. Þann 23. júlí sl. voru gefm saman í hjóna- band í Dómkirkjunni af séra Halldóri Reynissyni Erla Björk Sveinbjörns- dóttir og Sveinn Ottó Sigurðsson. Heimili þeirra er í Danmörku. Ljósm. Jóh. Long. Þann 23. júlí voru gefm saman í hjóna- band í Dómkirkj urrni af sr. Pálma Matthí- assyni Katrín B. Fjeldsted og Árni Özur Árnason. Þau em til heimilis að Amarhrauni 11, Hafnarfirði. Ljósm. Sigr. Bachmann Ágústsson og Davíð Guðnason unnið báðar skákir sínar. Líf og fjör í Faxafeni Yfir tvö hundruð manns munu sitja að tafli í húsakynnutn Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Is- lands um helgina. Þá fer fram fyrri hluti deildakeppni SÍ og verður teflt í fjórum deildum. í dag, laugardag, heíjast umferðir kl. 10 árdegis og kl. 17 og á morgun, sunnudag, verður teflt frá kl. 10. . í 1. deild tefla átta sveitir. Trúlega verður keppnin meira spennandi nú en oft áöur vegna tíðra félagaskipta skákmanna aö undanfórnu. Taflfélag Kópavogs er aflakló í Elo-stiga veið- um - með Helga Ólafsson stórmeist- ara á fyrsta borði og kappa eins og Björn Þorsteinsson, Jón G. Viðars- son og Tómas Björnsson. Þá hefur Skákfélag Garðabæjar vélað til sín Guðmund Sigurjónsson stórmeist- ara. Þess ber að geta að þrátt fyrir keppnina hefst unglingaæfmg TR stundvíslega kl. 14 en þær æfingar njóta mikilla vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar. sigraði ásamt Hannesi á Reykjavik- urskákmótinu síðasta, er 2. vara- maður; og skákfélagið Rochaden í Stokkhólmi, með stórmeistarana Ulf Andersson og Lars Karlsson á efstu boröum. Þetta er í tíunda sinn sem keppnin er haldin. Síöast tók Skákfélag Garöabæjar þátt, fyrir íslands hönd. -JLÁ Duga vasa- peningamir ekkiút vikuna? IMOTAQU EITTHVAÐ AF PEIM í HAPPAPRENNUR PA0 GÆTI DUGAB! TR í Evrópukeppni taflfélaga Um næstu helgi verður teflt til úr- slita í 1. riðli í Evrópukeppni taflfé- laga í Eupen í Belgíu, þar sem átta sveitir leiða saman hesta sína. Meðal þátttakenda verður sveit Taflfélags Reykjavíkur sem skipuð verður Helga Ólafssyni, Hannesi H. Stefáns- syni, Jóni L. Árnasyni, Karli Þor- steins, Helga Áss Grétarssyni og Benedikt Jónassyni. Teflt er á sex borðum. í fyrstu umferð mætir sveitin spænsku meisturunum frá Barce- lona sem stórmeistarinn Illescas leiðir. Meðal annarra keppinauta má nefna stórliö Bayern Múnchen, þar sem Jóhann Hjartarson teflir á 4. borði, á eftir Húbner, Júsupov og Ribli; skákfélag frá Katrínarborg í Rússlandi, þar sem Svjaginsév, sem — HEFUH VINNINGINN! PÓSTUR OS SlMI Sniðnar að þínum þörfum ...í símaskránni ....tómi ---%*77J7 -----I«J| V&S »230

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.