Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 51 Afmæli Magnea Grímsdóttir Magnea Grímsdóttir, sérhæfður starfsmaður í umönnun aldraðra og húsmóðir, Arahólum 6, Reykjavík, verður fimmtug á mánudaginn. Fjölskylda Magnea er fædd á Hjarðarnesi á Akranesi og ólst upp þar og í Gríms- holti við Akranes. Hún lauk skyldu- námi og er sérhæfður starfsmaður í umönnun aldraðra. Magnea, sem hefur sótt námskeið ráðgjafahóps um nauðgunarmál, bjó á Akranesi og í Keflavík og um eins árs skeið í Malmö í Svíþjóð. Hún hefur verið búsett í Reykjavík frá 1982. Magnea giftist 4.8.1989 Eiríki Kristjánssyni, f. 19.6.1947, símsmið og símsmíðameistara og verkstjóra hjá Pósti og síma í Reykjavík, en þau hófu sambúð 10.5.1982. Foreldrar hans: Kristján Eiríksson húsasmið- ur, og Sigrún Sigurðardóttir hús- móðir, þau bjuggu á Siglufirði og síðast í Reykjavík, þau eru bæði lát- in. Böm Magneu og fósturbörn Ei- ríks: ívan Grímur Norðquist Brynj- arsson, f. 14.1.1964, skipstjóri, kona hans er Dagný E. Bimisdóttir, f. 4.10.1959, kennari og bókasafns- fræðingur, þau eru búsett á Akur- eyri og eiga einn son, Kristján Birni ívansson, f. 25.6.1986; Sigurbjöm Magneuson, f. 8.3.1965, öryggistrún- aðarmaður í Kassagerð Reykjavík- ur, sambýliskona hans er Elisabete Batista, f. 6.8.1971, frá Brasilíu, þau em búsett í Reykjavík og eiga tvo syni, Alex Richardo Sigurbjörnsson, f. 11.11.1990, og Armando Lindar Sigurbjömsson, f. 18.10.1993; Vil- hjálmur Norðquist Magneuson, f. li:2.1966, nemi í trésmíði, búsettur í Reykjavík, hann á þrjár dætur, Áshildi Guðveigu Vilhjálmsdóttur, f. 21.4.1987, Þóm Björgu Vilhjálms- dóttur, f. 23.3.1989, og Elnu Maríu Vilhjálmsdóttur, f. 31.3.1990; Gunn- laugur Már Magneuson, f. 28.10. 1969, ritstjóri, unnusta hans er Guð- rún D. Pétursdóttir, nemi í íjöl- brautaskóla, þau eru búsett í Reykjavík; Magnea Norðquist Magneudóttir, f. 26.5.1971, nú au- pair í Bandaríkjunum; Þórkatla María Norðquist Magneudóttir, f. 15.3.1973, sérhæföur starfsmaður í umönnun þroskaheftra og húsmóð- ir, sambýhsmaður hennar er Bjarni Kristinn Ámundason, f. 18.3.1966, nemi í blikksmíði, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö böm, Aron Lyngar Norðquist Bjarnason, f. 15.7. 1987, og Dagbjörtu Silju Bjarnadótt- ur, f. 10.6.1994. Systkini Magneu: Kristjana Þórey ísleifsdóttir, f. 11.4.1935, hennar maður er Erhngur Jakobsson, Kristjana Þórey á sex börn; Gunnar Þór ísleifsson, f. 3.9.1938, sambýlis- kona hans er Hulda Oddgeirsdóttir, Gunnar Þór eignaðist níu börn en tvö eru látin; Magnhildur Kristberg Grímsdóttir, f. 1.10.1937, hennar maður er Gunnar Ásgeirsson, þau eiga þrjú börn; Halldór Norðquist Grímsson, f. 1.6.1940, sambýliskona hans er Unnur Halldórsdóttir, Hall- dór Norðquist á sex börn; Ólafía Sveinbjörg Norðquist, f. 30.12.1942, fráskilin, ÓlafTa Sveinbjörg á sex börn; Júlíana Valgerður Grímsdótt- ir, f. 3.1.1947, hennar maður er Þór- arinn Magnússon, þau eiga ijögur böm; Þorlákur Sigurður Grímsson, f. 30.9.1949, d. 7.3.1969, ókvæntur og barnlaus; Sveinn Ingi Grímsson, f. 18.7.1951, hans kona er Líney Jós- efsdóttir, þau eiga þrjú börn; Sigríð- ur Jökulrós Grímsdóttir, f. 3.12. 1952, hennar maður er Sigurjón Ástmarsson, þau eiga þrjú böm; Níels Grímsson, f. 11.11.1954, hans kona er Bima Bjamadóttir, þau eiga þrjú börn; Indriði Gunnar Gríms- son, f. 11.10.1955, hans kona er Geir- dís Lilja Guðmundsdóttir, þau eiga fjögur börn; Þórfríður Kristín Grímsdóttir, f. 22.2.1957, hennar maður er Einar Sæberg Helgáson, þau eiga tvö böm; Halldór Jóhann Grímsson, f. 26.5.1959, hans kona er Ólöf Guðmunda Jóhannsdóttir, Magnea Grímsdóttir. þau eiga eitt barn. Fósturbróðir Magneu: Þorlákur Rúnar Loftsson, f. 13.9.1952, hans kona er Ragnheið- ur Linda Kristjánsdóttir, þau eiga tvö börn. Foreldrar Magneu: Grímur Norðquist Magnússon, f. 23.7.1906, d. 13.5.1985, bifreiðastjóri og bóndi, og Þorlfríður Þorláksdóttir, f. 9.6. 1919, d. 13.1.1987, þau bjuggu á Akranesi og Skagaströnd. Magnea tekur á móti gestum á heimili sínu aö Arahólum 6 í Reykjavík frá kl. 16 í dag, laugardag- inn8. október. Sigurfinnur Klemenzson Sigurfinnur Klemenzson, bóndi að Vestri-Skógtjörn á Álftanesi, verður áttræður á morgun. Starfsferill Sigurfinnur fæddist að Vestri- Skógtjöm á Álftanesi, ólst þar upp við öll almenn bústörf og hefur átt þar heima aha tíð. Eftir aö skyldu- námi lauk starfaði hann við bú for- eldra sinna en faðir hans var skóla- stjóri og oddviti á Álftanesi og hafði því ýmsum skyldum að gegna jafn- framt bústörfunum. Eftir að Klemenz féh frá tók Sigur- finnur við búinu að Vestri-Skógtjörn og stundaði þar búskap með móður sinni sem lést hartnær níræð. Systkini Sigurfinns voru Jón, f. 30.12.1907, nú látinn, sjómaður í Reykjavik; Eggert, f. 19.7.1909, nú látinn, skipstjóri að Skógtjörn; Guð- jón, f. 4.1.1911, látinn, læknir í Keflavíkurhéraði; Guðný Þorbjörg, f. 8.2.1912, látin, húsfreyja að Hofi á Álftanesi; Sveinbjörn, f. 1.10.1914, látinn, vélstjóri á Sólbarði á Álfta- nesi; Gunnar, f. 28.1.1916, látinn, stýrimaður í Reykjavík; Guðlaug, f. 5.1.1918, húsmóðir í Reykjavík; Sveinn Helgi, f. 29.11.1921, b. að Tjarnarbakka á Álftanesi; Sigurður, f. 31.8.1926, múrari að Búðarflöt á Álftanesi. Foreldrar Sigurfinns voru Klem- enz Jónsson, f. 1.4.1876, d. 16.8.1955, b. skólastjóri og oddviti að Vestri- SkógtjörnT ogk.h., Auðbjörg Jóns- dóttir, f. 5.5.1888, d. 14.12.1977, hús- freyja að Vestri-Skógtjörn. Ætt Klemenz var bróðir ísleifs, fóður Jóns, organista í Neskirkju, og bróð- ir Þóreyjar, ömmu Vilhjálms Þórs Kjartanssonar verkfræðings. Klem- enz var sonur Jóns, b. í Jórvík í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu, Jónssonar, b. þar Einarssonar. Móðir Jóns í Jórvík, var Þórey Gísladóttir, b. í Holti, Jónssonar og Ingibjargar Vigfúsdóttur, húsmóð- ur þar. Móðir Klemenzar var Guðr- íður Klemenzdóttir, b. á Fossi í Mýrdal, Jónssonar, b. í Suður- Hvammi í Mýrdal, Helgasonar. Móðir Klemenzar á Fossi var Guð- ríður Klemenzdóttir, b. í Kerlingad- al í Mýrdal, Hahgrímssonar, af Höfðabrekkuættinni í Mýrdal. Móð- ir Guðríðar var Oddný Ólafsdóttir, b. á Suður-Fossi í Mýrdal, Péturs- sonar. Auðbjörg var dóttir Jóns, b. á Sigurfinnur Klemenzson. Skálmarbæ í Álftaveri, Sigurðsson- ar, b. á Borgarfelli í Skaftártungum, Jónssonar. Móðir Auðbjargar var Guðný Sveinsdóttir, b. í Skarðshlíð undir Eyjafiöllum, Sigurðssonar, og k.h., Auðbjargar Einarsdóttur, b. í Pétursey í Mýrdal, Brandssonar. Sigurfmnur verður í hátíðarsal íþróttahússins í Bessastaðahreppi á afmælisdaginn, sunnudaginn 9.10., frá kl. 15.00-18.00. Heitt verður á könnunni. 90 ára 50 ára SigurðurT. Arason, Elsa Hliðar Jónsdóttir, Öldutúní 4, Hafnarflröi. Lyngholti, Hofshreppi. Rafn Herbertsson, Háalundi l, Akureyri. 80 ára Björn Jóhannsson, — Dalatúni 9, Sauðárkróki. Þorsteinn Stefónsson, Ósi 2, Skilmannahreppi. Margrét Jóhannsdóttir, 40ára L,ungumyi 1 lo, aiíui Gyi 1. Fjóla Stefánsdóttir, Minni-Ökmm, Akrahreppi. Hafdís Sigurðardóttir, Víðibergi 1, Hafnarfirði. Margeir Elentínusson, 75ára Heiðarvegi 8, Keflavík. Vilborg Aðalsteinsdóttir, Ingibjörg Friðjónsdóttir, Baldursheimi2, Skútustaðatoei Jón Gunnar Kragh, Hrafnhildur Haraldsdóttir, >pi. Grýtubakka4,Reykjavík. Jón Gisiason, 60 ára Sveinn Þ. Sigurj ónsson, Bjargi, Stokkseyi i. tvar Valgarðsson, Hverfisgötu 39, Reykjavík. Marteinn G. Marteinsson, — Hliöarvegi 76, Njarðvík. Björg Brynjólfsdóttir, Heiðarhrauni 7, Grindavík. Olgeir Svavar Gíslason, Engihjalla 25, Kópavogi. Hlíðargötu 6, Akureyri. Finnbogi Lárusson Heigi Jónsson Finnbogi Lárusson, fyrrv. bóndi og sjómaður að Laugabrekku í Snæ- fellsbæ, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Finnbogi fæddist í Vörum í Garði en flutti með foreldrum sínum að Brekkubæ að Hellnum er hann var á öðru ári og ólst hann þar upp. Hann byrjaði til sjós tiu ára á opnum árabátum og stundaði síðan sjó- mennsku lengst af, fyrst á árabátum og síðan á trihum frá Hellnum. Eina vertíð var hann þó á línubát frá Sandgerði. Hann lærði smíðar í hálft annað ár hjá Guðjóni Sigurðs- syni í Ólafsvík 1928-29. Finnbogi keypti, ásamt bróður sínum, jörðina Laugabrekku, sem þá var eyðijörð, 1932 og stundaði hann þar búskap þar til stjúpsonur hans tók við búinu fyrir nokkrum árum. Finnbogi sat í stjórn ungmennafé- lagsins Trausta og var formaður þess um skeið, sat í stjórn Búnaöar- félags Breiðuvikurhrepps og var formaður þess, sat í hreppsnefnd í flölda ára, er formaður sóknar- nefndar HeUnasóknar og umsjónar- maður kirkjunnar og hefur setið í kirkj unefndinni frá 1934, sat í stjórn Sjúkrasamlagsins frá 1945 og þar til það var lagt niður og hefur gegnt íjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir sínasveit. Hann er heiðursfélagi Breiðuvík- urhrepps og var veitt heiðursskjal frá Hellnasöfnuði, var veitt viður- kenning frá SVFÍ fyrir þátttöku við björgun úr sjávarháska í tvígang og var veitt hin íslenska Fálkaorða fyr- ir félagsstörf Fjölskylda Finnbogi kvæntist 1950 Lóu Fann- eyju Jóhannesdóttur, f. 9.5.1909, húsfreyju. Hún er dóttir Jóhannesar Guðmundssonar, b. og kennara í Teigi í Hvammssveit, og k.h., Helgu Guðríðar Sigmundsdóttur hús- freyju. Stjúpsynir Finnboga eru Helgi Þorkelsson, f. 5.12.1938, starfsmað- ur hjá Reykjavíkurborg; Jóhannes Reynir Bragason, f. 2.1.1947, bóndi að Laugabrekku, kvæntur Jónasínu Oddsdóttur húsfreyj u frá Kolviðar- nesi í Eyjahreppi og eiga þau tvö börn. Finnbogi Lárusson. Finnbogi átti þrjú systkini: Sigríð- ur, f. 1898, nú látin, húsfreyja á Lýsuhóli; Gufinna, f. 1901, lengst af húsfreyja á Stóra-Kambi í Breiðu- víkurhreppi; Ólafur, f. 1906, nú lát- inn, sjómaður í Keflavík. Foreldrar Finnboga voru Lárus Lárusson, f. 1868, d. 1951, bóndi og sjómaður í Brekkubæ, og k.h., Guð- björg Stefanía Ólafsdóttir, f. 1874, d. 1949, húsfreyja í Brekkubæ. Helgi Jónsson rafvirki, Asparlundi 19, Garðabæ, verður fimmtugur á morgun. Fjölskylda Helgi er fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Hann gekk þar í barna- skóla og fór svo í Iðnskólann og lauk þar prófi í rafvirkjun. Helgi starfaði sem rafvirki hjá Armanni Ár- mannssyni og fór svo að vinna hjá Hval hf. í Hvalstöðinni í Hvalfirði, fyrst sem rafvirki og svo sem verk- stjóri. Hann hefur verið búsettur í Garðabæfrál992. Helgi kvæntist 15.10.1966 Björgu Karlsdóttur, f. 14.6.1948, leikskóla- kennara. Foreldrar hennar: Karl Marteinsson, f. 9.11.1911, d. 25.11. 1976, bóndi, og Dagmar Óskarsdótt- ir,f. 2.11.1911, d. 1.10.1993. Böm Helga og Bjargar: Jón Þór, f. 9.10.1967, iðnrekstrarfræðingur; Dagmar Ósk, f. 15.1.1970, nemi, sam- býhsmaður hennar er Kristinn Ás- geirsson, f. 21.2.1971, þau eigaeina dóttur, Önnu Marín, f. 7.6.1994; Heimir Már, f. 9.9.1975, nemi. Systkini Helga: Sveinn, f. 7.9.1948, lífeðlisfræðingur, maki María Ólafs- dóttir, þau eiga tvö börn; Guðrún, Helgi Jónsson. f. 18.8.1955, maki Vilhjálmur Þór Guðmundsson kvikmyndatöku- maður, þau eiga tvö böm; Rósa, f. 20.1.1962, maki Óskar Þórðarson viðskiptafræðingur, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Helga: Jón Þórir Helga- son, f. 12.10.1920, d. 30.6.1983, vél- virki, og Sigurlaug Sveinsdóttir, f. 21.3.1920. Þau bjuggu lengst af á Akranesi en Sigurlaug dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.