Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 48
X Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing; Sími 032700 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994. Hurð og gluggar í tætlur / / ■ „Ég var staddur á efri hæö húss- ins þegar sprengingin varð og fannst ég takast á loft vlð hana. Það fór allt úr hillunum á tæmar á mér og brotnaðí í mél. Það urðu talsvert miklar skemmdir hér og viðbygg- ingin, þar sem sprenjgingin varð, er gjörsamlega ónýt. Eg held að ég hefði ekki þurft að kemba hæmrn- ar hefði ég verið niöri þegar sprengingin varð,“ segir Páll Páls- son, 75 ára, fyrrverandi skipstjóri og íbúi í steinhúsi við Þormóðsgötu á Siglufirði, i samtali við DV. Heljarmikil gassprenging varð í húsi Páls, sem hann býr eínn í, upp úr klukkan 11 í gærmorgun. Húsið er tvílyft með viðbyggingu sem rifnaði frá aðalbyggingunni við sprenginguna. í viðbyggingunni er stigi upp á hæðina, geymsla og þvottahús í kjallara og baðherbergi á efri hæð. í kjallara viðbyggingar- innar var gaskútur og hallast lög- regla að því að gaskúturinn hafi lekið og sprengíngin oröið þegar frystikista í sama herbergi fór í gang. En neisti myndast þegar sjálfvirkur rofi kveikir á henni með vissu millibili. Páll, sem staddur var á efri hæð hi tssins, slapp ómeiddur en að sögn lögreglu féilst hann á að eyða nótt- inni á sjúkrahúsi. Ólafur Jóhannsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Siglufirði og segir hann sprenginguna hafa heyrst um alfan bæ. „Aðkoman var mjög Ijót. Brak úr útidyrahuröinni og gluggunum í viðbyggingunni, sem er laus frá aðalbyggingunni, fannst í um 70 metra fjarlægð frá húsinu. Útidyra- hurðina sjálfa fundum við ekki því hún hefur sennilega tæst í frum- eindir. Það má telja heppni að eng- inn hafi verið að fara yfir götuna sem brotin þeyttust yfir,“ segir Ólafur. Barentshafið: Viðræðunefndin Sighvatur Björgvinsson: farin til Noregs Fimm manna viðræðunefnd ríkis- stjórnarinnar hélt til Noregs í morg- un en nefndin mun eiga fund með norskum embættismönnum nk. þriðjudag um fiskveiðideiluna í Bar- entshafi. í íslensku viðræðunefndinni eru Xlelgi Ágústsson og Gunnar Schram frá utanríkisráðuneytinu, Albert Jónsson frá forsætisráðuneytinu og þeir Árni Kolbeinsson og Arnar Hall- dórsson frá sjávarútvegsráðuneyt- inu. Að þessu sinni verður einungis rætt við fulltrúa norsku ríkisstjórn- arinnar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heldur síðan í op- inbera heimsókn til Rússlands um miðjan mánuðinn og er þess vænst að þá verði tekin ákvörðun um sams konar viðræður við Rússa. Búið og gert „Þetta er ákvörðun sem Guðmund- ur Bjarnason, fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, tók og varð að samkomu- lagi þegar Guðjón Magnússon skrif- stofustjóri hóf störf í heilbrigðisráðu- neytinu. Ákvörðunin hefur verið framkvæmd og það er ekki hægt að láta hana ganga til baka. Ekkert áframhald hefur verið á greiðslum af þessu tagi því að ákvörðunin var bara tekin fyrir þetta skipti. Þetta kemur ekkert upp á mitt borð,“ segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra um námsleyfisgreiðslur til Guðjóns Magnússonar samhliða kennslu hans í Gautaborg árið 1991. „Ég hef enga skoðun á þessu máli fyrr en ég hef heyrt hvaða ástæður fyrrverandi heilbrigðisráðherra fær- ir fyrir þessari ákvörðun sinni. Hann hefur ekki svarað því enn og ég vil bíða eftir því svari. Ekki er hægt að banna vinnuveitendum að borga meira en kemur fram í kjarasamn- ingum og þess eru dæmi að opinber- ir starfsmenn taki laun víðar en hjá vinnuveitanda sínum,“ segir hann. Sighvatur telur hugsanlegt að hann óski eftir upplýsingum frá Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra um námsleyfisgreiðslur frá árinu 1991. MEISTARAFEL.AG RAFEINDAVIRK.IA S-91-616744 Viðurkenndur RAFEINDAVIRKI Verður lagt fyrir áramót Það er stór dagur i íslenskri kvennaknattspyrnu í dag þegar okkar stúikur mæta stöilum sinum frá Englandi i 8 liða úrslitum Evrópumótsins á Laugar- dalsvellinum. íslensku stelpurnar hafa æft af fullum krafti í vikunni og var myndin tekin á æfingu á Ármannsvellinum. I nótt dvaldi liðið svo saman á hóteli til að undirbúa leikinn. DV-mynd Brynjar Gauti „Við ætlum okkur að leggja skip- inu fyrir áramót. Það er búið að sam- þykkja á hann úreldingu upp á 79 milljónir," segir Pétur Olgeirsson, framkvænidastjóri Meitilsins í Þor- lákshöfn sem gerir út ísfisktogarann Jón Vídalín ÁR. Togarinn sem var smíðaður 1974 er með stærstan kvóta ísfiskskipa. DV hefur heimildir fyrir því að ætl- unin sé að Meitillinn kaupi togarann Jóhann Gíslason ÁR sem veriö hefur í leigu hjá Samherja hf. Kvóti Jóns Vídalíns yröi þá færður á Jóhann Gíslason. LOKI Ætlar Sighvatur bara að af- greiða skrifstofustjórann sinn sem fortíðarvanda? Veðrið á sunnudag og mánudag Hlýjast austanlands Á sunnudag verður hvöss suðlæg átt og rigning, mest sunnan- og vestanlands, hiti 5-10 stig. Á mánudag veröur nokkuð lélum landið vestanvert en úrkomulítið austan Veðrið í dag er á bls. 53 í i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.