Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Róttækra breytinga þörf Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur verið í sér- stöku kastljósi íjölmiðla að undanfórnu. Fyrst vegna mjög umdeildra embættisverka Guðmundar Áma Stef- ánssonar þann stutta tíma sem hann stýrði því ráðu- neyti. Síðan vegna ótrúlegra launakjara skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hvað kemur næst upp úr þessu opinbera myrkviði? Þannig spyrja menn að ríkulega gefnu tilefni. Síðustu daga hefur DV rakið í smáatriðum efni þess samkomulags sem Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins, virðist hafa náð á sínum tíma við yfirmenn sína í ráðuneytinu, þar á meðal væntanlega við ráðherrann sem á þeim tíma var Guðmundur Bjarna- son, þingmaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt þessu sérstaka samkomulagi fékk skrifstofustjórinn mun hærri greiðslur ffá ríkinu en kjarasamningar lækna gera ráð fyrir - og hafa þó læknar lengi verið taldir hafa rífleg kjör samanborið við flestar aðrar starfsstéttir í landinu. Skrifstofustjórinn hafði, eins og fram hefur komið í DV, hátt í átta milljónir króna í laun, dagpeninga og aðrar greiðslur á árinu 1991. Þá var hann í svokölluðu námsleyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu mestallt árið, eða í 145 daga. Hann hélt samt fullum taxtalaunum, auk þess sem ráðuneytið greiddi honum um 2,3 milljónir króna í ferðadagpeninga og það þrátt fyrir að hann not- aði leyfið til að gegna launuðu starfi í tíu mánuði við erlenda menntastofnun en fyrir það fékk hann greiddar um þrjár milljónir króna auk staðaruppbótar. Skýrt er tekið fram í kjarasamningum lækna að ef sérfræðingur fái laun erlendis frá í námsleyfi sem þessu skuli þau koma til frádráttar greiddum ferða- og dvalarkostnaði og launum. Eftir því var ekki farið og skrifstofustjóranum því greiddar þrjár milljónir króna umfram það sem kjara- samningur kveður á um. Til viðbótar var skrifstofustjór- inn svo í námsleyfi frá öðru starfi hjá ríkinu og hélt einn- ig óskertum launum úr þeirri áttinni. Hér er ekki um neitt einkamál embættismanna að ræða. Þetta er augljóst dæmi um þá kæruleysislegu með- ferð opinbers íjár sem einkennir íslenskt stjómarfar og hrein ósvífni gagnvart því heiðvirða launafólki sem stendur skil á stórum hluta launa sinna í opinbera sjóði. Það kemur satt best að segja ekki á óvart að þau svör sem fengist hafa frá embættismönnum ráðuneytisins benda eindregið til þess að þeim þyki fiáraustur af þessu tagi til sinna manna 1 hinu besta lagi. Og ekki virðast þeir hafa haft neitt aðhald frá a.m.k. sumum þeim sfióm- málamönnum sem farið hafa með þetta ráðuneyti. Hneykslismáhn í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu varpa ljósi á siðlausa meðferð á skattpeningum lands- manna. Margt bendir til þess að vinnubrögð af þessu tagi séu mun algengari í sfiómkerfinu en fram hefur komið til þessa og þrífist meðal annars í skjóh þess að æðstu embættismenn ráðuneytanna em jafnvel áratug- um saman í valdastöðum sínum. Á því þarf auðvitað að gera róttækar breytingar. Eitt skref í þá átt væri að koma í veg fyrir að æðstu embætt- ismenn ráðuneytanna, ekki síst ráðuneytissfiórar, séu í reynd æviráðnir. Annað skref væri að tryggja upplýs- ingaskyldu um launakjör og bithnga embættismanna. Þar gengur kerfið nú á undan í feluleik. Lítið dæmi þar um er sú staðreynd að ekki er lengur gefið út árlegt yfir- ht um þá sem sifia í nefndum og ráðum á vegum ríkisins og greiðslur til þeirra. Sumir dirfast jafnvel að svara því til að shkar greiðslur af opinbem fé séu einkamál. Ehas Snæland Jónsson Ættbálkaerjur, ófriður og olíuhagsmunir Fyrir rúmu ári hófst Geidar Alij- ef, kommúnistaforingi frá dögum Brésnevs, á ný til valda í Az- erbajdzhan, ríki íslamskrar þjóðar við suðvestanvert Kaspíahaf. Áður hafði ævintýramaður hrakið frá völdum fyrsta forseta sjálfstæðs Azerbajdzhans eftir upplausn Sov- étríkjanna, en her Asera hafði þá farið hrakfarir fyrir Armenum í héraðinu Nagomo-Karabakh. Úr- ræði þingsins í Bakú til að stöðva innanlandsátök var að kalla Alijef til valda á ný. Eins og í öðrum fyrrum sovétlýð- veldum byggðum þjóðum sem að- hyllast íslam og mæla á tungur skyldar tyrknesku náði sovét- skipulagið aldrei að veröa annað en yfirbreiðsla á foma ættbálka- skipan í Azerbajdzhan. Fomstu- menn ættbálka gera bandalög og svo takast þau á um völdin. Um síðustu helgi sauð enn upp úr í höfuðborginni Bakú. Upphaf þeirrar rimmu var að tveir nánir samstarfsmenn Alijefs forseta fundust myrtir. Saksóknarinn sem rannsakaði málið, Alí Úmarof, komst að þeirri niðurstöðu að þrír menn úr víkingasveit innanríkis- ráðuneytisins OPON væm valdir að morðinu og lét handtaka þá. Varð það til að sveit úr ÓPON hertók bækistöð saksóknara, hélt honum fongnum og krafðist þess að félagar sínir sem bornir vora morðsökum væra látnir lausir. Alijef forseti svaraði með því að stefna hernum gegn víkingasveit- inni og víkja Rovshan Javadof að- stoðarinnanríkisráðherra úr emb- ætti, en hann var tahnn standa að baki uppreisn undirmanna sinna. Eftir viðsjár í nokkra daga, þar sem saksóknaranum var sleppt illa á sig komnum eftir meðferð vík- ingasveitarmanna, hefur Alijef lýst yfir fullum sigri sinna manna, og að í átökunum hafi einungis fallið þrír af víkingasveitarmönnum. Kom Alijef fram ásamt Surat Husejnof forsætisráðherra, sem hann hafði þó skömmu áður gefið í skyn að stæði að baki vaidaráns- tilraun gegn sér. Valdabarátta forastumanna ætt- bálka í landi sunnan Kákasusfjalla eða í Mið-Asíu þarf ekki að sæta miklum tíðindum, en um Az- erbajdzhan gegnir öðra máli að þessu sinni. Því veldur einkum tvennt. Annað er að nú voru loks horfur á að takast mætti að stöðva áralangan ófrið Asera og Armena. Hitt er að nýlega var undirritaöur í Bakú samningur um stórátak undir forustu vestrænna olíufélaga til að hagnýta auðug olíusvæði undir botni Kaspíahafs. Héraðið Nagomo-Karabakh er frá fomu fari byggt Armenum, en Stalín innlimaði það í Azerbajdz- han til að launa Áserum liðveislu þeirra við að brjóta sjálfstæða Armeniu undir Sovétríkin. Þegar harðstjórn linnti á valdaskeiði Gorbatsjovs tóku héraðsbúar að krefjast aukinna réttinda. Við- brögð Asera voru fjöldamorð á Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson Armenum í borgunum Sumgait og Bakú. Jafnframt var her stefnt gegn Nag- orno-Karabakh, en Armenar þar snerast til vamar og nutu liðsinnis landa sinna í Armeníu. Er nú svo komið að Armenar hafa hertekið fimmta hluta Azerbaj dzhans og Aser- ar flúnir frá heimkynnum sínum skipta hundraðum þúsunda. Fyrir milligöngu Rússlands- stjómar hefur komist á vopnahlé, en ráðstafanir til að festa það í sessi hafa strandað á því að stjórn Az- erbajdzhan vill ekki samþykkja friðargæslu af hálfu Rússa, sem hún telur draga taum kristinna Armena. í síðustu viku tókst samkomulag á vegum Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu á þá leið að 1500 manna friðargæslulið undir yfirstjórn hennar kæmi á vettvang, og yrði ekki meira en þriðjungur þess Rússar. Framkvæmd þessa samkomulags er í óvissu eftir síð- ustu atburði í Bakú. Undir botni Kaspíahafs eru kunn olíusvæði sem ekki hafa verið nýtt nema að litlu leyti til þessa. í síð- asta mánuði undirrituðu stjórn Azerbajdzhans og samsteypa olíu- félaga samning sem nemur átta milljörðum dollara um olíuvinnslu fyrir strönd Azerbajdzhans. Vest- ræn olíufélög eiga fjóra fimmtu fyr- irtækisins og gert er ráð fyrir að vinnslan verði komin upp i 600.000 olíufót á dag innan fjögurra ára. Vandinn er að koma olíunni á markað. Vestrænu olíufélögin vilja leggja olíuleiðslu um*Tyrkland, en Rússlandsstjórn krefst að hún verði lögð til Novorossisk við Svartahaf. Þar aö auki segja Rússar eftir að afmarka hvernig botn Kaspíahafs skiptist milli fyrrum sovétlýðveldanna fjögurra sem eiga land að því. Olli þetta getsök- um um rússneskan undirróður þegar upp úr sauð í Bakú um síð- ustu helgi. Aserar í borginni Addam lýsa stuðningi við Geidar Alijef forseta og hampa mynd af honum. Simamynd Reuter Skoðanir annarra Ekki hjálpar CIA „Það er engin glóra í því að gera innrás í land til að tryggja borguram þess pólitískan sjálfsákvörðun- arrétt og sleppa síðan leyniþjónustunni CLA á þá til að skipta sér af sfjórnmálum þjóðarinnar. Það er það sem stjórn Clintons er að gera á Haítí. Það er aftur- hvarf til þess hroka sem einkenndi afskiptasemi Bandaríkjanna í kalda stríðinu." Úr forustugrein New York Times 3. október. Gefur og tekur „Sigbjöm Johnsen fjármálaráðherra (Noregs) gef- ur meö annarri hendi en tekur meö hinni. í fjárlaga- frumvarpinu fyrir 1995 lofar hann Norðmönnum 6,5 milljörðum norskra króna til að versla fyrir. En um leið og ESB-þjóðaratkvæðagreiðslunni lýkur tekur hann Qóra til fjóra og hálfan milljarð til baka. Prett- imir stafa af því að virðisaukaskatturinn hækk- ar á næsta ári, óháð því hvort Noregur gengur í ESB eða ekki. Ríkisstjómin hefur haldið hinni háu virðis- aukaskattshækkun utan við fjárlagafrumvarpið." Úr forustugrein Dagens Næringsliv 5. október. Hin eina sanna rödd „Flokksþing Verkamannaflokksins er rétt byrjað en þegar hafa brestir komið í ljós í þeirri ímynd ein- ingar sem hefur verið haldið á lofti. Það er formann- inum Tony Blair vafalaust ekki mjög að skapi að herskár varaformaður hans, John Prescott, hefur lýst því yfir að undir stjórn Verkamannaílokksins mundu hinir ríku greiða „umtalsvert meiri“ tekju- skatt. Orð Prescotts eru líklega jákvæðasta stefnu- mörkunin af hálfu flokks sem hefur verið heldur loðinyrtur um grundvallarstefnu sína.“ Úr forustugrein Daily Express 3. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.