Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 „Mér finnst ég vera ómótuö, er enn að læra og stíga mín fyrstu skref. Ég er feimin og oft svo stress- uö áður en ég fer á svið að ég fæ blóðnasir. En um leið og ég byrja að syngja gleymi ég mér,“ segir nýjasta söngstjama íslendinga, Emiliana Torrini, 17 ára mennta- skólastúlka úr Kópavogi. Emiliana söng eitt af vinsælustu lögum sum- arsins, Tabu, sem kom þó aldrei út á hljómplötu. Eftir mánuö kem- ur út fyrsta plata Emiliönu og hljómsveitarinnar Spoon og hin unga söngkona er full tilhlökkunar vegna þess. „Platan er öðruvísi og ég er viss um að hún á eftir aö koma fólki skemmtilega á óvart. Það eru að minnsta kosti fjögur lög sem ég reikna með að verði vin- sæl,“ segir hún. Rödd Emiliönu þykir ákaflega sérstök og DV hefur heimildir fyrir því að aöilar frá einu stærsta út- gáfufyrirtæki í Bretlandi hafi boðið henni plötusamning. Emiliana vill ekkert ræða það mál núna. Tilboð sem þetta er þó mjög stórt tækifæri fyrir ungan tónlistarmann og verð- ur því spennandi að fylgjast með framhaldi málsins. „Ég vil bara láta hvern dag ráðast, ekki vera með einhverjar væntingar." Hálfítölsk Emiliana er hálfítölsk, dóttir hjónanna Salvadori Torrini og Önnu Stellu Snorradóttur. Hún er skírð í höfuðið á báðum ömmum sínum sem hétu Emilía og Anna. Fjölskyldan hefur alla tíð búið á íslandi fyrir utan tvö ár í Þýska- landi. Emiliana byrjaði ung í kór Kársnesskóla og starfaði með hon- um þar til hún flutti til Þýskalands 11 ára gömul. „Ég hef alla tíð sung- ið mikið," segir hún. Nokkur tón- listaráhugi er í báðum ættum og hinn kunni píanóleikari Aage Lor- ange er náskyldur henni. „Pabbi er mjög góöur söngvari þó hann Emiliana Torrini með heimilisköttinn. Emiiiana teiur að ungir tónlistarmenn á Islandi fái ekki nógu mörg tækifæri. DV-mynd ÞÖK viö starf hennar sem söngkonu Spoon og sérstaklega eftir að mið- nætursýningar hófust um helgar. Gleðipopp er vinsælt Þar sem Emiliana hefur haft mjög mikið að gera undanfarið kemur það óneitanlega niður á náminu í MK. „Punktakerfið fer mjög í taug- arnar á mér og ég fæ lítinn stuðn- ing í skólanum. En ég reyni aö standa mig og passa mig að missa ekki úr námi.“ Emiliana segist þekkja mjög marga en eiga fáa nána vini. „Ég á bara tvær bestu vinkonur, annars á ég frekar strákavini enda lék ég aldrei með Barbie," segir hún. „Strákarnir í hljómsveitinni eru hins vegar góðir vinir mínir þó við séum öll miklar frekjur en ég hef lært mikið af þeim. Fyrir utan Hö- skuld Örn Lárusson og Egil Lárus- son eru í hljómsveitinni Friðrik Júlíus Geirdal, Gunnlaugur Hjört- ur Gunnlaugsson og Ingi Snær. Ákveðið var að hljómsveitin kæmi út eigin hljómplötu og tók lán til að standa straum af útgáfunni. „Það er ekki auðvelt að komast inn hjá útgáfunum og að mínu mati leggja þær of mikla áherslu á þá sem eldri eru í bransanum og gefa ungu fólki því ekki tækifæri. Utgáf- urnar eru of hræddar við það nýja og óþekkta," segir Emiliana. „Það er ofboðslega stressandi að koma út plötu því maður veit ekk- ert hvað fólk vill. Gleðipopp er mjög vinsælt á íslandi núna en við erum kannski ekki nema að litlu leyti inni á því. Ég hlakka mest til að heyra viðbrögðin við lagi sem heitir Tomorrow," segir Emiliana. Enskan er betri ÖO lögin á plötunni eru flutt á enskri tungu og segir söngkonan að það sé miklu betra. „Mér finnst eins og ég beiti röddinni betur á ensku. Ég hlusta sjálf eiginlega Erlend plötuútgáfa fylgist með nýjustu söngstjömu íslendinga: Er að stíga mín fyrstu spor - segir Emiliana Torrini, söngkona hljómsveitarinnar Spoon, sem vakið hefur mikla athygli að undanfömu syngi bara í baði.“ Þegar fjölskyldan kom aftur tO íslands hóf Emihana nám í undir- búningsdeild Söngskólans í Reykjavík og síðan var hún um tveggja ára skeið í einkatímum hjá Þuríði Pálsdóttur. „Þuríður er al- veg frábær,“ segir hún. Þegar Emifiana var í tíunda bekk byijaði hún söngferil sinn með hljómsveitinni Charlez Gizzur og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. „Okkur gekk ágætlega því við náðum öðru sæti. Ég hef nú samt aldrei skammast mín eins og þá því ég var virkOega óánægð með frammistöðu mína. Ég söng of djúpt og lét ekki röddina njóta sín enda var ég með kórröddina enn þá. Ég var síðan rekin úr þess- ari hljómsveit enda gekk samstarf- ið ekki,“ útskýrir söngkonan. Með Pláhnetunni Hljómsveitin Spoon var búin að vera starfrækt í tvö ár þegar Emfl- iana gekk til liðs við hana og hafði meðal annars verið upphitunar- band fyrir Nýdanska. Hljómsveitin varð þó ekki þekkt fyrr en í sumar er lagið Tabu fór að hljóma á öldum ljósvakans. „Ég heyrði fyrst í hljómsveitinni á óháöu listahátíð- inni en þá var Höskuldur Örn Lár- usson aðalsöngvari og hann syngur reyndar enn þá. Þeir fréttu af mér í Söngskólanum og buðu mér að koma og prófa aö syngja með á einni æfingu og það varð úr að ég hélt áfram með þeim. Höskuldur samdi síðan lagið Tabu og Egill bróðir hans samdi texta við það. Við vfldum ekki setja lagið á safn- plötu heldur dreifðum því bara á útvarpsstöðvarnar á DAT-spólu en áttum aldrei von á þessum við- brögðum. Lagið vakti athygli á hljómsveitinni og í kjölfar vinsæld- anna fengum við nóg að gera,“ seg- ir EmiOana. Spoon hefur mikið spilað í félags- miðstöðum og á kaffihúsum borg- arinnar en einnig fylgdi hljóm- sveitin Pláhnetunni um landið í sumar. „Það var frábært, alveg æðislegt," segir Emiliana sem fékk stundum að taka lagið með Stefáni Hilmarssyni. Emfliana setur einnig svip sinn á söngleikinn Háriö þar sem hún kemur fram í einu atriði. Vinsældir hennar hafa verið mjög miklar þar og nötrar salurinn þegar hin unga söngkona hefur upp raust sína. „Mig hefur alltaf langað tfl að vera með í söngleik og það hefur bæði verið skemmtflegt og lærdómsríkt að taka þátt í uppfærslunni," segir Emfliana en hún þvertekur fyrir að hafa viljað stærra hlutverk. „Mér finnst bara gaman að vera meö.“ í sýningunni situr Emiliana á svölum og lítið fer fyrir henni í byrjun. Hún segist hafa gott tæki- færi til að skoða áhorfendur. „Ég er enginn sérstakur dansari eða sportisti og er því bara fegin að geta setið þarna róleg.“ Undanfarið hafa sýningar Hársins þó rekist á ekkert á íslenska tónhst. Mínar uppáhaldshljómsveitir núna eru Wright og Cure en ég fila pönk og nýbylgju mjög vel.“ EmiOana segist alltaf hafa farið sínar eigin leiðir í fatastíl og þegar hún er spurð hvort hún sé hrifin af Björk Guðmundsdóttur svarar hún; Björk er æðisleg en ég hef aldrei mátt vera að þvi að hlusta á tónlist hennar eða Sykurmolana." Talsverð uppsveifla er 1 tónOst ungs fólks hér á landi um þessar mundir og margar nýjar ungar söng- konur hafa komið fram á sjónarsvið- ið. EmiOana segist vilja sjá fleiri hljómsveitir og fleiri karlsöngvara. „Það mætti vera meiri samkeppni þvi það er af hinu góöa,“ segir þessi unga og efhflega söngkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.