Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 Fréttir KU.L 1 THE 6 WHALES Einmana Vísaðtilhafnar: íþriðjasinn Landhelgisgæslan haíði aí'- skipti af 108 tonna eikarbáti í gær. Við könnun á réttindum skipveija kom i ljós að aöalvél- stjóri var skráður í fríi. Er þetta í þriðja skiptið frá því á seinasta ári sem varðskipsmenn fara um borð í umrætt skip. í ekkert skipt- anna hefur aðalvélstjóri verið um borö og hann alltaf skráður í fríi. Skipinu var skipað til hafnar. mæBas Hvalveiðibann undanfarinna ára hefur mæft andstöðu hér á landi en stjórnvöld hafa þó ekki treyst sér til að hefja veiðar af ótta við hörð viðbrögð umhverfisvernd- arsinna úti í heimi. Þessi Hafn- firðingur er þó ekki á því að gefast upp í baráttunni og hélt út í hólma á Hafnarfjarðarlæk síð- degis i gær með mótmælaskiltl. Eins og sjá má á myndinni vill þessl hainfirskí baráttumaður hefja nú þegar hvalveiðar. Fáir voru hins vegar til að taka undir meö honum því einn stóð hann i þessum aðgerðum fram á kvöld. DV-mynd BG Eldtungurnar stóðu marga metra upp í loft - segir Hallgrímur Matthíasson sem slapp ómeiddur „Eg sá einhverja gufu fyrst og hélt að það væri farið að sjóða á vélinni. í því verður bara sprenging, það sprautaðist olía aftan á húsið á vél- inni og eldtungurnar stóðu marga metra upp í loftið. Ég var með dyrnar opnar og stökk út úr vélinni og stuttu síðar voru rúöurnar farnar í hús- inu,“ sagði HaUgrímur Matthíasson, vinnuvélastjóri hjá Steypustöðinni. Hallgrímur var við vinnu sína í gær í Kollafirði þegar eldtungurnar stóðu upp úr ámokstursvél hans. Honum tókst naumlega að forða sér úr vélinni áður en eldurinn náði til hans. Taliö er að glussaslanga hafi gefið sig og sprautast úr henni yfir heita vélina og pústið en vélin hafði verið í fullri vinnslu í töluvert langan tíma. Vinnufélagar Hallgríms brugðust skjótt við þegar þeir sáu hvað verða vildi og beittu nokkuð nýstárlegum aðferðum við að slökkva eldinn. Önnur ámokstursvél var á vinnu- svæöinu og fylltu þeir skóflu hennar af sandi og mokuðu yfir eldinn en ekki sló á logana. Þá var fariö í nær- liggjandi skurð, sem var fullur af vatni, og skóflunni dýft ofan í og ausið yfir brennandi vélina. Það hreif og beið því lítið starf slökkvi- liösmanna þegar þeir komu á. vett- vang. Sexhandteknir: Fíkniefnifund- ustíhúsleit Fíkniefnadeild lögregiunnar handtók sex manns á miðvikudag í kjölfar húsleitar í heimahúsi. Viö leit í húsinu fannst 21 gramm af hassi og amfetamín. Öllum hinum liandteknu var haldiö yfir nótt og þeir yfirheyrðir. Á fimmtudag var farið i aðra hús- leit og fannst þá einnig hass og amfetamín, auk áhalda til neyslu. Samkvæmt heimildum DV var eiirn hinna handteknu annar tveggja mannanna sem nýlega hlaut dóm í stóru LSD-máli. Hann gengur þó enn laus þrátt fyrir fangelsisdóm. Hallgrímur Matthíasson vinnuvélastjóri við gröfuna sem kviknaði í. Sprenging 1 vinnuvél í Kollaíirði: DV-mynd Sveinn Hæstiréttur: Síbrotamenn skulu frjálsir Hæstiréttur hefur fellt úr gildi skurðaðir í gæsluvarðhald í sein- ljósi mikils brotavilja piltanna og gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- ustu viku vegna fjölda innbrota var ætiunin að ljúka meðferð mála dóms Reykjavíkur yfir 2 piltum á sem þeir höfðu framið. Um var að þeirra áður en þeim yrði sleppt aft- tvítugsaldri. Pfitarnir voru úr- ræða svokallaða síbrotagæslu í ur frjálsum. Sigurður Pétursson um nýjan jafnaðarmannaflokk: Stef num að framboði í öllum kjördæmum - Jón Sæmundur Sigurjónsson í hópi stuðningsmanna Jóhönnu Sigurðardóttur „Flokksstofnunin er komin af stað og undirbúningsvinna hafin. Meðal annars er byijað að semja stefnu- skrá. Vinnuhópar eru byrjaðir að vinna. Við stefnum að því að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu þingkosningum og erum komin með tengiliði í öllum kjördæmunum," sagöi Siguröur Pétursson, oddviti Jafnaðarmannafélags íslands og stuðningsmaður Jóhönnu Sigurðar- dóttur, varðandi stofnun jafnaðar- mannaflokks sem Jóhanna og stuðn- ingsmenn hennar eru að vinna að. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir í umræðum á Alþingi síðastliðið þriðjudagskvöld að hún og stuðn- ingsmenn hennar væru að stofna stjórnmálasamtök sem ætluðu aö bjóða fram í næstu kosningum. Jón Sæmundur Siguijónsson, fyrr- um alþingismaður, er í hópi stuðn- ingsmanna Jóhönnu Sigurðardóttur. „Mér hefur alltaf verið vel til Jó- hönnu. Þegar ég hef verið spurður þeirrar spurningar hvort ég sé stuðn- ingsmaður hennar hef ég alltaf sagt já. Ég er stundum spaugsamur og menn hafa tekið svar mitt eftir því. En þú mátt hafa það eftir mér að öllu gamni fylgi nokkur alvara,“ sagði Jón Sæmundur þegar DV spuröi hann um stuðning hans við Jóhönnu. Sigurður Pétursson sagði að mjög margt fólk úr Alþýðuflokknum og úr flestum kjördæmum hefði haft samband við Jóhönnu Sigurðardótt- ur og talsmenn Jafnaðarmannafé- lags Islands og lýst yfir stuðningi við þessa flokksstofnun. Búast má við að nú, þegar Jóhanna hefur tekið af skarið með flokksstofnunina opin- berlega, fjölgi þeim krötum sem koma til samstarfs viö hana og henn- ar fólk. Stuttarfréttir Lagafrumvarp um sameiningu Sléttuhrepps við ísafjörð var kynnt í ríkisstjórninni í gær. Kosning getur ekki farið fram því lireppurinn er mannlaus. Vigdís Finnbogadóttir forseti hitti Bill Clinton í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Á eftir fór hún á kvik- myndahátíð. Krónan aldrei lægri Gengi krónunnar hefur aldrei veriö skráð jafn lágt og um þessar mundir, Gengið hefur stöðugt lækkað síðan í september. Sefiðáuppiýsingum Menntamálaráðherra hefur veitt einstaklingum og samtökum samtals 6,3 milljónir í styrki af því ráðstöfunarfé sem Alþingi úthlutaði honum í ár. Sundurllð- un upphæðarínnar hefur ekki fengist gefin upp. Heimdallurmótmæiir Stjóm Heimdallar hefur mót- mælt þeim tiiraunum ríkisvalds- ins að grípa inn í daglegt líf fólks meðnýjum fiöibýlislögum. Heim- dellingar segja kattaákvæöí lag- anna rýra verðgildi íbúða. Frystiskip frá Hafnarf örði Dótturfyrirtæki Skagfirðings, Djúphaf hf„ hefur keypt frysti- skipið Sjóla frá Hafnarfirði. Sam- kvæmt RÚV fylgir lítill hluti kvótans með í kaupunum. - Batnandiafkoma Eignarhaldsfélag Alþýðubank- ans skilaði 80 milljóna króna hagnaði af rekstri fyrstu 8 mán- uði ársíns. Á öllu síðasta ári var tap félagsins 259 milljónir. Sijórn Verkaiýðsfélags Húsa- víkur mótmælir öllum hugmynd- um um hækkun skatta, hvort sem þær felast í hækkun bensíngjalds eða eru með öðrum hætti. Slíkar hækkanir komi einfaldlega niður á kaupmætti launafólks. Stúdentar álykta Niöurskurður til.menntamála er alröng stefna í höröu ári og fjöldatakmarkanir leysa engan vanda. Stúdentaráð ályktaöi á þennan veg vegna framkomins íjárlagafrumvarps. Skóiakönnun Gallups Könnun Gallups leiöir í ijós að 57% landsmanna telja að rekstur grunnskólans eigi að vera í hönd- um ríksins, Tæplega 51% er hlynnt fiölgun samræmdra prófa. Hagnaður hjá HB Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi hagnaðist um 81 milljón króna fyrstu 8 mánuði þessa árs. Fyrirtækið hyggst skrá hlutabréf sín á Verðbréfaþinginu. Nýþjónustumiðstöð í gær var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri þjónustumiöstöð í Kópavogi íýrir eldri borgara. Miðstöðin verður tæplega 700 fer- metrar og er staðsett viö Gull- smára 13. Vinnuvélaeigendur hafa sent frá sér ályktun þar sem tillögum forsætisráðherra um auknar vegaframkvæmdir er fagnað. Áformum fjármálaráðherra um innheimtu þungaskatts af vinnu- vélum er hins vegar mótmælt. I tilefni 90 ára aftnælis Iðnskól- ans hefur ÍSAG A hf, gefið skólan- um gasdreifikerfi til notkunar í grunndeildum málmiðna. Sundiaugaverðir í próf Nýjar reglur um sundstaði gera strangar kröfur til sundlauga- varða. Framvegis verða ailir starfsmenn sundstaða að gangast undir erfið próf á hverju ári. Bylgjan skýrði frá þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.