Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 28
36 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 Trimm Borðaðu minna og lifðu lengur - æskubrunnurinn fundinn Hóflegt mataræði og regluleg hreyfing léttir öllum ellina. Lífslíkur íslendinga eru með þeim hæstu í heimi og deilum við þar topp- sætinu yfirleitt með Japönum. Líf- slíkur íslenskra kvenna eru um 81 ár en karla 76 ár. Til samanburðar má geta þess að lífslíkur kvenna í Afganistan eru 49 ár en karla 51 ár. En flestir vilja lifa við heilbrigði og hreysti eins lengi og kostur er. Talið er að líffræðilega mögulegur hámarksaldur mannsins sé um 120 ár. Vísindamenn hafa lengi rýnt í eðli öldrunar og hrörnunar með það fyrir augum að lengja ævi mannsins. Hraði öldrunar er ákvarðaður af erfðavísum en margt fleira kemur til. Frumur líkamans tærast þegar þær komast í samband við svokölluð . sindurefni en það er efnahópur sem hefur óparaða rafeind og er rokgjarn. Sindurefni eru talin eiga þátt í mörg- um illkynja sjúkdómum, s.s. parkin- sonveiki, krabbameini og hjartasjúk- dómum, auk þess að eyða fitu og prótínum sem líkaminn þarf á að halda. Sindurefni verða t.d. til þegar frumur taka þátt í efnaskiptum og þau verða til við ýmsa matreiðslu, s.s. djúpsteikingu. Leit vísindamanna að lengra og betra lífi beinist einkum að því að flnna og einangra þá erfðavísa sem stjórna öldrun. Minni matur - lengra líf Rannsóknir hafa sýnt að takmörk- un á fæðuneyslu getur haft afgerandi áhrif á langlífi. Vísindamenn í Little Rock í Arkansas hafa sett fram þá kenningu að nægilegt sé að neyta 1.600 hitaeininga á dag í stað 2.500. Við minni neyslu hægist á efnaskipt- um og minni framleiðslu á sindur- efnum. Þetta aftur leiðir til aukins langlífis. Þannig byggist kenningin á því að óhóf Vesturlandabúa í matar- æði leiði til ótímabærs dauödaga svo æskubrunnurinn er í rauninni fund- inn á matardiskinum þínum. Enn hefur engin töfralausn fundist sem lengir líf manna með sértækum aðgerðum. Fleiri og fleiri rannsóknir sýna að regluleg hreyfing eða iðkun íþrótta ásamt hollu og hófsömu mat- aræði og rósemi hugans eru þeir þættir sem líklegastir eru til þess að auka langlífi. Tilraunir með að sprauta vaxtarhormóni í roskna karlmenn leiddi í ljós ýmsar jákvæð- ar breytingar á vöðavamassa, húð og beinum. Það bendir til þess aö ýmis slík hjálparefni geti hjálpað mönnum að varðveita æskuna leng- ur fram eftir aldri, þótt þau lengi kannski ekki lifið sjálft. (Byggt á Mens Fitness, Muscle and Fit- ness og Lífsþrótti) Lyftu og lifðu lengur Þótt Rudy Sanchez se orðinn 81 ars halda margir aö hann sé rúmlega fimmtugur. Á yngri árum var hann þekktur steppdansari, grínisti og skemmtikraftur í næturklúbbum. Þá lifði hann ekki heilbrigðu lífi heldur þvert móti drakk, reykti og sukkaði eins og berserkur. Um síðir sneri hann frá villu síns vegar og tók að lifa heilbrigöu lífi, hætti að reykja og drekka og fór að iðka líkams- rækt. Hann stundar lyftingar fjórum sinnum í viku, auk annarrar hreyf- ingar. Hann þjálfar og leiðbeinir öðr- um og sér um sjónvarpsþátt um heil- brigt líf. Auk þess að lyfta stundar Rudy karate og fékk svarta beltið sjötugur að aidri. Rudy leggur áherslu á að fólk haldi sér ungt í anda. „Gleymdu hvað þú ert gamall og gerðu þaö sem þig lang- ar til,“ segir hann. Þetta á þó ekki við um allt sem hugur manna girnist því aö Rudy leggur mikla áherslu á hollt og fitusnautt mataræði með áherslu á ávexti og grænmeti og hreyfingu á hverjum degi, að ógleymdri íhugunar- og slökunar- stund daglega. Hann ráðleggur fólki að minnka neyslu kjöts og forðast áfengi og tóbak. „Sá sem fer eftir þessu getur verið við hestaheilsu fram yfir 100 ára aldur.“ Fjörutíu kaloríur í fullnægingu Margir eru vanir að telja kaloríur og horfa þá aðallega á mat og hreyf- ingu, s.s. skokk, hlaup eða sund. En margt smátt gerir eitt stórt. Litlar athafnir eyöa líka kaloríum. Lítum á nokkur dæmi: Koss: (aö kyssa tengdamömmu) 3 kaloriur. Koss: (maki eöa ástvinur) 11 kaloríur. Holdris: 1 kaloría Smokkur settur upp: 3 kaloríur Hefðbundnar samfarir: 130 kaloríur (á klukkustund). Fullnœging: 40 kaloríur. Rólegt skokk: 100 kaloríur á 10 mínútur. Að standa upp á endann og masa í símann: 140 kaloríur á klst. Elda mat: 100 kaloríur á klst. Bursta skóna: 32 kaloriur á 10 mínútum. Ryksuga: 50 kaloríur á 15 mínútum. Strauja föt: 60 kaloríur á 30 mínútum. Tyggja tyggigúmmí: 8 kaloríur á klst Ganga og tyggja tyggigúmmi samtímis: 109 kaloríur á 30 mínútum. Fæstir trúa því að Rudy Sanchez sé orðinn 81 árs. Á hverju hleypur þú? Hjarta hlauparans er í fótunum og þar af leiðandi í skónum. Flest- ir skokkarar og hlauparar vilja vera í þeim bestu skóm sem völ er á til að tryggja hámarksárang- ur og lágmarksálag og meiðsli. Mörg mismunandi merki eru í boði og hver verður því að velja sjálfur það sem honum kann aö henta. Trimmsiðan komst yfir niðurstöður úr skókönnunum sem gerðar voru í þremur heims- frægum maraþonhlaupum, þ.e. í Hamborg, Munchen og London. í Hamborg hlupu 45% á Asics, 14% á Nike, 10% á Reebok, 8% á Adid- as og 7% á Brooks. í Munchen hlupu 31% á Asics, 17% á Nike, 16% á Adidas og 5% á Brooks. I London hlupu 28% á Nike, 21% á Asics, 11% á Reebok, 8% á Brooks og 6% á Adidas. í tengslum við skráningu í Reykjavíkurmaraþoni 1994 var gerð sams konar könnun á skó- búnaöi þáttcakenda. Samkvæmt bestu heimildum trimmsíðunnar var svörun ríflega 50%. Niður- stööurnar eru trúnaðarmál sem verður ekki gefið upp að svo stöddu. Folk a hlaupum Fjórir íslendingar fóru til Lúx- emborgar 25. september og tóku þátt í hálfmaraþonhlaupi milli Remich og Grevenmacher um vínekrur í fögrum dölum. Hlaup- ið heitir Route de vin eða vínleið- in. „Þetta var frábær upplifun," sagöi Árni Sigurðsson í samtali við DV. Hann og Guðný Odds- dóttir, Úlfar Hinriksson og Bryndís Magnúsdóttir tóku þátt í hlaupinu. Ami sagði að hitinn, sem var 25 gráður, hefði veriö í það mesta fyrir íslendinga en lof- aði mjög allt skipulag og stemn- ingu. Hlaupaleiðin er marflöt meöfram Móselánni og lúöra- sveitir og mýgrútur áhorfenda sáu um að halda uppi stuðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum til útlanda að hlaupa en örugglega ekki það síðasta,“ sagði Árni. Nokkrir íslendingar, þar á með- al Jón Jóhannesson og Daníel Smári Guðmundsson, tóku einn- ig þátt í maraþonhlaupi í Amst- erdam sem var um svipað leyti og þar var einnig mjög heitt. Trimmsiðan hefur fyrir satt að Ragnar Tómasson, höfundur bókarinnar Hristu af þér slenið, sé í Bandaríkjunum að keppa í hálfmaraþoni, Vöggur Magnús- son og Öm Þorsteinsson munu ætla að taka þátt í maraþonhlaupi í Dublin í lok október og ætla að hlaupa heilt maraþon. Það er nefnilega hægt að gera fleira en versla á írlandi. Ekki drekka kaffi Prófessor við háskóla í New York hefur rannsakað áhrif kaffi- drykkju á þá sem stunda likams- rækt og komist að þeirri niöur- stöðu að kaffi hækki blóöþrýsting og sé því óæskilegt fyrir þá sem leggja stund á íþróttir og reyna mikið á hjartað. Hann ráðleggur þeim sem neyta koffins í ein- hverju formi að sleppa því 3 klukkustundir fyrir æfingu. Umsjón Páll Ásgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.