Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Page 4
Fréttir Gjaldþrot Hagvirkis-Kletts: Eignir þrotabúsins taldar lítils virði - skuldar Hafnfirðingum tugi milljóna króna Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV er búist viö hundruð milljóna króna kröfum í þrotabú Hagvirkis- Kletts en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta á fimmtudag sam- kvæmt úrskurði héraðsdóms. Skiptastjórar hafa verið skipaðir, þeir Helgi Jóhannesson og Jóhann Níelsson, og hafa þeir kallað starfs- menn fyrirtækisins, um 70 talsins, á fund á þriðjudag. Einhveijar eignir eru í búinu, mest í formi véla og tækja, og erfitt er að áætla markaðs- virði þeirra miðað við ástand verk- takaiðnaðarins í dag og árstímann, auk þess sem tækin og vélarnar eru mikið veðsett. „Gjaldþrot Hagvirkis-Kletts er staöreynd sem Hafnarfjarðarbær mun bregðast við eins og aörir sem eiga kröfur á þrotabúið. Það þarf að taka þetta saman en þetta eru ein- hverjar milljónir," segir Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Samkvæmt heimildum DV nema skuldir Hagyirkis-Kletts við Hafnar- fjarðarbæ u'm 30 til 40 milljónum króna. Aðrir lánardrottnar og öllu stærri eru sýslumaðurinn í Hafnar- firði, íslandsbanki og ýmis fjármögn- unarfyrirtæki. Að auki skuldar fyrirtækið fjölda undirverktaka. Fyrirtækiö hafði skuldbundið sig meö verksamning- um til að vinna að útrásum á holræs- um fyrir Hafnarfjarðarbæ en þar sem verkið er skammt á veg komiö mun bærinn ekki tapa háum upp- hæðum vegna þess. Þá var ýmsum smærri verkefnum ólokið í miöbæ Hafnarfjarðar. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Hagvirki hvergi verið í tékkareikn- ingsviðskiptum frá því að gengið var frá nauðasamningum við fyrirtækið í júní í fyrra. Orðaöi einn heimildar- manna blaðsins það sem svo að í raun hefði heilt verktakafyrirtæki verið rekið með sparisjóðsbók - greiðslur komu inn fyrir verk og fóru jafnharðan út fyrir kostnaði. Enn sem komiö er nær gjaldþrotið ekki til verktakafyrirtækisins Hag- taks sem er að stórum hluta í eign sömu aðila. Hagtak vinnur meðal annars að framkvæmdum í Helgu- vík. Skipsflök: Eigendum beraðfjar- lægjaflökin „Það er óheimilt að skiJja þetta eftir með þessum hætti, það er öllum fjóst. Eigandi skips ber allt- af ábyrgð á flaki þegar kemur til strands," segir Magnús Jóhann- esson, ráöuneytisstjóri í um- hverfisráðuneytinu. Strand Hugborgar við Keflavík- urbjarg hefur vakið upp spurn- ingar um það hver eigi aö sjá um að fjarlægja þau skipsflök sem til falla. Þar var gerð misheppnuð tilraun til að brenna flakið. I ára- tug hefur flakið af Gissuri hvíta iegið á friölýstu svæði í Vatnsfirði og þykir óprýði að. „Við erum með klára lögsögu þegar kemur til þess aö sökkva skipum í sjó. Þegar skip eru kom- in upp í fjöru snýr fyrst og fremst að okkur þau efni i skipinu sem valda mengun önnur atriði eru á valdi landeigenda,“ segir Magn- ús. Fróun við glugga Tveimur ungum konum í kjall- araíbúö við Rauðalæk brá í brún þegar þeim varö litið út um gluggann f fyrrakvöld. Þar stóð maður með manndóminn í hönd- unum og var að fróa sér. Konurn- ar hringdu eins og skot á lögreglu og kom hún að vörmu spori. Maðurinn, sem talinn var klædd- ur gallafatnaöi, var á bak og burt og fannst ekki þrátt fyrir eftir- grennslan. „Miðað við útlitið á bílnum telst ég vera stáiheppinn. Mér skilst að sjúkra- flutningamenn sem komu á vettvang hafi átt erfitt með að átta sig hve lítið meiddur ég var,“ sagði Eirikur Sverrir Björnsson, ökumaður bils sem valt tvær veltur á Hnifsdalsvegi og endaði niðri i fjöru í umferðaróhappi i fyrra- dag. Á stóru myndinni styðja sjúkraflutningamenn og lögregla Eirík frá bilflakinu sem liggur í flæðarmálinu. Eins og sjá má mátti ekki miklu muna að verr færi enda er bíllinn mikið skemmdur eftir að hafa oltið 6 metra niður í grýtt flæðarmálið. DV-myndir Halldór Sveinbjörnsson Vandi vegna úreltra fiskiskipa um allt land: Vilja ikeMa 120 skip „Þetta er þekkt vandamál, flök hggja óhreyfð árum saman. Það er ætlan Sighngamálastofnunar að taka á þessu með öllum tiltækum ráðum. Það úreldingarfár sem nú gengur yfir eykur enn á áhyggjur okkar í þeim efnum. Við munum í framtíð- inni láta menn undirrita yfirlýsingu þegar þeir taka skip sín af skrá þess eðhs að þeir muni eyða flakinu eða stofnunin geri það að öðrum kosti innan ákveðinna tímamarka," segir Sigurjón •Haflgrímsson, -umdæmis- stjóri Sighngamálastofnunar á Vest- fjörðum. Ahs hafa borist 120 umsóknir um úreldingu fiskiskipa. Af þeim eru 36 opnir bátar og þrír togarar. Að sögn Hinriks Greipssonar, starfsmanns Þróunarsjóðs, er búið að samþykkjá 75 umsóknir sem kosta sjóðinn 1,3 milljarða. Hinrik segir að þetta þýði um 4 prósent af fiskiskipaflotanum sem er um 120 þúsund tonn. Skip þurfa ekki að stranda eða sökkva til að skapa umhverfisvanda- mál. Þegar skip er úrelt standa allir í þeim sömu sporum að þurfa að losa sig við flökin. Þegar eru skipsskrokk- ar um allt land í höfnum og á þurru landi og það kostar eigendur milljón- ir að eyða þeim. Tahð er að það kosti í kringum 2 mihjónir að eyða 50 tonna báti. Sú lausn að sökkva bátum á hafi úti er ekki lengur tiltæk, þaö er ekki leyft. Margir eru svo í þeim sporum að eiga ekki fyrir þeirri að- gerð að eyða skipunum. Þetta þýðir að hætt er við að skip dagi uppi hér og þar í fjörum og höfnum. Árið 1992 voru ahs úrelt 27 skip í gegnum Hagræðingarsjóð. Á síðasta ári voru úrelt aðeins 6 skip en sú lága tala er miðuð við aö þá lá fyrir aö framlag vegna úreldingar yrði hækkað um 50 prósent eins og nú er oröið. Sú staðreynd að nú hefur orð- ið sprenging í þessum umsóknum getur kahaö á vandamál ef menn ganga leiðina á enda og úrelda skip- in. . : LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 4 Sumir starfsmenn tapa hundruðum „Það voru um 70 starfsmenn sem lögöu 11 mihjónir í formi hlutafjár th fyrirtækisins og þaö fé hefur allt verið innt af hendi. Hluti af því var skuldabréf sem við vorum að greiða af og á eftir að greiða 5 rahljónir af því,“ segir Árni Baldursson, fulltrúi starfs- mannafélags Hagvirkis, sem í kjölfar nauðasamninga í júní í fyrra lagöi fram 11 mUIjóna króna hlutafé í fyrirtækið. Árni segir aö hlutafélag hafi verið stofnað um hlutafjársöfn- unina þannig að óvíst sé hvort starfsmenn þurfi að greiða þær 5 milljónir sem eftir standa. Skipta- stjóri taki líklega ákvörðun um hvort greiöa þurfi afganginn. Hins vegar sé ljóst að hitt féð sé tapaö. „Þetta er auövitað áfall fyrir þá sem lögðu peninga í þetta en þetta var upphaflega hugsað til að hðka til og það markmlð náðist. Þetta var náttúrlega tíl að halda þessu á floti og halda vinnunni. Sumir eru búnir að borga einhver hundruð þúsunda en aörir minna,“ segir Ámi. Ellefu verslanir: íslenskt í öndvegi Ellefu dagvöruverslanir á höf- uðborgarsvæðinu og Selfossi haía bundist samtökum um að setja íslenskar framleiðsluvörur í öndvegi í hihum sínum frá og meö nk. mánudegi. Þetta er í fyrsta sinn sem hópur kaup- manna tekur þátt í samstarfs- verkefhi af þessu tagi. Verslanirnar sem hér um ræðir eru fjórar 10-10 verslanir, þrjár verslanir Plúsmarkaðarins, Sunnukjör, Austurver, Garöa- kaup og Horniö á Selfossi. Þessir aðilar standa sjálfir straum af kostnaöi viö þetta verkefni en frumkvæðið átti framkvæmda- nefnd söluátaksins íslenskt, já takk. vill Björn semráðu- neytisstjóra Halldór Blöndal iandbúnaðar- ráðherra hefur lagt til við forseta Isiands að skipa Bjöm Sigur- bjömsson líffræðing í embætti ráðuneytisstjóra í Iandbúnaðar- ráðuneytinu. Embættið var aug- lýst laust til umsóknar í byijun september eftir að Sveinbjörn Ðagfinnsson hafði óskaö lausnar frá embættinu. Bjöm hefur undanfarin lft ár starfað fyrir Matvæla- og land- búnaðarstofhun SÞ'og Alþjóða kjarnorkumálastofnunina. Aður var hann forstjóri Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins. Alls bárust sex umsóknir um embættið. Auk Bjöms sóttu um embættið þau Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt, Bjami Guð- mundsson búvísindakennari, Guðmundur Sigþórsson skrif- stofusfjóri, Hreggviður Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, og Jón Höskuldsson deildarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.