Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 Fréttir__________________________________________________________________________________ GolfveUimir við Korpúlfsstaði njóta forgangs í borgarkerfinu: 35 milljónir í golf ið en ekkert í reiðleiðir - reiðvegir koma til framkvæmda á næstu árum, segir borgarverkfræðingur Framkvæmdir borgarinnar vegna reiðstíga hafa setið á hakanum með- an framkvæmdir við golfvelli eru langt komnar í landi Korpúlfsstaða í Reykjavík. Birgir Rafn Gunnars- son, fulltrúi Fáks í samstarfsnefnd hestamannafélaga á höfuðborgar- svæðinu, segir að erfitt sé að komast á hestum upp í Mosfellsbæ frá Úlf- arsá við Grafarholt þar sem reiðstíga vanti. Stefán Hermannsson borgar- verkfræðingur segir að framkvæmd- irnar hafi dregist þar sein golfvallar- gerðin sé tímafrek en stefnt sé að framkvæmdum við reiðleiðirnar á næstu tveimur árum. „Samkvæmt skipulagskortum á að koma ný reiðleið í landi Korpúlfs- staða og vinna við golfvöllinn þar er langt kominn. Við höfum bent á að framkvæmdir vegna golfvaliarins og reiðgatna haldast ekki í hendur og gamla reiðgatan er varla nothæf. Rask er á reiðleiðum við Korpúlfs- staði og við erum uggandi yfir slysa- hættu því samkvæmt skipulagi á reiðgatan að fara þvert yfir braut 12,“ segir Birgir Rafn. „Golfvallarframkvæmdirnar eru tímafrekar þvi aö það þarf að breyta jarðveginum og sá svo að vellimir grói. Ég á ekki von a því að golf verði leikið við Korpúlfsstaði fyrr en árið 1997 þó að vellimir séu orðnir fagur- grænir núna og þess vegna erum við ekki búnir að gera reiðstíginn niður með Úlfarsá. Við höfum gætt þess að halda gömlu reiðleiðinni opinni á öllum stigum framkvæmdanna og reynum að gæta þess að alltaf sé ein- hver leið fær,“ segir Stefán Her- mannsson borgarverkfræðingur. Stefán segir að þegar hafi verið útbúin bráðabirgðaleið fyrir hesta- menn þar sem jarðrask hefur orðið á reiðleið þeirra fyrir neðan Korp- úlfsstaði, auk þess sem fljótlega verði gengiö í að koma upp bráðabirgða- tengingu frá nýjum reiðvegi upp með Vesturlandsvegi yfir á gömlu reið- leiðina hinum megin við veginn. Aðspurður um slysahættu á braut 12 segir hann aö hestamenn geti val- ið um hvort þeir fari neðan við braut 12 eða þvert yfir hana. Samstarfsnefnd hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur sent borgarráði bréf þar sem óskaö er eft- ir því aö framkvæmdir við reiðstíg niður með Úlfarsá og undirgöng und- ir Vesturlandsveg við ána hefjist sem fyrst. Skráð verkfallsbrot og mannfæð 1 Hátúni 101 Reykjavík: Bitnar ekki á sjúklingum - vann 16 tíma fyrsta daginn, segir Jóhanna Benediktsdóttir deildarstjóri Framkvæmdir borgarsjóðs við nema nú þegar 35 mfiljónum króna, í átaksverkefni við gerð gróðurbelta golfvellina í landi Korpúlfsstaða auk þess sem 15 milljónir hafa farið við Korpúlfsstaöi. „Eg bjóst við að sjúkraliðar kæmu til vinnu á minni deild eftir aö verk- fallið byrjaði en svo komu þeir ekki. í staðinn höfum við unnið meira og hraðar, ég vann til dæmis 16 tíma í einni lotu fyrsta verkfallsdaginn. Til allrar hantingju hefur þessi erfiða deild veriö með léttara móti og álag á starfsfólk með minna móti. Mann- • fæðin hefur sem betur fer ekki bitnað á sjúklingum," segir Jóhanna Bene- diktsdóttir, deildarstjóri á deild 1, deildum Landspítalans í Hátúni 10 í ReyRjavík. Talsvert álag hefur verið á starfs- fólki Landspítalans að undanfórnu þar sem ágreiningur hefur verið milli stjómenda Ríkisspítala og for- ystumanna Sjúkraliðafélags íslands um það hvort neyðarlistar séu í gildi á fimm deildum Landspítalans, með- al annars á tveimur deildum í Hátún- inu. ingadeildum Landspítalans, segir að lög heimili starfsemi á tveimur öldr- unarlækningadeildum meðan ein deild sé ekki undanþegin verkfalh. Sjúkraliðar hafi ekki gert neinar at- hugasemdir við ráðstafanir spítalans fyrir verkfall en neitað að mæta til vinnu eítir að verkfalhð hófst. Sjúkraliðar hafa gengið reglulega um öldrunarlækningadeildimar í Hátúni til að fylgjast með verkfalls- brotum og skrá þau niður án þess liði hefur mætt til vinnu á annarri af undanþágudeildunum en er nú kominn í vetrarfrí. Starfseminni á öldrunarlækningadeildunum hefur verið haldið gangandi með því að fá einn hjúkrunarfræðing á aukavakt í stað hverra tveggja sjúkraliöa sem vantar. Það gildir þó ekki um þá deild þar sem sjúkraliðar em í löglegu verkfalli. M JJJÍ íiii--’ að herja á kaupfélagið Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti einróma á fundi á fóstudag að fela lögmanni sínum að innheimta á fjóröu milljón króna sem kaupfélagið í hreppn- um hefur tekiö við frá árinu 1988 sem styrk til hreppsins vegna samgöngumála. Sjö lireppsnefnd- armenn samþykktu einróma til- löguna sem Bjarni P. Magnússon sveitarstjóri lagði fram. Eins og fram hefur komið í DV hefur aldrei verið samþykkt í hreppsnefndinni að kaupfélagið mætti taka við greiöslunum. Fyrrverandi sveitarstjóri hefur hins vegar viðurkennt í bréfi að hann hafi „sennilega" á sínum tíma „heimilað“ slíkt með símtali til samgönguráðuneytisins. Þar var farið eftir fyrirmælunum og greiðslurnar, sem komu einu sinni á ári, voru sendar á nafn- númer kaupfélagsins. Hinn fyrr- verandi hreppstjóri sat á sínum tíma í stjóm kaupfélagsins. Bjarni sveitarsfjóri sagöi í sam- tah við DV í gær að ekki lægi ljóst fyrir með hvaöa liætti greiðslurn- ar yrðu innheimtar. Líkur eru á að lögmaður hreppsins muni fyrst leita til ráðuneytisins - þess aðila sem féllst á aö greiða pen- inganna til rangra aðila. Finnist ekki lausn í málinu verður rétt- um aðilum stefnt fyrir dóm og málinu lokið fyrir dómstólum. Stuttar fréttir Nýir gervihnattadiskar Póstur og sími hefur til mála- mynda keypt 2 jarðstöðvar á sam- tals 2 doliara. Gervihnattadisk- unum er ætlaö að greiöa fyrir kortaviðskiptum á vegum VISA. Mbl. greindi frá þessu. Vilja kaupajarðir Þeir sem eiga rétt til laxveiöa við Faxaflóa ætla að reyna að fá keyptan rétt 5 jaröa sem mega leggja net í sjó. Skv. RÚV komu 7 þúsund laxar í netin i sumar. Flýja háttverð Hátt verð félagslegra íbúða samanborið við almennan mark- að veldur flótta úr kerfmu. Sveit- arfélögum ber skylda til að kaupa þessar eignir en skv. Stöð 2 eru þessar eignir oft illseljanlegar. Þörf á ráögjöfum Óskum um fjárhagssaðstoö hef- ur fjölgað verulega þjá Félags- málastofnun. Þörf er á sérstökum Qárhagsráðgjöfum vegna erfið- leika margra heimila. Skv. Sjón- varpinu ætlar félagsmálaráð- herra að beita sér í málinu. JarðaðíKópavogi Kirkjugarðurinn í Gufunesi mun ekki duga sem grafreitur fyrir borgarbúa til ársins 2030 eins og gert var ráð fyrir. Innan fárra ára verða fjölmargir Reyk- víkingar jarðsettir i landi Kópa- vogs. Stöð tvö skýrði frá þessu. Innkaupastofhun Reykjavikur- borgar hefur mælt með að ístaki verði fahn stækkun Laugardals- hallarinnar. Skv. Mbl. mun borg- arráð íjalla um máliö i dag, Erlendirskaðvaldar Á siðustu 20 árum hafa lang- flest mengunaróhöpp víð ísland verið af völdum erlendra skipa. Alþýðublaðið greindi frá þessu. —“—----------------------- einm Guðrún Karlsdóttir, hjúkrunar- j^j^ijpir. Pldrunad^t^i|@,:t^^mnky^^|sl3ói3,^(|d^f^^knt - að kopjiö lmfLtil átaka. Einn|j}S??t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.