Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Flokkur gerist boltalið Fráfarandi félagsráöherra hefur upplýst, aö hann hafi ekki fengið rauða spjaldið, heldur gula spjaldið. Hann muni koma aftur í seinni hálfleik til að skora mörg mörk, eins og hann hafi gert í Firðinum í gamla daga. Auk þess hafi gula spjaldið í rauninni verið ranglátt. Ef aimennt verður farið að líkja stjórnmálum við bolta- leik, er hætta á ferðum. í boltanum er ekki spurt um hugmyndafræði eða þjóðarheill, heldur okkar hð og hitt hðið. Spurningin er um okkur eða hina. Gul og rauð spjöld eru bara óþægindi án nokkurs innra siðagiidis. Fráfarandi félagsráðherra hefur ahs engrar afsökunar beðizt á póhtískum ferh sínum. Hann segist hafa verið ofsóttur af óvinum utan og innan flokks. Hann hafi vikið úr starfi aðeins til að létta lífið öðrum aðilum, sem ekki töldu sig geta staðið í að verja hann gegn ofsóknunum. Upp á þessi undarlegu býti hefur forusta Alþýðuflokks- ins boðið hann velkominn á nýjan leik. Umhverfisráð- herra segir hann hafa sýnt mikinn hetjuskap. Flest bend- ir til, að hinn fráfarandi ráðherra verði eitt helzta tromp Alþýðuflokksins í alþingiskosningunum í vetur. Brottfór ráðherrans úr ríkisstjóm hefur leyst vanda- málin, sem hann haíði skapað ríkisstjóminni. En þau leysa ekki vandamálin, sem hann hafði skapað Alþýðu- flokknum. Hann heldur áfram að vera varaformaður flokksins og einn helzti frambjóðandi hans í póhtík. Vandamál ráðherrans fyrrverandi límast þannig við Alþýðuflokkinn, sem verður að heyja kosningabaráttu sína undir þeim merkjum, að varaformaðiir flokksins hafi ekkert gert umtalsvert af sér. Flokkurinn mun stað- festa stöðu sína sem spilhngarílokkur þjóðarinnar. Vafalaust munu margir halda áfram að kjósa Alþýðu- flokkinn. Sumir hafa ekki enn fengið embætti og em að bíða eftir því. Aðrir hta á flokkinn sinn eins og bolta- áhugamenn líta á liðið sitt. Þeir horfa ekki á gulu og rauðu spjöldin, heldur spyrja, hvort skomð verði mörk. Svo áfram sé notað hkingamálið úr Firðinum, þá mun flokkurinn ekki skora mikið í næstu kosningum. Hann mun koma formanni og varaformanni á þing, en aðrir þingmenn verða fáir. Mikih íjöldi krata mun nefnilega neita að kjósa flokkinn eins og hvert annað boltahð. Eftir situr stjórnmálaflokkur, sem orðinn er að eins konar boltahði úr Firðinum. Hann verður minni en nokkra sinni fyrr og spilltari en nokkra sinni fyrr. Þeir kratar, sem neita að líta á mál ráðherrans fyrrverandi sem eins konar boltamál, fara annað með atkvæði sitt. Úr því að ráðherranum fyrrverandi er tekið fagnandi af forastu flokksins og boltasinnum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, án þess að hann hafi beðizt afsökunar á ráð- herraferh sínum, taka þessir aðilar fuha ábyrgð á vinnu- brögðum hans og gera þau raunar að Alþýðuflokksmáh. Það verður mál Alþýðuflokksins, að ráðherrar flokks- ins megi hlúa að vinum og ættingjum á kostnað almenn- ings, án þess að almenningur fái sömu þjónustu. Þetta er bara hluti velferðarkerfisins að mati ráðherrans frá- farandi og merki um stuðning hans við htilmagnann. Það verður vandamál Alþýðuflokksins að innan hans séu aðhar, sem hafi tekið þátt í að ofsækja einn helzta markaskorara flokksins og hrekja úr ráðherraembætti. Það verður vandamál Alþýðuflokksins, að hann neyðist th að gera ráðherrann fyrrverandi að píslarvotti. Þetta skiptir htlu í þjóðmálunum, af því að nægt er framboð af krataflokkum. En það skiptir öhu fyrir Al- þýðuflokkinn að hafa loksins fundið sig. Sem boltahð. Jónas Kristjánsson Sjúkraliðar funda. „Nú verður það ríkisstjórnarinnar að sýna í verki vilja sinn í þessum efnum Auglýsir þú enn eftlr sanngimi, Sighvatur? Skömmu eftir síðustu áramót, þegar allflest félögin innan stóru bandalaganna, ASÍ og BSRB, að undanskildum heilbrigðisstéttun- um í BSRB og BHMR, höfðu gengið frá kjarasamningum, tjáðu ýmsir ráðamenn sig um kjaramál og nauðsyn þess að bæta kjörin. Þetta gera stjórnmálamenn reyndar oft - og á það einnig við um marga verkalýðsforingja - þegar langt er til kjarasamninga og óhætt þykir aö taka svolítið stórt upp í sig. Órð- unum fylgir þá lítil ábyrgð. Launamisrétti fordæmt Ef til vill er ósanngjarnt að setja þetta svona fram. Og ef til vill átti aö taka Sighvat Björgvinsson heil- brigðisráðherra trúanlegan þegar hann lýsti áhyggjum yfir launamis- rétti og bágbornum kjörum lág- launafólks á íslandi í útvarpsvið- tali hinn 14. janúar síðastliðinn. Sighvatur lagði út af bankastjóra- laununum og sagði aö við byggjum við tvöfalt siðgæði. Iðulega væru Jaunin ekki nema að hluta til sýni- leg og þetta torveldaði kjarabaráttu láglaunafólksins. Svo var að skilja • að ráðherrann væri hlynntur þeirri baráttu. Orðrétt sagði Sighvatur Björg- vinsson heilbrigöisráðherra: „Þeir sem gjalda fyrir svona launakerfi, það bitnar fyrst og fremst á lægst launaða fólkinu því þaö fær aldrei sanngjarnan samanburð á sínum kjörum og þeirra sem aö betur geta og það verður til þess að það nær ekki sínum kjörum upp eins og nauðsynlegt er orðið.“ Kjallaiinn Gunnar Gunnarsson starfsmaður SLFÍ Séra Jón hefur þegar fengið sitt Þetta kann allt að vera satt og rétt. En það er líka satt og rétt að sjúkraliðar, sem nú standa í verk- fallsbaráttu, hafa á borðinu saman- burð á kjörum sínum og annarra stétta innan heilbrigðiskerfisins. Og það sem meira er: Varla er þorn- að blekið á samningum við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem ríki og borg sömdu um miklar kjarabætur þeim til handa að ekki sé minnst á kjarabæturnar sem prestar, dóm- arar og fleiri fengu afhentar viö mikil fagnaðarlæti. ríkisstjórnar- innar. Sumt af þessu er gott og blessað. Á að skilja láglauna- fólkið eftir? En það er ekki gott og blessað að semja um hækkanir til betur stæðra hópa en skella síðan aftur dyrum beint í andlitið á sjúkralið- um sem eru óneitanlega láglauna- stétt. En þar sem ég tek þig alvar- legar, Sighvatur Björgvinsson, þá segi ég við þig núna: Sú ríkisstjórn sem þú situr í hefur þegar gert kjarasaminga við ýmsar stéttir í hærri kanti launakerfisins. Nú reynir á hvort hún vill ná „kjörum upp eins og nauðsynlegt er orðið.“ Þannig oröaðir þú það í janúar. Varla voru þetta bara orðin tóm, ráðherra? Nú verður það ríkis- stjórnarinnar að sýna í verki vilja sinn í þessum efnum. Með því verö- ur fylgst og hún dæmd af verkum sínum. Gunnar Gunnarsson „En það er ekki gott og blessað að semja um hækkanir til betur stæðra hópa en skella síðan aftur dyrum beint í andlit- ið á sjúkraliðum sem eru óneitanlega láglaunastétt.“ Skoðanir aimarra Framferði verkalýðsfélaganna „Það er einfaldlega ekkert því til fyrirstöðu, að ís- lendingur, sem rekur starfsemi á borð við þá, sem Arngrímur Jóhannsson hefur byggt upp af miklum dugnaði og veitt fjölda manns vinnu, reki fyrirtæki sitt í öðru landi... Allt framferði verkalýðshreyfing- arinnar í þessu máli er fyrir neðan allar hellur og sýnir að þessi almannahreyfing á í verulegum erfið- leikum með að laga sig að breyttum tímum og nýjum aðstæðum." Úr forystugrein Mbl. 13. nóv. Endataflið er eftir „Ríkisendurskoðun, hversu góöar sem hennar álitsgerðir kunna að vera, getur aldrei orðið neinn Stóridómur um siðferði í stjórnmálum. Það er lýræð- isleg skylda kjósenda að dæma um þau efni.... Brott- fór Guðmundar Árna er hugsuð til þess að þeir sem eftir erugeti barið sér á bijóst ogjtalið siðfer^ið yera í lagi hjá þeim sem eftir eru. Þaö er víðs fjarri að svo sé, því hann var alls ekki einn um vafasamar embættaveitingar og embættisfærslur eins og áður hefur komið fram. Þrátt fyrir mannfórnina er enda- taflið eftir og það á eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt.“ Úr forystugrein Tímans 12. nóv. Minnkandi kröfur Kvennalistans „Það eru ekki við sem höfum hafnaö því aö fara í ríkisstjóm, heldur hafa hinir ekki viljaö hafa okkur með. Það er því miður þannig, en leikurinn er auðvit- að alltaf sá í pólitík, að snúa öllum ávirðingum upp á andstæðinginn. Við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að við getum aldrei komist inn í ríkis- stjórn án þess að láta af einhverjum af okkar kröf- Guðrún Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, í Morgunpóstinum 14. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 261. tölublað (15.11.1994)
https://timarit.is/issue/195745

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

261. tölublað (15.11.1994)

Aðgerðir: