Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 Menning_________________________________________________________ Ballettstjaman Anneli Alhanko dansar á Listdanshátíð í Þjóðleikhúsinu: Ballett er óhemju „Mér þykir mjög vænt um aö mér var boðið aö koma og taka þátt í þess- ari hátíð. Ég hef hitt marga íslend- inga erlendis og á marga íslenska kunningja. Ég þekki svolítið til ís- lenskra ballettdansara og hef fylgst með þeim í gegnum tíðina. Því þykir mér sérlega skemmtilegt að koma hingað og hitta ykkur á heimavelli," sagði Anneli Alhanko, skærasta ball- ettsijama Svía og einn þekktasti dansari á Norðurlöndum, við DV. Anneli er aðalgestur Listdanshá- tíðar til styrktar Listdansskóla ís- lands sem haldin verður í Þjóðleik- húsinu í kvöld og annað kvöld. Á sýningunum koma fram dansarar úr íslenskra dansflokknum og allir nemendur Listdansskóla íslands. Anneli Alhanko hefur verið at- vinnudansari í ballett eða listdansi í 23 ár. Hún var ráðin til sænsku ríkis- óperunnar 1971. Þá átti hún 8 ára nám að baki við ballettskóla óper- unnar þannig að dansferill hennar spannar alls rúm þrjátíu ár. Anneli er hirðdansari Svía og hefur dansað víða um heim viö mjög góðan orðs- tír. Hún hefur hlotið fjölmargar viö- urkenningar fyrir dans sinn. - Hversuvinsællerballettinnídag? „Það er alveg stórkostlegt hve óhemjuvinsæll ballettinn er í dag og vinsældir hans eru alls staðar að aukast. Þessar vinsældir getum við meðal annars þakkað ballettstjörn- um fyrmm Sovétríkjanna sem flúðu til Vesturlanda og síðan dansmynd- um eins og Fame og fleirum sem hafa fyllt kvikmyndasalina. Þá hefur ballettinn haft gífurleg áhrif á tísku í hvers konar dansi og líkamsrækt. Samanlagt hefur þetta áhrif. Enda eru æ fleiri ungmenni sem leggja fyrir sig listdans í dag.“ - Nú er mjög erfitt að ná jafn langt í ballett og þú hefur gert. Em ekki margir sem gefast upp? „Ballett eða listdans krefst geysi- lega mikils af fólki og það standa ekki allir undir þeim kröfum. Svo þarf náttúrlega hæffleika sem öllum eru ekki gefnir auk tilfinningar fyrir tónlist, líkamsburði og vflja. Þess vegna er það mjög einstaklingsbund- ið hvort dansarar ná langt eða ekki.“ Sænska ballettstjarnan Anneli Alhanko á æfingu ásamt meðdansara sínum, Weit Carlsson, í Þjóðleikhúsinu í gær. í kvöld og annað kvöld er Anneli aðalgestur Listdanshátíðar til styrktar Listdansskóla íslands. DV-mynd Brynjar Gauti listdansara í heimsókn tfl Svíþjóðar verður alltaf ákveðin uppsveifla í dansinum á eftir. Við eram svo nærri hvert öðru á Norðurlöndum og ætt- -Hvað þýðingu telur þú aö heimsókn þín hafi á listdans hér á íslandi? „Ég held og vona að þessi heimsókn hafi mikil áhrif. Þegar við fáum góða um að heimsækja hvort annað mun oftar, það er allra hagur," sagði Ann- eli Alhanko. vinsæll í dag Tveir 18 ára strákar skrifa skáldsögu um unglinga: Kljást við ýmis vandamál segja Smári Freyr og Tómas Gunnar Tómas Gunnar Viðarsson og Smári Freyr Johannsson. „Þeir em að skrifa fyrir sína sam- tíð og sinn aldursflokk á máli sem krakkar tala sín á milli. Þetta er ekki bókmenntaverk en mjög sniðugt og ég held Blautir kossar eigi eftir að ganga vel í unglingana og vekja vera- lega athygli. Þetta er lífssaga krakka á aldrinum 12-18 ára,“ segir Björn Eiríksson, eigaridi Skjaldborgar. Tveir 18 ára strákar, þeir Smári Freyr Jóhannsson og Tómas Gunnar Viðarsson, tóku sig til og skrifuðu unglingasöguna Blautir kossar sem kemur út fyrir jólin. Skjaldborg gef- ur söguna út. í samtali við DV sögðu strákamir aðalástæðuna fyrir því að þeir skrifuðu söguna þá að svo al- gengt væri að þeir sem skrifuðu unglingasögur væru ekki í neinum tengslum við unglinga nútímans. „Við ákváðum fyrir þremum áram að skrifa skáldsögu sjálfir, eftir að hafa lesið eina Þorgrímsbókina um jólin. Okkur finnst þær bækur svo óraunverulegar og persónumar hjá honum era svo langt frá raunveru- leikanum, svo hetjulegar. Áður fyrr las ég þær unglingabækur sem komu út fyrir jólin hverju sinni,“ segir Smári Freyr. Sagan fjallar um Kalla og Viggu og hvernig þau byrja saman og bókin fjallar um hvernig samband þeirra þróast. Að sögn Smára Freys er þetta í og með ástarsaga. „Ég held að ástin sé unglingum mjög ofarlega í huga ásamt framtíð- inni. Hitt kynið er náttúrlega ofar- lega í huga allra. Unglingarnir kljást við ýmis vandamál í bókinni. Mamma Viggu veikist og hún þarf að flytja í burtu. Kalli og Vigga eru náttúrlega alltaf í vandræðum meö foreldra sína eins’ og unglingar yfir- leitt," segir Smári Freyr. Að sögn Tómasar er betra að skrifa söguna saman því þá getur annar komið meö hugmynd sem hinn klár- ar. Smára Frey fannst samvinnan bæöi erfið og skemmtileg. Söguþráð- urinn var að miklu leyti ákveðinn fyrir fram. Skagaleildlokkurinn: Markfærgóð- ar móttökur Skagaleikflokkurinn sýnir um þessar mvmdir leikritið Mark eft- ir Bjarna Jónsson. Mark er frum- raun Bjarna sem leikskálds. Vcrkið snýst að miklu leyti um ástir knattspyrnuþjálfara og hef- ur sterk tengsl við Akranes. Leik- ritið, sem frumsýnt var 4. nóv- ember, er sýnt í Bíóhöllinni á Akranesi og eru ráðgerðar a.m.k. fimm sýningar á því. Leikritiö hefur hlotið góðar móttökur á Skaganum og verið mjög vel sótt. Höfundur Marks, Bjarni Jónsson, og Sigrún Valbergsdóttir leik- stjóri. DV-mynd Guöni Hannesson Kynning á ís- lenskri sam- tímaljóðlist Nýjasta hefti finnsk-sænska menningartímaritsins Horisont er tileínkað íslenskri samtíma- Ijóðlist. Eru 90 Ijóð eftir 16 ís- lenska höfunda í ritinu. Ekki er um að ræða úrval þess nýjasta sem íslensk samtímaljóðlist hef- ur upp á að bjóða heldur sýnis- horn af breidd hennar og marg- breytileika. Mun þetta vera um- fangsmesta kynning á íslenskri samtimaljóðlist á erlendum vett- vangi um árabil. Meðal höfunda sem eiga ljóð í tímaritinu eru: Baldur Óskarsson, Bragi Ólafs- son, Gyrðir Elíasson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jóhann Ujálmarsson, Linda Vilhjálms- dóttir, Lárus Már Bjömsson, Pjetur Hafstein Lárusson, Sjón, Vigdís Grimsdóttir, Steinunn Sig- urðardóttir o.fl. Norrænutón- listarverðlaun- in til Svía Sænski kórstjórinn Eric Eric- son fær tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs árið 1995. í niður- stöðu dómnefndar segir að verö- launin fái Ericson fyrir einstaka kórstjórn þar sem blásið sé nýju lífi í norrænan kórsöng meö notkun bæöi norrænna og alþjóð- legra stílbrigða. Verðlaunín verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í lok febrúar á næsta ári. Þetta er í 18. skipti sem verðlaunin era afhent. Islendingar hafa tvisvar veitt þeim viðtöku; Atli Heimir Sveinsson áriö 1976 og Hafliöi Hallgrímsson árið 1986. Fjórir íslend- ingarsýnaí Danmörku Fjórir íslenskir listamenn taka nú þátt í sýningunni Nordiske Naivister í galleri Gárden í Grindsted á Suður-Jótlandi. Bjarni Vilhjálmsson; sýnir út- skoma fugla og hunda, Halldóra Kristinsdóttir báta meö fólki og varningi úr mislitum pappír, Óskar M.B. Jónasson lágmyndir úr plasthúðaðri járnklæðningu og Svava Skúladóttir sýnir vatns- litamyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 261. tölublað (15.11.1994)
https://timarit.is/issue/195745

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

261. tölublað (15.11.1994)

Aðgerðir: