Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 15 Vérum griðland Þegar málefni flóttamanna ber á góma er það oft vegna atburða og frétta af ástandi sem skapast hefur í újlöndum. Stundum er þó rætt um mál flóttamanna sem sest hafa að hér og jafnvel deilt um í hve ríkum mæli við hér eigum að opna okkar dyr fyr- ir fólki frá fjarlægum slóðum. Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að með móttöku flótta- manna er ekki verið að leysa efna- hagsmál í viðkomandi landi. Það er verið að veita fólki sem sætir ofsóknum griðland og það er verið að koma í veg fyrir mannréttinda- brot. Sú umræða á þess vegna ekki rétt á sér að það sé mikiivægara að líta sér nær og vera betri við þá sem hér búa en ætla að leysa vanda annarra þjóða. Þetta er ekki spurn- ing um að vera frekar góður við þá sem eru heima en þá sem búa í útlöndum. Tillögur um stefnumörkun Að taka þátt í að leysa flótta- mannavanda er að axla ábyrgð og sýna mannkærleik. Það er því mik- ilvægt að ríkisstjórnin hefur sam- þykkt tillögur um heildarstefnu- mörkun og skipulag á málefnum flóttamanna. Stofnað hefur verið sérstakt Flóttamannaráð sem gera mun tillögur um móttöku flótta- manna, meta aðstæður og gera áætlanir. Flóttamannaráðið mun starfa í nánu samstarfi við Rauða kross íslands, en allir vita hvaða lykil- hlutverki Rauði krossinn hefur Kjallaxirin Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra gegnt varðandi móttöku og aðlögun flóttamanna á liðnum árum. Það hefur engin heildstæð löggjöf verið til um flóttamenn og við höfum tek- ið á móti fáum flóttamönnum í tímans rás, ekki síst ef viö berum okkur saman við aðrar Norður- landaþjóðir, en ísland er aðili að sameiginlegri norrænni flótta- mannastefnu. Þáttur íslands hefur farið eftir aðstæðum hverju sinni án skuldbindinga um árlegan flóttamannakvóta. Á árunum 1956 til 1993 hafa komið hingað 207 svo- kallaðir kvótaflóttamenn í 6 hópum auk þess sem aðstandendur hafa í sumum tilfellum bæst í hópinn. Góðir þegnar Það er ýmislegt nefnt til sögunn- ar þegar leitað er orsaka fyrir þvi að ekki hafi fleiri flóttamenn komið hingað til lands. Það er talað um legu landsins, erfitt tungumál, veð- urfar og fleira í þeim dúr. Einnig er nefhd meginregla um fyrsta grið- land, sem gerir það að verkum að ísland hefur getað sent umsækjend- ur til þess lands. Fyrsta griðland er fyrsta land sem flóttamaður kemur til eftir að hann hóf flótta úr heima- landi sínu og það er litið svo á að því sé skylt að taka á móti flótta- manni sé þess óskað. Reglan hefur verið gagnrýnd því að það er hægt að beita henni í þeim tilgangi að komast hjá því að taka ákvörðun um stööu flóttamanna. Þó markmið flóttamannaaðstoð- ar sé að flóttamenn geti horfiö til síns heimalands ef og þegar erfið- leikum léttir og póhtískar aðstæð- ur breytast, þá er það svo að marg- ir þeir sem setjast að í nýju landi dveljast þar til frambúðar og snúa ekki aftur. Þeir flóttamenn sem hér hafa sest að hafa margir hverjir aðlagast ís- lensku þjóðfélagi afar vel og reynst nýju landi sínu góöir þegnar. Þaö er mjög jákvætt að íslensk stjóm- völd ætla að marka sér heildar- stefnu í málefnum flóttamanna og að stofnað er sérstakt Flóttamann- aráö. Þetta er gott mál. Rannveig Guðmundsdóttir „Fyrsta griðland er fyrsta land sem flóttamaður kemur til eftir að hann hóf flótta úr heimalandi sínu og það er litið svo á að því sé skylt að taka á móti flóttamanni sé þess óskað.“ „Þeir flóttamenn sem hér hafa sest að hafa margir hverjir aðlagast ís- lensku þjóöfélagi afar vel og reynst nýju landi sínu góðir þegnar.“ Úlfar Þormóðsson kost- ar þessa auglýsingu Meðog Sameiginlegtframboð vinstri aflanna Besti kosturinn „Markmið með sameig- ínlegu fram- boði félags- hyggjuafl- anna í land- inu er það sama og markmiö R- listans í , . .. - SlgurAurPétursson Reykjavík. sagnlræWngur. Þetta snýst um það að ná áhrifum svo sjón- armiö jafnaðarmanna og annarra vinstri manna veröi ráðandi í stjómmálunum. Þetta er spum- ing um að vikja til hliöar þeim öflum sem mestu hafa ráðiö í stjórnmálunum hér á landi síð- ustu áratugina, íhaldsöflunum í Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarllokknum. Stór jafnaöar- mannafiokkur eða kosninga- bandalag jafnaðarmanna er eini raunhæfi möguleikinn til þess að koma sjónarmiðum félagshyggj- unnar tii valda í landinu. Þess vegna er sameiginlegt framboð besti kosturinn. Þaö er hægt að gera með því aö sameina flokk- ana. Þá er það sá möguleiki að þessir flokkar myndi kosninga- bandalag og bjóði fram sameigin- lega. Síðasti valkosturinn er sá að flokkarnir taki sig saman og myndi einhvers konar ríkis- stjórnarvalkost, þannig að þeir skuldbindi sig til aö starfa saman eftir ákveðinni ste&iuskrá eftir kosningar. AUir þessir möguleik- ar koma vel til greina en það verður að ráöast af vilja þess fólks sem starfar í flokkunum. Besti kosturimi núna er að fylgis- menn Jóhönnu Sigurðardóttur, Kvennahstinn og Alþýðubanda- lagið geti myndað samstöðu og boöið kjósendum skýran valkost til stjórnarforystu í næstu kosn- ingum.“ Er ekki tímabært Ég vil þakka Ulfari Þormóðssyni fyrir þann greiða að gefa mér tæki- færi til að gera nokkra grein fyrir starfi kirkjunnar hér í borg og einkum því starfl sem fram fer í Dómkirkjunni við Austurvöll. Það sannast á honum að Drottinn gerir menn að verkfærum sínum eftir alvísu ráði sínu og andi hans blæs þar sem hann vill. Það kemur mér satt að segja ekk- ert á óvart að slíkur maður sem Úlfar skuh óbeðinn gera kirkjunni þennan greiða. Það þarf ekki að fara í gegnum símastúlkur og kunningsskap th þess að vekja hann til hjálpar eins og oft er um þá sem eitthvað eiga undir sér. Með grein sinni i blaðinu þriðjudag 8. nóv. er hann búinn að útvega kirkj- unni auglýsingu sem samanlagt svarar heilli síðu í einu útbreidd- asta dagblaði landsins til kynning- ar á starfinu sem við stöndum fyrir. Hverjir eru kostunaraðilarnir? Það er rétt sem Úlfar vekur at- hygli á að það er einkar fjölþætt starf sem boðiö er upp á í kirkjum borgarinnar og reyndar landsins alls. Það gera mögulegt fjölmargir kostunaraðhar eða aht að því jafn- margir og skattgreiðendur í land- inu. Trúfastlega greiða þeir í hverj- um mánuði nokkra upphæð sem rennur til kirkjust^rfsins. Þettá fé ' sehir kóstunaraðhar KjaUarinn Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur kirkjunnar láta henni í té reynir hún svo að nota af skynsemi og fyrirhyggju. Hún byggir yfir sig eins og þjóðin er öh svo upptekin af um þessar mundir. Kirkjan hefur fylgt þenslu borg- arinnar út um holt og voga með nýbyggingum kirkna; sumum finnst fuhseinlega þó, einkum þeim sem urðu að láta sig hafa það allt of lengi að koma saman th kirkju- samfélags í skólasölum, bíóum og félagsmiðstöðvum. Einhvetjum finnst að vísu áð fúúfíflega hafi verið að gert í sumum tilfehum en þau sem eru í sóknarnefndunum og ráða þessu vhja ekki byggja Guði lakari hús en þau búa í sjálf. En nú hefur kirkjan einmitt í vaxandi mæli, þar sem þessu verk- efni er svo langt komið, snúið sér að því að fylla kirkjurnar með blómlegu starfi. vel merkjanleg aukning frá því sem almennt fara gerir. Þetta sannar mátt auglýsinganna sem kirkjur geta þó ekki beitt nema f takmörk- uðum mæli því svona auglýsing leggur sig á stórfé eins og Úlfar bendir á. Ég verð þó að játa að ég vildi ekki vera svona vildarmönnum — „Það er rétt sem Úlfar vekur athygli á að það er einkar fjölþætt starf sem boð- ið er upp á í kirkjum borgarinnar og reyndar landsins alls. Það gera mögu- legt Qölmargir kostunaraðilar eða allt að því jafnmargir og skattgreiðendur 1 landinu.“ Játning og uppörvun En kirkjan á ekki einasta styrk sinn í hinum fóstu kostunaraðilum, sóknarbörnunum, heldur einnig hálparhehum eins og Úlfari Þor- móðssyni sem skhja það að ahir hlutir kosta og vilja nú gefa kirkj- unni hlutdeild í þessu bráðsnjaha fyrirbæri sem kallað er kostun. Þetta tiltæki með fjórhtu opnuna í Morgunblaðinu bar reyndar þann árangur að kirkju ^ótty þessa viku; um’20.000 Reykvlkingar óg er það háður eins og var á þeim tima þeg- ar sóknargjöldin nægðu vart fyrir daglegum rekstri og svo undra- skammt er síðan leið. Mér líður þó strax betur er ég minnist þess aö í þeirra hópi er jafn velviljaður mað- ur og Úlfar Þormóðsson sem ekki dytti í hug aö færa skollamark sitt inn fyrir kirkjudyr hvað þá að fara að ausa altarið auri. Jakob Ágúst Hjálmarsson „Eg tel aö umræða um sameiginlegt framboð í landsmálum sé ekki tima- bær. Þær kalla á mikla umræðu og góðantíma til Krl8th)A9tselfSd6tllri þess að folk þlngkonaKvennalist- geti áttað sig á ana. því um hvaö slíkt framboö á aö snúast og út á hvaö það á aö ganga, sá tími er ekki til staðar. Það hafa engin formleg tilboð komið fram, hvorki til okkar né annarra. Mennhafa eitthvað ver- ið að tala saman á bak við tjöldin en það virðist vera ákaílega lítih vilji fyrír þvi að reyna þetta og menn eru náttúrlega að gefa sér þaö aö menn hafi sömu skoöanir á stórum málum, þaö hefur bara ekki verið rætt. Þannig að eins og staðan er og með tilliti til þess hvenrig konur hafa komið út úr prófkjörum að undanfömu, þá er ég þeirrar skoðunar að þaö hafi aldrei verið brýnni þörf fyrir sterkt kvennapóhtískt afl heldur en nú. Við höfum ekki séö þau vinnubrögð til þessara einstakl- inga sem hæst tala um sameigin- legt framboð og þessara ílokka að það geri þennan valkost spennandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.