Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 7 Fréttir HeUsufar slökkvíliðsmanna á Reykjavíkurflugvelli bágborið: Nær helmingur „féll“ á þrekprófi - ekki ástæða til að óttast flugöryggi, segir flugmálastjóri Slökkviliðsmenn á Reykjavíkurflugvelli ásamt starfsfélaga sínum af Keflavík- urflugvelli sem staddur var hjá þeim fyrir nokkru. í Ijós hefur komið að úthald sumra slökkviliðsmanna á Reykjavíkurflugvelli stenst ekki þær kröf- ur sem gerðar eru. DV-mynd Sveinn Tæpur helmingur slökkviliðs- manna á Reykjavíkurflugvelli „féll“ á þrekprófi sem þeir gengust undir nýlega. ítarleg læknisskoðun fór fram samhliða þrekprófinu og leiddi hún í ljós að heilsufar nokkurra ann- arra slökkviliðsmanna reyndist bág- borið. Alls starfa sextán menn hjá slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli og auk niðurstöðu úr þrekprófinu kom í ljós við læknisskoðun að önnur mein plöguðu aðra starfsmenn. Sam- kvæmt upplýsingum DV hefur einn starfsmaður orðið fyrir heyrnar- skemmdum á langri starfsævi sinni hjá slökkviliðinu og annar er blindur á öðru auga. Þá eru einhverjir með hjarta- og æðasjúkdóma. Læknisskoðunin var framkvæmd af trúnaðarlæknum Flugmálastjóm- ar að frumkvæði Birgis Ólafssonar, slökkviliðsstjóra á Reykjavikurflug- velh. Um var að ræða svokallað álags- próf þar sem menn voru látnir hlaupa á gúmmímottu sem snerist mishratt. Útkoman varð álagspróf með hjartalínuriti. Birgir sagði í samtali við blaðið að vissulega heföi hann orðið fyrir von- brigðum með árangur sumra mann- anna. Aðrir væra í fínu formi. Það sem vantaði væri hins vegar staðall um hvert væri eðlilegt þrek og heilsufar slökkviliðsmanna. Því væri ekki að neita að þetta hefði áhrif ef stórt útkall yrði. Nokkrir slökkvi- liðsmannanna væru ekki nægilega vel í stakk búnir til að sinna starfmu en prófið hefði meðal annars verið framkvæmt til að finna út hverjir þyrftu að bæta sig og menn yrðu sendir í þrekæfingar. „Almennt er útkoman úr þessu þrekprófi ekki alveg nógu góð. Við viljum vissulega bæta heilsufars- ástand þeirra eins og kostur er. Það eru hins vegar alltaf sumir hlutir sem ekki er hægt að bæta úr með heilsu- og líkamsrækt," sagði Þorgeir Pálsson flugmálastjóri í samtali við DV. Hann segirað í nýgerðum kjara- samningum, sem gerðir voru við Landssamband slökkviliðsmanna, sé aö finna ákvæði um að slökkviliðs- menn skuli fá ákveðna líkamsþjálf- un. Til þess að bæta heilbrigði þeirra sé veriö að koma á laggirnar sérstöku kerfi sem meðal annars felist í æfing- um. Aðspurður hvort flugmálayfirvöld beri ugg í brjósti vegna ástandsins segir Þorgeir: „Eins og gefur að skilja er fylgst með heilsu okkar manna áf trúnað- arlæknum sem vinna fyrst og fremst fyrir Loftferðaeftirlitið. Ef heilsa manna, hvort sem það væri þessa starfshóps eða annarra, væri talin ógna flugöryggi þá yrði gripið til ákveðinna ráöstafana." Ekki reyndist unnt að fá uppgefinn árangur slökkviliðsmanna í þrek- prófinu í samanburði við aörar starfsstéttir. KeflavíkurflugvÖlIur: Eista stungið inn Eistneskur ferðamaður, sem kom til landsins á fóstudag, naut gestrisni lögreglunnar á Kefla- vikurflugvelii aðfaranótt laugar- dags. Við komu Eistans til lands- ins kom í ljós að hann var ekki með vegabréfsáritun sem Eistar þurfa til að komast til landsins. Maðurinn, sem hugðist ferðast um landið, var sendur með fyrstu vél til baka morguninn eftir. Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex meö barninu 5 ára ábyrgð Sama verð og annars staðar á Norðurlöndum kr. 9.760 Faxa,eni s- 687733 Verkfall sjúkraliöa: Bitnar á öllum í heimahjúkrun - segir hjúkrunarframkvæmdastjóri „Reikna má með að þjónustan skerðist um 50 prósent því að það er svo stór hluti sjúkrahða í heima- hjúkrun. Við sinnum 450 manns á viku allan sólarhringinn hér á Heilsuverndarstöðinni og við höfum aðeins fengið undanþágur fyrir fjór- um stöðum sem eru á neyðarlista. Öll dagþjónustan sem sjúkraliðar sinna dettur út. Við sinnum aðeins því nauðsynlegasta þannig að 30 pró- sent af skjólstæðingum okkar missa alla þjónustu," segir Margrét Þor- varðardóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á Heilsuverndarstöð- inni í Reykjavík. Helmingurinn af stöðugildum í heimahjúkrun á vegum Heilsu- verndarstöðvarinnar. er stöðugildi sjúkrahða. Margrét segir að verkfaU- ið komi niður á öllum skjólstæðing- um stöðvarinnar þar sem starfsfólk- ið verði að reyna að sinna sem flest- um og minnka því þann tíma sem fer í hvern og einn. Þá bæti ekki stöðuna að sjúkrahúsin útskrifi sjúklinga án þess að nokkur geti sinnt þeim. Nú þegar séu 20 manns á biðUsta eftir heimahjúkrun og búást megi við að þeim fari fjölgandi. „Ástandið verður verra og verra því lengur sem verkfaUið stendur," segir Margrét. Mjólkurfemurnar frá Borgarnesi: Hagkaup kvartar við fimmmannanefnd - segist greiða tvöfalt fyrir dreifingu Hagkaup hefur sent fimmmanna- nefndinni svokölluðu bréf þar sem fyrirtækið fer fram á lækkun heild- söluverðs á mjólkurfernunum sem það kaupir frá Mjólkursamlagi Borg- firðinga. Hagkaupsmenn hafa sjálfir séð um flutninga á femunum milU Borgamess og Reykjavíkur og greitt fuUt heildsöluverð. Þeir segja að dreifingarkostnaður sé innifalinn í heildsöluverðinu og þar með fái sam- lagið greiðslu fyrir dreifmgu sem|það framkvæmir ekki. 111 J U j - Óskar-Magnússon, -fbrstjóri -Hag- kaups, sagði við DV að þetta fyrir- komulag gæti ekki staðist. Því hefði verið farið fram á það við fimm- mannanefndina að hún notaði heim- ildir sínar til að lækka heildsöluverð í samræmi við minni tilkostnað mjólkursamlagsins. Georg Ólafsson, forstöðumaður Samkeppnisstofnunar, er formaður fimmmannanefndar. Hann sagði við DV að erindi Hagkaupsmanna hefði ekki hlotið neina umfjöllun og yrði • daSskrá flSÍÍPfMrVe arfundar um nk. manaðamot. Matseðill Forréttur: Sjávarrétta fantasía Aðalréttur: Rósmarínkryddaður lambavöðvi Eftirréttur: Franskur kirsuberja ístoppur Verð kr. 4-600 - Sýningarverð kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Hljómar og Lónlí Blú Bojs leika lyrir dansi eftir sýningu. Borðapantanir í síma 687111 Sértilboð Á hótclgistingu - sími 68 ssj«'3 ■ Gestasöngvari: SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓ' Leikmynd og leikstjórn: BJÖRN G. BJÖRNSS0N Hlj ómsveitarstj órn: GUNNAR ÞÓRÐARS0N ásarnt 10 manna hljómsveit Kynnir: , JÓN AXEL ÓLAFSSON Danshöf'undur: ' HELENA JÓNSDÓTTIR Dansarar tír BATTU ílokknum jTyTTT^ra WTjjTj [^l \m 1 \ ;Vi Tr¥r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.