Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 17 Birkir liklega í marki íslands Jón Kristján Sigurðsson, DV, Lausanne: Birkir Kristinsson mun að öllum líkindum leika í marki íslenska lands- liðsins gegn Svisslendingum annað kvöld. Birkir meiddist illa á upphafs- mínútunum í landsleiknum gegn Tyrkjum í síðasta mánuði en síðan hef- ur hann verið á batavegi. „Ég verð að öllum líkindum klár annað kvöld. Ég finn dálítið til enn þá en ég held að það aftri mér ekki frá því að leika. Ég fæ sprautur ef ég verð slappur fyrir leikinn en ég þurfti ekki á þeim að halda á síðustu æfingu. Þegar maður er orðinn heitur finnur maður líka ekki fyrir sárs- aukanum," sagði Birkir í í gærkvöldi. fara til Palace Jón Kristján Siguxðsson, DV, Lausanne: Mál Guöna Bergssonar er komið fyrir gerðardöm hjá enska knatt- spymusambandinu og líklegt að hann verði verðlagður þar. Crystal Palace og Tottenham gátu ekki komist að samkomulagi um kaupverð Guðna og þvi var málið afgreitt á þennan hátt. „Þetta eru góðar fréttir. Ég er mjög spenntur að fara til Palace og ég finn að þeir hafa áhuga að fá mig til félagsins. Það gengur vel hjá liðinu og það er alltaf gaman' þegar þannig gengur. Ég vona að máhð skýrist innan tveggja vikna,“ sagði Guðni við DV í gærkvöldi. Eggert Magnússon, formaöur KSI, um leikinn annað kvöld: Nánast allt segir að Sviss vinni [ fjölmiðlum síðustu daga og verður það Símamynd/Reuter ársins í Svíþjóð: urðir rnóri !. Stefan Rehp, Gautaborg.53 I. Jesper Blomqvist, Gautaborg.20 1.-5. Milenko Vukcevic, Degerfors...l4 1.-5. Robert Prytz, Malmö.14 tlynur Stefánsson varð í 10.-17. sæti neð 1 atkvæði. Bestu útlendingar . AmórGuðjohnsen,Örebro.......161 !. MilenkoVukcevic,Degerfors...47 1. Miroslaw Kubisztal, Örebro.. 14 í. Dusko Radinovic, Degerfors... 7 1. Hlynur Stefánsson, Örebro.... 3 Bestu framherjar . NikolasKindvall,Norrköping....l23 !. Jörgen Petterson, Malmö.... 31 !. Stefan Petterson, Gautaborg. 17 . Arnór Guðjohnsen. Örebro.... 11 i. Matthias Jonsson, Örebro.... 10 Joakim Björklund frá Gautaborg far kjörinn besti vamarmaðurinn >g félagi hans, Thomas Ravelh, besti narkvörðurinn, en báðir léku þeir itórt hlutverk í Uði Svía sem fékk ironsverðlaunin á HM í sumar. Rog- :r Gustafsson frá Gautaborg var út- íefndur þjálfari ársins. Jón Kristján Sigurðsson, DV, Lausanne: „Auðvitað er maður nokkuð óstyrkur fyrir A-leikinn annað kvöld. Það er nánast allt sem segir að Sviss vinni leikinn. Þeir eiga geysilega sterku Uði á að skipa eins og þeir sönnuðu á heimsmeistara- mótinu í sumar. Það er okkur í mun að ná að rétta úr kútnum eftir skell- inn í Tyrklandi í síðasta mánuði. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við sýnum ekki eins slakan leik og þá,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, í samtah við DV í Lausanne. Jón Kristján Sigurðsson, DV, Lausanne: „Við rennum alveg blint í sjóinn hvað varðar 21-árs leikinn gegn Sviss í kvöld. Svisslendingar töpuðu stórt fyrir Svíum í síðasti mánuði en það segir ekki aht um styrkleika Uðsins. Engu að síður tel ég að við eigum möguleika en við reynum eins og aUtaf að knýja fram hagstæð úrsUt,“ sagði Ásgeir Elíasson, landsUðsþjálf- ari í knattspyrnu, í samtaU við DV í Lausanne í gær. Leikur þjóðanna fer NBAínótt: Utah lagði New York Einn leikur var í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Utah Jazz vann sigur á New York Knicks, 110-97. Utah, sem lék á heimaveUi, gerði út um leik- inn í fjórða og síðasta leikliluta þegar Uðið skoraði 13 fyrstu stig- in. Karl Malone var stigahæstur hjá Utah með 29 stíg en tók að auki 13 fráköst og John Stockton átti finan leik og var maðurinn á bak við sigurinn en hann skoraði 20 stig í leiknum. í Uði New York, sem tapaði sínum öðrum leUí í röð eftir að hafa unnið fyrstu þijá leikina var John Starks aUt í öllu og var langstigahæstur meö 35 • Seattle vann sigur á LA Clip- pers i fyrrinótt, 115-90. Vincent Askew skoraði 20 stíg fyrir Se- attle, Detíef Schrempf 18, Shawn Kemp 17 og Sarunas MarciuUonis 15 en hjá CUppers var Terry De- hare stigahæstur meö 24 stíg og Loy Vaught skoraði 23. Eggert sagði Svisslendinga vissa á því að Ukur á sigri íslands væru hverfandi Utíar. Þá er aldrei að vita þegar knattspyrnan er annars vegar. Þeir koma ef ttí vill með vanmat í leikinn og það ættí þá að koma okkur til góða. „Með ósigri má segja að möguleik- ar okkar á að komast upp úr riðlin- um hverfi endanlega. í upphafi var vitað að við ramman reip væri að draga. Svíar og Svisslendingar eru með sterkustu liðin og framfarir hjá Tyrkjunum hafa verið ótrúlegar. Ég viðurkenni þó að það hefði verið fram í bænum Nyon skammt fyrir utan Lausanne. Þórður Guðjónsson kom ekki til Sviss Þórður Guðjónsson hjá þýska félag- inu Bochum kom ekki tíl Sviss. Þórð- ur kenndi sér meins í detídarleik um helgina gegn Dortmund. Þórður lék síðasta hálftímann í leiknum en göm- ul meiðsU tóku sig upp. Af þeim sök- um gaf hann ekki kost á sér í 21-árs Uðið. Wilkins er eftirsóttur Ray Wilkins þykir líklegur til að gerast framkvæmdastjóri í ensku knattspyrnunni á hverri stundu. Bæði QPR og Aston VUla sækjast eftir honum í þá stöðu, QPR fyrir Gerry Francis, sem nú þykir Uklegastur til að taka við Tottenham, og VUla fyrir Ron Atkinson sem var rekinn í síð- ustu viku. FerGullit til Japans? Ruud Gullit er hugsanlega á leið í japanska fótboltann. Lið Yokohama Flugels viU fá Gullit í sínar raðir fyrir næsta keppnis- tímabU og reiðubúið aö greiða sem svarar 210 milljónum króna fyrir kappann. Aðalfundi KRfrestað Aðalfundi knattspymudeUdar KR sem halda átti í kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma. gaman að fá þrjú stig út úr haust- leikjunum þremur. Með smáheppni hefðum við tíl að mynda átt að vinna Svíana heima." „Ég hef trú á að lögð verði þung áhersla á vörnina annað kvöld. Stýrkur Svisslendinga á heimavelli er mikill og að auki er valinn maöur í hverju rúmu. Þeir eiga toppspilara hjá sterkustu Uðum í Evrópu. Við söknum tveggja lykil- manna, þeirra Arnórs og Sigurðar, vonum aö maður komi í manns stað,“ sagði Eggert Magnússon. Byrjunarhð Islands í kvöld er þannig skipað: Eggert Sigmundsson, KA, er í markinu en aðrir leikmenn eru Pétur Marteinsson, Fram, Stur- laugur Haraldsson, ÍA, Auðun Helgason, FH, Lárus Orri Sigurðs- son, Kristinn Hafliðason, Fram, Guð- mundur Benediktsson, Þór, Pálmi Haraldsson, ÍA, Tryggvi Guðmunds- son. KR, Eiður Smári Guðjohnsen, PSV Eindhoven og Helgi Sigurðsson, Stuttgart. Svissímorgun: Möguleiki ájafntefli Jón Kris^án Sigurösaon, DV, Svris: „Við eigum möguleika á jafiv tefli hér S Sviss en það verður mjög erfitt. Svissneska liðið er mjög sterkt og það er hætt við að pressan á okkur verði mikil, en i fótboltanum er alll hægt,“ segir Eyjólfur Sverrisson í samtali við svissneska tírnaritíð Sþórt sem kom út í morgmi. Rætt er um hið slæma tap ís- lands i Tyrklandi, 5-0, og Eyjólfur spurður hvort íslenska liðið sé virkllega svo slakt. „Þetta kom okkur i opna skjöldu, on þetta var eihn af þéssúm dögum þar sem allt gengur upp hjá öðru liöinu. Það lá við að Tyrkir skoruöu úr hverju skotí,“ er svar Eyjólfs. „Ég býst við svissneska liöinu míög öflugu. Ég þekki Adrian Knup mjög vel, viö spiluðum saman með Stuttgart. og líka floiri góða svissneska landshðs- menn sem spila í þýsku úrvals- deildinm,“ segir Eyjólfúr. Evrópukeppni 21-árs landsliöa 1 kvöld: Rennum blint í sjóinn _________íþróttir Tíutímaferðalag Jón Kristján Sigurösson, DV, Lausanne: íslenska landsliðið í knatt- spyrnu var tíu tíma á ferðalagi til Lausanne. Liðið flaug frá Réykjavík í Fokker vél Flugleiða með mihilendingu í. Glasgow. Þrátt fyrir langt ferðalag létu landsliðsmenmrnir vel af þessum ferðamáta og töldu hann þægileg- an í alla staði. Veltekiðámóti Á flugvellinum í Genf var sam- ankominn stór hópur frétta- manna. Tekin voru viðtöl við nokkra landsliðsmenn og eins voru sjónvarpsstöðvar með upp- tökulið og var sýnt frá komunni í sjónvarpi í gær. Viðureign þjóð- anna fékk mikið rými í fjölmiðl- um og greinilegt að leikurinn vekur feiknalega athygh. Löngu uppselt Fyrir um tveimur vikum hófst forsala aðgöngumiða á leikinn og runnu allir miðar út á þremur dögum. Leikvangurinn í Lausanna tekur um 18 þúsund áhorfendur í sæti. Völlurinn rúmaði áður hátt í fjörutíu þús- und manns en eftir thskipun frá UEFA um sætaskipan minnkaði rýmið um helming. Nokkur bjartsýni ríkir í dagblöðum í gær gætir bjart- sýni fyrir leikinn gegn íslending- um. Mörg þeirra telja leikinn formsatriði þegar tekið er tíllit til úrslitanna í leik Tyrkja og íslend- inga í síðasta mánuði. Alain Sutt- er, leikmaður hjá Bayern Múnchen, vill þó koma mönnum niður á jörðina. Hann segir að leikur íslenska hðsins gegn Tyrkjum sé enginn mælikvarði og slysið þar hendi ekki aftur. Tvíburarnir vinsælir í gær komu fréttamenn í hópum á hótel íslenska liðsins. Vinsæl- astir í hópnum voru Skagatvíbur- arnir Bjarki og Arnar Gunn- laugssynir. Svisslendingum þyk- ir einstakt að tvíburar leiki sam- an í landsliði og eins að þeir eru hjá sama félagi í Þýskalandi. Þess má geta að á dögunum gerði svissnesk sjónvarpsstöð sér ferð til Nurnberg til að ræða við þá félaga og hefur þegar verið sýnd- ur þáttur í sjónvarpinu um þá ferð. Mikil gestrisni Víða í Lausanne er íslenska fánanum flaggað. Búðareigend- ur, sem DV ræddi við í gær, sögðu það lágmark kurteisinnar að flagga fyrir gestunum frá íslandi. í máli þeirra kom fram að ísland væri staður sem Svisslendingar htu á sem draum að heimsækja. ' UEFAtil Nyon Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur í hyggju að flytja starfsemi sína til borgarinnar Nyon skammt frá Lausanne. Hluti af starfsefninni er þegar kominn þangað og í bígerð er að reisa stóra og myndarlega bygg- ingu. Leikur 21 árs liða þjóðanna í dag fer einmitt fram í Nyon en þar búa um 10 þúsund manns. í kvöld Handbolti - 1. deild kvenna: Stjarnan - Haukar......20.00 Körfubolti - 1. deild kvenna: KR-ÍS..................20.00 ÍR-Valur...............20.00 Körfubolti - bikar karla: ÍRB-ÍH.................18.15 Víðir-HK...............20.00 USAH - Tindastóh B.....20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.