Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 5 I>V Auglýsingar heilbrigðisráðuneytis dýrastar og flestar í Alþýðublaðinu: Fréttir Þetta gengur ekki upp segir ríkisendurskoðandi - auglýsingar 1 Alþýðublaðinu 22% dýrari en annars staðar Auglýsingakostnaður í dagblöðum í ár var orðinn 1,4 milljónir í sept- emberlok hjá heilbrigðisráðuneyt- inu. Þar af var auglýst 19 sinnum í Alþýöublaðinu fyrir 460 þúsund krónur. Að auki er meðalverð aug- lýsinga í því blaði tæplega 22% hærra en hjá öðrum dagblöðum. Ríkisendurskoðun tekur fram í skýrslu sinni að hún hafi spurt bæði ráöherra og starfsmenn hvort sér- stök tilmæli hefðu verið gefm um birtingu auglýsinga í Alþýðublaðinu. „Allir voru sammála um að svo hefði ekki verið.“ Síðan segir: „Að mati Ríkisendurskoðunar er óeðlilegt að ráðuneytið auglýsi hlut- fallslega mest í því blaði þar sem það er dýrast einkum í ljósi þess að það hefur tiltölulega takmarkaða út- breiðslu miðað við ýmis önnur dag- blöð. Yfirstjórn ráðuneytisins þarf að móta skýrar reglur um birtingu auglýsinga og eftirlit með kostnaði vegna þeirra." Versta dæmið um slæmt kostnað- areftirht í heObrigðisráðuneytinu aö mati ríkisendurskoðanda er vegna auglýsinga í dagblöðum. Þar kom í ljós að auglýsingar til dagblaða fóru oftast til Alþýöublaðsins og voru að meðaltali 22% dýrari en í öðrum blöðum. „Þetta voru ekki fyrirmæli frá ein- um eða neinum heldur gekk bara athugasemdalaust í gegn. Við teljum það náttúrlega ekki standast að birta auglýsingar oftast og dýrast í Al- þýðublaðinu. Þaö gengur ekki upp,“ segir Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi í samtcdi við DV. Samninganefnd ríkis: Gengur hægt aðnásam- komulagi „Þetta gengur fremur hægt en þó eitthvað áleiðis. Við höfum verið að skoða menntamálin og starfslýsing- ar sjúkrahða sem vinna frábrugðin sjúkraliðastörf og reynt að átta okk- ur á því í hverju þessi sérstaða er fólgin. Við höfum lítið rætt um launamálin en auðvitað komum við aftur að þeim,“ segir Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefnd- ar ríkisins. Samningafundur sjúkrahða og samninganefndar ríkisins hófst klukkan 10 í gærmorgun hjá sátta- semjara og stóð fram yfir hádegi. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag og er gert ráð fyrir því aö haldið verði áfram að vinna að úrbætum varðandi menntamál sjúkrahða og réttindi sjúkrahðá á sjálfseignarstofnunum og í dreifbýl- inu. Ekki er ljóst hvenær samninga- nefndimar snúa sér aftur að launa- málunum. „Við höfum gert sjúkraliðum thboð og óskað eftir gagntOboði en þeim er auðvitað í sjálfsvald sett hvort því verður svarað. Þorri ahra launþega samdi um svokallaða þjóðarsátta- samninga og ekki hægt að yfirfæra aðstæður hjúkrunarfræðinga yfir á sjúkraliða. Það verður að semja við þá á þeirra eigin forsendum," segir hann. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í félagsdómi í dag vegna neyðarlista á Landakotsspítala. 1 '/2 hólf + borð Kr. 10.950 11 gerðir af eldhúsvöskum á frábæru verði. Einnig mikið úrval af blönd- unartækjum. Verslun Faxafeni 9, s. 887332 Opið; mánud.—föstud. 9-18 laugard. 10-14 Reynsluaktu Renault! Hagstæðustu bílakaup ársins! ▲ REWAULT Verðið á Renault 19 RN árgerð 1995 er aðeins kr. 1195.000.- INNIFALIÐ: Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, útvarp/segulband með fjarstýringu, styrktarbitar 1 hurðum, bílbeltastrekkjarar, málmlitur, ryðvörn, skráning .. Fallegurfjölshyldubíll á fínu verði. Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 • Sími 876633 • 110 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.