Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1994 Spumingin Hvað þarft þú langan nætursvefn? Sverrir Arnór Diego: Ég þarf svona 10 tíma. Óðinn Eggertsson: Svona 8 tíma. Axel Ásgeirsson: Svona 7 tíma eða eitthvaö svoleiöis. Hermann Hallgrimsson: Ég þarf 8 tíma. Björn Jakob Björnsson: Ég þarf 6 tíma lágmark. Steindóy Erþngss^n: Ep þarf9 tíma. ^ Lesendur Tölvuleikir Konráð leggur til siðvæðingu i tölvuleikjum. Konráð Friðfinnsson skrifar: Tölvuleikir hafa nokkuð veriö til umræöu á síðustu dögum. Einkum fyrir ljótleika. Margir leikjanna ganga helst út á það að drepa sem flest fólk og limlesta. Þaö sem mér finnst óhugnanlegt við þessa leiki er hve raunverulegir þeir oft eru. Þar rennur blóð og hausar flúka eins og ekkert sé eðlilegra. Og ný tækni þar sem fólk setur hjálm á höfuðiö, gerir því kleift að kljást í „eigin persónu" við illmennin og skrímslin sem sækja að úr öllum áttum. Hæstvirtur menntamálaráðherra hefur áhyggjur af þessari þróun og hyggur á lagasetningu. Það er sjálf- sagt mál. Shk lagasetning verður samt aldrei nema i skötulíki vegna þess að hún mun einungis ná yfir það efni er berst hingað á lögbundinn hátt. Þama geta stjórnvöld haft hönd í bagga hvað eftirlit varðar. Útilokað er hins vegar fyrir löggæsluna að fylgjast með því efni er menn fá gegn- um svokölluð „alheimsnet". Og það- an kemur versti sorinn. Mér skilst að fremur auðvelt sé að komast í samband við þessi „net“ og horfa á t.d. bamaklám, svæsna tölvuleiki og annan óþverra sem hver siðvæddur maður hefur and- styggð á. Eina virka eftirlitið hlýtur því að vera inni á heimilunum sjálf- um og á ábyrgð foreldra og annarra forráðamanna bama og unghnga. En börn og unglingar em sér vel meövit- uð í dag um mátt þessara tækja og margir kunna einnig mjög vel á þau. Þessir tölvuieikir virðast alhr með einu marki brenndir, þeir em byggð- ir upp á framkvæmdinni að eyða. Spilarinn þarf m.ö.o. að ryðja hindr- unum úr vegi til að komast á áfanga- stað. Nú er ég ekki endilega að tala um að drepa fólk til að ná settu marki - en eyða samt. Mér hefur stundum dottiö í hug hvort útilokaö sé að snúa dæminu við. í stað þess að „eyða“ verði „björgun" og „uppbygging" sett á oddinn í tölvuleikjum. Við getum t.d. ímyndað okkur átakasvæði ef menn vilja endilega halda sig á þeim vettvangi í þessum spilum. - En í stað þess að spilarinn drepi sjálfur þá reyni hann að koma t.d. eins mörgum „sjúkum og særð- um“ undir læknishendur á sem skemmstum tíma og bjarga þar með mannslífum. - Og hvað er rangt við að græða og klæða land í grænt með skógi? Geta þetta ekki verið spenn- andi leikir í tölvunni? - Ég tel að þeir er búi til shk forrit séu færir um að gera skemmtilega og spennandi leiki úr svona efnivið. Úlfar á heimavígstöðvarnar Einar Sveinsson framkvæmdastj. Sjóvár-Almennra, skrifar: Kjallaragreinar í DV geta oft á tíð- um veitt skemmtilega innsýn í þankagang þeirra sem þær skrifa. í stuttu máh er skoðunum komið á framfæri um hvaðeina sem höfund- urinn telur að eigi erindi við lesend- ur blaðsins. Einatt er þó erfitt aö finna hver kjarni málsins er og nið- urstaðan verður því sú að einhver ólund sé undirrót skrifanna. Úlfar Þormóðsson rithöfundur fær útrás fyrir ergelsi sitt í kjallaragrein í DV 8. nóv. sl. og er tilefnið þaö að nýverið var haldin svonefnd kirkju- vika á höfuðborgarsvæðinu. Það fór fyrir brjóstiö á Úlfari að leitað var til nokkurra landsþekktra fyrirtækja um flárhagslegan stuðning við kynn- ingu kirkjuvikunnar. Þar sem það fyrirtæki er ég starfa hjá var sá aðili, fyrir utan kirkjuna að sjálfsögðu, sem pirraði Úlfar hvað mest í þessum skrifum langar mig að leggja orö í belg út frá því sem Úlfar sjálfur telur vera vanda kirkj- unnar, en það er „tvöfalt siðgæði annarra (hinna)“. Úlfar er skemmtilegur og það er ávaht gaman að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Fyrir fáeinum dögum kom hann að máh við mig og sagðist hafa fengið það verkefni að ofan að hreinsa upp skít- inn í einhverju flokksfélagi sem hann thtók og þyrfti til þess peninga. Ekki gat ég látið allar hans óskir rætast, en sagði þó að við vhdum hjálpa til við þrifin. Mér sýndist ljóst af skrif- um Úlfars, að viðtökur minar hafi ekki uppfyllt væntingar og því rask- að ró hans. Það vhl svo skemmthega th að styrkurinn th kirkjunnar og þessa flokksfélags hans Úlfars nem- ur sömu krónutölu. Það væri verðugt viðfangsefni og mun skemmthegra fyrir lesendur DV ef Úlfar setti á blað nokkrar af þeim lýsingum sem hann gefur gjarnan á núverandi og fyrrverandi trúbræðr- um sínum í Flokknum og lýsti þeim bróðurkærleik er þar ríkir. Þar væri hann á heimavigstöðvum. - Kirkjuna og þaö góða starf sem þar er unnið ætti hann að láta í friði. Landflótti í verslunarferðir: Líka frá Austfjörðum! Guðjón hringdi: Hvað er skýrara tákn þess að við íslendingar eigum undir högg að sækja varðandi áframhaldandi bú- setu í þessu landi en þegar almenn- ingur er farinn að sækja verslun sína beint til annarra landa? Var ekki eitt sinn sagt að innlend verslun væri það eina sem á vantaöi th að við yrð- um fullkomlega sjálfstæð þjóð? Það varð hins vegar aldrei alveg. Alltaf hefur eitthvað vantað á. Ég vh þó ekki kenna kaupmönnum sérstaklega um að það færist í vöxt að íslendingar flykkjast til útlanda oft í þeim tilgangi einum að versla. En þaö er sjúkt ástand sem hér er Hringið í síma 63 27 00 millikl. 14 og 16 -eða skrifið Nafn og sítnanr. veróur aó fyig|a bréfum að skapast á mörgum sviðum. Þegar svo fréttir í sjónvarpi sýna manni hvar flugvél tekur sig á loft frá Eghsstöðum fullhlaðin fólki th verslunarerinda og boðaðir tveir slíkir farmar th viðbótar héðan af Austfjörðum er eins og renni upp fyrir manni ljós. - Það er brostinn á landflótti frá íslandi. í þessi skipti til þess að gera verslun sína en það kann að vera stutt í að menn sjái og vhji líka njóta annarra kjara sem má sjá og fá erlendis. Það verða þá endalokin hér. Verður Atlanta hrakSðúrlandi? Sigurbjörn hringdi: Það er furðulegt hvernig verka- lýðsfélögin ætla aö standa að máli Atlanta-flugfélagsins. Th viöbótar verkfahi sem flugmenn í FÍA boða th höfuðs þessu flugfé- lagi hótar svo verkalýðshreyfing- in að beija á félaginu með samúð- arverkföhum. Auðvitað verður þetta allt til þess að Atlanta verð- ur hrakið úr landi með allan rekstur sem skhaði nálægt einum milljarði króna í þjóðarbúið. Láta ráðamenn þetta afskiptalaust? Efnagreining erlendis! Sigurður skrifar: Hverju sætir það ef ekki er hægt að rannsaka (efnagreina) t.d. kjötvörur fullkomlega hér á landi? Ég las fréttina um að lambakjöt kynni að vera selt sem nautakjöt þegar um hakk væri að ræða. Þetta væri þó ekki hægt að fullsanna nema senda sýni th útlanda og fá úr því skorið þar. - Ég hélt að við værum ekki svona vanbúin tækj um (eða þekkingu?). Hélt að þetta væri einfóld rann- sókn. Hvað þá um fiskafurðir, er virkilega sömu sögu að segja þar? Laun hjúkrunar- fræðingaáborðið Gunnhildur hringdi: Nú hafa sjúkraliðar beðið mán- uðum saman eftir því að fá leið- réttingu sinna mála. Hjúkrunar- fræðingar fengu sitt fram, sömu- leiðis meinatæknar. Sjukrahðar eiga nú að fá leiðréttingu á sama hátt. Eitt er þó mjög bagalegt, að ekki skuli hafa verið birtur sá samningur og þau launakjör sem hjúkrunarfræðingar búa nú viö, bara til þess aö fólk sjáiþannmun sem er á þeim kjörum og hjá sjúkralíðunum. Ég skora á for- ráðamenn hehbrigðismála að birta laun hjúkrunarfræðinga opinberlega. Aðförin að GuðmundiÁrna Ingibjörg skrifar: Mér finnst þyngra en tárum taki hvernig aðfórín að Guð- mundi Árna Stefánssyni hefur þróast. Raunar líkist aðfórin engu öðru en ofsóknum miðalda gegn þeim framfarasinnuðu sem þá stóðu í fylkingarbrjósti. Að þjóöin skuli ekki skammast sín fyrir þá afstöðu sem hún þó tek- ur, ýmist með undirtekt sinni eða sinnuleysi á að mótmæla. Maður hélt satt aö segja að þessi ofsókn- artilhneiging hefði rjátlast af þjóðinni, en svo virðist ekki vera. - Ég skora nú á skynsamt fólk aö skoöa hug sinn í þessu leið- indamáli sem andstæöingar fé- lagsmálaráðherra hafa brugðið á loft sér til viðurværis. FM-snúiðvið blaðinu Sirrý skrifar: Mig langar th að gagnrýna for- ráöamenn nýju útvarpsstööv- anna. Þær eru farnar að apa hver eftir annarri. Því miður fór Sólin á hausinn en hún höfðaði mjög th yngri kynslóðarinnar. Þá átt- um við þó FM-stöðina eftir. En nú er svo komið að FM er að verða eins og Bylgjan, formfóst og leiðinleg. Ég vonaði að FM væri handa okkur hinum. Því mátö ekki hafa yngra fólkið áfram eins og Glódísi og ívar? Þau héldu uppi hressilegum sam- ræðum og viðtölum, að ég tali nú ekki um tónlistina. - Ég biö ykkur á FM; snúið við blaðinu og hættið aö apa éftir öðrum, verið óháð og þá haldið þið í hlustendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.