Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 Fréttir Ríkisendurskoðun gerir flölda athugasemda við rekstur heilbrigðisráðuneytis: Svört skýrsla um bókhald og fjármál - dæmi um styrktarauglýsingar sem ekki þurfti að birta I skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem Guömundur Árni Stefánsson bað um að gerð yröi um störf hans og ráðu- neytisins, kemur fram hörð gagnrýni á bókhald og fjárreiður starfsmanna og yflrmanna ráðuneytisins. Þegar farið er yfir skýrsluna má lesa hátt á annan tug athugasemda við fjármál ráðuneytisins. Sumar þessara at- hugasemda hafa verið settar fram áður án þess að nokkuð virðist hafa verið gert til úrbóta. Kynnið ykkur bókhaldskerfi Ríkisendurskoðun hvetur ráðu- neytið til að kynna sér þá möguleika sem bókhaldskerfið býður upp á þannig að auðveldara verði að fylgj- ast með kostnaöi vegna einstakra verkefna og hvort kostnaður sé í samræmi við fjárheimildir. Reglur um áritun reikninga „Almennt er fyrirkomulag á áritun og samþykki reikninga til greiðslu ekki í nægilega föstum skorðum hjá ráðuneytinu. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að settar verði skýr- ar reglur um áritun reikninga hjá ráðuneytinu.“ Ekki fylgst með ferðareikningum „Þá er ljóst að ekki er fylgst nægi- lega vel með því af hálfu ráðuneytis- ins að ráðherrar og starfsmenn þess gangi frá ferðareikningum vegna ferða til útlanda innan tilskilins frests. Mörg dæmi eru um að margir mánuöir líði frá lokum ferðar þar til uppgjöri hennar er lokið með ferða- reikningi." Fram kemur að óupp- gerður ferðakostnaður er orðinn 6,2 milljónir króna. Óljós staða viðskiptamanna „Þeim tilmælum er beint til ráðu- Ljóst má gera að Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Guðjón Magnússon skrifstofustjóri bera ábyrgð á mörgu þvi sem Ríkisendurskoöun gerir at- hugasemdir við i skýrslu sinni um bókhald og fjárreiður ráðuneytisins. neytisins að nú þegar verði staða allra viðskiptamanna könnuð og í framhaldi af því gerðar viðeigandi leiðréttingarfærslur í bókhaldi og viðkomandi aðilar endurkrafðir eftir atvikum eða kallað eftir þeim gögn- um sem vantar.“ Bókun sértekna í ólagi Nokkrar athugasemdir eru gerðar við innheimtu og bókun sértekna. Hvorki ríkisféhirðir né ráðuneytið hafa gætt þess að skrá hjá sér þær kvittanir sem ráðuneytiö hefur feng- ið frá ríkisféhirði. „Af þessari ástæðu er erfitt að meta áreiðanleika tekju- skráningarkerfisins," segir síðan í skýrslunni. Ekki færð sjóðbók Ekki er færð sjóðbók hjá ráðuneyt- inu og telur Ríkisendurskoðun að taka beri slíka skráningu upp. Óreiða í númeraröð reikninga Bent er á óreiðu í númeraröð reikn- inga til skjala í ríkisbókhaldi. Ríkis- endurskoðun telur áð ráðuneytið þurfi að gera átak í þessum málum og gæta þess að númeraröð reikn- inga verði í framtíðinni samfelld. Stimpilklukku vantar Gerð er athugasemd við það að enn hafi stimpilklukka ekki verið sett upp á aðalskrifstofu ráðuneytisins eins og almennt tíðkast hjá ríkinu. „Rökin fyrir viðveruskráningu með stimpilklukku eru svo augljós að óþarft er að tíunda þau hér.“ Ferðapeningar í óreiðu Bent er á að ekki hafi verið hægt að tilgreina erlendan ferðakostnað nákvæmlega sökum óreiðu í frágangi slíkra reikninga. Varðandi ferða- kostnað innanlands er gerð athuga- semd við að í sumum tilfellum fylgdi farseðill ekki og stundum væri tilefni ferðar ekki nægilega tilgreint. Einn starfsmaður með helming dagpeninga Ríflega helmingur dagpeninga inn- anlands er vegna eins starfsmanns í ráðuneytinu, þess sem annast eftirht meö fasteignum ráðuneytisins og viðhaldi þeirra. Til septemberloka í ár námu þessar greiðslur tæplega 300 þúsundum króna. Verkefni ekki aðgreind í bókhaldi Kostnaður vegna sérfræðiþjónustu og kynningarstarfsemi hefur aukist verulega milli ára, að mati Ríkisend- urskoðunar. „Ekki er með auðveld- um hætti hægt að greina nákvæm- lega hvar kostnaðurinn liggur þar sem einstökum verkefnum er ekki haldið aðgreindum í bókhaldi." Mikið um auglýsingastyrki Fram kemur í skýrslunni að tals- vert er um auglýsingastyrki til blaða ýmissa félagasamtaka, svo og flokks- póhtískra blaða. Ekki var ætlast til að sumar auglýsinganna yrðu birtar. Ríkisendurskoðun telur þaö ekki hlutverk aðalskrifstofu ráðuneyta að stunda styrktarstarfsemi af þessu ‘ tagi. Verslið við Hreyfil Að lokum ítrekar Ríkisendurskoð- un fyrri ábendingar til ráðuneytisins um að þaö beini öhum viðskiptum sínum til þeirra leigubifreiðastöðvar sem Ríkiskaup hefur gert afsláttar- samning við. Er þar átt við Hreyfil. Sigurður Þórðarson: „Þær athugasemdir sem fram koma í þessari skýrslu, og lúta að frágangi bókhaldsgagna og því að reglum um fiármál ríkisins sé j ekki fylgt,: eru í stórum dráttum þær sömu og Ríkisendurskoöun hefur iðulega gert á undanförn- um árum við bókhald og fiárreið- ur þeirra stofnana, sem hún end- urskoðar." Þetta kemur fram í skýrslu Rík- isendurskoðunar um heilbrigðis- ráðuneytið. Af þessu má skilja að opinberar stofnanir fari illa eftir þeim tilmælum sem Ríkisendur- skoðun hefur sett fram í skýrsl- um sínum. Enda leggur Ríkisend- urskoðun til að skýrar reglur verði settar núþegar um bókhaid og fiárreiöur fyrir starfsmenn opinberra stofnana og komið verði á nauðsynlegri þjálfun. „Við höfum á undanförnum árum verið að kvarta yfir því að ýmislegt væri ekki í nógu góðu horfi. Yfirleitt hefur verið brugð- ist viðþessu og langtum meiri agi virðist vera kominn á í kerfinu. Við viljum þó ekki kenna starfs- mönnunum eingöngu um aga- leysi heldur snýr þetta einkum að þeim sem hafa haft með leið- beininga- og fræðslustarf að gera. Þetta kerfi þarf að byggjast mikið á skriflegum reglum því að menn eru ekki að fara þarna með eigin fiármuni,“ segir Sigurður Þórð- arson rikisendurskoðandi. Sigurður segir þyngstu athuga- semdirnar við bóhald og fjárreið- ur heilbrigðisráðuneytis eiga við tekjuskráninguna. „Þar er aðallega um að ræöa að yfirstjórnin hefur ekki tekið málin nógu föstum tökum. Varð- andi gjaidahhðina erum við eink- um að segja aö kostnaðarefdrlit þurfi að vera betra varðandi árit- anir reikninga og annað. Nýta þarf bókhaldið betur sem stjórn- unartæki," segir Sigurður. I dag mælir Dagfari Af hverju hætti Guðmundur? Dagfari Qahaði í gær um það góð- verk Guðmundar Áma Stefánsson- ar að láta af störfum sem ráðherra. Samviska þjóðarinnar krafðist þess og samstarfsmenn hans í Al- þýðflokknum voru farnir á taugum og Guðmundur lét það loks eftir þeim að segja af sér. Hann gerði þetta fyrst og fremst fyrir Alþýðu- flokkinn að segja af sér, vegna þess að Alþýðuflokknum finnst það óþægilegt að varaformaður flokks- ins sé ráðherra og sifji undir sví- virðilegum en ómaklegum árásum. Guðmundur Árni var með afsögn sinni að reyna að lappa upp á ásýnd flokksins og sína eigin ímynd með því að hætta í ríkisstjóminni. En í raun og vem hafði Guð- mundur enga ástæðu til að segja af sér. Það heyröi landslýður þegar Guðmundur flutti afsagnarræð- una. Hann hafði ekkert brotið af sér. Það hafði ekki fallið neinn blettur á hans oröstír. Þar var hvergi kusk að sjá á hans hvíta flibba. Guðmundur var og er sak- laus eins og tandurhreint engla- barn. Hér heima á íslandi hefur enginn ráðherra sagt af sér sjálfviljugur. Þeir hafa aldrei þurft að játa á sig nein mistök og aldrei hafa þeir ver- ið staffíragri en einmitt þegar bornar eru þá sakir. Þá grípa þeir til vama, íslensku ráðherrarnir, og standa fastir fyrir. Aldrei verður heldur fylgiþeirra meira heldur en eimitt þegar þeir vísa ásökunum á bug um þær athafnir sem þeir hafa drýgt. Eftir því sem ráðherrar hafa verið hortugri og harðsvíraðri í misnotkun á völdum sínum og samviskulausari í fyrirgreiðslu- pólitíkinni, því sterkari hafa þeir orðið pólitískt. Og oftast hafa þeir verið verðlaunaðir fyrir ófor- skömmuheitin í næstu kosningum. Svo þegar loksins það gerist að ráðherra segir af sér fyrir engar sakir og í gustukaskyni gagnvart þeim sem hafa verið að krefiast þess aö hann segði af sér, þá kemur í Ijós að kjósendur kunna engan veginn að meta þetta framtak! Kjósendur eru jafnvel þeirrar skoðunar að Guðmundur sé að við- urkenna einhver mistök og játa á sig sök með því að segja af sér! Það eina sem gerist á eftir er að það htla sem eftir er af fylgi Alþýðuflokks- ins hrynur endanlega. Alþýðu- flokkurinn þurrkast út! Hvílík ósanngirni. Laun heims- ins era ekkert nema vanþakklæti. Á nú að fara nudda Alþýðuflokkn- um upp úr því aö hann sé siðlaus flokkur, loksins þegar einn af ráð- herrum flokksins segir af sér vegna krafna frá almenningi og án þess að hann hafi gert flugu mein? Eiga Guðmundur Ami og Alþýðuflokk- urinn að gjalda fyrir það að vera saklausari og siðavandari heldur en aðrir stjórnmálamenn og flokk- ar? Það er ekki hægt að draga nema eina ályktun af þessum viðbrögð- um. Hún er sú að þjóðin vilji að stjórnmálamenn og ráðherrar séu siðspilltir. Þjóöin vill að ráðherrar láti það ekki á sig fá þótt þeim verði á í messunni, þótt þeir fremji ein- hver axarsköft og misgjörðir. Þá eiga þeir bara að standa fastir fyrir og harðir í horn að taka. Þjóðin lét að vísu illa í Guðmundi Ama, en hún meinti ekkert með því og ætl- aðist aldrei til að Guðmunduyr Árni tæki mark á því. Mistök Guð- mundar Árna era að viðurkenna ekki mistökin en segja samt af sér. Guðmundur átti aö játa á sig mis- tökin en sitja sem fastast. Þá hefði hann styrkt sig í sessi. Þá hefði Alþýðuflokknum vaxið ásmegin. Þetta er lærdómurinn og reynsl- an sem leiðir til þeirrar niðurstöðu að mál Guðmundar Árna var frá upphafi á misskilningi byggt. Framvegis eiga ráðherrar að haga sér nákvæmlega eins og þeim sýn- ist og bregðast nákvæmlega öfugt við og Guðmundur Árni hefur gert. Þeir eiga ekki að halda fram sak- leysi sínu og þeir eiga ekki að segja af sér þótt þjóðin sé að nafninu til að krefiast þess. Nú situr Guðmundur greyið Árni uppi með það blásaklaus að hafa gerst sekur um mistök eftir að hafa hafnað því og nú situr Guðmundur Ámi uppi án ráðherrastóls þegar það hefði verið sterkast fyrir að hann sifia í ráðherrastólnum. Og Alþýðuflokkurinn tapar öllu sínu fylgi á því að vera siðprúðasti flokkurinn. Dagfari rmTÍTTIITTTITTTíH rr ff li M 3 j r-tr hti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.