Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 27 Ég veit alltaf þegar þú ert veikur, LaMi ... því þú færðir þig úr sófanum í rúmið. Lalli og Lína Spakmæli Flestir menn sem gagnrýna konur eru í raun og veru aðeins að gagnrýna eina konu Remy de Gourmont dv Fjölmiðlar Imbakassi á uppleið . Imbakassinn er mættur til leiks eftir aö hafa verið í hvíld. Þeir félagar sem standa að þessum þáttum hafa tekið slikum fi'am- förum að það er full ástæða til aö fylgjast með því háði og því skopi sem þeir beina gegn is- lensku samfélagi. Það var sérlega áhugavert að-rifla upp með þeim félögum, séð með þeirra augum, þann skandal sem átti sér stað á lýðveldisafmælinu í sumar þegar þjóðinni var stefnt á Þingvöll og einhverjar tugþúsundir eyddu deginum í umferðarteppu. Þetta var sérstaklega ánægjulegt háð í garð Selfosslöggunnar vegna þeirrar persónulegu reynslu sem ætíð mun lifa í minningu undir- ritaðs og er síöan þungamiðjan í slæmum draumförum. Það sem helst skyggir þó á þessa þætti er hvað útsendingartíminn er óheppilegur og til þess fallinn að þátturinn gleymist. Það hefði óneitanlega verið heppilegra að þátturinn væri strax eftir fréttir en ekki klukkan níu eins og nú er, Sú var tíðin að Spaugstofan skyggði á Imbakassann nú virðíst Imbakassinn vera kominjafnfæt- is þeim ágæta þætti sem meiri- hluti þjóðarinnar fylgdist með. Reynir Traustason Andlát Málmfreð Jónas Árnason frá Eski- firði, Maríubakka 12, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 11. nóv- ember. Sigríður Guðfinna Guðbrandsdóttir frá Loftsölum lést á Vífilsstaðaspít- ala þann 13. nóvember. Ingveldur Sigurðardóttir, Seljahlíð, áður til heimihs að Rauðarárstíg 11, er látin. Sigríður Snorradóttir, Austurbrún 6, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 3. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingi Sigurður Ásmundsson tækni- fræðingur, Vesturhólum 17, Reykja- vík, lést þann 12. nóvember sl. Ágúst Óskar Guðmundsson, Furu- gerði 1, lést í Landspítalanum 14. nóvember. Jarðarfarir Útför Ingibjargar Frímannsdóttur, Frostafold 4, Reykjavík, sem lést 7. nóvember, fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Berg- staðastræti 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 16. nóvember kl. 15. Halldóra Anna Sigurbjörnsdóttir frá Grímsey, til heimilis að Dalbraut 18, lést í Landspítalanum 13. nóvember sl. Útförin verður gerð frá Langholts- kirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 15. Sigrún Björnsdóttir frá Fáskrúðs- firði, sem andaðist á hjúkrunarheim ilinu Eir þann 7. nóvember sl., verð- ur jarðsungin frá Áskirkju miðviku- daginn 16. nóvember kl. 13.30. Aðalheiður E. Jónsdóttir (frá Gróf), Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mið- vikudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Ingibjörg Jóna Marelsdóttir, Heiðar- gerði 112, Reykjavík, er lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. nóvember, verð- ur jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Útför Sólveigar Erlu Ólafsdóttur, Grettisgötu 70, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum 8. nóvember sl., fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Jón Eiríks Óskarsson verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni föstudag- inn 18. nóvember kl. 15. Þuríður Pálsdóttir, sem andaðist 3. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 16. nóvember kl. 13.30. Minningapathöíh; um d[ouke Bouius fer fram í Háteigskirkju miðvikudag- inn 16,.nóyemher. kl.,15.______ Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnaríjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 11. nóv. til 17. nóv., aö báðum dögum meðtöldum, verður í Garðsapó- teki, Sogavegi 108, simi 680990. Auk þess verður varsla í Lyfjabúðinni Iðunni, Laugavegi 40a, sími 21133, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarijarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opiö fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 11100, Hafnarfjöröur, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Lækuar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lytjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimihslækni eða nær ekki tii hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virkadagakl. 8-17og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafna’rfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna i síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustööinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Álla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 Og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrabús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóögjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og föstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. ' Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bóicabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lókað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Frikirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn Islands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud, fimmtud, laugard. og sunnudaga kl. 12-17. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðurnes, sími 13536. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766, Suðumes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjarnarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 985 - 28078 Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, simi 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. kl. 15-19. Vísir fyrir 50 árum Þriðjud. 15. nóvember: Tónlistarskólinn fluttur í Þjóðleikhús- ið. Nemendur yfir 100. i) 1111 í 11M (i s - í U í'I) .. i. 11 (I ’ í i, i (13 j i i j ; í Stjömuspá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 16. nóvember. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Reyndu að forðast allar tilfmningasveiflur í dag. Dagurinn verður frekar erfiður. Happatölur eru 9,16 og 28. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Einbeittu þér að því að fá niðurstöðu í þau mál sem þú fæst við um þessar mundir. Þú ert óþolinmóður og hætt er rið að eitthvað valdi þér vonbrigðum. Hrúturinn (21. mars-19. april): Ýmislegt sýnir það í dag að smekkur manna er mismunandi. Það kemur í ljós að þú getur ekki treyst hverjum sem er. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú færð ágætar fréttir og svo er að sjá að fjárhagur þinn standi ágætlega. Samskipti þín við aðra eru góð. Þú íhugar ferðalag. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Nýttu hugvitssemi þína en vertu þó raunsær. Skipuleggðu daginn þannig að hann hæfi bæði þörfum þínum og annarra. Krabbinn (22. júni-22. júlí): Þú ættir að fá þér frí frá þínu hefðbundna umhverfi. Kynntu þér önnur sjónarmið. Reyndu að nýta þér það sem er hagstætt í þeim. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú nýtur þín innan um þá sem hafa svipuð áhugamál og þú. Ef þér er farið að leiðast starfið ættirðu að fara að líta í kringum þig. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Skipuleggðu tímann vel. Þér fmnst heldur rólegt í kringum þig og ekki nægileg spenna. Happatölur eru 8,13 og 19. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú verður fyrir talsverðri gagnrýni. Kannaðu hvort hún er rétt- mæt og hvort þú getur gert eitthvað til þess að bæta þig. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Gerðu þér ekki of miklar vonir. Aðrir vilja þér vel og þú ættir að sjá gamlan draum rætast þrátt fyrir aUt. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Einhver seinkun getur tafið þig verulega. Þú þarft að taka harðar á mistökum annarra. Sumar ákvarðanir geta ekki beðið. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú verður að gæta þín sérlega vel í fiármálum. Eyddu ekki um of. Veldu þér félagsskap tið hæfi. Víðtæk þjónusta fyrir lesendur og auglýsendur! L4Æaa. Aðeins 25 kr. min. Sama verð fyrir!alfa^lanbferbkíih? * f U J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.