Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 Fréttir Af hverju vill Kvennalistinn ekki sameiginlegt framboð? Alltof skammur tími -það er meginástæðan, segir Kristín Ástgeirsdóttir „Meginástæðan er sú að það er allt- of skammur tími til stefnu til að kanna sameiginlegt framboð Kvennalistans, Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Alþýðubandalags. Það ligg- ur ekkert á borðinu um það um hvað viðræðurnar ættu að snúast og við vitum ekkert hvað Jóhanna Sigurð- ardóttir vill. Eigum við að tala við hana bara af því að hún er kona? Eigum við þá ekki allt eins að tala vió Salóme Þorkelsdóttur?" segir Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans. Miklar umræður urðu um áskorun Alþýðubandalagsfélagsins Birtingar um sameiginlegt framboð Kvenna- listans, Alþýðubandalagsins og Jó- hönnu Sigurðardóttir fyrir kosning- arnar í vor á landsfundi Kvennahst- ans um helgina. Á fundinum var ákveðið að Kvennalistinn skyldi bjóða fram í eigin nafni í öllum kjör- dæmum landsins þar sem sjaldan eða aldrei [hefði veriö brýnni þörf fyrir skýra kvenfrelsisrödd í stjóm- málabaráttunni á íslandi. I UMFERÐINNI ERU ALLIR í SAMA LIÐI 3. Leikreitur: ESB. A. Við komumst að niöurstöðu. a) Breytum stefnunni, erum með. Nokkrar í fýlu, fara þær af? b) Móti ESB-aðild. Nokkrar í fýlu, fara þær af? B. Við komumst ekki að niðurstöðu. 2. Leikreitur: Birting. A. Meö Jóhönnu og Ólafi í átt að sólar- laginu (Happily ever after). Peysufata- kellingin gengur mitt á milli þeirra hjúa — þau horfa um öxl. Út af spilinu. B. Kvennalistinn áfram einn. 4. Leikreitur: Kosningar. A. Við í stjórn. B. Við í stjórnarandstöðu. 1. Leikreitur: Astandið. A. Davíð víkur Guðmundi Árna frá. Beint í kosningar. Brjálaöur kosningaundirbúningur. B. Guðmundur Árni kyrr, segir af sér eöa Jón Baidvfn víkur honum frá. Kosiö 8. apríl. Nógur tími (eða hvaö?). Anna Ólafsdóttir Björnsson, þinkona Kvennalistans, kynnti þessa skýringarmynd um valkosti Kvennalistans á lands fundinum um helgina. Island Sækjum það heim! Ferðaáskriftargetraun DV hefur þegar veitt mörgum áskrifendum nýja og skemmtilega reynslu af þeim ferðamöguleikum sem landið hefur upp á að bjóða. Áfram munum við draga út ferðavinning í viku hverri, íslandsferð fyrir 2 að verðmæti 60.000 kr, 30. nóvember kemur síðan rúsínan í pylsuendanum: Óskablanda af ævintýraferð um ísland fyrir 2, að verðmæti 150.000 kr.! Vinningshafinn (e.t.v. einmitt þú) raðar einfaldlega saman því sem honum líst best á af þeim ferða- vinningum sem í boði hafa verið frá því í vor! Þannig má sameina jökla- ferðir, siglingar, afslöppun, golf, veiði og gönguferðir - eða eitthvað allt annað eftir því sem hugurinn girnist. Þuattenn möguleika glæsilegmn ferðavinningi! Ferðaáskriftargetraun DV lýkur 30. nóvember. Askriftarsíminn er 63 27 00 • Grænt númer er 99-6270 Búlandstindur: Unnið þrettán tima a solar- hring alla daga Már Karlsscm, DV, Djúpavogi' Frá þvi fyrsta sfldin barst hér á land 27. september hefur Bú- landstindur hf. tekið á móti 3500 tonnum af silfri hafsins. Af þeim aíla hefur Arney KE landað 3000 tonnum. Síldin hefur veiðst hér úti í Berufjarðardýpi og því stutt á miðin og hráefnið eins ferskt og það getur verið. Búið er að salta í 4500 tunnur og frysta um 940 tonn af flakaðri og heilírystri síld. Sfldarverksmiðjan hefur fram- leitt 240 tonn af mjöli og 170 tonn af lýsi. Framleiðsluverðmæti er um 70 milljónir króna. Hjá Búlandstindi starfa um 100 manns, þar af 11 útlendingar. Fimm þeirra eru frá Norðurlönd- unum en hinir lengra aö komnir. Að undanfomu hefur verið unnið frá kl. sax á morgnana til kl. 19 á kvöldin, jaint virka daga sem helga. Konur í dáta- leittvíteknar sömuhelgina Ægir Mar Káxason, DV, Suðumesjum: Tvær íslenskar konur um tví- tugt voru stöðvaðar á varnar- svæðinu á Keflavíkurflugvelli seint á fóstudagskvöldið en þær voru í heimildarleysi á vellinum. Eftir yflrheyrslur var þeim sléppt. Það var síðan á sunnudag að lögreglan stöðvaði sömu stúlk- ur á ný innan varnarsvæðisins og aftur voru þær settar út fyrir. Talið er að þær hafi skriöið undir varnargirðinguna eða klippt hana í sundar til að kom- ast inn á völlinn. Leifsstöð: Enn bilar skjarmn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunx „Við erum mjög óánægðir með þann upplýsingabúnað sem viö höfum. Hann fellur alltof oft út og misjafhlega gengur að lagfæra hann. Það er mjög slæmt að fólk skuli ekki geta notað upplýs- ingaskjáina og nú er verið að at- huga aðra möguleika,“ sagði Pét- ur Guðmundsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, í samtali við DV. Upplýsingaskjárinn í Leifsstöð hefur nú veriö bilaður í nokkra daga og verið er að athuga hvort hægt sé að setja upp textavarp í flugstöðinni. Selfoss: Slátursala miklu minni Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Alls var 40.727 fiár slátrað í haust hjá Sláturfélagi Suður- lands á Selfossi en sláturhússtjóri þar er hinn snjalli stjómandí. Skúli Jónsson frá Selalæk. Með- alvigt dilka var 14,9 kg. Aö sögn Sævars Larsen, stöðv- arstjóra hjá Sláturfélaginu, var slátursala mun minni nú en und- anfarin ár. Kjötsala var einnig lítil. Ófrosiö kjöt af nýslátruðu kostaði 428 krónur kílóiö í 1. flokki en frosið 472 krónur kílóiö. í fastri vinnu hjá félaginu eru 120 manns en yflr sláturtíðina er bætt við 80 manns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.