Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 11 Merming Metnaðarf ull Jörf agleði Jón Magnússon, sýslumaður Dalamanna, hefur látið dóm út ganga um að miðsvetrarsamkomur þær, sem lengi hafa tíðkast á Jörfa í Haukadal, verði bannaðar með öllu. Þetta er í annað skipti á rúm- um áratug að svokölluð Jörfagleði er bönnuð (1708). Það er af miklum metnaði sem Svöluleikhúsið ræðst í Jörfagleði eftir Auði Bjarnadóttur með tónhst eftir Hákon Leifsson. Byrjunin er mögnuð með hangandi „crucifix" í kyrrstöðu lengi.vel; trúarleg og þjóðleg inngönguleið inn í verkið. Almúginn býst til ferðalags en löng leið er að Jörfa. Kannski er hún helst til löng því tónhst og hreyfing var þar of hæg og seig í úrvinnslu. Síðan er lagst til hvílu. Hrafninn flýgur sem ógnandi forboði skömmu áður en fólkið vaknar og gleðin hefst fyrir alvöru. Hún leys- ist síðan upp í átök við utanaðkom- andi öfl þar sem yfirvaldið kemur inn. Þar eigast við fjötrar og frelsi. Allt var þetta skýrt og augljóst. Þrátt fyrir að framvinda verksins væri hæg og seig framan af var það síðar bætt um með hraðri dans- rænni atburðarás og uppbyggingu í dans- og leikrænni túlkun í sjálfri Jörfagleðinni. Þar var áhrifamátt- ur tónlistar og hreyfinga mjög sam- stiga og beinskeyttur. Auður kýs þá leið að segja söguna með blönduðum hópi flytjenda; leikurum, dönsurum, kór, söngv- urum og hreyfilistarmönnum. Hún notar beinan texta sem oft var þó uppáþrengjandi og ofsagður. En aftur á móti höfðu þulur sterk áhrif sem galdur og seiðandi undirtónn Sviðsmynd úr Jörfagleði sem Svöluleikhúsið sýnir um þessar mundir. Listdans Elín Edda Arnadóttir í verkinu. Miðkafh verksins er feikhega vel unninn og verður þar mest ris í verkinu. „Pax du deux“ ungu elsk- endanna, sem Jóhann Freyr Björg- vinsson og Sigrún Guðmundsdóttir dönsuðuur, byrjaöi með fahegu „adagio" eftir fjörugan dans vinnu- hjúa. Sigrún hefur sérlega leik- „Svo hrædd um að Svíinn gleypi þig“ Steinunn Jóhannesdóttir hefur skrifað ævisögu Hah- dóru Briem, áhugaverða sögu konu sem árið 1935 sigldi til Svíþjóðar til þess að læra arkitektúr en Hall- dóra var fyrst íslenska kvenna til þess að nema þá grein. Steinunn lýsir Haildóru sem lífsglaðri og ákveð- inni konu sem horfir á lífið sjálfstæðum og gagnrýnum augum, veit hvað hún vih og lætur ekki deigan síga þó á móti blási. Halldóra veit hka að hún nýtur forrétt- inda, þær eru ekki margar íslensku stelpurnar sem fá tækifæri til að fara í menntaskóla á tímum kreppu og allsleysis svo Halldóra keppist við, er dugleg og lýkur prófi með láði. í Svíþjóð ílendist Halldóra eftir námið, kynnist stóru ástinni sinni og eignast með honum fimm börn auk þess sem hún vinnur af kappi við grein sína. En hugurinn er alltaf heima á íslandi og þar hefst sagan. Hálldóra var önnur í röðinni af fimm dætrum hjónanna Valgerðar Lárusdóttur og séra Þorsteins Briem, ahn upp við öryggi, guðsótta og góða siði. En yfir hamingjusamri bernsku grúfði þó dimmur halldóru briem / ^. i Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir skuggi: Valgerður var með berkla sem drógu hana til dauða í blóma lífsins. Þessum fyrstu æviárum og móðurmissinum er lýst af miklu innsæi og ástríðu, því hvernig stúlkurnar htlu þurftu hvað eftir annað að kveðja móður sína þegar hún fór að leita sér lækn- inga, sorginni sem litar líf þeirra þegar yngsta systirin deyr og nokkrum mánuðum síðar móðirin sem nær sér aldrei eftir það áfah. En Hahdóra er með gott skap og létta lund og það er ekki fyrr en löngu síðar sem hún áttar sig á að kannski hafi hún byrgt sorgina of mikið inni, sorgina sem brýst út á gamals aldri og gerir henni æ erfiðara að sætta sig við dauðann sem tekur frá henni hvem ástvininn á fætur öðrum, eigin- mann og vini. Það er löng leiö frá æskuárunum á Akranesi til Svíþjóðar elháranna þar sem Hahdóra talar í lok bókar um alla þá sem dauðinn hefur hrifsað til sín og á þeirri leið hefur ýmislegt gerst og breyst eins og gengur og gerist á langri ævi. Hún lýsir á eftir- minnilegan hátt mörgum litríkum persónum og af þeim er einna minnisstæðust lýsingin af Kirstínu, móðurömmu hennar, sem var ávallt til staðar á æsku- árunum til að hlúa að og hugga, þeirri sem kvaddi Halldóru með beyg í hjarta þegar hún sigldi: „Ó, ég er svo hrædd um aö Svíinn gleypi þig“ (12,145). Ótti ömmunnar var þó ástæðulaus því þótt Halldóra lifði og starfaði í Svíþjóð lágu ræturnar djúpt. Hún var bundin báðum löndunum sterkum böndum, gat sig frá hvorugu shtið, hugurinn ævinlega klofinn milh þess- ara tveggja heima sem að endingu renna þó saman í minningum hennar. Hahdóra lést á síðasta ári, áttræð að aldri og þær eru vandaðar hinstu kveðjurnar sem hún sendir löndum sínum. Saga HaUdóru Briem er glæsUegur minnisvarði konu sem lifði fjölbreyttu lífi á umróts- og breytingartímum, hfi sem sorgin setti snemma mark sitt á. Gleði hennar, mótlæti og sterkum baráttuvUja kemur Steinunn Jóhannesdóttir til skUa í vel stílaðri frásögn sem ber skemmtílegu og lifandi samstarfi glöggt vitni. Má sérstaklega hrósa fyrri hluta bókar sem fjallar um æskuna og uppvöxtinn en þar skUar sér ágætlega í stílnum bernsk sýn Halldóru á veruleikann, sýn sem síðan efhst og þroskast eftir því sem lengra höur á sögu. Saga Halldóru Briem Hörpuútgáfan 1994 Steinunn Jóhannesdóttir dóm á almúgann og velt er upp spurningum um helsi og frelsi og valdníðslu ráðandi stéttar. Dæmdri konu er drekkt í drekkingarhyl. Mögnuð mynd sem útfærð er í ölduhafi þar sem sjá mátti sam- nefnara kvenna sem hlutu sömu örlög. Ég saknaði þess þó að sjá ekki meiri upphafningu í lokin í formi dans þar sem hin dæmda kona mætti dauðanum. Niður- staða: Auður Bjarnadóttir sýnir hér að henni vex ásmegin sem danshöfundi. Sagan er skýr og með sterkum þjóðlegum einkennum. Tónlistin er áhrifarík og sterkur sjónrænn þáttur leikmyndar og búninga Sigurjóns Jóhannssonar leikur stórt hlutverk í þessu sjón- arspili. Má þar nefna persónu- gervingar hrafns og leikhjartar og tilkomumikið ölduhaf í lokin. Bún- ingar eru sérlega íslenskir og áhrifaríkt hvernig þyngslum bún- inganna var smám saman aflétt eftir að frelsið tók yfir í gleðinni að Jörfa. Lýsingin hjá Lárusi Björnssyni er sérlega vel teiknuð og skýr og htanotkun á grænum og fjólubláum ht er smekkleg. Hér er á ferðinni íslensk hugarsmíð sem vert er að gefa gaum. Það er ánægjulegt að sjá svo ríkulegan sögubrunn sem Jörfagleði verða að yrkisefni fyrir leikhús. Leiðir það hugann að þeim hluta íslenskrar menningarsögu sem tengist trú og list forfeðra okkar. Jörfagleði Svöluleikhússins í Borgar- teikhúsinu. Dans og leikstjórn: Auður Bjarnadóttir. Dansarar/flytjendur: íslenski dansflokk- urinn ásamt leikurum. ræna nærveru á sviði og hefur gott næmi fyrir dramatískri túlkun í dansi. Þessi ástardúett leysist upp í átakamikinn dans karlmanna, eins konar sverðdans, og þar á eftir kemur þokkafuhur hringdans kvennanna og loks frumstæðari element, eins og græðgi og losti, sem útfært var af Hauki Harðar- syni hreyfilistarmanni og Ástu Amardóttur leikkonu á dýrslegan hátt. Hins vegar var ég ekki alltaf jafnsátt við kvengerving Járngerð- ar í búrinu. Upphaf lokakaflans var drama- tískt þar sem yfirvaldið leggur sinn Ný sending Leðurskór: Fóðraðir og með slitsterkum sóla. Litir: Svart eða mokkabrúnt leður Stærðir: 36-41 Teg. 52366 Kr. 5.985 ecco Laugavegi 41, sími 13570 Teg. 52314 Kr. 5.885 PÓKÐAK cfrXsðí; O'fy' pjcrmA&tas KIRKJUSTRÆTI8 S / M I 14 18 1 MATUR & KÖKUR /////////////////////////////// AUKABLAÐ UM MAT OG KÖKUR FYRIR JÓLIN Miðvikudaginn 23. nóvember nk. mun aukablað um matartilbúning fyrir jólin, kökuuppskriftir og jólasiði fylgja DV eins og undanfarin ár. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur aug- lýsinga er fimmtudagurinn 17. nóv. ATH.! Bréfasími okkar er 63 27 27.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.