Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 29
IZ oo ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 29 Mæðgurnar Oddný Jónsdóttir og Oddný Guðmundsdóttir í hlut- verkum sínum í Gísl. Gíslí Borgarfirði Ungmennafélagið íslendingur í Borgarfirði sýnir um þessar mundir sjónleikinn Gísl eftir Brendan Behan í þýðingu Jónas- ar Ámasonar. Leikstjóri er Val- geir Skagfjörð. í þessari upp- færslu er lögð áhersla á gaman- Leikhús semina í verkinu sem reyndar ijallar um alvarlega atburði. Leikarar eru fimmtán auk þriggja manna hljómsveitar. Gísl er sýnt í samkomuhúsinu Brún í Bæjarsveit. Þar hefur leik- hópurinn skapað írskt umhverfi sem segja má að leikhúsgestir gangi inn í enda fer leikurinn fram um mestallt húsið. Leiknum hefur verið vel tekið og húsfyllir verið. Næstu sýningar eru í kvöld, fimmtudags- og laugar- dagskvöld. Gúmmi er gert úr gúmmíkvoð- unni sem einnig er nefnd hrá- gúmmí. Hrágúmmí verður til Franski náttúrufræðingurinn Charles-Marie de La Condamine var árið 1736 á ferð í Perú og sendi þaðan sýni af dökku harpix- kenndu efni til vísindaakadem- íunnar í París. Notuðu indíánar í Perú efni þetta í áhöld af ýmsu tagi. 1751 hafði La Condamine lokið athugunum sínum og sendi skýrslu til vísindaakademíunnar í París: Sur une résine élastique nouvellement découverte á Cay- enne: le cahuchin, nefndist hún. Cahuchin er úr indíánamáli og þýðir tréð sem grætur. Gúmmí- kvoðan - hrágúmmíið sem um ræðir - myndast þegar mjólkur- kenndur safi ýmissa plantna storknar. Blessuð veröldin Gúmmí meðhöndlað með brennisteinssamböndum Árið 1839 varð Bandaríkjamann- inum Charles Goodyear á að gleyma gúmmímola sem stráður hafði verið brennisteini og lagður á heitan ofn. Þegar hann aðgætti molann tók hann eftir því að stöðvun vitist hafa náðst í efninu. Af einskærri tilviljun hafði hann uppgötvað brennisteinsmeðferð á hrágúmmíi, sem varðveitir sveigjanleika kvoðunnar og gerir kleift að nýta efnið. Englending- urinn T. Hancock gerði um svip- að leyti í London líka uppgötvun. Gervigúmmí Englendingurinn Williams ein- angraði árið 1860 efni sem hann kallaði ísópren. Gerði hann þetta með því að eima gúmmíkvoðu. Tuttugu árum síðar framleiddi Bouchardat fast efni úr ísópren. Var það fyrsta gervigúmmíið, þótt ísópren væri upprunalega unnið úr hrágúmmíi. Isópren úr terpentínu kom síðar. . ITfJ.fií -'i-MC U l-V Jj/} ií ‘.".mimM. iii m v»TTtm';■':—s—i- rt STDÐ 2. LÓM "Kvœoo- t=utslcyaoeMONlDF?P? F?C?MR + feó<sŒf3=jLbe2s<3-E3aÐirN/Nii á TVeimur vinum: Rokktónleikar verða á Tveimur vinum í kvöld og koma fram tvær rokksveitir, Stripshow ogDead Sea Apple, sem munu skemmta fólki með frumsaminni tónlist. Strip- show er með þessum tónleikum að Skernmtanir halda sína síðustu tónleikaá þessu ári, en liðsmenn hennar hafa vakið athygli fyrir frumlegan rokkstíi, vandaða spilamennsku og villta sviðsframkomu. Hljómleikar þeirra eru hinir fiörugustu, með Ijósum, reyk, sprengi- og sápukúl- mn. Hþómsveitina skipa: Hallgrím- ur Oddsson, söngvari, Ingólfur Geirdal, gítarleikari, Sigurður Geirdal, bassaleikari, og Bjarki Þór Magnússon, trommuleikari. Fram á næsta ár mun Stripshow einbeita Strlpshow er önnur tveggja rokksveita sem skemmta á Tveimur vinum í kvöld. sér að nýju efni en lag frá hljóm- sveitinni mun koma út á safnplötu í byrjun næsta árs. Dead Sea Apple er einnig rokk- hljómsveit sem vakið hefur athygli að undanförnu, leika þeir félagar frumsamda tónlist. IUjómsveitina skipa: Steinarr Logi, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Carl Johan Carls- son, Arnþór Þóröarson og Hannes Friðbjarnarson. Flestirþjóð- vegir færir Flestir þjóövegir landsins eru fær- ir. Á Vestfjörðum er verið að moka Klettsháls og Eyrarfjall er ófært. Á öðrum vegum á Vestfjörðum er hálka. Á Holtavörðuheiði er hálka. Á Norður- og Austurlandi er hálka á Færðávegum flestum vegum. Fljótsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðar- heiði eru þungfær og Hellisheiði eystri er ófær. Vegagerðin sendir bíl- stjórum kveðjur með þessari stöku: Nú eru flestar götur greiðar góðir vegir víðast hvar Þó eru sumar háar heiðar hálar nokkuð hér og þar. Litli drengurinn á myndinni fæddist 18. október á fæðingardeild Landspítalans. Hann reyndist vera 4570 grömm að þyngd og 54 sentí- metra langur. Foreldrar hans eru Berglind Björgúlfsdóttir og Ólafur Haukur Erlendsson. Eyjólfur Þór á einn hálfbróður, Ásbjörn Leó Christensen. Á leiðinni í bíó. Örvar Jens Arn- arsson og Rúrik Haraldsson i hlutverkum sínum. Framlag íslands til óskarsverðlaunanna Stjörnubíó hefur nú frá því um mitt sumar sýnt nýjustu kvik- mynd Friðriks Þórs Friðrikssnar, Bíódaga sem gerist sumarið 1964, fyrir daga íslenska sjónvarpsins, þegar aðalskemmtun krakka var að fara í bíó og aðalpersóna myndarinnar, Tómas, fer þrisvar sinnum í bíó í myndinni, auk þess sem hann kynnist lauslega því sem koma skal, sjónvarpinu, en á þessum árum var „Kana- sjónvarpið" vinsælt og var að ryðja sér til rúms á höfuðborgar- Kvikmyndáhúsin svæðinu. Sumarið líður við leik og skemmtanir þar til Tómas er sendur í sveitina. Þar kynnist hann öðruvísi lífi. Á sínum tíma var kvikmynd Friðriks Þórs, Börn náttúrunnar, tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Nú hefur kvikmyndin Bíódagar ver- ið valin til að vera framlag ís- lands til óskarsverðlaunanna á næsta ári en hvort húri hlýtur eina af fimm tilnefningum á tíminn eftir aö leiða í ljós. Nýjar myndir Háskólabíó: f loft upp Laugarásbíó: Gríman Saga-bíó: Forrest Gump Bíóhöllin: Villtar stelpur Stjörnubíó: Það gæti hent þig Bíóborgin: í blíðu og stríðu Regnboginn: Reyfari Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 262. 15. nóvember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,540 67,740 66.2KT Pund 107,370 107,690 108,290 Kan. dollar 49,690 49,880 49,060 Dönsk kr. 11,2120 11,2570 11,3020 Norsk kr. 10,0110 10,0510 10,1670 Sænsk kr. 9,2580 9,2950 9,2760 Fi. mark 14,4770 14,5350 14,4730 Fra. franki 12,7370 12,7880 12,9130 Belg.franki 2,1281 2,1367 2,1482 Sviss. franki 52,1900 52,4000 52,8500 Holl. gyllini 39,0500 39,2100 39,4400 Þýskt mark 43,8200 43,9500 44,2100 it. líra 0,04263 0,04285 0,04320 Aust. sch. 6,2180 6,2490 6,2830 Port. escudo 0,4290 0,4312 0,4325 Spá. peseti 0,5260 0,5286 0,5313 Jap. yen 0,68830 0,69040 0,68240 irskt pund 105,160 105,690 107,000 SDR 99,18000 99,68000 99,74000 ECU 83,3700 83,7100 84,3400 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 1 T~ T~ T~ 5 7 T~ <? W" TT TF J tL vT )F /7 2JT w /9 J * Lárétt: 1 væskil), 6 rot, 8 gjöfull, 9 melt- ingarfæris, 11 bali, 13 fitla, 15 hárið, 17 skaði, 19 hratt, 20 hlána, 21 tvíhljóði. Lóðrétt: 1 tötrum, 2 flakk, 3 hita, 4 kraft- inn, 5 óhreinkir, 6 launung, 7 snemma, 10 ánægðu, 12 drykkurinn, 14 garði, 16 ilát, 18 ekki. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 lyng, 5 ske, 8 ásjónur, 9 stólu, 10 lá, 12 liöaður, 14 nafar, 16 ugg, 18 a»f>- ir, 19 fé, 20 árinu. Lóðrétt: 1 lás, 2 ysting, 3 njóða, 4 góla, 5 snuðaði, 6 kul, 7 er,.ll árar, 12 lauf, 13 •urin,'tófær, 17-gá. 4*>. |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.