Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 23 Julie Delpy og Zbigniev Zamachowski í hlutverkum hjónanna fráskildu í Hvítum Kieslowskis. Háskólabíó - Þrír litir: Hvítur: ★★ !4 Frelsið býr í braskinu Batnandi manni er best aö lifa. Annar hluti þríleiks pólska leikstjórans Krzysztofs Kieslowskis um frönsku fánalitina, bláan, hvítan og rauðan, og þar af leiðandi einkunnarorð frönsku stjórnarbyltingarinnar, frelsi, jafnrétti og bræðralag, er nú kominn í Háskólabíó: Þrír litir, hvítur. Þetta er allt annar handleggur en fyrsti hlutinn, sá blái um frelsið, sem var tilgerðarlegur og þunglamalegur um óspennandi persónur. Hvítur, sagan um jafnréttiö, segir frá öllu skemmti- legra fólki, pólska hárgreiðslumanninum Karol (Zamachowski) sem í myndarbyrjun má þola þá niður- lægingu að eiginkonan, hin ægifagra Dominique (Delpy), sækir um skilnað frá honum vegna getuleysis hans (reyndar hafði hann gagnast henni heima í Pól- landi en ekkert eftir giftinguna í Frakklandi) og kastar honum á dyr með aleiguna í einni ferðatösku. Hvar er jafnréttið? spyr Karol þegar sjónarmið hans fá ekki að koma fram í réttinum Hvað getur Karol þá annað gert en farið aftur heim til Póllands þangað sem hann kemst á hinn ævintýra- legasta hátt. (Það er nokkuð kaldhæðnislegt að eftir að bófar eru búnir að lemja hann í klessu og skilja henn eftir úti á eyðilegum og heldur kuldalegum víða- vangi hrópar Károl: Eg er kominn heim.) Ekki hefur hann þó fyrr stigið fæti á pólska jörð en hann kemst í kynni við hið nýja Pólland eftir hrun kommúnis- mans, þar sem braskarar eru á hverju strái og allt er falt, hvort sem það eru byssur, svartamarkaðsgjald- eyrir eða rússnesk lík til að falsa jarðarfarir, og þar sem hin nýja Evrópa var komin á gömlu hárgreiðslu- stofuna, sem Karol átti í félagi við bróður sinn, í formi neonljósaskiltis. Ekki Mður hins vegar á löngu áður en Karol er kominn í fremstu röð krimmmanna. Og Landsýn í hjarta bæjarins Á fimmtudagskvöldum er leikinn djass á efri hæð Fógetans, eins og öllum sem áhuga hafa er vonandi kunnugt, og aðgangseyrir er enginn. Tómas R. Einars- son, djasskáld og kontrabassaleikari var þar mættur með tríó. Með honum voru Akureyringurinn og pían- istinn Gunnar Gunnarsson og Guömundur R. Einars- son trommuleikari og tókust þeir á við það verkefni að flytja lög af Landsýnarplötu Tómasar, blásaralaus- ir og söngvaralausir. Fyrirfram átti ég ekki von á að tiltækið bæri góðan árangur því lögin eru samin við textana og eru flest flutt af verulega stærri hljómsveit en tríói. En lögin stóðust þennan búning með miklum sóma. Vil ég nefna Þú ert og Dagur sem gætu allt eins verið samin fyrir hljóðfæri eingöngu. Titillagið Land- sýn, sem Kristján Kristjánsson syngur á plötunni, þótti mér reyndar verða svolítið flatt í þessum bún- ingi. Bassi Tómasar lék stærra hlutverk en oftast áður í hljómsveitum hans og var iðulega í laglínuhlutverk- inu, ýmist með boga eða án. Hann var því einnig sterk- ari en maður hefur átt að venjast hjá Tómasi en mér hefur fundist það vilja brenna við að hann væri helst til spar á styrkinn. Tónninn úr bassanum er ekki ósvipaður og hjá Ray Brown og verður svolítið mollu- legur ef hann er ekki nægilega skýr. Gunnar er prýði- -------------r.—?r——------------- legur píanisti, leikur af miklu öryggi og léttleika og fengur fyrir okkur sunnanmenn að fá hann til að spila fyrir okkur. Guðmundur sýndi góð og persónuleg til- þrif á htla settið í hinu fimmundaskotna stefi Jón Leifs í Harlem og sýndi að ýmislegt er hægt að gera án þess að raða trommum og gjöllum allt í kringum sig. Efni Landsýnar endist ekki heilt kvöld svo að tríóið Tónlist Ársæll Másson lék ýmislegt annað efni inni á milli, mikið eftir aðra bassaleikara og nokkur vel þekkt lög önnur. Ungur trompetleikari rakst inn, Snorri Sigurðsson að nafni. Tómas fékk hann til að leika með í þremur lögum og er það ekki í fyrsta skipti sem hann kemur ungum mönnum á framfæri. Um leið og ég vil benda þeim á, sem eiga Landsýnarplötima enn ókeypta, að bæta úr því, tek ég fram að ég hef hana alltaf fremst í rekkan- um hjá mér vegna þess hve fallegt umslagið er. hann hyggur á hefndir gegn konu sinni. Það er heldur ófögur mynd sem Kieslowski dregur upp af mannlegu hlutskipti í þessari mynd sinni: í Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson útlöndum er ekkert skjól, eilífur stormbeljandi, þar sem hinn aðflutti er eins og hálfur maður, gagnast hvorki sér né öðrum og er hent út á guð og gaddinn fyrir minnstu sakir. En ekki tekur betra við í ný- frjálsu heimalandinu þar sem allur þorri manna hefur það jafn skítt og áður á meðan glæpamennimir maka krókinn, kaupa sér Volvoa og dollara og dýrustu vodkaflöskuna (hálfpottur dugar til að fá bóndadurg- ana til að selja ofan af sér kofann fyrir dollara). Kieslowski beitir fyrir sig svarta húmomum, lág- stemmdum þó, í meðferð sinni á örlögunm Karols, htla mannsins sem verður aht í einu stórbokki, og tekst bærilega. Hann nýtur líka fuhtingis góðs leikarahóps þar sem sem Zbigniev Zamachowski er fremstur í flokki, óttalega umkomulaus og lítill bógur að manni virðist. En þótt Hvítur sé mikil framfór frá Rauðum vantar samt einhvern herslumun, meiri dramatík. Þrír litir: Hvitur (Trois couleurs: Blanc). Handrit: Krzysztof Kieslowski.og Krzysztof Piesiewicz. Kvikmyndataka: Edward Klosinski. Leikstjóri: Krzysztof Kieslowski. Leikendur: Zbigniev Zamachowski, Juhe Delpy, Jan- usz Gajos, Jerzy Sthr. Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Minningarathöfn um þá sem létu lífið í heimsstyrjöldunum var haldin við hermannagrafreitinn í Fossvogskirkjugarði sl. sunnudag. Bretar á íslandi og aðrir þeir sem vildu minnast látinna hermanna komu saman og lögðu blómsveiga á minnisvarða þeirra. Félag húsgagna- og innanhússarkitekta opnaði um helgina sýningu á verkum 9 félagsmanna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á sýningunni eru sýnd sömu verk og voru sýnd á alþjóðlegu húsgagnasýningunni í Bella Center í Kaupmanna- höfn í september sl. og var árangur þeirrar sýningar mjög góður. Á mynd- inni eru listamennirnir frá vinstri: Ómar Sigurbergsson, Þósdís Zoéga, Kristinn Brynjólfsson, Oddgeir Þórðarson, Guðrún M. Ólafsdóttir, Erla Sólveig Óskarsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir og Sigurjón Pálsson. Á myndina vantar Hans Unnþór Ólason. VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Útdráttur þann: 12. nóvembcr, 1994 Bingóútdráttur: Ásinn 56 51 3 34 60 37 48 12 6 33 50 22 57 2 7 53 75 5 72 20 EFTIRTAUN MIÐANÚMKR VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10026 10497 10967 11206 11283 11723 12303 12789 13157 13700 13862 14580 14855 10085 10627 11037 11213 11291 11904 12334 12885 13192 13790 14316 14779 14921 10205 10740 11127 11215 11293 11938 12533 12945 13259 13792 14446 14810 10417 10766 11195 11261 11647 12159 12673 13154 13376 13813 14525 14831 BlngóútdrAttun Tvlsturinn 25 66 56 60 42 23 30 7 37 65 1851 68 29 1 22 2 39 EFTIRTAUN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10128 10474 11037 11137 11424 11815 12049 12436 12882 13731 14117 14233 14795 10260 10662 11061 11322 11732 11882 12100 12472 13337 13808 14129 14542 14819 10282 10874 11085 11370 11733 11973 12103 12487 13418 14003 14145 14756 10449 10878 11087 11405 11744 12011 12193 12707 13721 14095 14172 14793 Blngúútdrtttun Þristurinn 4 27 47 49 36 14 44 13 26 2 6231 55 56 39 70 8 43 57 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚITEKT. 10240 10605 10962 11291 11960 12343 12737 13033 13279 13539 14180 14442 14791 10252 10638 11021 11509 12173 12509 12785 13094 13355 13858 14344 14633 14994 10566 10746 11047 11577 12264 12662 12841 13099 13530 13956 14347 14671 10579 10862 11049 11714 12329 12724 13017 13156 13538 14149 14437 14726 Lukknnúmer: Ásinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ HEIMILISTÆKJUM. 13149 12918 12047 Lukkunúmer: Tvisturinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ FREEMANS. 10256 10728 14728 Lukkunúmen Þristurinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ NÓATÚN. 1 14934 14249 12307 Aukavinnlngur VINNNINGAUPPHÆÐ 40000 KR. FERÐAVINNINGUR FRÁ FLUGLEIÐUM. 10215 LnkkutrióOO R980132Nr:14115 Bflastislnn RÖÖ.0130 Nr:14475 Ferö VINNINGAUPPHÆÐ 100000 KR. FERÐAVINNINGUR FRÁ FLUGLEIÐUM. R6ÖK)136 Nr:13067 Rftð4)136 Nrl 1093 Rðð4)130 Nr:13137 Röð.flBl Nr:13781 Rðö.-0137 Nr:10521 Rðö4>136 Nnl3658 Röð4)133 Nr:13525 Rðö:0132 Nrll364 RÖÖ.-0135 Nr:11648 Röð:0136 Nr:12056 Vinningar greiddir út fiá og með þrifljudegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 261. tölublað (15.11.1994)
https://timarit.is/issue/195745

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

261. tölublað (15.11.1994)

Aðgerðir: