Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Spumingin Hvað finnst þér um tilvís- anakerfi lækna? Jón Hauksson smiður: Ég hef ekki hugmynd um það, þetta er svo nýtil- komið. Hannes Birgisson málari: Það er slæmt. Kristinn Gíslason ellilífeyrisþegi: Ég hef enga skoöun á því. Smári Vífilsson, vélvirki og söngvari: Ég held að það sé afturfór. Bergsveinn Jónsson dagskrárgerðar- klippari: Ég held það sé allt í lagi með það. Sveinbjörg Guðmundsdóttir hús- móðir: Ég er á móti því. Lesendur „Af þeim 200-300 tegundum hunda sem til eru í heiminum eiga fæstar þeirra heima í sveit,“ segir m.a. í bréfinu. Hundaóvimr Sóley Hanna Möller skrifar: í DV fyrir skömmu vár haft eftir Árna Þór Sigurössyni, borgarfull- trúa R-listans, að hundar „pössuðu illa í borg“. Ég las ummælin tvisvar til að vera viss um að ég læsi rétt. Það er greinilegt að Árni Þór hefur lítið vit á hundum og finnst sjálfsagt að hundar eigi best heima í sveit. Af þeim 200-300 tegundum hunda sem til eru í heiminum eiga fæstir þeirra heima í sveit. - Með sömu rökum mætti segja að menn ættu að halda sig í hellum eða jafnvel enn uppi í trjánum. Arni Þór telur meirihluta borg- arbúa vera sama sinnis og vísar máli sínu til stuðnings i gamla skoð- anakönnun þar sem spurt var hvort íbúar Reykjavíkur vildu leyfa hundahald með þeim skilyrðum sem gilt höfðu. í þeirri skoðanakönnun svaraði ijöldi hundaeigenda með „nei-i“ enda vildu þeir breyta reglu- gerð. Sjónarmið Árna eru því á van- þekkingu byggð. Persónulega finnst mér menn eins og Árni Þór passa illa í borg, menn sem ekki eru tilbúnir að viðurkenna að í nútíma þjóöfélagi er hluti af venjulegri borgarfjölskyldu fjöl- skylduhundurinn. - Honum er þó frjálst að hafa sínar skoðanir og raða sér í hóp minnihluta, „hundaóvina". Ég sætti mig þó ekki við þann mál- flutning sem Árni Þór hafði uppi á fundi borgarráðs enda er það óþol- andi að borgarfulltrúi geri sig breið- an í pontu og krefjist bókana um málefni sem hann hvorki hefur kynnt sér né hefur þekkingu á. - Því vil ég skora á Árna Þór að mæta á næstu hundasýningu sem verður 30. apríl í Digranesi og sjá með eigin augum hið vinsæla fjölskyldusport frá öðru sjónarhorni. í dag borga ég 9.600 kr. ári fyrir það eitt að eiga hund í Reykjavík. í stað- inn fæ ég hundabannsskilti og hrokafull bréf frá Heilbrigöiseftirliti borgarinnar. Til allrar hamingju má ég þó halda eins marga ketti og ég vil „frítt"! Forsætisráðherra og seðlabankastjóri eiga báðir hunda. Hvernig væri nú að þeir létu í sér heyra? Reykingamenn! - Okkar tími kemur Ragnar Már Einarsson skrifar: Eg get ekki orða bundist, er ég horfi upp á þær niðurlægjandi aðfarir að reykingafólki sem átt hafa sér stað hér á landi síðustu misseri. Það er sótt fram af shku offorsi að sveigjan- leiki er bannorð hjá fólki er sækir þetta fastast. - Það mætti halda að slíkt öfgafólk hefði eitthvað að fela. Á meðan vínneysla er talin góð og gild, á meðan fólk drekkur ekki það mikið að það verði að slefandi bján- um, fær fyrrverandi reykingafólk og drykkjurútar (sem oft eru stór hluti þessara öfgahópa) að geysast fram með boð og bönn gegn reykingum sem þó skaða tiltölulega lítið miðað við það sem vínneyslan gerir þótt sé í svokölluðu „hófi“. Og einhvern veg- inn finnst mér byrjað á öfugum enda. Hvað skyldu margar sálir þjást vegna víndrykkju eins fjölskyldu- manns? - Og til samanburðar; hvað skyldu margir einstaklingar þjást vegna reykinga eins einstaklings - og tala nú ekki um ef reykingamað- urinn hefði sérstakt herbergi til að njóta vindlings eða vindils eftir ánægjulega máltíð meðfjölskyldunni - ódrukkinn? Öfgar og öfgafólk er til í öllum þjóð- félögum og hafa alltaf verið. Eðlilegt og sanngjarnt fólk hefur alltaf litið það réttu auga, þ.e. sem andlega óheilbrigt fólk, sem hefur í mörgum tilvikum orðið fyrir áfóllum í æsku eða niðurbroti á lífsleiðinni. Framan af er þetta meinlaust fólk og margt hvert leitar sér hjálpar, en aðrir kenna öðrum um allt sitt volæði, verður reitt og sárt og gripur hvert tækifæri sem býðst til að ná sér nið- ur á fólki. Á mörgum vinnustöðum hafa áfengissjúkir forstjórar bannað reykingar. Engir staðir fyrir reyk- ingafólk til að fá sér reyk. Fólk lætur bjóða sér að híma utanhúss, í skúma- skotum og dyragættum til að fá sér reyk. í dag komast ofstækismenn upp með þessa meðferð á fólki í skjóli atvinnuleysis. -Reykingamenn; snú- um bökum saman gegn mannrétt- indabrotum ofstækismanna. - Okkar tími mun koma. Villt þjóð og varasöm Árni Sigurðsson skrifar: Það er eins og aðeins örli á vakn- ingu gagnvart því agaleysi sem ein- kennt hefur þetta þjóðfélag á síðustu áratugum. Ástandið hefur aldrei ver- ið gott en það hefur versnað stórum, bara á undanfornum 4-5 árum eða svo. Það er því ekki aö furða þótt samtök á borð við „Heimili og skóla" séu farin að taka til sinna ráða, t.d. meö því að bjóða til fundar um „for- eldrarölt“ á kvöldin um helgar. Hringið í síma 5632700 milli kl. 14 og 16 - eða skrifið Ef það er rétt sem skrifað er um gagnvart agaleysi unglinga; að krakkar, þetta 11-12 ára, stundi að fara „út að borða“ eftir kvikmynda- sýningu þá er þegar gengið of langt. Eða eins og fjöldi dæma sannar, að krakkar stundi drykkjuskap innan við eða rétt upp úr fermingu. Eða að hafa það til afspurnar fyrir útlend- inga að dauðadrukknir krakkar hangi í miðborginni fram eftir nóttu. Þetta ástand þekkist yfirleitt hvergi á jarðríki nema á íslandi. Þjóðin er að visu villt og varasöm að mörgu leyti, t.d. í fjármálum, óstundvísi og vinnusvikum, en aga- leysi á aö vera hægt að útrýma. Þaö verður þó aldrei gert ef landsfeðum- ir ganga á undan með sínu stjóm- og agaleysi. Þegnskylduvinna fyrir alla unglinga einhvern hluta ævinn- ar væri stór og merkur áfangi í upp- eldi þjóðarinnar. I>V Mannréttinda- brot? Alda skrifar: Það er talsvert deilt á breyting- ar þær sem þó hafa verið gerðar til að koma skriði á nýja eða end- urskoðaða stjórnarskrá. Vilja sumir meina að þar sé verið að færa mannréttindi niöur á lægra plan eða svipta menn mannrétt- indum með því aö setja ákvæði inn um takmörkun á prentfrelsi. En er ekki eðlílegt að þar séu ein- hverjar skorður settar líkt og annars staðar í þjóðlifinu? Eða því ætti að leyfast að níða niður fólk, t.d. á prenti eða í ijósvakam- iðli? Það hljóta allir að sjá að slík- ar reglur eru ekki mannréttinda- brot heldur aöhald. - Þaö er tvennt ólíkt. Fastakrónutölu álaun Gunnar Sigurðsson hringdi: Mig langar til að styðja hug- myndir sumra forystumanna í launþegastéttum sem vilja frem- ur að menn fái fasta krónutölu á laun sín en að vera að karpa um einhverja prósentuhækkun. Við höfum slæma reynslu af þessum prósentuhækkunum. Föst krón- utala kæmi lægst launaða fólkinu best, og því meiri því betri. Laun sem væru 180-200 þúsund og þar y fir ættu ekkert aö hækka. - Þetta er að mínu mati besta lausnin og hana ætti ekki að þurfa að ræða í löngu máli eða á maraþonfund- um. íslensk dómsskjöl ílyrklandi Guðrún hringdi: Margir furða sig á því að ís- lenska dómsmálaráðuneytið skuli taka því þegjandi að tyrk- neskur dómstóll skuli neita að taka íslensk dómsskjöl sem full- gilda pappíra. Afskiptaleysi ís- lensks dómsvalds í máli dætra Sophiu Hansen er orðið áber- andi, Það vekur og furðu hins almenna borgara hve mörg mannréttindabrot þessar ís- lensku stúlkur þurfa að þola án þess að íslenskt réttarkerfi hafist nokkuö að. „Ogkrefjumst þessað... Gíslina skrifar: Er fólk ekki orðiö undrandi á hvernig hver starfsstéttin eöa þá félagasamtökin á fætur öðrum setja fram kröfugerð í grið og erg allt áriö í gegn? Það gengur ekki á öðru en kröfugerðum og hótun- um, aðallega gegn ríkinu eða stofnunum því tengdum. Frétt- imar eru keimlíkar og allar inni- halda setningu þar sem segir „... og krefjumst þess að orðið verði við kröfum okkar", eöa eitt- hvert svipað orðalag. - Það eina sem telja má fullvíst er að allar þessar kröfur eru orðnar mark- laust hjal. Gengisfelling samþykkt? Oddur hringdi: Maöur er að heyra að nú séu jafnvel menn úr hópi efnahagss- érfræðinga okkar að ljá máls á því að efnahagínn megi talsvert leiörétta með þvi að lækka gengiö verulega í einu stökki. Ekki þarf samt alvisan mann til að sjá hvert stefnir að því loknu. Ég hreinlega trúi því ekki að þetta geti verið markmið sem þjónar efnahags- bata hér á landi. Eöa er maður orðinn svona gamaldags í hugs- unarhætti að telja aö stöðugt gengi hljóti að vera þaö sem stefna þurfi að? Það væri fróðlegt að heyra frá landsfeörunum sér- staklega um svona tillögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.