Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995
Utlönd
Rutskojvill
verðaforseti
Fyrruni
varaforseti
Rússlands,
Alexander
Rutskoj, sem
reyndi aö
steypa Gorb-
atsjov af stóli
1993, tilkynnti í
gær að hann hygðist bjóöa sig
fram í forsetakosningum á næsta
ári. Rutskoj, sem talinn er hafa
litla sigurmöguleika, vill sameina
Rússland Úkraínu og Hvíta-
Rússlandi.
Fundugögn um
framleiðslu
kjarna- og
sýklavopna
Lögreglan í Japan hefur fundiö
vísbendingar um að trúarhópur-
-inn, sem talinn er hafa komið
fyrir taugagasi i neðanjarðar-
brautarkerfi Tokyo í síðasta
mánuöi, hafi undírbúið fram-
leiöslu kiama- og sýklavopna. í
fórura eins félaga í trúarhópnum
fann lögreglan leynilegt rit um
hvemig auðga má úraníum með
leysitækni. í bíl mannsins fannst
úðadæla sömu tegundar og
fannst á einum staönum sem
taugagasihafði verið komið fyrir.
Að sögn japanskra dagblaða hef-
ur lögreglan fundið 300 bækur
um lífefhafræði, hitaskáp og önn-
ur tæki til að framleiða sýkla-
vopn í bækistöö trúarhópsins.
Irmafrá
Sarajevo látin
Sjöáragömul
stúlka, sem
bresk yfirvöld
létu flytja mik-
ið særöa frá
Sarajevo til
Bretlands fyrir
tveimur árrnn,
lést á laugar-
daginn. Orlög Irmu vöktu heims-
athygli á sínum tíma því hún var
innilokuð í Sarajevo. Reiði fólks
leiddi til þess að Sameinuðu þjóð-
irnar gerðu nýjar áætlanir um
flutning særðra fró borginni.
Reutér.
Færeyjar:
Ný tillaga um rann-
sókn bankamálsins
Viðbrögð færeyskra ráðamanna
við tillögu danska dómsmálaráð-
herrans, Björns Wesths, um að Fær-
eyingar fái þá rannsókn á bankamál-
inu svokallaða sem þeir vilja, hafa
verið fremur varkár. Færeyingar eru
að vísu ánægðir en vilja sjá tillöguna
á prenti áður en þeir tjá sig frekar
uirfrhana.
Það sem skilur nýju tillöguna frá
fyrri tillögum er það að rannsóknar-
aðilar fá víðtæk völd og geta leitt
fram vitni og skyldað málsaðila til
að leggja fram gögn. Þetta mun þó
ekki heita dómsrannsókn.
Danski dómsmálaráðherrann
fundaði í Þórshöfn á laugardaginn
með færeyskum ráðamönnum. Lög-
fræðingar hjá hinu opinbera í Fær-
eyjum eru í verkfalli og því gátu þeir
ekki lagt mat sitt á tillögu dómsmála-
ráðherrans. Gert er ráð fyrir að fund-
að verði áfram í dag. Þegar búið verð-
ur að ganga alveg frá með hvaða
hætti rannsóknin á að fara fram
verða danska þjóðþingið og lögþing
Færeyja að veita samþykki sitt.
Rannsóknaraðilar munu ekki bara
skoða hlutabréfaskiptin milli Sjó-
vinnubankans og Færeyjabankans,
sem voru í eigu Danska bankans,
heldur munu þeir einnig skoða máhð
frá fyrstu björgunaraðgerðinni í okt-
óber 1992. Vegna fyrrnefndra hluta-
bréfaskipta slapp danski stórbank-
inn við skuldbindingar og reikning-
urinn fyrir björgunaraðgerðirnar
var sendur færeyskum skattgreið-
endum. Þetta hafa Færeyingar ekki
sætt sig við.
Verkföllin í Færeyjum hafa breiöst
út. Starfsmenn póstsins hófu verk-
fah á laugardaginn. Áður höfðu
starfsmenn á bhaferjum, áætlunar-
bátum og sjúkrahúsum lagt niður
vinnu. Búist er við löngu verkfalli
opinberra starfsmanna í Færeyjum
þar sem illa hefur gengið í kjara-
samningaviðræðum landsstjórnar-
innar og stéttarfélaga.
Ritzau
Tugir þúsunda flóttamanna frá Rúanda hafa yfirgefið búðir sínar í Búrúndí og haldið áleiðis að landamærum
Tansaníu. Vegna vaxandi óeirða í Búrúndi vilja flóttamennirnir komast til Tansaníu en yfirvöld þar segjast ekki
getað tekið á móti fleiri. Símamynd Reuter
IItoLADl
Msestkik
LOKSINS SEM BOLLASUPA!
íslenska kjötsúpan frá Toro
kjarngóð og pcegileg máltíð
tilbúin í bollann... þinn
SelenaPerez
skotintil bana
Söngkonan
Selena Perez,
sem í fyrra
hlaut Grammy
tónhstai-verð-
launin og út-
nefnd var tO
verðlaunanna í
ár, var skotin
til bana á föstudagmn
hótéli í
Texas í Bandaríkjunum. Starfs-
kona í verslun, sem var í eigu
Selenu, hefur verið handtekin
vegna morðsins. Faðir Selenu
sagði starfskonuna hafa dregiö
að sér fé. Eftir morðið iæsti hún
sig inni í vörubíl og hótaði aö
stytta sér aldur. Hún gafst upp
eftir margra klukkustunda við-
ræður við iögreglu.
Sexárameð
lystarstol
Breska blaðið The Sunday Ti-
mes greindi frá því í gær að börn
aht niöur i 6 ára væru tO meðferð-
ar á sjúkrahúsum vegna lystar-
stols.
Vitnað er i rannsókn sem gerð
var á vegum Swansea háskólans.
Yfir ijórðungur barna á aldrinum
5 til 7 ára, sem þátt tóku í rann-
sókninni, vildi grennast, jafhvel
þótt þau væru eðlilega þung mið-
að við hæð eða jafnvel undir
meðalþyngd. Eitt af sex var í
megrun.
Sérfræðingar segja jákvæða
umfjöllun ijölmiöla um grannar
konur og áhyggjur foreldra af
þyngd sinni hafa áhrif á börnin.
Margiránægðir
eftirkynskipti
Næstum ahir þeir sem gengist
hafa undir kynskipti í Noregi eru
ánægðir samkvæmt könnun sem
gerð liefur verið.
Ahs skiptu 65 manns um kyn í
Noregi á árunum 1965 til 1988.
Af þeim 63 sem tóku þátt i könn-
uninni eru 85 prósent ánægð með
samlíf, viðmót vinnufélaga og hf-
ið yfirleitt.
Fleiri karlar hafa skipt um kyn
en konur eða 40 á móti 23. Meðal-
aldur þáttakenda var 28 ára þegar
þeir gengust undir aðgerð.
Á hverju ári skipta 5 tO 7 manns
um kyn í Noregi. ReOoiað er með
að sú tala haldist nokkurn veginn
óbreytt. Þeir sem skipta um kyn
verða að haía prófaö að lifa í hlut-
verki hins kynsins talsverðan
tíma fyrir aðgerðina.
Fyrrum eigin-
kona Moores
týnir ástarbréf-
um
Fyrrum eig-
inkona Rogers
Moores, Dorot-
hy Squires, tO-
kynntií gær að
hún heföi glat-
að 300 ástar-
bréfum frá
leikaranum sem lék James Bond,
ástarbréfum sem eingöngu voru
ætluö henni.
Squires, sem var gift Moore
1959 til 1963, sagði að hún kynni
að hafa glatað bréfunum þegar
húsgögn hennar voru boðin upp
1990 eftir að hún varð gjaldþrota.
Squires, sem er orðin áttræð,
kvaðst hafa lesið bréfin sér til
ánægju gegnum árin. Hún veitti
Moore, sem er 67 ára, ekki skilnaö
fyrr en hann hafði búið meö
þriðju eiginkonu simii, Luisu
Mattioli, í sjö ár. Moore og Matti-
oli skildu nú í janúar og er hann
nú sagður í tygjum viö auðuga
danska ekkju.
Réuter, NTÖ